Morgunblaðið - 27.05.1990, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 27.05.1990, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1990 Magnús E. Guð- jónsson fram- kvæmdasljóri Fæddur 13. september Dáinn 17. maí 1990 Starfsemi Sambands ísl. sveitar- félaga spannar ótrúlega víðfeðmt svið, en einn mikilsverðasti þáttur- inn er að efla samstarf ólíkra sveit- arfélaga og vinna að sameiginleg- um hagsmunamálum þeirra og þá fyrst og fremst gagnvart ríkisvald- inu. Þetta á m.a. við um stefnumót- um og undirbúning að setningu laga og reglugerða sem á einhvern hátt snerta sveitarfélögin og málefni þeirra. Er þá oft um viðamikla og mjög þýðingarmikla málaflokka að ræða, mál sem varða íbúana miklu. Starf framkvæmdastjóra Sam- bands ísl. sveitarfélag er um margt sérstakt og vandasamt og oft mjög erilsamt. Verksviðið tengist öllum þáttum sveitarstjórnarmála og framkvæmdastjórinn þarf að kunna á þeim góð skil. Framkvæmdastjóri S.ambandsins hefur jafnframt haft á hendi fram- kvæmdastjórn fyrir Lánasjóð sveit- arfélaga og Bjargráðasjóð, en þess- ar stofnanir hafa staðið sameigin- lega að skrifstofuhaldi. Sjóðirnir báðir hafa töluverð umsvif og um- sjón með þeim krefst oft mikillar vinnu. Samband ísl. sveitarfélaga og samstarfsaðilar þess hafa notið starfskrafta Magnúsar E. Guðjóns- sonar samfellt í rúmlega 23 ár eða frá 1. febrúar 1967, þegar Magnús tók við framkvæmdastjórastarfinu, en áður hafði hann verið bæjar- t Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, SVERRIR GUÐMUNDSSOIM frá Hólmavík, andaðist í sjúkrahúsi Siglufjarðar miðvikudaginn 23. maí. Hallfríður Njálsdóttir, börn og tengdabörn. t Eiginkona mín og móðir okkar, HREFNA BRYNJÓLFSDÓTTIR, Frostafold 1, áðurtil heimilis í Skeiðarvogi 147, sem andaðist 18. maí í Landspítalanum, verður jarðsungin frá Langholtskirkju miðvikudaginn 30. maí kl. 10.30. Gísli Ólafsson og börn. t Móðir okkar, HALLDÓRA TORFADÓTTIR, Skúlagötu 72, lést í Borgarspítalanum 22. maí. Hrönn Baldursdóttir, Sigríður Baldursdóttir. + Móðir mín, tengdamóöir og amma, ANAÍS N. ÁRNADÓTTIR, Kárastíg 2, andaðist í Landspítalanum 22. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 29. maí kl. 15.00. Árný Crane og fjölskylda. + Elskuleg systir' okkar og móðursystir, HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Skagnesi, Norðurbrún 1, er látin. Ólöf Jónsdóttir, Aðalheiður Jónsdóttir, Sigríður Jóna Clausen. stjóri á Akureyri í 9 ár. Þekking hans á málefnum sveitarfélaga varð víðtæk og yfirgripsmikil á svo löng- um starfsdegi í þágu sveitarfélag- anna. Magnús varð náinn sam- starfsmaður þeirra, sem völdust til forystu í samtökum sveitarfélaga og var afstaða hans í öllum þeim mikilsverðu málum, sem til úrlausn- ar komu einatt málefnaleg og vel grunduð og tillögur hans og ráð jafnan mikils metin. Traust þeirra sem hann átti samvinnu við um málefni sveitarfélaga átti hann óskorað. Allt frá árinu 1967 hef ég átt mikið samstarf við Magnús E. Guð- jónsson mest þó á árunum 1978- 1982 þegar ég gegndi starfí for- manns Sambands ísl. sveitarfélaga og samskipti okkar voru næsta dagleg. Með Magnúsi var gott að vinna og þekking hans á högum sveitarfélaga og öllum reglum sem um þau gilda var hreint með ólíkind- um. Tæpast hafa aðrir verið fróðari um sveitarstjórnarmál. Þeir eru fjöl- margir sveitarstjórnarmennirnir hvaðanæva af landinu, sem um langt árabil hafa leitað til Magnús- ar um upplýsingar og ábendingar og þegið ráð hans um úrlausnir. Magnúsi var sérstaklega umhug- að að treysta samstarf sveitarfélaga og að þau kæmu