Morgunblaðið - 13.06.1990, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990
Hilmar Guðlaugsson:
Bygfgmg Ráðhúss eít
irminnilegasta málið
HILMAR Guðlaugsson, Sjalfstæðisflokki, hefur venð aðalfulltrui í
borgarstjórn frá 1982 en verður varafulltrúi á kjörtímabilinu sem
nú er að hefjast. Hann segir, að bygging Ráðhúss sé eittlivert eftir-
minnilegasta málið, sem fjallað hafi verið um á síðasta kjörtímabili.
Hilmar hefur gegnt formann-
sembætti í byggingarnefnd
Reykjavíkurborgar og segir hann
að bygging Ráðhúss Reykjavíkur
sé sér hvað eftirminnilegust af
þeim málum, sem fjallað hafi verið
um á síðasta kjörtímabili, en §öl-
mörg önnur mál megi nefna. „Eft-
ir að við sjálfstæðismenn tókum
við völdum af vinstri mönnum
1982,“ segir hann, „þurfti tíma ti!
að koma ýmsu hjá borginni á rétt-
an kjöl. Frá 1986 höfum við hins
vegar haft betra tækifæri til að
koma ýmsum stefnumálum okkar
í framkvæmd og má þar nefna
lóðamálin. Þar hefur sú breyting
orðið, að nú er nægt framboð af
lóðum.“
Hann nefnir einnig að fækkun
borgarfulltnia úr 21 í 15 hafi verið
af hinu góða; það hefði þurft átak
til, en kerfið hafi orðið miklu skil-
virkara að því loknu.
Hilmar sat í 12. sæti framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins við borg-
arstjórnarkosningamar í vor og
verður því varamaður á komandi
Bjaroi P. Magnússon, fráfarandi borgarfúlltrúi Alþýðuflokks, seg-
ist ekkert geta um það sagt hvort hann taki áfram þátt í borgar-
málapólitíkinni. Hér kveður hann Árna Sigfússon, borgaríúlltrúa
Sjálfstæðisflokksins að loknum síðasta fnndi fráfarandi borgar-
stjórnar í gær.
Hilmar Guðlaugsson.
kjörtímabili. Hann mun því sitja
áfram í borgarstjómarflokki sjálf-
stæðismanna og segist vona, að
kraftar sínir nýtist þar áfram.
Jóna Gróa Sigurðardóttir:
Samstarf borg'arimiar við
Háskólann minnisstætt
JÓNA Gróa Sigurðardóttir, Sjálfstæðisflokki, lét af störfum sem
aðalmaður í borgarstjórn á fimmtudaginn. Hún sat í ellefta sæti
framboðslista Sjáifstæðisflokksins við kosningarnar og verður því
fyrsti varamaður flokksins á því kjört ímabili, sem nú er að liefjast.
Jóna Gróá var formaður atvinnu-
málanefndar Reykjavíkur á síðasta
kjörtímabili. Hún segir að við lok
þess sé sér efst í huga það sam-
starf sem tekist hafí milli borgar-
innar og Háskóla Islands, til dæm-
is varðandi byggingu Tæknigarðs
og Líftæknihúss. Borgin hafi verið
afar opin fyrir þróunarstarfi í at-
vinnumálum. Jafnframt hafi orðið
mikil umskipti í þjónustu við aldr-
aðra með uppbyggingu þjónustu-
miðstöðva.
Ólíklegt að ég verði
virkur varamaður
MEÐAL þeirra borgarfúlltrúa sem hættu sem aðalmenn í borgar-
stjórn nú á fimmtudag er Bjarni P. Magnússon, Alþýðuflokki. Bjarni
sat í þriðja sæti framboðslista Nýs vettvangs við kosningarnar i vor
en segir nú að ólíklegt sé að hann verði virkur varamaður á kom-
andi kjörtímabili.
Bjarni P. Magnússon segir að
hann muni sakna þess tíma, sem
hann hafí setið í borgarstjórn.
Hann hafi haft gaman af því og
seta hans þar hafi vonandi orðið
einhveijum að gagni.
Bjarni segist sakna þess að Al-
þýðuflokkurinn eigi nú ekki lengur
sem slíkur fulltrúa í borgarstjórn
en segir að tilraunin, sem gerð
hafi verið með framboði Nýs vett-
vangs, hafí verið nauðsynleg og
reynslan af henni muni gagnast
Alþýðuflokknum á næstu árum.
Aðspurður sagðist Bjami telja
ólíklegt að hann verði virkur vara-
maður á komandi kjörtímabili.
„Eins og stendur er ég atvinnulaus
stjórnmálamaður og get ekkert >
sagt um það hvort ég verð áfram
í borgarmálapólitíkinni," segir
hann.
