Morgunblaðið - 13.06.1990, Síða 27

Morgunblaðið - 13.06.1990, Síða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JUNI 1990 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Abyrgð og öryggi í umferðinni að lætur nærri að tveir ein- staklingar missi lífið í mán- uði hveijum í umferðinni hér á landi. Skýrslur um umferðarslys sýna að 25 manns hafa að með- altali látið lífið á ári hvetju í umferðinni síðustu tíu árin. Næstliðið ár tók umferðin 28 mannslíf í 22 umferðarslysum. Á líðandi ári, sem er tæplega hálfnað, hafa 13 einstaklingar þegar látist í umferðinni. Frá árinu 1972 talið hafa samtals 458 íslendingar látist í umferðinni hér á landi. Þetta er mikið mannfall sem skilur eftir sig ómældan sársauka og hefur raskað högum fjölmargra fjölskyldna. Skýrslur greina og frá mörg- um hundruðum umferðarslysa á ári þveiju, sem leiða til meiri eða minni meiðsla á einstakling- um, stundum til ævilangra ör- kumla. Eignatjón í umferðar- slysum bliknar í samanburði við slíkar afleiðingar. Það er engu að síður mjög mikið og hlutfalls- lega meira hér en í grannríkjum. Mikilvægt er að efla fyrir- byggjandi slysavarnir í umferð- inni og halda uppi viðvarandi umferðarfræðslu, bæði í skólum og fjölmiðlum, ekki sízt í hljóð- og sjónvarpi. Staðreynd er að vel skipulagðar upplýsinga- og áróðursherferðir og viðvaranir hafa ríkuleg áhrif á vegfarend- ur, fá þá til að gæta varúðar og sýna tillitssemi í umferðinni, sem er máske árangursríkasta slysavörnin. Síðari tíma löggjöf, m.a. um notkun bílbelta og ljósa, hefur og reynzt mikilvæg- ur varnarþáttur. Orsakir umferðarslysa eru margs konar. Þrátt fyrir stór- átök í vegagerð síðustu áratugi er trúlegt að vegakerfið hafi ekki að öllu leyti svarað kröfum stóraukins bílaflota lands- manna. Bifreiðaeign Islendinga jókst verulega næst liðinn ára- tug. Hún var langleiðina í 138 þúsund ökutæki, það er ein bif- reið á tæplega tvo einstaklinga, um síðastliðin áramót. Þó var síðastliðið ár samdráttarár í bílaeign okkar. Nýskráning fólks- og hópferðabifreiða 1989 náði til 6.600 ökutækja saman- borið við 14.400 árið áður. Kaupmáttarþróun og skattar á nýjar bifreiðir höfðu með öðru þau áhrif að bifreiðaeign lands- manna minnkaði um rúm 3% á árinu. Engu að síður stendur bifreiðaeign landsmanna til þess að hvergi megi slaka á í nauð- .synlegri vegagerð og nauðsyn- legu vegaviðhaldi á næstu árum. Þetta á ekki sízt við um þá vegi, sem bera mesta um- ferðarþungann, eins og veginn frá höfuðborgarsvæðinu að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Efla verður viðvarandi rann- sóknir á orsökum umferðarslysa hér á landi. Að þeim hefur ver- ið nokkuð unnið, en betur má ef duga skal. Rannsóknir af þessu tagi gera fyrirbyggjandi slysavarnir markvissari og ár- angursríkari. Með hliðsjón af fjölda umferðarslysa, mikilvægi fyrirbyggjandi varna og hárra umferðarskatta er meir en rétt- lætanlegt að gera kröfu á hend- ur ríkisvaldinu um fjármögnun nauðsynlegra rannsókna af þessu tagi. Á sl. ári nam innheimta benzíngjalds og ‘ þungaskatts rúmlega fjórum milljörðum króna og hækkar skattheimtan, samkvæmt fjárlögum, enn á þessu ári. Skýrsla samgöngu- ráðherra um framkvæmd vega- áætlunar 1989 sýnir að benzín- gjald skilaði 