sameinuð fram gagnvart ríkisvaldinu. Oft benti hann á að sveitarfélögin eiga miklu fleira sameiginlegt en hitt er, sem skilur þau að. Hafði hann litlar mætur á þeim sem vilja fremur ala á öfund og úlfúð milli byggða og landshluta. Magnús var að eðlisfari hlédrægur og barst lítt á, en skap- gerðin var traust og viðhorf hans til manna og málefna athugul og einlæg. Hagur sveitarfélaganna var honum efst í huga og var hann fastur fyrir, þegar honum fannst á hagsmuni þeirra hallað. Umhyggja fyrir velferð sveitarfélaganna réð afstöðu hans í farsælu starfí. Öll störf sín í þágu Sambands ísl. sveitarfélaga, Lánasjóðs sveitar- félaga og Bjargráðasjóðs leysti Magnús E. Guðjónsson af hendi með virðuleika, skyldurækni og trú- mennsku. Að leiðarlokum erú hon- um þökkuð störf hans, vinátta og samfylgd. Eiginkonu Magnúsar, Öldu Bjarnadóttur, dætrum og fjölskyld- um þeirra vottum við samúð okkar. Jón G. Tómasson Magnús Ellert Guðjónsson hét hann fullu nafni. Hann fæddist á Hólmavík 13. september 1926, son- ur hjónanna Guðjóns Jónssonar tré- smiðs og síðar kaupmanns þar og Kolfinnu Snæbjargar Jonsdóttur. Börn þeirra voru sjö en nú eru fímm á lífi. Ég sendi þeim innilegar sam- úðarkveðjur. Fyrstu kynni okkar Magnúsar hófust er við fiuttum um svipað leyti á Hlíðarveginn í Kópavogi, en lóðir okkar lágu saman. Ég minnist þess er þessi prúði maður kom til mín og sagðist vilja ræða við mig um landamerki, lóðin hans var þá þakin gróðri en mín í umróti bygg- ingar. Landamerki milli lóðanna voru svo óhagstæð eins og þau voru. Munnlegt samkomulag var gert á stundinni. Girðing hefur aldr- ei verið sett á milli lóðanna, enda jukust samskipti milli heimilanna því dætur okkar léku s an þegar þær voru yngri og í vetur hafa Helga dóttir mín og Helga stjúpdóttir Magnúsar búið saman í herbergi í Samvinnuskólanum á Bifröst og sýnir það enn betur hve gott samkomulag hefur verið á milli heimila okkar. Magnús var mikill unnandi gróð- urs og notaði hverja stund sem gafst til að hlúa að honum. Garður- inn við húsið sem þau keyptu, Magnús og hans ágæta kona, Alda Bjarnadóttir, var með fegurstu görðum í Kópavogi á þeim tima, en þau gerðu hann enn fegurri og fjölskrúðugri. Þau hjónin voru mjög + SNORRI MAGNUSSON rafvirkjameistari, Furugerði 11, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 28. maí kl. 13.30. Svava Snorradóttir, Magnús Snorrason, Elínbjörg Snorradóttir og fjölskyldur. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, SIGURBJÖRN A. HARALDSSON, Garðabraut 24, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju mánudaginn 28. maí kl. 14.00. Lilja Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, MAGNÚS E. GUÐJÓNSSON, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 28. maí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagiö eða aðrar líknar- stofnanir. Alda Bjarnadóttir, Kolfinna S. Magnúsdóttir, Alda S. Magnúsdóttir, Hauður Helga Stefánsdóttir. + Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vinarhug vegna + Ástkær eiginkona mín og móðir, andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og KRISTÍN GUÐJOHNSEN, langömmu, . Skeiðarvogi 63, SIGURBJARGAR ÞORLÁKSDÓTTUR, Reykjavík, hjúkrunarheimilinu Skjóli. sem andaðist þann 19. maí, verður jarðsungin frá Langholts- Sigríður Kristinsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Helga Kristinsdóttir, Jón Sigurvin Sigmundsson, kirkju mánudaginn 28. maí kl. 13.30. Bolli Ólason, barnabörn og barnabarnabörn. Gunnar Bollason. samhent og ber heimili þeirra og garðurinn þess glöggt vitni. í