Morgunblaðið - 13.06.1990, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990
Sjáðu!
Lækkað verð
kr
1041
á framköííun
24 mynda filmu
Afsiættir
á framköííun
1 filma 5%
3-9 filmur 10%
10-14 filmur 15%
15 eða fleiri 20%
Sendum í pósíkröfu.
LjOSMYNDA
HÚSID
Dalshrauni 13 Hafnarfirði
sími 91-53181
HEYRNAHLIFAR
OG HEYRNATÓL
Gæði og öryggi
Skeifan 3h - Sími 82670
STÝRILIÐAR
SEGULRQFAR
YFIRALAGSVARNIR
STJORNUÞRI-
HYRNINGSROFAR
TIMALIÐAR
ROFAHUS
gæöi
Hagstættverö
= HÉÐINN =
VELAVERSLUN, SIMI 624260
LAGER-SÉRRANTANIR-WÓNUSTA
Fjallið eina og upp-
runi byggingarlistar
eftir Gunnar Dal
Neyðin skapaði fyrsta hreysið en
trú mannsins skapaði hina fyrstu
byggingarlist.
Hið fyrsta hús er upphaf að nýj-
um stóráfanga í sögu mannsins.
Fram til þess tíma að hús eru gerð
lifir maðurinn aðeins í hinum nátt-
úrulega heimi. Þá er maðurinn al-
gerlega háður náttúruöflunum og
verður að berjast við þau eins og
dýrin. Hús verður til af þörf eða
öllu heldur neyð. Þegar menn héldu
í norður nær jöklinum þurftu menn
líka skjól til að sofa í. í kaldara
loftslagi þörfnuðust menn líka stað-
ar til að elda mat og nærast, skjól
með veggjum og þaki og ljósopi eða
vindauga. Menn byggja fyrst úr
grjóti eða torfi, síðar úr timbri og
tígulsteinum. Og loks úr jámi, stáli
og steypu.
Eftir að hús verða til fer maður-
inn að lifa í tveimur heimum. Hann
fer að lifa bæði í hinum náttúrulega
heimi og í heimi mannsins. Hann
byijar, með hinu fyrsta húsi, sjálfur
að skapa umhverfi sitt.
Byggingarlist hófst í Mesapót-
amíu í byrjun borgarmenningar.
Fyrsta musterið sem vitað er um
var í Abú Shahrain, hinni fornu
Erdu. Síðar voru þar mörg musteri
reist. Þeir sem byggja þessi fyrstu
musteri koma norðan úr fjöllunum.
Þar var siður að líta á há fjöll sem
helgidóma. Þau voru guðshús, bú-
staðir guða. Byggingarlist á rætur
í þessari ævafornu fjallatrú. Ljóðið
eða goðsögnin um fjallið eina, fjall-
ið Meru, gæti hugsanlega verið
upphaf byggingarlistar. Þegar fólk-
Sjálfboðaliðasamtök um
náttúruvernd stofiiuð
SJÁLFBOÐALIÐASAMTOK
um náttúruvernd voru stofiruð
sl. vor. Samtökin skipuleggja
vinnuferðir á friðlýst svæði og
önnur svæði sem eru sérstæð
að náttúrufari. Oftast er unnið
í samvinnu við Náttúruverndar-
ráð en einnig Ferðafélag fs-
lands og fleiri aðila sem hafa
umsjón með svæðum.
MIKIL vakning hefur orðið á
sviði umhverfismála hér á landi á
síðustu mánuðum. Fólk vill gjam-
an taká til hendinni, bætá um-
bverfi sitt og vinna náttúrunni
gagn. Tilgangur starfs sjálfboða-
liðasamtakanna er sá að vemda
náttúruna og auðvelda fólki að-
gang að henni, einnig að veita
fólki tækifæri til að vinna að nátt-
úmvernd í góðum félagsskap.
Ferðir og gisting er ókeypis í
þessum ferðum. Bryti hópsins sér
um matarinnkaup og síðan er
kostnaðinum skipt á milli þátttak-
enda. Umsjónaraðilar svæðanna
sem unnið er á sjá oftast fyrir
fríum ferðum og húsaskjóli, en
Pokasjóður Landvemdar og fleiri
aðilar hafa einnig styrkt þessa
starfsemi.
Á uppstigningardag, 24. maí,
var unnið við Kerið í Grímsnesi.
Þangað kemur ógrynni ferða-
manna hvert sumar. Áfleiðingam-
ar af því em augljósar því þar sem
áður voru berjabrekkur, að sögn
heimamanna, er nú gróðurlaust.