2.945 m.kr. og þungaskattur 1.135 m.kr. í vegasjóð. Af þessari fjárhæð tók ríkissjóður til sín 530 m.kr. Að auki hefur ríkið drjúgar tekjur, tengdar umferðinni, í aðflutn- ings-, virðisauka-, eigna- og tekjusköttum. Það er því eðli- legt að til þess séu gerðar nokkrar kröfur um vegakerfið og umferðaröryggi í landinu. En fyrst og síðast verðum við öll að gera kröfur til sjálfra okkar um fyrirbyggjamh slysa- varnir í umferðinni. Ábyrgð ökumanna og raunar allra ann- arra, sem leið eiga um vegi þéttbýlis og stijálbýlis, er mikil. Þar um tala slysin skýru máli, þótt orsakir þeirra séu á stund- um óviðráðanlegar. Sú ábyrgð snýr meðal annars að ásig- komulagi eigin bifreiðar og bún- aðar hennar. Hún varðar ekki síður umferðarreglur og akstur miðað við aðstæður hveiju sinni. Mikilvægt er t.d. að aka aldrei hraðar en reglur standa til. Það liggur engum svo mikið á í umferðinni að hann megi ekki vera að því að lifa. Ef lil vill er árangursríkasta slysavörnin í umferðinni sú að sýna öðrum vegfarendum fyllstu háttvísi og tillitssemi. í umferðinni sem annars staðar - og jafnvel þar fremur en annars staðar - gild- ir sú meginregla, að breyta ávallt svo við aðra sem við vilj- um að þeir breyti við okkur. Kynning á yfir 300 verkum sem send voru í listasamkeppni ungs fólks var opnuð í gær. Stjórn Listahát- íðar í Reykjavík stendur fyrir samkeppninni og viðurkenningar verða veittar á laugardag. Tíu hross tekin úr vörslu eiganda vegna vanrækslu Verða seld á uppboði á fimmtudaginn BÆJARFÓGETINN í Hafiiarfirði tók tíu hross úr vörslu ungrar konu í siðustu viku vegna þess hve þau voru vanhirt og vanfóðruð. Tvíveg- is áður hefúr komið til kasta lögregluyfirvalda vegna illrar meðferð- ar konunnar á hrossum frá því í haust, en þá þurfti að aflífa tvö hross sem voru í hennar umsjá vegna þess að þau voru aðfram komin af hungri. Hrossin tíu verða seld á uppboði næstkomandi fimmtudag. Listasamkeppni ungs fólks; Myndin á stærstan hlut Sögur, ljóð og sálmar fylgja fast á eftir KYNNING á listaverkum ungs fólks opnaði í Miðbæjarskólanum í gær. Þar eru á §órða hundrað verk af mörgu tagi; ljóð og lög, myndir og skúlptúrar, sögur og vídeómyndir. Verkin voru send til samkeppni sem stjóm Listahátíðar auglýsti í haust fyrir fólk yngra en 19 ára. Verðlaun og viðurkenningar verða veitt á laugardaginn. „Myndverkið á drýgstan hlut á kynningunni,“ segir Valgarður Eg- ilsson, formaður framkvæmda- stjórnar Listahátíðar og dómnefnd- armaður í samkeppninni. „I Mið- bæjarskólanum er líka talsvert af Listahátíð: rituðu máli, sögum og ljóðum. Við fengum meira að segja sálm norðan úr landi. Þá gefur að líta högg- myndir og vídeómyndir og svolítið af músík var sent til keppninnar. Stjórn Listahátíðar vildi forvitn- Listahátíð í dag Á tólfta degi Listahátíðar í Reykjavík, miðvikudegi 13. júní, er um neðangreind atriði að velja, auk átján myndlistar- sýninga víðs vegar um bæinn. Yfirlit yfir þær gefúr að líta í dagskrárblaði Listahátíðar. Kl. 17 Austurstræti Lúðrasveit Reykjavíkur, Svein- björn Beinteinsson, Dansskólar Heiðars Ástvaldssonar og Her- manns Ragnars. Kl. 17 Miðbæjarskólinn Kynning hefst á listaverkum fólks undir 19 ára aldri. Á fjórða hundr- að verk í myndum, tónum og