Morgunblaðið - 13.06.1990, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JUNI 1990
33
ísaðar gellur fá
góðar móttökur
LEIKHÓPUR Alþýðuleikhússins er nú í leikferð með gamanleikinn
Isaðar gellur eftir Frederick Harrison. Um síðustu helgi var sýnt á
Patreksfirði, Tálknafirði og í Bíldudal við góðar móttökur. Sem dæmi
iná nefiia að yfir 100 manns mættu á sýninguna á Tálknafirði eða um
þriðjungur ibúanna.
Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Ása Hlín Svavarsdóttir í hlutverkum
sínum í Isuðum gellum.
Opið hús í Norræna húsinu
FYRSTA opna húsið í Norræna liúsinu á þessu sumri verður fimmtu-
daginn 14. júní kl. 20.30. I opnu húsi eru haldnir fyrirlestrar um
land og þjóð og er þessi dagskrá einkum ætluð Norðurlandabúum.
Fyrirlestrarnir eru því fluttir á einhverju Norðurlandamálanna.
___________Brids______________
Amór Ragnarsson
Bikarkeppni Bridssambands
Islands
Þrjár sveitir hafa bæst við í Bik-
arkeppni BSÍ, og voru þær dregnar
á móti þeim sveitum sem áttu að
eiga yfirsetu. Sveit Sigmundar
Stefánssonar er nú sú eina sem sit-
ur yfir fram í aðra umferð. Að öðru
leyti bætast við þessir leikir:
Jón Hjaltason Rvk —
Trésíld Reyðarfirði
Eyþór Jónsson Sandgerði —
Verðbréfam. íslandsbanka Rvk
Þröstur Ingimarsson Kópavogi —
Karl Grétar Karlsson Sandgerði
Leikjum í fyrstu umferð skal
vera lokið fyrir 29. júlí. Sveitir geta
leitað til Bridssambandsins til að
afla sér upplýsinga um símanúmer
andstæðinga sinna, svo hægt sé að
koma á leikjunum í tíma. Þær sveit-
ir sem eiga eftir að gera upp þátt-
tökugjald (10.000 á sveit) eru beðn-
ar að gera það hið fyrsta, en frest-
ur til þess rann út um síðustu mán-
aðamót. Hægt er að leggja inn
gjaldið á ávísanareikning 2012 hjá
Islandsbanka nr. 513, sem er reikn-
ingur Bridssambandsins.
Bridsfélag Vopnafjarðar
Bridsfélag Vopnafjarðar lauk
sínu vetrarstarfi formlega með
verðlaunaafhendingu nú fyrir
stuttu. Þetta félag var stofnað 16.
janúar 1962 og hefur starfað óslitið
síðan í rúm 28 ár.
Helsta starfsemi félagsins er
spilakvöld einu sinni í viku yfír vetr-
armánuðina og stundum oftar þeg-
ar keppni er í gangi. Auk þessa
hefur félagið tekið þátt í bridsmót-
um annarra bridsfélaga á Austur-
og Norðurlandi og einnig haldið
mót hér heima.
Næstu sýningar verða á Bolung-
arvík næstkomandi föstudag kl.
20.30, á ísafirði á laugardaginn kl.
21.15 og á Suðureyri á sunnudaginn
17. júní kl. 20.30.
Leikritið Isaðar gellur segir á gam-
ansaman og hispurslausan hátt frá
dvöl þriggja breskra stúlkna við fisk-
vinnslu í vestfirsku sjávarplássi. Höf-
undurinn byggir verkið að hluta á
reynslu stúlkna frá Hull sem dvalið
hafa hérlendis við fiskvinnslu, en fer
frjálst með efnivið sinn og gerir úr
BÓKAÚTGÁFAN Skjaldborg hef-
ur hafið útgáfú á nýjum bókaflokki
sem nefhist „Bóltasafn eldluissins".
Tvær fyrstu bækurnar í flokknum
nefhast „Itölsk matreiðsla, og
„Kínversk matreiðsla.“
í tilkynningu frá Skjaldborg segir
m.a.:
„Hátt á annað hundrað uppskriftir
eru í hvorri bók, öllum réttunum
fylgja litmyndir. Helgi B. Helgason,
matreiðslumeistari, hefur þýtt bæk-
kjarnyrtan gamanleik.
Leikendur f ísuðum gellum eru þau
Ása Hlín Svavarsdóttir, Halldór
Björnsson, Ingrid Jónsdóttir og
Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Leikstjóri
er Hávar Siguijónsson.
