Morgunblaðið - 13.06.1990, Síða 2

Morgunblaðið - 13.06.1990, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990 Væntum þess að ríkisstjómin hefði ekki írumkvæði að hækkunum EINAR Oddur Krisljánsson, for- tnaður Vinnuveitendasambands íslands segir um verðhækkanir þær sem ákveðnar voru á áfengi og tóbaki í gær, að VSÍ hefði vænst þess að ríkisstjórnin hefði ekki frumkvæði að neinum verð- hækkunum á meðan aðilar vinnu- markaðarins og ríkisstjórnin leita í sameiningu leiða til þess að koma í veg fyrir að verðbólg- an fari yfir rauða strikið í sept- ember. “Okkur finnst þetta nýög óþægilegt," sagði Einar Oddur í samtali við Morgunblaðið í gær. “Það er alveg rétt að við gerð kjarasamhinganna þá fengum við minnisblað frá ríkisstjórninni þar sem hún hét því að efna ekki til frekari verðhækkana, en var gerð grein fyrir þar og þar var meðal annars gert ráð fyrir hækkun á áfengi og tóbaki. Hins vegar hefur ríkisstjórnin nú nýverið boðið aðil- um vinnumarkaðarins til fundar vegna þess að spár segja að vísital- an fyrir september verði að öllum líkindum eitthvað hærri en mark- mið kjarasamninganna settu,“ sagði Einar Oddur. “Við hefðum vænst þess og talið gæfulegra að á meðan á þeim við- ræðum stendur hefði ríkistjórnin ekki frumkvæði að neinum verð- hækkunum," sagði Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ. Ok inn í göngugötuna LITLU munaði að illa færi er sautján ára piltur missti stjórn á bifreið á mótum Bankastrætis, Lækjargötu og Austurstrætis síðdegis i gær og ók rakleitt inn í göngugötuna. Tvær rússnesk- ar ferðakonur urðu fyrir bifreiðinni, en slösuðust aðeins lítillega. Ökumaður bifreiðarinnar er sautján ára og nýkominn með bílpróf. í gær fékk hann nýlega, sjálfskipta Mitsubishi-bifreið móður sinnar iánaða og eyddi fyrri hluta dags í að bóna bílinn. Síðan settist hann undir stýri og fór á rúntinn. Hann ók niður Laugaveg og Bankastræti og ætlaði að beygja suður Lækjargötu, en missti stjóm á bifreiðinni, senni- lega af því að hann var með bón á höndunum og rann á stýrinu, að sögn lögreglunnar. Bifreiðin tók stefnuna inn í mannfjöldann á Austurstræti. Pilturinn sá hvað verða vildi og ætlaði að hemla, en er allsendis óvanur því að aka sjálfskiptri bif- reið og steig á benzíngjöfina í stað bremsunnar. Bifreiðin snar- jók því hraðann og tókst piltinum ekki að stöðva hana fyrr en hann hafði ekið um 20 metra inn í göngugötuna og keyrt rússnesku ferðakonurnar tvær um koll. Framrúða bifreiðarinnar brotnaði er önnur konan lenti á henni. Rússnesku konumar slösuðust lítillega, önnur fékk þó skinn- sprettu á höfuðið, sem blæddi tals- vert úr. Lögregla hafði mikinn viðbúnað til að koma sjúkrabíl í gegn um þvöguna, sem myndazt hafði um slysstaðinn, en Rússam- ir harðneituðu að fara upp í sjúkrabílinn. Skemmtiferðaskip þeirra, Maxim Gorkíj, átti að leggja úr höfn hálfri annarri klukkustund síðar og loks ók lög- reglan konunum að skipshlið, þar sem hópur skipslækna tók á móti þeim. Hlaðin blómabeð úr steini, sem lengi vel lokuðu austurenda Aust- urstrætis fyrir bílaumferð, vom fjarlægð fyrir nokkm og eiga bílar, sem koma niður Bakara- brekkuna, því greiða leið inn í göngugötuna ef eitthvað fer úr- skeiðis, bremsa bilar eða hált er á götunni. Að sögn lögreglunnar er nauðsynlegt að koma upp grindverki eða annarri hindmn fyrir enda götunnar. Lögreglu- maður kallaði það hreina guðs- mildi að fleiri hefðu ekki orðið fyrir bifreiðinni. Morgunblaðið/Júlíus Önnur rússneska konan andmælir aðhlynningn lögreglumanna, sjúkrafiutningamanna og vegfarenda. Til vinstri er bifreið ökumanns- ins, sem slysinu olli. Hækkun ÁTVR Breytingar á aflamiðlun; Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á úthlutun útflutningsleyfa á ferskum fiski. Þær felast einkum í að skip sem oftar en einu sinni hafa fengið lágt verð fyrir afla á erlendum mörkuðum fá ekki úthlut- un næstu vikuna. Þá hefur frestur frá umsókn til úthlutunar verið styttur aftur. Loks er þess nú æskt að í umsóknum sé magn þorsks og ýsu, ufsa og karfa, tiltekið sérstaklega en ekki í samtölu eins og verið hefiir. Sigurbjörn Svavarsson, formaður stjórnar aflaiiiiðlunar, segir breytingarnar beinast að því að gera umsóknir raunhæfari og veita útflytjendum gæðaaðhald. Sigurbjörn segir að þótt nú fáist mjög góð verð á erlendum mörkuð- um og