orð- um voru send til samkeppni sem Listahátíð efndi til meðal ungs fólks. Kynningin er opin milli 14 og 18 næstu 2 vikur. Kl. 20.30 Borgarleikhús Dansarar frá San Fransisco baí- lettinum undir stjórn. Helga Tóm- assonar. Kl. 21 íslenska óperan Kammersveit leikur verk eftir 6 erlend nútímatónskáld. Stjórnandi er Guðmundur Hafsteinsson og einleikari á fíðlu Sigrún Eðvalds- dóttir. Kl. 21 Hressó Borgarskáld; Hlín Agnarsdóttir og Sigríður M. Guðmundsdóttir stýra dagskrá sem helguð er Reykjavíkurskáldum, sér í. lagi þeim sem komu á Hressingarskál- ann. Tónlist í flutningi Norðanpilta, Limbós og Lísu, og Eyþórs Arn- alds. ast um hvernig list ungt fólk iðk- aði, hvaða lífssýn það hefði. Vel- megun, erlend áhrif, kjarnorkuvá og mengunarhætta eru orð sem ungt fólk núna þekkir miklu betur en við sem eldri erum gerðum á þessum aldri. Þetta endurspeglast í sumum verkunum á kynningunni. Þótt efnið hafi verið opið lýstum við sem að þessu stóðum áhuga á úrvinnslu hugmyndarinnar „íslend- ingurinn og hafið.“ Kynningin í Miðbæjarskóla stendur í hálfan mánuð og verður ppin daglega frá 14 til 18. Forseti íslands afhendir á laugardaginn verðlaun og viðurkenningar fyrir þau verk á kynningunni sem skara fram úr. Að sögn Más Péturssonar bæjar- fógeta barst honum tilkynning frá forðagæslumanninum í Hafnarfirði í byijun apríl um að konan hefði tekið tíu hross á hús í Hafnarfirði. Hún átti ekkert hey en kom með einn poka af graskögglum. Annað fóður fengu hrossin ekki í 12 daga, en þá fékk hún hey. Mjög þröngt var á hrossunum og fór forðagæslu- maður fram á að konan útvegaði aukið pláss fyrir þau, sem hún gerði. Um miðjan maí var hún aftur orðin heylaus en þá fór forðagæslu- maðurinn með kerru af heyi til hennar og gaf hestunum. Hún kom einnig með hey, en 2. júní var hlað- an orðin tóm á ný. Hrossin voru tekin úr vörslu kon- unnar í síðustu viku og hefur forða- gæslumaður séð um að fóðra þau eftir ráði dýralæknis. Már sagði að hrossin hefðu verið í mjög slæmu ástandi þegar þau voru tekin á hús í byijun apríl. Þá höfðu þau gengið úti í Bessastaða- nesi á Álftanesi í algjöru skjólleysi í harðindunum sem voru eftir ára- mót. Meðal annars hefði komið kvörtun frá Forseta íslands um slæma meðferð á þessum hrossum og fleirum sem þarna voru. Hann sagði að vegna þess hve horuð þau voru í upphafi hafi þau ekki þolað þessa misfóðrun. Fjögur þeirra eru þó ekki talin í hættu, en það er taminn hestur, annar ótam- inn og tvær geldar hryssur. Aftur á móti er verra ástand á hryssu sem er ný köstuð. Hún mjólkar ekki og þarf því að gefa folaldinu mjólk á pela. Önnur hryssa er óköstuð og sagði Már að ekki væri útséð með Háskóli íslands: Fall í almennri lög- fræði tæp 83% FALL á prófi í almennri lögfræði við Háskóla íslands í maí síðastliðnum er 83%. Flestir þeirra sem tóku prófið þreyttu það nú í annað sinn. í janúar var fallið minna, eða 70%. „Ég held að við séum nú almennt heldur linir við nemendur í lagadeild," segir Sigurður Líndal prófessor aðspurður um þetta mikla fall. Hann bendir þó á að krafist sé fyrstu einkunnar, sjö, til að nemandi teljist hafa staðist prófið. í öðrum deildum er lágmarkseinkunn fiinm eða fjórir. Fallið er miðað við þá sem mættu í prófíð, en ávallt