Morgunblaðið - 27.05.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.05.1990, Blaðsíða 44
SAGA CLASS Ferðafrelsi FLUGLEIDIR gS MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÖSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Rúmlega tvítugur maður ferst í EyjafÍrði RÚMLEGA tvítugur maður beið bana er lítill sendiferðabíll, sem hann ók, lenti út af veginum og í Þorvaldsdalsá á Arsskógs- strönd. Farþegi í bílnum, maður á líku reki, var fluttur slasaður á sjúkrahús á Akureyri. Lögreglu á Dalvík var tilkynnt um slysið laust eftir klukkan níu á laugardagsmorgun. Öku- maðurinn var látinn þegar að var komið. Talið er að mennirnir hafi verið á leið til Akureyrar þegar slysið varð, en tildrög þess voru óljós þegar blaðið fór í prentun. * Istak býður lægst í við- gerðirnar á Þjóðleikhúsi ÍSTAK býð- ur lægst í viðgerðir á Þjóðleikhús- inu, 197 milljónir króna eða um 80% af kostn- aðaráætlun. Tilboð þeirra þriggja verktaka, sem valdir voru til að taka þátt í lokuðu útboði, voru opnuð í gær. Tilboð Hagvirkis hljóðaði upp á 203 milljónir króna og tilboð Byggðaverks var 210 milljónir króna. Kostnaðaráætlun er 246 milljónir króna, Að sögn Skúla Guðmunds- sonar formanns bygginga- nefndar Þjóðleikhússins verða tilboðin metin í næstu viku og er þess vænst að afstaða til þeirra verði tekin fyrir lok næstu- viku. A KJORSTAÐ Morgunblaðið/RAX. Davíð Oddsson borgarstjóri, kona hans, Ástríður Thoraren- sen o g Þorsteinn sonur þeirra komu á kjörstað í Melaskólanum í gærmorgun. Þorsteinn Davíðs- son var að kjósa í fyrsta skipti. S veitarslj órnakosningarnar; Kjörsókn ívið betri en í síðustu kosningum KJÖRSÓKN var betri í Reykjavík klukkan ellefú í gær- morgun, en hún var í síðustu borgarstjórnarkosningum og munaði tæpum tveimur prós- entum. A ísafírði var kjörsókn Framkvæmdasj óður afskrifer allt hlutafé sitt í Álafossi hf. Eigið fé sjóðsins minnkar um tæplega helming STJÓRN Framkvæmdasjóðs hefúr ákveðið að afskrifa allt hluta- fé sjóðsins í Álafossi hf., vel á fimmta hundrað milljónir króna, í rekstrarreikningi fyrir árið 1989. Þetta er tæplega helmingur af bókfærðu eigin fé Framkvæmdasjóðs. Þórður Friðjónsson stjórnar- formaður Framkvæmda- sjóðs sagði við Morgunblaðið að vegna ótryggrar framtíðar Ála- foss hefði sjóðsstjórnin tekið . þessa ákvörðun í varúðarskyni svo reikningar sjóðsins sýndu ekki ofmat á eignum hans. Þórður sagði að þetta þýddi ekki að Framkvæmdasjóður væri að afskrifa fyrirtækið Álafoss hf. Nú stæði yfir tilraun til að endurreisa fyrirtækið, og tækist hún, yrði hlutaféð að sjálfsögðu fært aftur inn sem tekjur. „Það þarf hins vegar ansi mikið að gerast til að þessar eignir skili sér í þær fjárhæðir sem reikning- ar, bæði Framkvæmdasjóðs og Sambandsins, sýndu,“ sagði Þórður. Álafoss, sem Framkvæmda- sjóður var aðaleigandi að, og iðnaðardeild Sambandsins sam- einuðust árið 1987 í Álafossi hf. Framkvæmdasjóður átti helming hlutaíjár og Sambandið hinn helminginn. Þórður sagði að ákvörðun um sameiningu Ala- foss og iðnaðardeildarinnar hefði verið tekin á grundvelli álits- gerða innlendra og erlendra aðila um að rekstur fyrirtækisins gæti gengið. En á árunum 1988 og 1989 hefði sala Álafoss hf. minnkað um helming miðað við það sem fyrirtækin voru sameig- inlega með árið 1987, og það hefði enginn séð fyrir. nær þremur prósentum betri en síðast. í Hafiiarfirði og á Akureyri var hún hins vegar ívið lakari en í síðustu sveitar- sljórnakosningum en á öðrum stöðum, sem haft var samband við, var kjörsóknin svipuð eða heldur betri en árið 1986. IReykjavík höfðu 6.537 greitt atkvæði klukkan 11 eða 9,16%. Á kjörskrá voru 71.359. í borgar- stjórnarkosningunum 1986 höfðu 4.873 neytt atkvæðisréttar síns á sama tíma eða 7,32%, en þá voru 65.987. I borgarstjórnarkosning- unum árið 1982 var kjörsóknin 10% klukkan 11. í Hafnarfirði höfðu 610 manns greitt atkvæði klukkan 11 eða 6,12% af 9.963 sem voru á kjör- skrá. í síðustu sveitarstjórna- kosningum 1986 höfðu 621 greitt atkvæði klukkan 11 eða 6,91%. Þá voru 8.984 á kjörskrá. í Kópavogi höfðu 856 manns greitt atkvæði klukkan 11, eða 7,37%. Á kjörskrá voru 11.616. Á sama tíma, í síðustu syeitar- , stjórnakosninguru JiQÖu 7.28 kbs- ið í Kópavogi eða 7,03%. Þá voru 10.344 á kjörskrá. Á Akureyri höfðu 605 manns kosið klukkan 11 í gærmorgun, eða 6,17%. Á kjörskrá voru 9.800. í síðustu sveitarstjórnakosning- um höfðu 622 kosið klukkan 11, eða 6,55%, en þá voru 9.494 á kjörskrá. í Vestmannaeyjum höfðu 209 kosið klukkan 11 í morgun eða 6,43%. Á kjörskrá voru 3246. Á sama tíma í síðustu sveitar- stjórnakosningum höfðu 187 manns kosið í Vestmannaeyjum. Á ísafirði höfðú 204 kosið á kjörstað á seinni tímanum í 12 eða 8,72%. 310 höfðu greitt at- kvæði utan kjörfundar, en sam- tals voru á kjörskrá 2.340. í sveit- arstjórnakosningunum 1986 voru 138 búnir að kjósa á sama tíma eða 5,94%, en þá voru 2.323 á kjörskrá. Á Neskaupstað höfðu 119 kos- ið laust eftir klukkan 11.30 í gærmorgun, eða um 9,8%, en á kjörskrá voru 1.214. 202 utan- kjörstaðaratkvæði höfðu borist. Ekki lágu fyrir sambærilegar töl- ur frá síðustu kosningum. I {

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.