Morgunblaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1990 M DIEGO Maradona var á fimmtudaginn gerður að „íþrótta- legum“ sendiherra Argentínu. Carlos Saul Menem, forseti Arg- ■■■i entínu, er staddur í Brynja Mílanó um þessar Tómer mundir þar sem arg- skrifar entíska landsliðið leikur, og á fimmtu- daginn tilkynnti hann Maradona formlega að hann hefði verið til- nefndur sendiherra. „Þetta er mik- ill heiður fyrir mig, sérstaklega fyr- ir mömmu,“ sagði gulldrengurinn, „nino de oro“, eins og landar hans kalla hann. „Ég mun gera mitt besta til að sýna forseta okkar og öðrum löndum hversu sterkt lands- lið Argentínu er.“ ■ MARADONA hafðifundið fyrir verk í hægra fæti viku fyrir leikinn gegn Kamerún í gær. Daginn fyrir leik fór hann til læknis og lét líta á „silfurfótinn“ (vinstri fótur kapp- ans gengur undir nafninu „gullfót- urinn“). I ljós kom að tánögl á stóru tá var inngróin og var þar með fundin orsökin fyrir verknum. I sjónvarpsþætti í gær lýsti læknirinn því í smáatriðum hvernig hann hefði búið um stóru tána á Maradona og var sú lýsing allt að því fyndin, dæmigerð fyrir öfgarnar í íþrótta- fréttamennskunni á Ítalíu fyrir þessa heimsmeistarakeppni. Les- endum til fróðleiks voru settar sér- stakar spelkur um tána á Mara- dona og sagði læknirinn að speik- urnar væru úr sama efni og kapp- akstursbílarnir í Formula 1. „Þó sparkað verði í tána á Maradona mun hann ekkert finna til því þetta er sterkasta efni sem völ er á,“ sagði læknirinn. H LANDSLIÐ Kamerúm ar í sviðsljósinu á HM ’82 á Spáni þeg- ar það lék á móti Itölum. Leikar fóru 1:1 og var afríska landsliðið grunað um að hafa þegið mútur. Ekkert var þó sannað í því máli og voru Kamerún-menn leystir undan ásökununum. ítalskir íþróttafrétta- menn hafa nú dustað rykið af þessu leiðindamáli og tekið það aftur til umræðu í fjölmiðlum. H / Opnunarleiknum í gær héldu menn á lofti stórum borða sem á var skrifað: „Ég er Santina Renda, mér var rænt, hjálpaðu mér og hafðu samband við lögregluna ef þú veist eitthvað um það hvemig mér var rænt.“ Hinni tveggja ára gömlu Santinu var rænt í mars sl. og hefur ekkert til hennar spurst síðan. Fjölskylda hennar ákvað að reyna að auglýsa eftir stúlkunni á vellinum í gær á þennan nýstárlega hátt í von um að fá a.m.k. fréttir af henni. KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN A ITALIU Diego Maradona og félagar hans í argentíska landsliðinu fengu oft óblíðar móttökur hjá leikmönnum Kamerún. Hér er það Roberto Sansini sem brýtur á Maradona. Kamerún sló heims- . meistarana út af laginu KAMERUN sló heimsmeistara Argentínu heldur betur út af laginu með því að sigra 1:0 í opnunarleik heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu í Mílanó. Kamerún lék tveimur leikmönnum færri síðustu mínútur leiksins og kom það ekki að sök, sigurinn var örugg- ur. Það var Omam Biyik sem gerði sigurmarkið á 66. mínútu leiksins. „Ég er mjög ánægður með að hafa skorað fyrsta mark heimsmeistarakeppninn- ar. Það var draumur minn að gera fyrsta markið áður en ég kom til ítaliu. Ég tileinka forset- anum okkar þetta mark, sem ég vona að sé aðeins það fyrsta af mörgum í þessari heimsmeistarakeppni," sagði Omam Biyik, hinn 24 ára gamli sóknarmaður Kamerún, eftir leikinn í gær. Sigurmarkið kom eftir auka- spyrnu frá vinstri beint á koll- inn á Omam Biyik, sem þakkaði fyrir sig með því að skalla niður framhjá markverði Argentínu og í netið. Markið kom eftir að Andre Kana-Biyik var rekinn út af þannig að leikmenn Kamerún voru þá ein- um leikmanni færri. Skömmu síðar fékk Benjamin Massing einnig að líta rauða spjaldið. Sigur Kamerún verður að teljast verðskuldaður. Leikmenn liðsins voru mun frískari en heimsmeistararnir og gáfu þeim aldrei frið til að byggja upp spil. Argentíska liðið virkaði þungt og vafalaust hafa