heykjast nokkrir á Menningarsamtök Sunn- lendinga stofiiuð í Skálholti Selfossi. Menningarsamtök Sunnlendinga voru stofúuð í Skálholti síðastliðinn laugardag, 9. júní. Fyrsta verkefiii samtakanna verður að sjá um og skipuleggja M-hátíð á Suðurlandi á næsta ári, samkvæmt ósk frá menntamálaráðherra. Áður en formlegur stofnfundur var haldinn fór fram hátíðardag- skrá í Skálholtskirkju. Þar flutti Þórður Tómasson frá Skógum ávarp, skólakór Hveragerðis söng undir stjórn Margrétar Gunnars- dóttur. Helga Ingólfsdóttir og Elín Guðmundsdóttir léku á tvo semb- ala, Árneskórinn söng, Eyvindur Erlendsson las ljóð og Jónas Gísla- son flutti ávarp. Á stofnfundi samtakanna var Hanna María Pétursdóttir, Skál- holti, kosin formaður. Aðrir í stjórn voru kosnir Ásmundur Sverrir Páls- son, Selfossi, Rannveig Pálsdóttir, Laugarvatni, Ingunn Jensdóttir, Hvolsvelli, og Guðmundur Óli Sig- urgeirsson, Kirkjubæjarklaustri. í varastjórn voru kosin Margrét Gunnarsdóttir, Hveragerði, Gyða Guðmundsdóttir, Holti, Stokks- eyrarhreppi, Vilhjálmur Eyjólfsson, Hnausum, Meðallandi, Drífa Hjart- ardóttir, Keldum, og Þórður G. Árnason, Selfossi. Á stofnfundinum var eftirfarandi stöku kastað fram í tilefni dagsins: Menningarsamtök Sunnlendinga sigla brátt úr vör. í Skálholti voru þau að þinga þeirra blessist för. — Sig. Jóns. því að mæta þótt þeir séu skráðir til prófs. í vor þreyttu 64 próf í al- mennri lögfræði og stóðust 11. í jan- úar mættu 99 í prófið og 30 náðu því. Væru þeir sem ekki mættu tald- ir fallnir, eins og reglur Iláskólans kveða á um, væri fallið í vor 85% en 73% í janúar. Meðaleinkunn í vor var 5,41 en 5,5 á miðsvetrarprófinu. Að sögn Brynhildar Biynjólfsdótt- ur deildarstjóra í nemendaskrá Há- skólans er almenn lögfræði það próf skólans sem flestir falla í að jafnaði. Þó virtist stærri hluti nemenda hafa fallið í vorprófinu en venja væri. Á hinn bóginn hefðu heldur færri fallið en venjulega í janúar. Sigurður Líndal sagði í samtali við blaðamann að réttast væri að bera fall í almennri lögfræði saman við þann hluta nemenda í menntaskólum sem næðu fyrstu einkunn, sem telst einkunn yfir 7,25. Ef skoðað væri hversu margir sýndu þann árangur á prófi yrði niðurstaðan að líkindum sú að fall í almennri lögfræði væri ekki óeðlilega mikið. hvernig henni reiðir af. Auk þeirra eru tveggja vetra óvanaður foli og þijú veturgömul tryppi mjög horuð. Sturla Þórðarson fulltrúi lög- reglustjóra í Reykjavík sagði í sam- tali við Morgunblaðið að í fyrra haust hefði þurft að aflífa tvö hross sem voru í vörslu konunnar í Mos- fellssveit. Dýralæknir úrskurðaði að þau væru það langt leidd af næringarskorti að ekki yrði hægt að bjarga þeim. Umrædd kona hafði hross í þessari girðingu ásamt ann- arri konu og ber þeim ekki saman um hvor þeirra átti að hafa umsjón með þeim. Mál þetta var sent lög- reglunni í Reykjavík sem sendi það til Ríkissaksóknara. Þaðan var málið aftur sent lögreglunnftil frek- ari rannsóknar. Sturla sagði að kvörtun hefði einnig borist frá Sambandi dýra- verndunarfélaga til lögrelgunnar á Selfossi vegna þess að 16 eða 17 hross sem konan var með í Þorláks- höfn voru illa haldin. Þetta mál hefði einnig verið sent lögreglunni í Reykjavík eftir að konan flutti