Morgunblaðið - 13.06.1990, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990
-I
Listahátíð í Reykjavík:
Böm em aldrei ein
íslenski dansflokkurinn sýnir Palli o g Palli í íslensku óperunni
ÞAÐ eru undarlegar verur á sveimi á sviði íslensku óperunnar þessa
dagana. Dansandi stigar, strætisvagnar, appelsínur og peningar
þyrlast um og hrífa áhorfendur með inn í draumaheim Palla, sem
var eftir allt saman ekki svo einn í heiminum, þótt mannfólkið væri
fjarri. Það er íslenski dansflokkurinn sem stendur að baki þessum
fiirðum. Verið er að æfa barna- og fjölskylduballettinn Palli og
Palli, sem hollenski danshöfundurinn Sylvia von Kospoth samdi sér-
staklega fyrir Islenska dansflokkinn. Sylvia stjórnar sjálf uppfærsl-
unni og Hlín Gunnarsdóttir gerir leikmynd og búninga. Frumsýning
verður fimmtudagskvöldið Ijórtánda júní og síðan tvær síðdegissýn-
ingar laugardaginn sextánda júní.
Sylvia von Kospoth lauk dans-
námi frá hollenska leiklistarháskól-
anum 1984 og starfaði síðan hjá
Premiére Amsterdam, þar sem hún
samdi ýmis dansverk. Einnig hefur
hún kennt við. Scapino Academie
og Dance Expression Academie í
Amsterdam. Hún kom hingað til
lands síðastliðið haust í boði dans-
hópsins Pars pro toto og átti tvö
atriði í sýningu þeirra. Síðan hefur
hún kennt við Listdansskóla Þjóð-
leikhússins og í Kramhúsinu, auk
þess að sjá um hreyfingar leikara
í Endurbyggingu Vaclav Havels hjá
Þjóðleikhúsinu.
Sylvia segist lengi hafa gengið
með þann draum í maganum að
semja ballett um dreng sem væri
einn í heiminum eftir hollenskri
sögu og þegar komið hefði_ til tals
að hún semdi verk fyrir íslenska
dansflokkinn hefði hún viðrað þá
hugmynd. Auður Bjarnadóttir hafi
þá bent sér á söguna Palli var einn
í heiminum og þar með hefði hug-
myndin tekið á sig endanlega mynd.
„Eg fylgi ekki sögunni nákvæm-
lega,“ segir Sylvia, „heldur nota
hana til að gefa mér hugmyndir.
Eg vil ekki að börnin fari að setja
það fyrir sig að einhveija hluta
sögunnar vanti í ballettinn."
-Af hveiju heitir verkið Palli
og Palli?
„Vegna þess að í því eru í raun-
inni tveir Pallar. Palli vakandi með
foreldrum sínum og Palli sofandi í
eigin hugarheimi. Ég vildi heldur
ekki láta það heita Palli var einn í
heiminum, því eins og ég sagði fylgi
ég ekki sögunni. Palli og Palli er
líka sterkt nafn sem grípur athygl-
ina.“
— Hvað er svona heillandi við
einhvern sem er einn í heiminum?
„Við erum öll að einhveiju leyti
ein í okkar eigin heimi, sérstaklega
krakkar, en þau hafa lag á að fylla
heim sinn af alls konar verum. Þeg-
ar ég var að semja verkið revndi
ég að ná þeim hughrifum sem ég
fann fyrir sem barn þegar ég var
að semja hugarflugsleiki og ég
fylgdist með börnum, spurði for-
eldra um venjur þeirra og reyndi
hvað ég gat að ná fram þeim töfrum
sem búa í leikjum þeirra. Börn hafa
þann hæfileika að fylla heiminn af
verum sem aðrir sjá ekki og það
er einmitt það sem gerist í Palli og
Palli. Allir þeir hlutir sem við full-
orðna fólkið álítum dauða öðlast í
leikjum barna líf og hlutverk. Það
er ekkert óvenjulegt að sjá barn í
hrókasamræðum við öskubakka til
dæmis. Þau eru aldrei ein.“
— Hvers vegna valdirðu þá leið
að láta dansarana dansa Palla til
skiptis?
