Morgunblaðið - 13.06.1990, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.06.1990, Qupperneq 1
56 SIÐUR B 131. tbl. 78. árg.__________________________________MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Hernaðarleg staða Þýskalands: Nýrri tillögu Sov- étmanna hafiiað Moskvu, Bonn, Washington, Brussel. Reuter, dpa. MIKHAIL S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, sagði á þingi í gær að ley6a mætti ágreining þann sem upp er risinn vegna hernaðarlegrar stöðu hins nýja og sameinaða Þýskalands með því að landið ætti aukaaðild að báðum hernaðarbandalögunum; Varsjár- bandalaginu og Atlantshafsbandalaginu (NATO). Helmut Kohl, kansl- ari Vestur-Þýskalands, haihaði þessari hugmynd Sovétleiðtogans síðar um daginn og hið sama gerði George Bush, forseti Banda- ríkjanna. Gorbatsjov sagði í ræðu er hann flutti á fulltrúaþingi Sovétríkjanna í gær að fyrirsjáanlegar breytingar á varnarstefnu NATO gerðu það að verkum að Sovétmenn gætu fall- ist á að Þýskaland ætti aukaaðild að báðum bandalögunum þar til ákveðin hefði verið ný skipan ör- yggismála í Evrópu. Fyrr í ár lagði Edúard Shev- ardnadze, utanríkisráðherra , Sov- étríkjanna, til að Þýskaland ætti aðild að - báðum bandaiögunum. Þeirri hugmynd höfnuðu leiðtogar Vesturlanda. Vestrænir stjórnarer- indrekar í Moskvu sögðu í gær að tillaga Gorbatsjovs virtist vera nán- ari útfærsla á hugmyndum She- vardnadze og kváðu hana sýna að þrátt fyrir linnulítil fundahöld sov- éskra og vestrænna ráðamanna bæri enn mikið á milli í deilunni um hernaðarlega stöðu Þýskalands. Á hinn bóginn gæfi ræðan til kynna að Sovétmenn væru nú tilbúnir til að ræða hugsanlega aðild Þýska- lands að NATO en upphaflega var krafa þeirra sú að landið stæði utan hernaðarbandalaga. Helmut Kohl, kanslari Vestur- teldi tillögu Gorbatsjovs óraunhæfa. Hún fæli í sér grundvallarmisskiin- ing á eðli og tilgangi Atlantshafs- bandalagsins. NATO væri ekki ein- ungis varnarbandalag heldur einnig bandalag lýðræðisríkja og sem slíkt væri ekki unnt að bera það saman við Sovétríkin og Varsjárbandalag- ið. George Bush Bandaríkjaforseti hafnaði einnig tillögu Sovétleiðtog- „Honum er fullkunnugt ans. um afstöðu okkar sem er sú að Þýska- land eigi að verða aðildarríki Atl- antshafsbandalagsins án nokkurra skilyrða," sagði forsetinn. Bush kvaðst sannfærður um að Sovét- menn myndu á endanum sam- þykkja aðild Þýskalands að NATO og James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók í sama streng. Talsmaður NATO í Brussel var öllu varfærnari er hann var inntur eftir viðbrögðum aðildarríkjanna 16 við ummælum Gorbatsjovs. Hann kvaðst ekki fá séð að hugmyndin um aðild Þýskalands að báðum bandalögunum gæti orðið til þess að höggva á hnútinn Míkhaíl S. Gorbatsjov á fundi í Kreml í gær með forsetum Sovétlýðveldanna 15. Borís Jeltsín, helsti leiðtogi umbótasinna og skæðasti andstæðingur Sovétleiðtogans, (annar frá vinstri) sat fundinn en hann er forseti Rússlands. Fulltrúaþingið í Rúss- landi lýsir yfir fiillveldi fr é tt am ön n ú mTI on ní gærað iianíi Sjálfstæðismálin í brennidepli á fiindi Gorbatsjovs og forseta Eystrasaltsríkjanna Moskvu. Reuter. dpa. FULLTRÚAÞING Rússlands samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta að lýsa yfir fullveldi lýðveldisins. Míkhaíl S. Gorbatsjov átti í gær fund með öllum 15 forsetum lýðvelda Sovétríkjanna og síðar um daginn ræddi hann við forseta Eystrasaltsríkjanna þriggja, sem berjast fyrir sjálfstæði og úrsögn úr sovéska ríkjasambandinu. Samkvæmt frétt sovésku frétta- stofunnar TASS greiddu 907 þing- menn atkvæði með fullveldisyfirlýs- ingu, þrettán voru á móti og níu sátu hjá. Fullveldisyfirlýsingin siglir í kjölfar þess að síðastliðinn föstu- dag ákvað fulltrúaþingið að rússn- esk lög væru sovéskum æðri. En svo virðist sem hið mikla fylgi við fullveldisyfiriýsinguna sé sigur fyrir Borís Jeltsín, forseta Rússlands. Að sögn TASS er í fullveldisyfirlýs- Búlgaría: Sósíalistar taldir örugg- ir um meirihluta á bineri Sofíu. Reuter. -JL. Sofiu. Reuter. LJÓST er nú, að Sósíalistaflokkurinn í Búlgaríu, áður