Eftir sýningar á Vestfjörðum er
förinni heitið til Akraness þann 22.
júní og leikhópurinn sýnir á Höfn í
Hornafirði þann 23. kl. 21.15 og loks
endar ferðin í Vestmannaeyjum þann
24. með sýningu kl. 21.15.
(Frcttatilkynning)
urnar og matreitt aila þá rétti er
sýndir eru í þeim. Árangurinn var
frábær og er óhætt að mæla með
þeim við hvern seni er. Allt sem til
þarf í réttina er fáanlegt í helstu
matvöruverslunum.
Á síðari árum hefur áhugi íslend-
inga aukist á matargerð og þá sér-
staklega á matargerð annarra þjóða.
í þessum bókum er að finna fjölda
rétta sem eiga eftir að gleðja íslenska
sælkera og aðra þá er leita eftir til-
breytingu í matargerð.“
Fyrirlesararnir eru allir sérfræð-
ingar á sínu sviði og efnið fjöl-
breytt: umhverfismál, handritin,
bókmenntir, íslenski torfbærinn,
leikhús- og kvikmyndir, myndlist,
kvennabarátta, skógrækt, þjóðlög
og alþýðulög og Reykjavík fyrr og
nú.
Björn Guðbrandur Jónsson, verk-
efnastjóri fyrir Norrænt umhverfis-
ár, ríður á vaðið með fyrirlest'ri um
umhverfísmái á íslandi og flytur
mál sitt á sænsku. Hann sýnir lit-
skyggnur til skýringar. Að loknu
kaffíhléi verður sýnd kvikmynd frá
íslandi.
Opið hús verður síðan á hveiju
fimmtudagskvöldi fram til 23.
ágúst.
Fimmtudaginn 21. júní talar dr.
Jónas Kristjánsson, forstöðumaður
Stofnunar Árna Magnússonar, um
íslensku handritin og að erindinu
loknu fá gestir tækifæri til að skoða
handritin undir leiðsögn Jónasar á
Handritastofnun.
Aðgangur er ókeypis að opnu
húsi.
Skjaldborg gefur
út eldhúsbókasafii
TILBOÐ - ÚTBOÐ
JL
d^ÚXboö - gangstéttir
Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í gerð
steyptra gangstétta sumarið 1990, um 3000
fm.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar-
verkfræðings, Strandgötu 6, gegn 5.000 kr.
skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudag-
inn 21. júní kl. 11.00.
Bæjarverkfræðingur.
Höfn í Hornafirði
Útboð hafnsögubáts
Fyrir hönd Hornafjarðarhafnar, óskar Skipa-
og vélatækni, Kefjavík, eftir tilboðum í smíði
hafnsögubáts.
Verkið felst í hönnun og smíði skips, tilbúnu
til notkunar.
Fyrir þá, sem áhuga hafa, er í útboðsgögnum
listi erlendra aðila, sem tilbúnir eru að gera
tilboð í ósamsett skip, til samsetningar í
íslenskri skipasmíðastöð.
Útboðsgögn verða afhent frá og með mið-
vikudeginum 13. júní 1990 á skrifstofu Skipa-
og vélatækni, Hafnargötu 37A, Keflavík,
gegn kr. 5.000,- skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Skipa- og
vélatækni eigi síðar en 10. júlí kl. 14.00, þar
sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim
bjóðendum, sem þess óska.
Keflavík 12. júní 1990. 230 Keflavík,
Skipa- og vélatækni, sími 92-15706,
Hafnargötu 37A, fax 92-14708.
Útboð
Sjómannadagsráð í Reykjavík og Hafnarfirði
óskar eftir tilboðum í smíði 26 verndaðra
þjónustuíbúða í raðhúsum á Laugarási í
Reykjavík, ásamt tilheyrandi gatnagerð og
lóðarlögun.
Heildarflatarmál húsa er um 2.700 m2 og
heildarlengd gatna um 290 m.
Tilboðsgögn verða afhent hjá Verkfræðistofu
Stefáns Ólafssonar hf., Borgartúni 20,
Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 12. júní,
gegn 7.000 kr. óafturkræfu gjaldi.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Sjómanna-
dagsráðs þriðjudaginn 26. júní kl. 11.00 að
viðstöddum bjóðendum.