byijun þessa árs lagðist Magn- ús á spítala og gekkst síðar undir aðgerðir og var hann mikið veikur. I byijun þessa mánaðar kom ég til hans á Landspítalann og hitti svo vel á að hann var óvenju hress. Nú er hann allur, góður drengur er genginn á fund sinna feðra. Við hjónin og Helga þökkum Magnúsi hlýleg og góð samskipti 9g biðjum góðan Guð að styrkja Öldu, Helgu og Eddu Maríu, Kol- fínnu, Tómas og dætur og Öldu Sigrúnu í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning Magnúsar E. Guðjónssonar. Árni Örnólfsson Við fráfall Magnúsar E. Guðjóns- sonar hafa sveitarfélögin í landinu misst einn ötulasta talsmann sinn. Hann hafði starfað að sveitarstjórn- armálum um 35 ára skeið og gegnt framkvæmdastjórastarfí hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga í lið- lega 10 ár. Á þessum tíma átti Magnús mikil og góð samskipti við félagsmálaráðuneytið. Hann átti sæti í Ijölmörgum stjórnskipuðum nefndum og átti þátt í að semja frumvörp og reglur er varða sveitar- stjórnarmálefni. Verkefni og hlut- verk Sambands íslenskra sveitarfé- laga efldist mjög í tíð Magnúsar sem framkvæmdastjóra og mun það ekki síst að þakka því mikla starfi er hann innti af höndum. Magnús var tíður gestur í félagsmálaráðu- neytinu. Hressileiki og glaðværð hans gerði það að verkum að starfs- fólk ráðuneytisins fagnaði ávallt komu hans. Magnús var mikill áhugamaður um aukna sjálfsstjórn sveitarfélaga en brýndi jafnframt nauðsyn ábyrgðar og festu. Hann fylgdi málum Sambandsins eftir af festu og ákveðni en var jafnframt einstaklega réttsýnn og sanngjarn maður. Það var áberandi í fari Magnúsar hversu ríka áherslu hann lagði á að leysa vandamál þeirra er til hans leituðu. Lipurð hans í öllum mann- legum samskiptum kom fram hvort heldur hann var að eiga við stjórn- völd um hagsmunamál sveitarfé- laga eða að leitast við að greiða úr einstaklingsbundnum vandamál- um. Vegna starfs síns hafði Magnús yfírburðaþekkingu á öllum þeim mörgu og flóknu viðfangsefnum sem sveitarfélögin fást við. Sem framkvæmdastjóri Bjargráðasjóðs var Magnús einnig gjörkunnugur málefnum landbúnaðarins. Hið þrotlausa starf Magnúsar í þágu íslenskra sveitarfélaga hefur því birst á margvíslegan hátt. Það mun vera vandfundinn sá maður sem hafði aðra eins innsýn í hvað var að gerast í þjóðfélaginu og Magnús. Allt til hinstu stundar var hugur hans bundinn við hag sveitarfélag- anna og þrátt fyrir veikindin fylgd- ist hann grannt með framgangi mála, enda var allt til hins síðasta leitað ráða hjá honum varðandi erf- ið mál er snertu sveitarfélögin og sýnir það best hve mikils trausts hann naut. En enda þótt verk séu talandi tákn um elju Magnúsar þá er hitt ekki síður um vert að hann með sínu jákvæða hugarfari leitaðist ævinlega við að leysa mál og á starfsfólk félagsmálaráðuneytisins honum mikið að þakka fyrir hversu úrræðagóður hann var. Magnúsar verður minnst sem manns sem leit á björtu hliðar tilverunnar og flutti með sér jákvæðan anda til allra verka enda hjálpsemin ríkur þáttur í fari hans. Blessuð sé minning hans. Starfsfólk félagsmálaráðuneytis- ins flytur konu Magnúsar, Öldu Bjarnadóttur og dætrum, innilegar samúðarkveðjur. Jóhanna Sigurðardóttir Látinn er í Reykjavík Magnús E. Guðjónsson framkvæmdastjóri, langt um aldur fram, aðeins 63 ára að aldri. Þegar náið samstarf okkar Magnúsar hófst fyrir þremur árum í tengslum við starfsemi Lánasjóðs sveitarfélga hvarflaði síst að manni að svo stutt væri til hinstu stund- ar. Aldrei ræddi hann einkahagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.