Morgunblaðið - 13.06.1990, Side 4

Morgunblaðið - 13.06.1990, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990 Landsvirkjun: fflutur Akureyrar um 1.260 milljónir Fjármálaráðherra tilbúinn til við- ræðna um að kaupa hlutinn ÓLAFUR Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, segist reiðubúinn til viðræðna um kaup ríkisins á hlut Akureyrarbæjar í Landsvirkjun. Hlutur bæjarins í fyrirtækinu er 5,475%, Reykjavíkurborg á rúm 44% og ríkið 50%. Um síðustu áramót var höfuðstóll Landsvirkjunar tæplega 23 milljarðar og er hlutur Akureyrar þar af um 1.260 millj- ónir króna. Talsmenn meirihluta sjálfstæðis- manna og alþýðubandalagsmanna á Akureyri hafa lýst áhuga á að selja hlut bæjarins í Landsvirkjun og lýsti Davíð Oddsson, borgar- stjóri í Reykjavík, því yfir í Morgun- blaðinu að borgaryfirvöld væru til- búin að ganga til viðræðna um kaup á þéssum hlut. Fjármálaráðherra segist einnig reiðubúinn til viðræðna við Akur- eyrarbæ um að ríkið kaupi eignar- hlutinn og að hann muni beita sér fyrir slíkum viðræðum innan ríkis- stjómarinnar. Hins vegar séu auð- vitað aðrir möguleikar líka inn í myndinni, svo sem að Landsvirkjun sjálf, Reykjavíkurborg eða samtök annarra sveitarfélaga í landinu kaupi hlutinn. Eignarhlutur Akureyrarbæjar í Landsvirkjun er samkvæmt sam- eignarsamningi 5,475%. Sam- kvæmt ársskýrslu Landsvirkjunar var höfuðstóll fyrirtækisins tæpir 23 milljarðar um síðustu áramót og er hlutur Akureyrar þar af því um 1.260 milljónir króna. Villtar kanínur í Öskjuhlíð Skarpskyggnir útivistarmenn hafa orðið varir við villt- ar kanínur í Öskjuhlíð og tókst einum þeirra að ná myndinni að ofan af kanínu áður en hún skaust í skjól við kjarrið. Að sögn Páls Hersteinssonar veiði- stjóra hefur það komið upp áður að villtar kanínur hafí fundist hér á landi og vissi hann til þess dæmi að kanínur hefðu lifað í nokkur ár á eyju einni í Breiðafirði og taldi hann að fæðu hefðu þær sótt í fjöruna. Hann sagði að kanínur þrifust ágætlega hér á sumrin en að mikill fellir yrði á hörðum vetrum. Þar skipti fæðan mestu máli en ekki kuldinn. Fæða kanína er alls kyns gróður og einkum grænar plönt- ur. Taldi hann að einhver hlyti að fóðra kanínurnar í Öskjuhlíð sem virðast hafa lifað af síðasta vetur í óblíðri náttúrunni. Páll sagði að í Öskjuhlíð væri fjöl- skrúðugt fuglalíf og þar væri einnig fjöldi villtra katta. Brittanía, snekkja Bretadrottningar. Opinber heimsókn Bretadrottningar: Gistir um borð í Brittaníu á meðan heimsókn stendur Vegna stærðar skipsins verður að dýpka höftiina um hálfan metra UNDIRBÚNINGUR vegna opinberrar heimsóknar Bretadrotting- ar er nú langt kominn en hann hefúr staðið í tæpt ár. Drottning er væntanleg til Reykjavíkur hinn 25. júní og héðan fer hún 27. júní. Hún kemur hingað með einkaþotu sinni en mun gista um borð í snekkju konungsfjölskyldunnar, Brittaníu, ásamt eigin- manni sinum og fímmtán manna fylgdarliði. Vegna stærðar skips- ins hefúr reynst nauðsynlegt að styrkja Ægisgarð sem það mun liggja við. Þá er nauðsynlegt að dýpka höfnina við enda garðsins svo Brittanía fljóti þegar fjara er. Reyðarfjörður: * Osamþykktír bátar seld- ir á opinberu uppboði SEX plastbátar, sem fluttir voru til landsins haustið 1987, og ekki höfðu verið tollafgreiddir þar sem þeir uppfylltu ekki reglur Siglinga- málastofíiunar, voru seldir á opinberu uppboði á Reyðarfírði síðastlið- inn laugardag að kröfú Eimskipafélagsins. Einkaþota Elísabetar Eng- landsdrottningar lendir á Reykjavíkurflugvelli mánudaginn 25. júní. Þaðan leggur drottningin leið sína í Listasafn íslands og stofnun Árna Magnússonar. Að því loknu verður móttaka breska sendiherrans um borð í Brittaníu en hann telst með í fylgdarliði drottningar. Um kvöldið situr drottning kvöldverð í boði forseta íslands. Þriðjudaginn 26. júní fer drottning í skoðunarferð. Hún mun sjá íslenska hesta, koma við á Nesjavöllum og snæða hádegis- verð á Þingvöllum í boði forsætis- ráðherra. Síðdegis sækir hún svo boð Davíðs Oddssonar borgar- stjóra. Um kvöldið heldur Breta- drottning veislu til að endurgjalda boð forsetans. Á miðvikudegi fer drottning að hermannagrafreitnum í Fossvogs- Vinnuherbergi hertogans' af Edinborg um borð í Brittaníu. kirkjugarði og í skoðunarferð í Krísuvík áður en hún fer af landi brott á hádegi. Brittanía, snekkja drottningar kemur tii landsins sunnudaginn 24. júnf kl. 7 um morguninn og mun lóðs fara um borð og sigla henni að Ægisgarði um kl. 7.30. 