kommúnistar, er sigurvegari kosninganna síðastliðinn sunnudag. Hafði hann umtals- verða yfirburði víðast hvar á landsbyggðinni en Lýðræðisfylkingin, bandalag 16 stjórnarandstöðuflokka, mátti sín betur í stærstu borgun- um. Þykir fúllvíst að sósíaiistar verði í meirihluta á þingi, sem er skipað 400 mönnum. Af 400 mönnum á þingi eru 200 kosnir í einmenningskjördæmum á landsbyggðinni og þar hafði Sósíal- istaflokkurinn víða helmingi meira fylgi en Lýðræðisfylkingin. Hafði flokkurinn fengið 68 menn kjöma í gær en Lýðræðisfylkingin 32. Flokk- ur tyrkneskumælandi manna hafði unnið átta þingsæti og smáflokkar þijú. Urslit lágu ekki fyrir í fimm kjördæmum. Kosið verður á ný í 84 einmenningskjördæmum en kosn- ingaspár og bráðabirgðatölur úr kjördæmum þeim þar sem hlutfalls- kosning fór fram þóttu taka af allan vafa um það að meirihluta sósíalista yrði hnekkt. Á óvart kom, að Bændaflokkur- inn, sem hafði verið spáð 12% at- kvæða, hafði ekkert þingsæti unnið. í borgunum var hins vegar mjórra á munum og í Sofiu vann Lýðræðis- fylkingin yfirburðasigur, fékk 18 þingsæti af 26 og sósíalistar ekkert samkvæmt bráðabirgðatölum. Sigur Sósíalistaflokksins hefur vakið nokkra undrun og eru Búlgar- ar eina Austur-Evrópuþjóðin, sem kosið hefur yfir sig sömu valdhafa og áður þótt þeir flaggi nú að vísu nýjum fána. Vestrænir stjórnarer- indrekar kunna á þessu margar skýringar og nefna meðal annars, að búlgarskt þjóðfélag sé ákaflega íhaldssamt og kommúnisminn grón- ari þar en annars staðar í austur- vegi. Þá hafa Sovétmenn aldrei haft herstöðvar í Búlgaríu og síðast en ekki síst ber flestum saman um, að Sósíalistaflokkurinn hafi haft á að skipa mjúkmálli leiðtogum og rekið kosningabaráttuna af meiri kænsku en hinir flokkarnir. ingunni minnst á rétt Rússlands til að segja sig úr lögum við Sovétrík- in en í samræmi við gildandi lög. Jeltsín hefur áður minnt á þennan rétt en jafnframt gefið til kynna að ekki sé áhugi fyrir hendi að láta á hann reyna. Ekki er langt síðan Æðsta ráð Sovétríkjanna sam- þykkti lög um að lýðveldi Sovétríkj- anna gætu sagt skilið við ríkjasam- bandið eftir þjóðaratkvæðagreiðslu í viðkomandi lýðveldi og að fengnu samþykki fulltrúaþings Sovétríkj- anna. Litháar hins vegar hafa farið aðra leið með því að lýsa yfir sjálf- stæði og gerðu þeir það í raun áður en lögin um aðskilnað voru sam- þykkt. í gær átti Gorbatsjov fund með forsetum allra Sovétlýðveldanna fimmtán. Var það í fyrsta skipti sem hann hitti Vytautas Landsbergis, forseta Litháens, frá því að sjálf- stæði lýðveldisins var lýst yfir 11. mars síðastliðinn. Áður en fundur- inn hófst ávarpaði Gorbatsjov Æðsta ráð Sovétríkjanna og skýrði frá viðræðum sínum við George Bush Bandaríkjaforseta. Gorbatsj- ov svaraði spurningum á eftir og kom þar meðal annars fram að hann teldi að skilyrði Sovétstjórnar- innar fyrir viðræðum við Litháa væri enn sem fyrr það að þeir ógiltu sjálfstæðisyfirlýsinguna. Á mánu- dag hafði háttsettur litháenskur embættismaður það hins vegar eft- ir Nikolaj Ryzhkov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, að þetta væri ekki lengur skilyrði viðræðna. Síðar í gær átti Sovétleiðtoginn síðan fund með forsetum Eystra- saltsríkjanna þriggja. Kváðu þeir viðræðurnar hafa verið gagnlegar og að nokkuð hefði miðað í sam- komulagsátt í sjálfstæðisdeilunni. Tékkóslóvakía: Calfa falin stjórnar- myndun Prag. Reuter. Borgarvettvangur, sigur- vegari þingkosninganna í Tékkóslóvakíu, hefúr ákveðið að fela starfandi forsætisráð- herra, Marian Calfa, að mynda nýja stjórn. Hann var áður kommúnisti en sagði sig úr flokknum skömmu eftir að hann tók við stjórnarforystu bráðabirgðastjórnarinnar í desember sl. Calfa er 43 ára gamall lög- fræðingur og starfaði á skrif- stofu Lubomirs Strougals, þá- verandi forsætisráðherra, á ár- unum 1972 — 1987. Hann er Slóvaki og gegndi embætti ráð- herra lagasetningar og íþrótta í skammlífri ríkisstjórn Ladislavs Adamecs er tók við af Strougal en varð að víkja vegna andstöðu byltingarmanna Borgaravett- vangs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.