Morgunblaðið - 13.06.1990, Síða 17

Morgunblaðið - 13.06.1990, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990 17 Ruslatína úr end- urunnu plasti PLASTPRENT hf. hefur að frumkvæði Náttúruverndarfélags Suð- vesturlands hafið framleiðslu á svokallaðri ruslatínu. Ruslatínan samanstendur af tveimur sorppokum, fjóruin minni ruslapokum með handfangi og einu pari af einnotahönskum og er hönnuð með það fyrir augum að auðvelda fólki að tína rusl fyrirvaralítið, eink- um úti í náttúrunni. Að sögn Einars Egilssonar, formanns Náttúruverndarfélags Suðvesturlands, hafa göngumenn í ferðum félagsins oft saknað þess að hafa ekki við hendina hentugan útbúnað til að tína upp það rusl sem á vegi þeirra hefur orðið. Stjórn félagsins hafi því komið þeirri hugmynd á framfæri við Plastprent hf. að fyrirtækið fram- leiddi plastpoka í hentugum um- búðum til þessara nota. Plastprent hefur nú hafið fram- leiðslu ruslatínunnar og er hún gerð úr plastefni sem unnið er úr svonefndu pólýethylíni, sem eyðist fyrr i náttúrunni en önnur plast- efni og er ekki skaðlegt umhverf- inu. Plastið sem notað er í ruslatín- una er endurunnið. KAUPLAGSNEFND hefur reiknað vísitölu framfærslu- kostnaðar miðað við verðlag í júníbyrjun 1990. Vísitalan í júní reyndist vera 145,4 stig eða 0,7% hærri en í maí. Af einstökum verðhækkunum má nefna að 4,2% hækkun á bensín- verði 1. júní sl. olli um 0,2% hækk- un og 5,2% verðhækkun á utan- landsferðum olli um 0,2% hækkun á vísitölunni. Verðhækkun ýmissa annarra vöru- og þjónustuliða olli alls um 0,3% hækkun á vísitölu framfærslukostnaðar en verð á matvöru hélst óbreytt. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 15,5%. Undanfarna þijá mánuði hefur vísitalan hækk- að um 1,9% og jafngildir sú hækk- un um 7,8% verðbólgu á heilu ári. Samningavið- ræður um neftidarkjör Fulltrúar minnihlutaflokk- anna í borgarstjórn Reykjavík- ur áttu fund á mánudaginn um samstarf í neíhdarkjöri. Engin niðurstaða fékkst og heftir ann- ar fundur verið boðaður í dag, miðvikudag. Á fyrsta fundi nýrrar borgar- stjórnar þann 21. júní verður ko- sið í nefndir. Flestar málaflokka- nefndirnar eru 5 manna og þar á Sjálfstæðisflokkurinn örugga 3 fulltrúa en minnihlutaflokkarnir 1. Semjist ekki um annað milli fylkinga mun hlutkesti ráða hvort meirihluti eða minnihluti borgar: stjórnar fær fimmta fulltrúann. I þeim nefndum sem borgin skipar 2 fulltrúa í, á Sjálfstæðisflokkur- inn öruggan annan fulltrúann en hlutkesti gæti ráðið hinum. Bensín og utanlands- ferðir hækka vísitöluna fyrir þig og þína Leiðrétting' Heiti Hálshrepps í Suður-Þing- eyjarsýslu misritaðist í frásögn af úrslitum hreppsnefndakosninganna í Morgunblaðinu í gær. Hreppurinn var ranglega skrifaður Hólshrepp- ur. Þá misritaðist nafn Þorsteins Rútssonar sem hlaut kosningu í Öxnadalshreppi í Eyjafjarðarsýslu. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Höföar til .fólks í öllum starfsgreinu*m! Morgunblaðið/Sverrir Ruslatína Plastprents var kynnt fyrir fjölmiðlum á mánudaginn. Sýndu þeir Júlíus Sólnes umhverfisráðherra og Steingrímur J. Sigfús- son landbúnaðarráðherra hvernig nota ætti hana og hreinsuðu hluta fjörunnar í Helguvík á Álftanesi. Á bak við ráðherrana stendur Eggert Hauksson stjórnarformaður Plastprents. ■ HELGI Agústsson sendiherra afhenti hinn 1. júní þ.m. Ibrahim Babangida forseta Nígeríu trúnað- arbréf sitt sem sendiherra íslands í Nígeríu með aðsetri í Lundúnum. Stig af stigi settu marki með Trompbók Fyrir þá sem stig af stigi, en ákveðið, keppa að settu marki, með því td. að leggja eitthvað fyrir mánaðarlega, er Trompbókin einn besti sparnaðarkostur sem völ er á. Sparisjóðirnir hafa ávallt að leiðarljósi að hags- munir viðskiptavinanna og sparisjóðanna fari saman. Trompbókin er ávöxtur þessarar stefnu. SPARISJÓÐIRNIR Trompbókin er óbundin og jafnan opin til úttektar. Hægt er að fara með hana í hvaða sparisjóð á landinu sem er og leggja inn eða út eftir þörfum. IffiP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.