Það var því mjög aðkallandi að
afmarka göngustíga og hjálpa
gróðrinum með áburði og þöku-
lagningu. í þessari ferð unnu 20
manns og var vinnugleðin mikil.
Fimm aðrar ferðir em fyrirhug-
aðar í sumar. 13.-17. júní verða
gerðir stígar í Valahnúk í Þórs-
mörk, 13.-15. verða gerðir stígar
við Skógafoss, 27.-30. júlí verður
farið á Búðir á Snæfellsnési,
17.-19. ágúst verða stikaðir vega-
slóðar í Hrafntinnuskeri og
29.-30. september verður farið í
Alviðru.
Þeir sem áhuga hafa á að kynn-
ast þessari starfsemi nánar geta
fengið upplýsingar á skrifstofu
N áttúraverndarráðs.
(Fréttatilkynning)
Sjálfboðaliðar unnu við Kerið í Grímsnesi á uppstigningardag,
24. maí sl.
■ AÐALFUNDUR samtakanna
Lífsvon var haldinn í safhaðar-
heimili Seltjarnarneskirkju
fímmtudaginn 10. maí sl. Hulda
Jensdóttir ljósmóðir og fyrrum for-
stöðukona Fæðingarheimilis
Reykjavíkur, sem verið hefur for-
maður samtakanna frá upphafi gaf
ekki kost á sér til endurkjörs. Stjórn
samtakanna er nú skipuð á þennan
veg: Gunnar Þorsteinsson for-
stöðumaður er formaður. Aðrir í
stjórn em sr. Guðmundur Orn
Ragnarsson farprestur, Jóhann
Philips sérum lýsinguna
Opinber stuðningsaðili HM 1990
Pétur Sveinsson lögfræðingur,
Ólafur Ólafsson húsvörður og sr.
Solveig Lára Guðmundsdóttir
sóknarprestur. Varamenn em
Hrafn Haraldsson, Ingibjörg
Guðmundsdóttir og Hulda Jens-
dóttir. Samtökin Lífsvon eru sam-
tök til vemdar ófæddum börnum
vom formlega stofnuð 13. apríl
1985 og eru því fimm ára um þess-
ar mundir. Eins og nafnið ber með
sér er tilgangur félagsins að standa
vörð um ófædd börn hér á landi.
Til þess að vinna að þeim tilgangi,
hafa samtökin einkum einbeitt sér
að þremur þáttum í starfí sínu. í
fyrsta lagi að upplýsa fólk um það
hvað bam í móðurlífi er. í öðm lagi
að veita þeim foreldrum aðstoð, sem
eiga í erfiðleikum vegna þungunar.
í þriðja lagi að vinna að því að
breyta núverandi löggjöf um fóstur-
eyðingar, barninu í hag.
(Úr fréttatilkynningv)
ið fluttist úr fjöllunum á sléttlendið
í Suður-Mesapótamíu hafði það
ekkert fjall lengur til að tilbiðja sem
bústað guðs. Það ákvað þess vegna
að byggja slíkt fjall. Niðurstaðan
varð bygging Ziggurata eða
stallapíramída. Og „teikningin" sem
þessi mannvirki eru sennilega
byggð eftir er ljóðið eða goðsagan
um fjallið Meru. Áð vísu er sagan
eins og hún birtist í bók miklu
yngri. En það er mjög sennilegt að
goðsagan um fjallið eina hafi varð-
veist lengi í munnlegri geymd. Fjall-
ið eina, Meru, er í þessari goðsögn
eins og stallapíramídi, en efst var
hvelfing. í þessu fjalli voru margir
heimar guða og manna. Það var
að sögn þrisvar sinnum hærra en
hæstu fjöll jarðar. Það var hálft á
himnum og hálft í jörðu. Hinar fjór-
ar hliðar þess voru alsettar gim-
steinum. Ein hliðin, sú sem sneri
að mannheimi, var úr saffímm.
