Morgunblaðið - 13.06.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.06.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990 21 Morgunblaðið/Emilía Aðstandendur Rokkskógarátaksins kynna fyrirhugaða söfnun á blaðamannafundi i Laxfossi. Tónleikar um allt land til styrktar skógrækt ÞETTA ár hefur verið helgað skógræktarátakinu Landgræðsluskógar 1990 og leggja þar raargir hönd á plóg. Meðal þeirra eru rokk- og poppsöngvarar og hljómsveitir og 15. til 16. júní verða tónleikar víða um land þar sem safnað verður fé til kaupa á tijáplöntum, sem gróður- settar verða í sérstökum skógarreit sem nefndur verður Rokkskógurinn. Norræn hönnunarsýning: Islenskt raðhús vekur athygli RAÐHUS eltir Guðmund Jónsson, arkitekt, hefur vakið mikla athygli á norrænni hönnunarsýningu sem nú stendur yftr í Malmö. Sýningunni er ætlað að kynna það besta í norrænni hönnun á allra síðustu árum. Hún stendur yfir til 2. september. Skipulag Rokkskógarátaksins er í höndum Kristins Sæmundssonar, en aðilar að því eru Landgræðsluskóg- ar, Norrænt umhverfisár, Iþrótta og tómstundaráð, sjálfboðaliðar frá Vinnskólanum og Ungmennafélag Islands, og sagði Kristinn að þetta væri bara byijunin, til stæði að koma upp rokkskógi í hveijum landshluta fram til aldamóta. „í þessu átaki, sem ætlað er að efla græna hugsun fólks, gera það meðvitaðra um umhverfi sitt, taka þátt flestir popp- og rokktónlistar- menn landsins og munu renna 150 kr. af hveijum seldum miða á ijölda tón- og dansleikja um land allt 15. og 16. júní til söfnunarinnar, en há- punktur hennar verður tónleikar í Laugardalshöll, þar sem fram munu koma átta hljómsveitir og söngvarar, sem gefa sína vinnu að mestu; Sykur- molamir, Bubbi Morthens, Sálin hans Jóns míns, Síðan skein sól, Megas með hljómsveit, Risaeðlan, Bootlegs og Todmobile. Allur hagnaður af þeim tónleikum mun renna til söfn- unarinnar. Til að gera tónleikana í Laugardalshöll sem veglegasta flytj- um við inn hljóð- og ljósakerfi frá Bretlandi. Hljóðkerfið verður 25 kW og ljósakerfið er gríðarstórt og kem- ur með því maður að utan til að stýra því. Höllin verður opnuð kl. 19.30, og við hana verður sett upp port til „Ég tek heilshugar undir þá ákvörðun SÍA að taka ekki þátt í lesendakönnun á þeim blöðum og tímaritum sem ekki taka þátt í upplagseftirliti,“ segir Herdís Þorgeirsdóttir ritstjóri Heims- myndar. Eins og blaðið greindi frá í síðustu viku hefur SÍA, Sam- band íslenskra auglýsingastofa og samstarfshópur auglýsenda neitað þátttöku i lesendakönnun tímarita sem farið hefur fram árlega. Vilja auglýsendur með því knýja forráðamenn blaða og tímarita sem ekki taka þátt i upplagseftirliti til að endurskoða ákvörðun sína. Heimsmynd og Þjóðlíf eru einu tímaritin sem þátt taka í upplags- eftirlitinu, ef undanskilin eru sex landsmálablöð. Að sögn Herdísar kaus hún taka þátt í eftirlitinu til þess að sýna auglýsendum svart á hvítu að upplagstölur Heimsmyndar væru réttar. „Við gagnrýndum það þegar byijað var að gera lesendakannanir að aðilar sem ekki taka þátt í upp- lagseftirfiti skyldu vera með fing- uma í framkvæmd könnunarinnar," segir Herdís. „Að mínu mati eru þetta tvö óaðskiljanleg tæki, upp- lagseftirlit og lesendakönnun. Því verður ekki neitað að auglýsinga- stofur nýta þessi tæki ekki sem að gefa gestum kost á að fá sér ferskt loft, en tónleikarnir hefjast kl. 20.30 stundvíslega og standa til 2.30,“ sagði Kristinn. Til að auðvelda unglingum heim- ferðina verða sex strætisvagnar í förum eftir tónleikana í öll hverfí borgarinnar, en einnig verður boðið uppá ókeypis sætaferðir eftir tónleik- ana uppá Akranes/Borgarnes, um Mosfellssveit og austur á Hellu/ Hvolsvöll, en þær ferðir verða tón- leikagestir að skrá sig í í símum 626451/52. Forsala aðgöngumiða, en miða- verðið er valið í tilefni af átakinu, kr. 1990, hefst í Kringlunni og í Austurstræti í dag og munu ýmsir tónlistarmenn troða upp við sölubás- ana. Til viðbótar við þessa söfnun verða seld barmmerki, póstkort á íslensku og ensku og bolir fyrir tón- leikana og á