Jóna Gróa Sigurðardóttir.
Hún segir að á kjörtímabilinu
hafi mikil gróska einkennt störf
meirihluta borgarstjórnar og í þeim
hópi hafi ríkt mikill einhugur og
samstarf verið gott. „Auðvitað
hefði ég gjarnan viljað að Sjálf-
stæðisflokkurinn fengi 11 fulltrúa
í kosningunum en við því var varla
hægt að búast. Þó að svo hafi ekki
farið reikna ég með því að halda
áfram í borgarmálunum enda er
ég fyrsti varamaður flokksins,"
segir Jóna Gróa Sigurðardóttir.
EINDAGI
STAÐGREIÐSLUFJÁR
ER 15. HVERS MÁNAÐAR
e»6-SE0'^
—
0910M-
GOOVft'.
700
Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og
reiknuðu endurgjaldi í hverjum mánuði. Með gírókerfi staðgreiðslu er unnt
að greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum.
Eindagi staðgreiðslufjár er 15. hvers mánaðar.
Munið að gera skil tímanlega!
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
—-rr-- ■—r
Brussel;
Sendiráði íslands skipt
Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
UM síðustu mánaðamót var greint á milli fastanefndar íslands hjá
Atlantshafsbandalaginu (NATO) og sendinefndarinnar hjá Evrópu-
bandalaginu (EB), sem jalúframt er sendiráð íslands í Belgíu og
Lúxemborg. Sverrir Haukur Gunnlaugsson tók við sendiherraemb-
ætti hjá NATO en Einar Benediktsson verður sendiherra við Evrópu-
bandalagið og í Belgíu og Lúxemborg.
Fram að árslokpm 1986 var aðsetur
sendinefndar Islands við EB og
sendiráðsins í Belgíu og Lúxemborg
í höfuðstöðvum NATO. Það fyrir-
komulag olli margvíslegum óþæg-
indum, m.a. vegna þess að sendiráð-
ið var inni á öryggissvæði NATO
sem torveldaði aðgang almennings
að sendiráðinu. í desember 1986
opnaði þáveraiidi utanríkisráðherra,
Matthías Á. Mathiesen, sérstaka
skrifstofu fyrir sendiráð íslands í
Lúxemborg og Belgíu og sendi-
nefnd' íslands við EB í nágrenni við
höfuðstöðvar EB í Brussel. Eftir
sem áður gegndi einn sendiherra
' bæði NATO og EB. Vaxandi sam-
skipti íslendinga við Evrópubanda-
< lagið og samningaviðræður fríversl-
unarbandalags Evrópu (EFTA) við
EB þykja hafa gert það að verkum
að einum manni sé ekki_ ætlað að
sinna báðum embættum. í sendiráði
Islands við EB starfa sex manns,
auk sendiherra eru þrír embættis-
menn og tveir ritarar. Við sendiráð-
ið er nýráðinn viðskiptafulitrúi,
Tómas Oli Jónsson, sem áður
gegndi sama embætti í Frankfurt
í Þýskalandi.
I fastanefndinni í NATO verðut'
fyrst um sinn fækkað um einn
starfsmann. Þar verður auk sendi-
herra einn embættismaður. Róbert
Trausti Árnason sem þar hefur
starfað verður skrifstofustjóri varn-
armálaskrifstofu utanríkisráðu-
neytisins.
Eðlilegl að afiiema láns-
kjaravísitöluna í áfóngnm
*
- segir Olafur Ragnar Grímsson
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, fjárrnálaráðlierra, segisl telja eðlilegt
að afnema lánskjaravísitöluna í áfóngum. Fyrsta skrefið yrði að af-
nema lánskjarabindingu ijárskuldbindinga til skemmri tíma en
þriggja eða þriggja og hálfs árs, en viðhalda henni á lengri lánum.
Ráðherrann telur, að til þessa geti komið síðar á þessu ári.
„Ég hef talið eðlilegt að afnema
lánskjapvísitöluna i áföngum,"
segir Ólafur Ragnar. Hann segir
að samhliða aukinni aðlögun Islend-
inga að alþjóðlegum fjármagns-
mörkuðum sé eðlilegt að afnema
vísitöluna en forsenda slíkrar breyt-
ingar sé sá stöðugleiki í efnahagslíf-
- inu; -sem ha.fi verið- að- skaþast-að
undaníörnu.
Hann segist sannfærður um að
stöðugleikinn haldist ef rétt verði
haldið á málum og seinna á þessu
ári geti verið eðlilegt að afnema
lánskjarabindingu fjárskuldbind-
inga til skemmri tíma en þriggja
eða þriggja og hálfs árs.
i i * í í * iiil Íiíi i'iiií i í i i ii i i i i í i