leikmenn þess van- metið andstæðinginn. Þjálfari Kamerún, Sovétmaður- inn Valery Nepomniachi, var að vonum ánægður með úrslitin. „Við vorum heppnir og hefðum ekki unn- ið þennan leik nema vegna þess að heppnin var með okkur, Ég var ósáttur við ákvörðun dómarans um að reka leikmennina rnína út af velli. Brotin voru ekki þess eðlis og það alvarleg að mínu mati,“ sagði AGANEFND KSI Leikbann Baldurs Bjarnsonar: Verður úrskurði aga- nefndar KSÍ breytt? Framarar hafa farið fram á það við aganefnd KSÍ að hún end- urskoði úrskurð sinn um að Bald- ur Bjarnason fái tveggja leikja bann. Framarar segja að Baldur hafi ekki sparkað eða slegið til Sævars Árnasonar í leik Þórs og Fram á Akureyri á laugardaginn og því ætti hann ekki að fá svo þunga refsingu. Þeir leggja fram myndband af leiknum máli sínu til staðfestingar. Aganefnd KSÍ byggði úrskurð sinn á skýrslu dómarans, Guð- mundar Haraldssonar. í reglum KSÍ segir, að úrskurði aganefndar er hægt að breyta ef það liggur fyrir að hann er byggður á röng- um upplýsingum. Aganefnd mun koma saman um helgina og skoða málið. þjálfari Kamerún, Valerij Nepomn- iacij, sem er Sovétmaður. Kana Biyik og Massing fara báðir sjálf- krafa í tveggja leikja bann. „Þetta er vandamál sem þarf að leysa fyr- ir næsta leik. Við erum með 22 leik- menn og það er enn tími til að finna leikmenn í þeirra stöður,“ sagði Nepomniachi, sem var áður aðstoð- arþjálfari Valery Lobanovsky þjálf- ara sovéska landsliðsins. Carlos Bilardo, þjálfari Arg- entínu, sagði að þetta væri mesti ósigur argentíska landsliðsins undir hans stjórn frá upphafi. „Við leikum alltaf til sigurs og gerðum það einn- ig gegn Kamerún, en það sló okkur útaf laginu með grófum leik, sem ég vill ekki ræða frekar um á þessu stigi,“ sagði Bilardo. Maradona sagði að markið hafi sett allt úr skorðum í argentíska liðinu. „Það átti enginn von á þessu. Við getum aðeins kennt okkur sjálf- um um hvernig fór,“ sagði Mara- dona. 1.DEILD KV Jafntá Akureyri Þór og Valur skildu jöfn, 1:1, í 1. deild kvenna á íslandsmót- inu í knattspyrnu á Akureyri í gærkvöldi. Hera Ármannsdóttir kom Valsstúlkum yfir í upphafi síðari hálfleik, en Ellen Óskars- dóttir jafnaði fyrir Þór þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Bikarkeppnin Tindastóll sigraði Neista 6:0 í 2. umferð bikarkeppni KSÍ í meistar- flokki karla í gær og er því komið í 3. umferð. Sverrir Sverrisson gerði þijú marka Tindastóls. ■ HRÆÐSLAN um ólæti aðdá- enda hinna ýmsu landsliða er alveg að fara með Itali. Borgaryfirvöld hafa bannað sölu á áfengum drykkj- um í Mílanó þá daga sem landsleik- ir verða leiknir. Sama ákvörðun var tekin á Sardiníu þar sem Englend- ingar leika. Hvorki barir né búðir mega selja eða veita áfengi þessa daga og vægast sagt þykir ítöium, þeirri miklu víndrykkjuþjóð, þessi ákvörðun fádæma ósvífni og eru hóteleigendur öskureiðir: „Stór hluti af veitingarekstrinum er ein- mitt áfengissala og við fengutn ekki að vita neitt um þessa ákvörð- un fyrr en núna,“ sagði einn þeii'ra. _ í viðtali við fréttamenn. ■ ÞESS má getaað á öllum ítölskum völlum eru barir sem hing- að til hafa selt áfenga og óáfenga drykki, auk þess sem í áraraðir hefur það tilheyrt því að fara á völlinn að kaupa sér drykk hjá sölu- mönnum sem ganga um stúkurnar með ýmsan varning. ■ BIRKIR Kristinsson, tnark- vörður Fram, hefur varið víta- spyrnu í tveimur leikjum í röð. Hann er reyndar ekki fyrsti mark- vörðurinn sem gerir slfkt í 1. deil Halldór Halldórsson, markvörður FH, hafði áður varið tvær í röð, i* egn ÍA og ÍBK árið 1985. VALSMENN hafa gengið frá ráðningu Mikaíls Abkasjevs og mun hann sjá um þjálfun yngri flokka félagsins. Mikaíl er sonur Boris Abkasjev, fyrrum þjálfara Vals, sem nú þjálfar lið Breiðar- bliks í 2. deild. fi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.