Morgunblaðið - 13.06.1990, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JUNl 1990
15
dansleikhús frekar en ballett?
„Ég reyni að sameina alla þætti
góðs leikhúss í þessu verki, nema
auðvitað texta. Þetta er ekki
klassískur ballett og heldur ekki
nútímaballett, heldur sambland af
hvoru tveggja. Við Hlín Gunnars-
dóttir, sem gerði leikmynd og bún-
inga, áttum mjög gott samstarf og
hún vann frábærlega vel að mínu
mati. Þetta var mjög spennandi
verkefni á mörgum sviðum og sam-
vinna mín við dansflokkinn tókst
mjög vel. Við skemmtum okkur vel
við vinnuna og það er nokkuð sem
ég legg ríka áherslu á. Það er ekki
hægt að gera lifandi og góða sýn-
ingu nema þeir sem taka þátt í
henni hafi virkilega ánægju af því
sem þeir eru að gera. Eg vil að
dansarar mæti á æfingar ólmir af
löngun til að takast á við verkefnin
og það gerðu dansararnir í þessari
sýningu svo sannarlega. Það er
virkileg synd að dansflokkurinn
skuli fá svona fá tækifæri til að
sýna, því í honum eru góðir dansar-
ar sem eiga svo sannarlega skilið
meiri athygli.“
— Hvers vegna barnaballett?
„Hvers vegna ekki? Ég held að
í hugum margra sé ballett listgrein
sem einungis höfði til fárra út-
valdra, en það er mikill misskilning-
ur. Því fyrr sem börnin læra að
meta dansinn því betra. Og ég veit
ekki hvar ætti frekar að setja upp
barnaballett en á íslandi? Þetta er
algjört barnasamfélag. Ég held ég
hafi aldrei á ævinni séð eins mikið
af börnum og síðan ég kom hingað.
Ég reyndi í þessari sýningu að færa
dansinn nær börnunum og vona að
þau sjái í því hluti frá sjálfum sér.
Og í heild má segja að sýningin sé
tilraun til að færa ballettinn nær
áhorfendum, svipta hann þessari
hulu sem hann er sveipaður í hugum
svo margra. Þetta er skemmtileg
sýning og fyndin og ég held að
fólk muni skemmta sér virkilega
vel ekki síst börnin."
Er ekki erfitt að hugsa til þess
að eftir alla þá vinnu sem lögð hef-
ur verið í sýninguna verði hún að-
eins sýnd þrisvar sinnum?
„Jú, það er dálítið erfitt. Sérstak-
lega vegna þess að þá hefur sýning-
in svo fá tækifæri til að spyijast
út. Ef fólk verður hrifið á frumsýn-
ingu hefur það aðeins einn dag til
að koma þeirri hrifningu á fram-
færi við aðra sem fengju þá áhuga
á að sjá sýninguna. En ég vona að
verkið verði tekið upp aftur á næsta
vetri.“
FB
■ GRÆN hátíð verður haldin í
Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3,
19.-23. júní nk. Þar gefst innflytj-
endum og framleiðendum kostur á
að kynna fyrir neytendum vörur
sem framleiddar eru úr skaðlausum
efnum. Mikil umræða hefur átt sér
stað um umhverfismál að undanf-
örnu og athygli fólks hefur verið
vakin á brýnni nauðsyn þess að
breyta umgengni okkar við móður
jörð og draga úr mengun. Við vitum
að mörg þau efna, sem við notum
dags daglega, m.a. til heimilisnota,
skaða umhverfið. Samfara þeirri
vitundarvakningu í utnhverfismál-
um sem átt hefur sér stað í heimin-
um er nú farið að framleiða ýmsar
þær vörur úr skaðlausum efnum.
Efnt er til grænnar hátíðar í Hlað-
varpanum í þeirri vissu að fólk sé
tilbúið að snúa sér að þeim vörum
sem skaðlausar eru og gefst fram-
leiðendum og innflytjendum þar
kostur á að kynna þessar vörur
framtíðarinnar sem fáanlegar eru
hér á landi og almenningur getur
beint kaupum sínum að í fram-
tíðinni. Aðaláhersla verður lögð á
vörur til daglegra nota sem skað-
lausar eru umhverfinu. Mætti nefna
alls konar vörur til hreingerninga,
þvottaefni, sápur og ýmsar endur-
unnar vörur.
Aðstandendur hátíðarinnar
vænta þess að þeir sem framleiða
eða flytja inn umhverfishollar vörur
noti þetta tækifæri til að koma
þeim á framfæri.
(Úr fréttatilkyimingu)
Sparileiðir íslandsbanka
eru fyrir fólk
sem fer sínar
eigin leiðir í
sparnaði!
Þú velur þá Sparileiö sem er
sniöin aö þörfum þínum og
aöstœöum.
Sparileiö 1,2 og 3,
hvaöa leiö velur þú?
o
Leiöarvísir liggur frammi á
öllum afgreiöslustööum
bankans.
ISLANDSBANKI
-í takt við nýja tíma!
Sparileiðir íslandsbanka - fyrir
fólk sem fer sínar eigin leiðir í
spamaði!
.<
(/)
g r T “ - • 5 K
TT
s.a c
-r
'g'g 'E S