„Bæði vegna þess að hlutverk
Palla er eiginlega of stórt fyrir einn
dansara og líka til þess að skapa
meiri hreyfingu og fjölbreytileika á
sviðinu. Þegar verið er að sýna fyr-
ir börn skiptir miklu máli að halda
athygli þeirra og áhuga og til þess
þarf sífellt að finna upp á einhveiju
nýju. Það verður alltaf að vera eitt-
hvað að gerast. Dansarar íslenska
dansflokksins eru mjög færir og
hafa sterk sérkenni hver fyrir sig
og ég vildi nýta hæfileika hvers og
eins sem best.“
— Að sumu leyti líkist sýningin
meira leikhúsi en hefðbundnum
ballett. Leikmynd og búningar
skipta miklu máli og svipbrigði og
tilþrif dansaranna einnig. Er þetta
Morgunblaðlð/I’orkell
Salif KeTta
Malískir töfrar á Listahátíð
9
_______Tónlist__________
Árni Matthíasson
ÞEGAR fyrst var bryddað upp
á Listahátíð í Reykjavík var það
sjaldséð að hingað kæmu er-
lendir popptónlistarmenn. Það
þótti því við hæfi að Listahátíð
gengist fyrir popptónleikum
fyrir unga fólkið, sem varð
reyndar stundum til að vinna
upp tap af metnaðarfyllri atrið-
um. Nú eru breyttir tímar, þó
ekki átti allir sig á því, og heim-
sóknir poppsveita algengari.
Það er því vafasamt að krefjast
þess að Listahátíð haldi „venju-
lega“ popptónleika, og má þá
minnast milljónataps af síðasta
Listahátíðarpoppi. Að þessu
sinni ákvað Listahátíð að fara
ótroðnar slóðir og fá til landsins
tónlistarmenn sem trauðla
hefðu annars komið. Dæmi um
það voru tónleikar maiíska tón-
listarmannsins Salifs Ke'ítas á
mánudagskvöld í Hótel Islandi.
Ekki er annað að merkja en
að þetta framtak Listahátíðar
mælist yel fyrir, því á tónleikunum
voru um 1300 gestir, sem verður
að teljast harla gott. Tónleikarnir
hófust á þjóðlegu malísku lagi,
sem leikið var af bandi áður en
hljómsveitin kom á svið, líklega
til að koma áheyrendum í rétt
hugarástand. Síðan tíndust sveit-
armenn á svið og léku fönklegt
lag með afrískum íjölrytmum,
áður en Salif kom á svið. Hljóm-
sveitin var framúrskarandi og
sérstaka athygli vakti bassaleik-
arinn sem lék á sex strengja bassa
og blásararnir sem hvað eftir ann-
að áttu góða einleikskafla. Tón-
listargrunnurinn var afrískur, en
útfærslan vestræn á köflum og
oft nærri hreinu fönki.
Salif Ke'íta er mikill söngvari
og þegar hann var á sviðinu
gleymdist allt annað. Hann hefur
sterka og sérkennilega rödd og
stjórnaði sveitinni af mikilli
ákveðni. Hann vann sér strax
hylli viðstaddra með því að neita
að spila lengur nema fólki væri
hleypt upp á dansgólf, en fram
að því var allur tónleikstaðurinn
meira og minna hólfaður af með
reipum sem illvígir dyraverðir
gættu. Gólfið fylltist þegar og var
öll kösin á iði þar til yfir lauk,
enda tónlistin einkar vel fallin til
dansæfinga.
Lögin sem Salif lék voru flest
af plötunni nýju, Ko Yan, en einn-
ig flutu með lög af plötunni þar
á undan, Soro, sem nokkuð er
þekkt hér á landi. Áheyrendur
virtust þó ekki þekkja lögin ýkja
vel, þó margir hafi kannast við
t.a.m. Primpin, en það virtist ekki
koma að sök. í fyrstu virtist koma
Salif í opna skjöldu hve tónlist
hans féll í fijóan jarðveg og þegar
á leið var greinilegt að hann kunni
hið besta við sig og lagði töluvert
á sig til að auka á sefjunina.
Tónleikadagskránni lauk án
þeirra laga sem flestir hafa líklega
beðið eftir, Wamba og Nou pas
bouger. Eftir kröftugt uppklapp
kom Salif aftur á svið og tók þá
steininn úr með hrifningu áheyr-
enda þegar fyrst flutti hann
Wamba og síðan langa og einkar
skemmtilega útsetningu á Nou
pas bouger. Eftir það hvarf hann
af sviði og ,hljómsveitin öll, en
áheyrendur vildu meira og klöpp-
uðu og æptu Nou pas bouger. Þá
kom fram á svið trymbill sveitar-
innar og afkynnti sveitarmeðlimi,
sem tíndust á svið einn og einn í
einu við malískt þjóðlag leikið á
balafón, sem flutt var af bandi.
Þakkaði sveitin pent fyrir sig og
tónleikunum var lokið; einum eft-
irminnilegustu popptónleikum
sem Listahátíð hefur haldið hing-
að til.