Þess vegna er himinninn blár. Önn-
ur hliðin var úr rauðum rúbínstein-
um. Hinar tvær úr gulum og hvítum
eðalsteinum. Elstu musterin virðast
vera eftirlíkingar af þessu goðsögu-
lega fjalli. Hliðar musteranna voru
meira að segja gerðar úr ótöluleg-
um grúa af lituðum steinum. Og
áhrifm frá þessari byggingarlist
hafa borist víða. Babelsturninn var
ziggurati eða þrepapíramídi. Um
þessi þrep gengu guðir og englar
niður til manna og hinir trúuðu
gátu um síðir gengið upp þrepin til
himna. Jakobsstiginn sem sonar-
sonur Abrahams gekk var ziggur-
Gunnar Dal
„Eftir að hús verða til
fer maðurinn að lifa í
tveimur heimum.“
ati. Hin fyrsta byggingarlist er
þannig bæn mannsins um samband
við guð og annan heim. Hinir fyrstu
píramídar Egyptalands voru
stallapíramídar, stæling á þessari
fyrirmynd. Bæði indversk bænahús
og kristnar dómkirkjur líkjast þessu
fyrsta guðshúsi. Það kann að virð-
ast mikillæti hjá manninum að hann
telji sig geta byggt hús handa skap-
ara alheimsins. En í raun og veru
er þetta sterk og einlæg bæn um
návist guðs. Og í þá bæn lagði hinn
forni trúmaður aJlt hugvit sitt og
alla krafta sína og færði stórar fórn-
ir til þess að bæn hans yrði heyrð.
Höfundur er rithöfundur.
AÐ ÞORA
eftir Árna Helgason
Aldrei verð ég svo gamall, að ég
gleymi mínum góða vini og sýslu-
manni, þegar hann, er ég kom til
starfa hjá honum, fékk mér lyklana
að fjárhirslunni og bað mig að
gæta þeirra vel. Hann vissi það og
sagði að ef menn færu að taka lán
til daglegs brúks úr sjóði, sem þeim
Væri trúað fyrir, gæti orðið erfitt
að greiða það til baka.
Er þetta ekki það sem við bind-
indismenn og aðrir vinir fólksins
úm ailan heim höfum verið að benda
á? Þeim mun nær sem freistingin
er, því meiri er hættan. Þetta skilja
jafnvel bömin, þótt þeir, sem þykj-
ast hafa vit, skilji það ekki.
Mér er nefnilega óskiljanlegt,
þegar fólk, sem telur sig með fullu
viti og réttu ráði, álítur það til góðs
fyrir heimabæ sinn að koma
brennivíni eins nálægt fólki og
mögulegt er. Þá er sums staðar enn
meiri samstaða en þegar nauðsyn
er átaka til að koma upp atvinnu-
tækjum. Ótrúlegt er, að menn telji,
að stofnanir, sem selja vímuefni,
geti verið bjargráð bæja. Fólk ætti
að vita, að íbúar bæja, þar sem
þessi ófögnuður hefur verið til önd-
vegis leiddur, hafa séð. ýmislegt
misjafnt og ófagrar afleiðingar, sem
þeir bjuggust ekki við. En menn
loka augum og sletta í góm og fjasa
um ammóníak, sem engan hefur
drepið undanfarin ár, en þegja um
áfengi, sem veldur ótímabæmm
dauða margra tuga Islendinga ár-
lega.
Við síðustu kosningar fengu íbú-
ar fimm bæja að greiða atkvæði
um, hvort þeir vildu áfengisútsölu
í byggðarlag sitt eða ekki. Fjórir
opnuðu dymar. Einn ekki.
Ég hefi heyrt, að þar hafi sóknar-
presturinn, ásamt formanni
áfengisvamamefndar og öðru góðu
fólki, gengið fram fyrir skjöldu.
Þökk sé þeim sem þora að gefa
gott fordæmi og hafa vit fyrir fjöld-
anum.
En hvemig skyldi það hafa verið
á hinum stöðunum? Hvað skyldu
Árni Helgason
„Ég hefi heyrt, að þar
hafi sóknarpresturinn,
ásamt formanni
áfengisvarnarnefiidar
og öðru góðu fólki,
gengið fram fyrir
skjöldu. Þökk sé þeim
sem þora að gefa gott
fordæmi og hafa vit fyr-
ir §öldanum.“
Guðs útvaldir hafa gert þar? Ég
heyrði einu sinni prest segja, að
þeir gerðu allt fyrir fólkið. Ég
minnti hann á Krist og boð hans.
Lengri varð samræðan ekki. Hvað
segir kirkjan? Hvemig stendur á
að þar er ekki unnið gegn þessu
ægilega böli; ég meina á borði ekki
bara í orði.
Ég er að átta mig æ betur á því
sem séra Árni sagði í ævisögu sinni:
„Eitt það ljótasta, sem ég heyri
sagt um prest, er það, að hann
hafi verið vel liðinn af sóknarbörn-
um sínum.“
Ilöfundur er fyrrv.
símstöðvarstjóri í Stykkishólmi.