\UY /A VERKFRÆOISTOFA
\ /V A 1 STEFÁNSOLAFSSONARHF. FBV.
Y \. JL y CONSULTING ENGINEERS
BORGARTÚNI20 105REYKJAVIK
WélagslÍf
....SAMBAND (SLENZKRA
SjSP/ KRISTNIBOOSFÉLAGA
Samkoma veröur í kristniboðs-
salnum, Háaleitisbraut 58, í
kvöld kl. 20.30. Ræðumaður:
Benedikt Jasonarson. Kjellrun
Langdal sér um kristniboðsþátt.
Allir velkomnir.
ÚTIVIST
GRÓFINNI l • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606
Þórsmörk - Goðaland
8.-10. Júní. Þaö er komið sumar
í Mörkinni. Góð aðstaða i Útivist-
arskálunum i Básum. Göngu-
ferðir við allra hæfi. Fararstjóri
Anna Soffía Óskarsdóttir. Verð
kr. 5.000,-/5.500,-.
Eyjafjallajökull -
Seljavallalaug
8.-10. júní. Gangan hefst í Þórs-
mörk. Gengin Hátindaleið á jök-
ulinn, niður við Seljavelli. Farið
í laugina á Seljavöllum að göngu
lokinni. Með rútu til baka inn (
Bása. Fararstjóri Jón Gunnar
Hilmarsson. Verð kr. 5.500,-
/6.000,-
Miðar og uppl. á skrifstofu.
í Útivistarferö eru allir velkomnir.
Sjáumst.
Útivist.
Grunnvíkingar—
Grunnvíkingar
Grunnvikingafélögin í Reykjavík
og á (safirði efna til móts á Var-
malandi í Borgarfiröi 6.-8. jólí
nk. Dvalist verður á farfugla- og
gistiheimilinu Varmalandi sem
býður gistingu, svefnpokapláss
og tjaldstæði ásamt fæði eða
eldunaraðstöðu. Gert er ráð fyr-
ir sameiginlegu borðhaldi á laug-
ardagskvöldið og dansleik á eft-
ir.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku
og pantið gistingu og fæði I síma
93-51301 sem fyrst.
Efnt verður til hópferða á mótið
frá isafirði og Reykjavík, ef næg
þátttaka fæst.
Nánari upplýsingar gefa Friðþór
Eydal í síma 76949 Reykjavlk og
Brynjar Ingason í síma 94-3646
Isafirði.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÓTU 3 S: 11798 19533
Kvöldferð
miðvikudag 13. júní
Kvöldferð i Heiðmörk miðviku-
dag i 3. júní. Brottför frá Umferð-
armiðstöðinni kl. 20.00. Ókeypis
ferð. Hugað að gróðri í reit ferða-
félagsins. Leiðbeinandi Sveinn
Ólafsson.
Fferðafélag Islands.
FERÐAFÉLAG
ÍSIANDS
ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533
Helgarferðir
Ferðafélagsins:
15.-17. júní:
Helgarferð til Þórsmerkur. Gist
I Skagfjörðsskála/Langadal eða
tjöldum. Það er þess virði að
verja frítima sínum með Ferðafé-
laginu í Þórsmörk.
15.-17. júní:
Helgarferð um Dali. Gist i svefn-
pokaplássi á Laugum/Sælings-
dal. Gengið i Dagverðarnes (á
slóðir (ra) og víðar verður farið
eftir því sem timinn endist til.
Brottför kl. 18.00.
22.-24. júní - helgarferðir:
1. Jónsmessuferð til Þórsmerkur.
2. Jónsmessuferð á Eiríksjökul.
3. Hellaferð í Hallmundarhraun.
( þessari ferð verður farið í
marga stærstu hella landsins.
Farmiðar seldir á skrifstofu F(,
Öldugötu 3.
Ferðafélag (slands.
Hvítasunnukirkjan
Ffiadelfía
Biblíulestur i kvöld kl. 20.30.
„Lifandi steinar í lifandi húsi“
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
ÚTIVIST
GRÓFINNII • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606
Kvöldganga
Miðvikudag 13. júní
Þrívörður - Vilborgarkelda.
Áfangi úr gömlu þjóðleiðinni yfir
Mosfellsheiði til Þingvalla.
Stígvél æskileg. Brottför kl.
20.00 frá BSÍ, bensínsölu. Verð
kr. 800,-
Sjáumst.
Útivist.
Hörgshlíð 12 .
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.