Morgunblaðið - 13.06.1990, Page 19

Morgunblaðið - 13.06.1990, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JUNI 1990 18 Yfirgangsklúður í skipulags- málum hjá Reykjavíkurborg eftir Krisiján Loftsson Að óska eftir breytingu á stað- festu aðalskipulagi er varla daglegt brauð hjá sveitarfélögum. Ef til þess þarf að koma þá hljóta rökin fyrir nauðsyn breytingarinnar að vera mjög sannfærandi, þannig að Skipulagsstjórn ríkisins og félags- málaráðherra fallist á þær. I því tilviki sem hér verður fjallað um er farið fram á að breyta Aðal- skipulagi Reykjavíkur svo koma megi fyrir húsi er hýsa skuli versl- anir og íbúðir á lóðunum Hátún 6a og 6b. Þessi bygging er fyrirhuguð sem sjálfstætt hús ogjtekkert sam- eiginlegt með þeim byggingum sem fyrir eru á reitnum og mætti því eins reisa hana hvar sem er í borg- inni. Rök stjórnenda Reykjavíkur- borgar fyrir því að fara fram á breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur vegna þessarar fyrir- huguðu byggingar’ hef ég engin séð. Hér um að ræða hinn mesta yfirgang þeirra er voru í forsvari fyrir skipulagsnefnd Reykjavíkur- borgar og byggingarnefnd Reykjavíkurborgar síðasta kjörtímabil. Þeir er þar stjórnuðu ferðinni hafa komið þessu tiltekna máli í algert klúður. Þeir hafa virt að vettugi ítrekaðar athugasemdir frá þeim er búa í næsta nágrenni við þessa fyrirhuguðu framkvæmd. ■ Skipulagslög eru sett til að hafa einhveija stjórn á byggingarmálum í sveitarfélögum landsins, en ekki síður til þess að vernda einstakling- inn fyrir yfirgangi kjörinna stjórn- valda borga og bæja. Er fólk kaup- ir eða byggir fasteignir á tilteknum stöðum gerir það það í góðri trú og reiknar með að eitthvað sé að marka staðfest aðalskipulag og hvað þar stendur um næsta ná- grenni. Það tilvik sem er tilefni þessara skrifa er áreiðanlega skólarbókar- dæmi um hvernig ekki skuli staðið að úthlutun lóða og um hringlanda með nýtingu lóða. Hér er ekki mögulegt að rekja þá sögu, en hvað varðar byggingu þá sem hér er til umræðu hafa byggingarfram- kvæmdir hafist með alveg furðuleg- um hætti. Byggingarleyfi er úthlut- að á reit sem hvergi nærri hafði nýtingarhlutfall til að rýma bygg- inguna. Þetta gerist þrátt fyrir ábendingar íbúa í næsta nágrenni að undangenginni grenndarkynn- ingu, sem íbúar urðu að þvinga fram. Var blásið á allar ábendingar og framkvæmdir leyfðar af bygg- ingarnefnd Reykjavíkurborgar. Hófst þá strax bygging umrædds 5 hæða húss og hélt áfram þar til félagsmálaráðherra felldi bygging- arleyfið úr gildi sbr. bréf dags. 16. janúar 1990, vegna mótmæla íbúa í næsta nágrenni. Með tilkomu þess- arar nýbyggingar hefði aukning á nýtingu á þessum reit orðið um 76% umfram það sem Aðalskipulag Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir. Til að bæta úr þessu reyndi Reykjavíkurborg skemmri skírn, sem skipulagslög heimila, til að fá Aðalskipulagi Reykjavíkur breytt. Því hafnaði Skipulagsstjórn ríkis- ins. Því næst er auglýst breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur hvað varðar nýtingu á þessum tiltekna reit. Enn mótmæla íbúar í næsta nágrenni því aukna byggingar- magni sem auglýst reitanýting gæti haft í för með sér. Meirihluti skipulagsnefndar Reykjavíkurborg- ar gerir lítið úr þessu væli íbúanna og leggur til við borgarráð að aug- lýst breyting á nýtingu reitsins verði samþykkt. Borgarráð samþykkti þessa til- lögu skipulagsnefndar en samþykk- ir jafnframt að lækka umrædda byggingu um eina hæð. Þannig verður málið sent til Skipulagsstjórnar ríkisins og fé- lagsmálaráðherra til samþykktar. Hápunktur ósvífhinnar Kem ég nú að hápunkti ósvífn- innar eins og ég sé fyrir mér fram- haldið. Verði þessi nýting á reitnum samþykkt eins og Reykjavíkurborg leggur til gefur hún möguleika á byggingarmagni sem er margfalt meira en upphafleg bygging átti að vera. Þannig er auðsjáanlega verið að slá ryki í augu fólks með því að samþykkja að lækka bygg- inguna um eina hæð nú. Það er vegna þess að samþykki Skipulagsstjórn ríkisins og félags- málaráðherra breytingu þá á Aðal- „Það tilvik sem er tilefni þessara skrifa er áreiðan- lega skólabókardæmi um hvernig ekki skuli staðið að úthlutun lóða og um hringlanda með nýtingu lóða.“ skipulagi Reykjavíkur sem borgar- stjórn leggur til, þá er það spá mín að skipulagsnefnd Reykjavíkur- borgar muni að ekki mörgum miss- erum liðnum samþykkja hækkun umræddrar byggingar um eina hæð eða guð má vita hvað margar hæðir. Til hvers er verið að hafa skipu- lagslög? Þau eru ekki til að tryggja hinn almenna borgara ef svona yfirgang- ur nær fram að ganga, það er alveg klárt. Skora ég á Skipulagsstjórn ríkis- ins og félagsmálaráðherra að hafna alfarið þessari breytingu á aðal- skipulagi Reykjavíkur. Með því móti gætu íbúar Reykjavíkurborgar átt von á að einhver skikkur kæm- ist á þessi mál en þetta tiltekna Kristján Loftsson mál mun, að því er mér er tjáð, ekki vera neitt einsdæmi. liöfundur er frumkvæmdastjóri og býrenn íHátúni 35. V: mt Daihatsu Charade Sedan er rúmgóður 5 manna fjölskyldubíll með sérstaklega « ^ stóra farangurssevmslu (288 lítra) sem mjög auðvelt er Nýr, stærri °g kraftmeiri að hlaða. Hann er búinn nýrri kraftmikilli 4ra strokka, 1 6 ventla 1.3 lítra, 90 hestafla vél með beinni innspýtingu. Þessi vél gerir bílinn bæði auðveldan og skemmtilegan í akstri hvort sem hann er með beinskiptingu eða sjálfskiptingu. Sparneytni or haRkvæmni í rekstri undirstrika svo kosti Charade Sedan sem hins fullkomna fjölskyldubíls. Ótrúlega hagstætt verð Daihatsu Charade Sedan SG 5 gíra kr. 767.000 stgr. á götuna. Sjálfskiptur kr. 829.000 stgr. á götuna. Komið og reynsluakið kraftmiklum Charade Sedan Brimborg hf. Faxafeni 8 • Sími 685870

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.