talið sé að Bretlandsmarkað- ur þoli meira, ráði tillit til innlendra vinnslustöðva því að úthlutun verði Styttri umsóknarfrest- ur og útflutningsbönn ekki aukin að ráði á næstunni. „Það er nokkuð ljóst að verðið lækkar eftir því sem framboð á fiski eykst. Við viljum halda verði í horfinu og förum þess vegna varlega." Óheppileg ráð- stöfim ríkisvalds- ins einmitt nú ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, segir að með þeirri hækkun, sem ákveðin hefiir verið á áfengi og tóbaki, hafi ekki verið farið fram úr almennum verðbreytingum á þeim tíma, sem liðinn er frá síðustu hækkun. „Hins vegar er afar óheppilegt, að ríkisstjórnin gp-ípi til svona aðgerða einmitt nú,“ sagði Ásmundur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Nú ríður mikið á að allt sé gert til að halda aftur af hækkunum og nauðsynlegt er að allir lifi sam- kvæmt því kjörorði, sem við erum nú að auglýsa: Að hætta sjálfkrafa verðhækkunum og meta hveiju sinni, hvort tilefni sé til að láta verða af hækkuninni,“ sagði Ás- mundur. Ásmundur sagði ennfremur, að allar hækkanir, sem nú yrðu, ykju líkumar á því að farið yrði yfir rauða strikið í september. Sjá ummæli fjármálaráðherra á bls 20. Per Olof Aronsson, forstjóri Granges: Sigurbjörn segir að lengi hafi staðið til að veita aðhald hvað gæði útflutnings varðar með því að heim- ila þeim skipum ekki útflutning sem fengið hafa lág verð. „Slíkt bendir til að aflinn sé slakur og við viljum frekar úthluta meiru til þeirra sem náð hafa betri árangri. Þeir sem hafa staðið sig slælega fá þá hvíld eins lengi og flutt var út á lágum verðum. Bönnin munu þó ekki vara lengur en þijár til fjórar vikur og síðan geta menn sótt um aftur. Nú eru um 10 skip í þeirri stöðu að geta ekki sótt um útflutnings- leyfí. Stjóm aflamiðlunar lítur svo á þetta sé eina raunhæfa leiðin til að veita gæðaaðhald í útflutningi á ferskum fiski og um leið ætti hærra meðalverð að fást fyrir heildarafl- ann,“ segir Sigurbjöm. Frestur frá umsókn til úthlutunar útflutningsleyfa var lengdur þegar ^flamiðlun var komið á um miðjan ftnrs: 'í “þvf ■'skynr'afr'tnniendTim' vinnslustöðvum gæfist ráðrúm til að bjóða í fiskinn áður en hann færi úr landi. Sigurbjörn segir menn lítið hafa nýtt sér þetta svigrúm og fresturinn verði styttur aftur í þessari viku til þess að umsóknir geti orðið raunhæfari en verið hef- ur. „Frá og með þessari viku rennur umsóknarfrestur út á hádegi á fimmtudögum. Við tökum afstöðu til umsókna eftir hádegið og látum vita um úthlutun daginn eftir. Þannig teljum við okkur eínnig koma nokkuð til móts við fiskvinnsl- ur hér, þeim gefst kostur á að at- huga hvað býðst fram á miðvikudag í vikunni eftir þegar skipin sigla utan.“ Liðlega 1.000 tonnum var í síðustu viku úthlutað fyrir Bret- landsmarkað og Sigurbjörn segist gera ráð fyrir að magnið verði svip- að áfram. Fyrir síðustu úthlutun - var sótt uitv 2&00 tonn.-------- Atlantsál er íysilegur kost- ur fyrir álfi*anileiðendur PER Olof Aronsson, forstjóri Gr&nges segir að þótt Electrolux eigfi í viðræðum við aðra aðila í áliðnaðinum um samstarf, eða sölu á Gránges, teyi hann ekki að það hafi nein áhrif á þátt- töku Gr&nges í Atlantsálverkefninu hér á landi. Hann segir útilokað að segja til um það á þessu stigi hvort þessar viðræð- ur leiði til samstarfs eða sölu til bandaríska álhringsins Alcoa. Vel sé til í dæminu að sá samstarfsaðili verði allt annar. „Það er i rauninni ekkert hægt að segja um þessar viðræð- ur enn sem komið er, eða hvað út úr þeim kemur,“ sagði Arons- son í samtali við Morgunblaðið í gær. „Gránges er að leita eftir samstarfí við önnur álframleiðslu og svo kann að fara að út úr þeim viðræðum komi það að Gránges og Alcoa renni saman, en það getur allt eins farið svo að um slíkt samstarf verði að ræða við einhvem annan aðila.“ „Eins og málin horfa við mér, hafa þessar viðræður engin áhrif á áhuga Gránges á þátttöku í Atlantsálverkefninu. Ég get náttúrlega ekki fullyrt að svo verði um ókomna framtíð, en það sem ræður úrslitum hvað varðar Atlantsálverkefnið, er að á al- þjóðlega vísu vekur það athygli og er eftirsóknarverður kostur fyrir álframleiðendur í fram- tíðinni. Áhugi okkar er enn sá sami og ég fæ ekki séð að nokk- uð geti breytt því,“ sagði Arons- son.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.