þeim og í allt sumar. Ymis fyrirtæki styrkja átakið; Gott fólk, Eimskip, Flugleiðir, Prent- húsið, Silkiprent, Geimsteinn, Smekkleysa, Sanitas, Kringlan, Kraftlyftingasamband Islands og PR-búðin. Markmiðið er að safna fé til kaupa á 2—300.000 plöntum, til að gera skóginn veglegan. „Rokkskógurinn kemur,“ sagði Kristinn Sæmundsson að lokum. skyldi. Það er þó nokkur vísbending að Heimsmynd er með bróðurpartinn af þeim auglýsingum sem birtast í þekktustu tímaritunum. Við þökk- um það upplagseftirlitinu og vin- sældum blaðsins," segir Herdís Þor- geirsdóttir. í samtali við Morgunblaðið sagði Guðmundur að raðhúsið hefði fengið góðar viðtökur hjá sænskum almenn- ingi, blaðamönnum og arkitektum sem skoðað hafa sýninguna. Hann sagði að hugmyndafræði húsins byggði á samtali sínu við Snorra Sturluson. „Snorri kemur í húsið og spyr hvað hafi orðið um íslenska byggingarlist frá því hann var uppi.Ég svara honum með tilvitnun- um í húsið og smám saman skilur hann stöðu þess miðað við þróun í íslenskri byggingarlist. Svo dæmi sé tekið spyr Snorri af hveiju burstirnar séu horfnar og ég svara honum því til að þær hafi orðið til vegna skorts á löngum tijástofnum en í dag búum við yfir annarri tækni þ.e.a.s. stáli sem við getum beygt til að rýmið sé hæst í miðjunni og lægst á hliðunum eins og það var í gamla daga.“ Þess má geta að í húsinu er baðstofa, sem er að hluta til vetrargarður, og tvö- faldir veggir í stað gömlu vegghleðsl- anna. Á milli veggjanna er komið fyrir lokrekkju, skápum, sturtu og klósetti, Að sögn Guðmundar eru allar fastar tréinnréttingar í húsinu íslen- skar. Skápar, bókahillur og skrifborð eru frá GKS og eldhúsinnréttingin er frá Brúnási. „Fólki finnst innrétt- ingarnar mjög skemmtilegar," segir Guðmundur og bætir við að tveir .skúlptúrar eftir Þórdísi Öldu Sigurð- ardóttur hafi vakið athygli sýningar- gesta. Auk þess má nefna þijár rúm- breiður eftir Helgu Pálínu Brynjólfs- dóttur, Ingiríði Oðinsdóttur og Björk Magnúsdóttir. Hlutirnir eru allir sér- staklega gerðir fyrir húsið. Af fleiri íslendingum sem eiga verk á sýningunni í Malmö má nefna Ásgerði Búadóttur, Jens Guðjónsson, Leif Breiðfjörð og Jón Snorrason. Að lokum má geta þess að raðhúsið er eina húsið, af húsunum fimm á sýningarsvæðinu, sem birst hafa myndir af í sænsku tímaritunum Skön Hem og Form. Sýningarsvæðið er á fyrrum athafnasvæði Kockums skipasmíðastöðvarinnar, svokallaðir Hjálmsbryggju, sem er 400 metra löng og liggur samsíða lægi „flugbá- tanna“ sem fara milli Malmö og Kaupmannahafnar. Auk mannvirkja á bryggjunni, sem nýtt verða fyrir sýningar, hafa verið reistir nýir skál- ar, byggð útisvæði, leiksvið og garð- ar, götur og torg á svæðinu. Hún er metsöíustöngin ár eftir ár. Þetta eru ástæðumar: Efst er gyllt plexiglerskúla. Gyll- Ingln er að innan svo hún veðrast sfður. \ Ryðfrf snúningsfestlng kemur í veg fyrir að fáninn vefjist upp á stöngina. Stöngin er framieidd af For- menta í Svfþjóð úr fisléttu trefja- gleri og er sérstaklega styrkt fyrir okkar veðurfar. Frágangur er til fyrirmyndar. Flagglínufestingin er úr varan- Iegu nælonefni. Krómaðar kop- arskrúfur. Allar festingar eru úr sinkhúðuðu stáll (galvaniseruðu). Stöngln er feitanleg. ísienski fáninn í öllum stærðum á lager. Einnig þjóðfánar margra rikja. Aðrir fánar eru sérpantað- ir. Útvegum augiýsinga- og fyrir- tækjafána úr spun-poiyester. Það fer ekki mlkið fyrir fána- stöng f gjafabréfi. Skemmtileg gjöf sem fer lítlð fyrir. 6 metra stðng kr. 26.950- stgr. 7 metra stöng kr. 28.900- stgr. 8 metra stöng kr. 31.500- stgr. Grandagarðl 2, sfmi 28855, Rvfk. Framhlið raðhússins. OPIÐHÚS I V/ULHO LL Laugardaginn 16. júní milli kl. 17.00 og 19.00 verð- ur móttaka í Valhöll, Háaleitisbraut 1, fyrir þá, sem störfuðu fyrir Sjálfstæðisflokkinn á kjördag í borgar- stjórnarkosningunum í Reykjavík 26. maí sl. Sjálfstæðisflokkurinn. Lesendakönnun fer ekki fram: Styð auglýsend- ur heilshugar - segir Herdís Þorgeirsdóttir, ritstjóri Heimsmyndar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.