þangað. Hann segir að mál þetta sé ekki fullrannsakað og einnig eigi eftir að ljúka málinu vegna hrossanna í Mosfellssveit. Þetta hafi dregist úr hófi, en nú verði lagt kapp á að . ljúka þeim svo fljótt sem auðið er og senda þau til Ríkissaksóknara. Þess má geta að yfirvöld í Hafn- arfirði þurftu í vetur að láta aflífa 16 kindur. Eigandi þeirra var orðinn heylaus og hafði látið þær standa inni hátt á aðra viku án fóðurs eða vatns. Hilmar Jónsson, fráfarandi stórtemplar veitir Páli Daníelssyni nafúbótina heiðursfélagi Stórstúku ís- lands. Til hliðar við Pál standa (frá vinstri) Ingimar Eydal hljómlistarmaður og Styrmir Gunnarsson ritsljóri sem voru einnig heiðraðir. Helga Jónsdóttir eiginkona Omars Ragnarssonar fréttamanns veitti heiðursmerkinu viðtöku fyrir hans hönd. Á myndina vantar Pétur Pétursson þul sem einnig var kjörinn heiðursfélagi Stórstúkunnar. Þing Stórstúku Islands: Björn Jónsson kjör- inn stórtemplar Fimm kjörnir heiðursfélagar SÉRA Björn Jónsson, prestur á Akranesi, tók við embætti stór- templars á þingi Stórstúku ís- lands fór fram LTemplarahöllinni dagana 6.-9. júní. Hann tók við af Hilmari Jónssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Mjöll Matthíasdóttir frá Akureyri var kjörin stórgæslumaður Ungl- ingareglunnar, Kristinn Vil- hjálmsson óskaði ekki eftir end- urkjöri í embættið. Fimm voru gerðir að heiðursfé- lögum Stórstúkunnar á þinginu og sæmdir æðsta heiðursmerki regl- unnar. Þeir eru Ómar Ragnarsson, fréttamaður, Styrmir Gunnarsson ritstjóri, Páll Daníelsson fyrrverandi formaður Landssambands gegn áfengisbölinu, Ingimar Eydal hljómlistarmaður og Pétur Péturs- son fyrrverandi þulur. Um 90 fulltrúar sóttu þingið, en félagar í stúkum landsins eru nú um 4000 talsins. Á þinginu kom fram að viðræður standa yfir við fræðsluyfirvöld um að félagar í Unglingareglu Stórstúku Islands taki að sér félagsmálafræðslu fyrir nemendur grunnskóla. Björn Jónsson stórtemplar Helstu verkefni í vegagerð 1990 og áætlun um bundið slitlag í árslok Vestljarðagöng: Rannsókn og | undirbúningur. Fjárheimild: 58 mkr. | Siglufjarðarvegur í Fljótum: Brýr á Fljótaá Brúnastaðaá og vegur að þeim Fjárheimild: 62 mkr. Dýrafjörður: Fylling og b tjörðinn milli Ketilseyrar dalsodda. Lokið verðurv brú á árinu og neðri hlut Fjárheimild: 97 mkr. rú yfir | og Lamba-1 ið 120 m I afyllingar. 1 Norðuriandsvegur i Hörgár- og Oxnadal: Lögð verður klæðning á 8 km kafla norðan Bægisár, og byrjað á nýjum vegi á milli Bægisár og Þverár. Fjárheimild: 79 mkr. irauoir vegir) Norðljarðarvegur um Oddskarð: Lokið verður við rúmlega 6 km kgfla frá Eskifirði að Háhliðarhorni sem unnið hefur verið að undanfarin ár. Klæðning verður þó aðeins lögð a 1,5 km næst Eskifirði. Fjárheimild: 76 mkr. Sætún í Reykjavík: vestan Kringlu mýrarbrautar. Fjárheimild: 73 mkr. Ólalsvíkurvegur á Mýrum: Lokið verður við rúmlega 3 km kafla milli Borgar og Langár sem byrjað var á í fyrra, byggð ný brú yfir Álttá og byijað á nýjum vegi við hana. Fjárheimild: 51 mkr. Hafnarljarðarvegur; um Arnarneshæð og eystri akbraut norðurtyrir Kópavogs- læk. Dælbrú á Arnarnesvegi og brú á Kópavogslæk. Fjárheimild: 179 mkr. Morgunblaðið/KG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.