28 manna lúðrasveit, sem er hluti 250 manna áhafnar skipsins, mun leika við komu þess og brottför, auk þess sem hún mun halda tón- leika við höfnina á meðan heim- sókninni stendur. Gert verður hreinsunarátak í Reykjavíkurhöfn vegna komu Brittaníu. „Við erum náttúrulega ákaflega ánægðir með að drottn- ingin skuli búa um borð í Britt- aníu hér í höfninni og munum mála og dytta að fyrir komu henn- ar. Þá þurfum við að setja sérstök fríholt við Ægisgarð þar sem lakkið á snekkjunni er svo fínt að hún má ekki snerta hafnar- garðinn," segir Jóhannes Ingólfs- son rekstrarstjóri í Reykjavíkur- höfn. Brittanía er 6000 tonn og 125 metra löng en vegna lögunar skipsins liggja ekki nema þijátíu metrar við hafnargarðinn. íbúð drottningarinnar er stjórnborðs- megin í skipinu og það snýr því bakborðshliðinni að hafnargarðin- um. Á meðan heimsókn drottning- ar stendur, verður hluti Reykjavíkurhafnar lokaður um- ferð, líkt og þegar leiðtogafundur- inn stóð yfir. Skipið er smíðað árið 1952 og hefur þjónað bresku konungsfjöl- skyldunni frá 1954. Það tilheyrir breska flotanum og hægt er að breyta því í sjúkraskip á stríðstímum. Með Brittaníu í för er breska freigátan Penelope og verður hún í Sundahöfn á meðan heimsókn drottningar stendur. Páll Hjartarson, yfirmaður tæknideildar Siglingamálastofnun- ar, sagði að umræddir bátar hefðu ekki verið samþykktir af Siglinga- málastofnun vegna þess að efni í byrðingnum á þeim væri of þunnt, auk þess sem upplýsingar hefðu ekki legið fyrir um hvaða efni væri í þeim. Hann sagði að Siglingamála- stofnun ætti að árita tollpappíra vegna innfluttra báta, en það gætu þeir ekki gert nema þeir væru sam- þykktir og í lagi, og sér þætti því furðulegt að þeir skyldu seldir á uppboðinu ótollafgreiddir. „Það getur vel verið að það megi gera við þessa báta þannig að þeir verði í lagi, en eins og þeir eru þá eru þeir ólöglegir og því ekki nein happakaup fyrir menn.“ Inger Linda Jónsdóttir, fulltrúi sýslumannsins í Suður-Múlasýslu, sagði að skýrt hefði verið tekið fram í uppboðsskilmálum að ákveðnar endúrbætur þyrfti að gera á bátun- um til þess að þeir yrðu viðurkennd- Heraðsbúar snæddu í gær mat sinn utandyra og voru léttklædd- ir við þá athöfn. Almennt höfðu þeir kalda rétti á matseðlinum. Astæða þessa var að nú eru mikl- ir hitar á Austurlandi og einstök veðurblíða. í hádeginu í gær var hitinn á Egilsstöðum 21 stig* samkvæmt MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Svavar Gestsson, hefúr ekki enn skipað í embætti fræðslustjóra á Suðurlandi. Embættið var auglýst laust til umsóknar í vor og átti nýr maður að taka við 1. júní síðastliðinn. Jón R. Hjálmarsson hefur verið fræðslustjóri á Suðurlandi í 25 ár og sótti hann um lausn frá störfum frá og með 1. júní síðastliðnum. Embættið var því auglýst iaust til umsóknar í vor og voru umsækjend- Að sögn Þorvalds Aðalsteinsson- ar, umboðsmanns Eimskipafélags- ins, er um að ræða um það bil þriggja metra langa plastbáta, sem fluttir voru til Reyðarfjarðar frá Danmörku. Hann sagði að venjan væri sú að fara fram á uppboð á vörum ef lengri tími en eitt ár liði án þess að þær væru tollafgreidd- ar, og þar sem rúmlega tvö og hálft ár væru liðin frá því bátarnir voru fluttir til landsins hefði verið farið fram á uppboð á þeim. Allir bátamir seldust á uppboðinu, og sagði Þorvaldur að meðalverð þeirra hefði verið um 30 þúsund krónur. Sjónvarpsdag- skrá í tvígang ÞAU mistök urðu í Morgunblað- inu í gær, þriðjudag, að blaðið endurbirti sjónvarpsdagskrár mánudagsins. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum mistök- mælum Veðurstofunnar, logn og sterkt sólskin. Fólk notaði því mat- artímann til að liggja suður undir vegg og innbyrða eitthvað svalandi en þar var hitinn jafnvel enn meiri en mælar Veðurstofunnar gáfu upp. Af þessum sökum fór fólk sér hægt við vinnu og skrifstofufólk talaði um skrifstofufárviðri. ur tólf. Fræðsluráð Suðurlands mælti með Jóni Hjartarsyni skólastjóra á Kirkjubæjarklaustri í embættið en menntamálaráðherra hefur ekki enn skipað í stöðuna. Situr Jón R. Hjálm- arsson áfram um stundarsakir að ósk ráðherra. Menntamálaráðherra hefur verið erlendis frá mánaðamótum en er væntanlegur til landsins síðar í vik- unni. Er þá búist við að hann skipi í embættið. ir. um. Skrifstofiifárviðrið á Austurlandi Egilsstfiðum. - Björn Suðurland: Skipun firæðslustjóra hefur dregist

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.