Morgunblaðið - 13.06.1990, Page 36

Morgunblaðið - 13.06.1990, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JUNI 1990 U nglingarnir fara í Skálholt Unglingarnir úr Grafarvogi fyrir framan Skálholtskirkju. eftir Sigurð Árna Þórðarson Feimnislegir hljómar bárust um Skáiholtskirkju. Ungur tónlistar- maður úr hópi fermingarbarna úr Grafai’vogsprestakalli náði fljótt valdi á fingrum og hljómborði og tónaflóðið hófst um alla kirkju. Þetta forspil kveðjustundar ferm- ihgarbarna yngsta safnaðar þjóð- arinnar var táknrænt fyrir hinn nýja þátt í fræðslustarfsemi kirkj- unnar. Hin unga kynslóð er ekki aðeins þiggjandi í fræðslustarf- seminni, heldur gefandi og í sam- vinnu við leiðbeinendur í upp- fræðslunni í Skálholti, sem voru samtals 25 á misserinu. Nýr tónn hljómar í fræðslu þjóðkirkjunnar. Nær sextán hundruð Á síðastliðnu hausti sóttu 37 hópar, tæplega sextán hundruð ungmenni námskeið í Skálholti, sem fræðsludeild kirkjunnar og Skálholtsskóli stóðu að í samvinnu við prófastsdæmin. Öll fermingar- börn í Rangárvalla- og Kjalarnes- prófastsdæmi og liðlega sjö hundr- uð ungmenni í Reykjavíkurpróf- astsdæmi tóku þátt í þessum nám- skeiðum. Samkvæmt könnun Kjal- arnesprófasts, sr. Braga Friðriks- sonar, frumkvöðuls þessa nám- skeiðahalds, voru unglingarnir sem og foreldrar mjög ánægðir með námskeiðahaldið. Ný mynd aftrú, kirkju og presti Arnheiður Hlín Guðmundsdóttir og Sólver Hafsteinn Sólversson úr Grafarvogi voru á sama máli. Arn- heiði fannst ferðin „æðisleg" og eiginlega ættu krakkarnir, sem voru fermdir í fyrra, að fá tæki- færi til að fara líka. Margt hefði verið gert, hópvinnan hefði verið skemmtileg, skoðunarferðir um undirganginn gamla og sögustaði Skálholts hefðu verið skemmtileg- ar, helgistundirnar í kirkjunni og líka fijálsu tímarnir. Sólver taldi að námskeiðið hefði verið mjög jákvætt, það væri „alger stað- reynd“. Það hefði ríkt ró í Skál- holti. Skemmtilegast hefði verið að fara í kirkjuna, upplifa altari- stöfluna og kannski líka spila á flygilinn í skólanum. Námskeiðið hefði verið fræðandi. Sólver sagði að amma hans hefði frætt hann um trúarefni. Eftir þetta námskeið taldi hann að hann vildi gjarnan fara í kirkju af eigin hvötum. Arn- heiður og Sólver sögðu að margir krakkar í hópnum hefðu fengið algerlega nýja mynd af trú og kirkju. Margir foreldrar hefðu ekki mikinn tíma til að tala um trú og kirkju. Svo hefði verið skemmtilegt að kynnast prestinum svona vel. Gleðiboðskapur og reynslan Sr. Vigfús Þór Árnason taldi, að námskeiðið hefði verið vel upp- byggt og leiðbeinendurnir hefðu náð mjög vel til unglinganna. Fræðslan hefði verið bæði ánægju- leg og spennandi og sér virtist að hún skapaði áhuga á trúariðkun og kirkjunni. Þá minntist hann á, að fermingarhópurinn kynntist vel „Grafarvogshópurinn hélt frá Skálholti út í stuttan desemberdag- inn. Þau lofuðu að kaf- færa prestinn sinn ekki í sundinu á leiðinni heim! „Megum við ekki koma aftur?“ voru kveðjuorðin þeirra.“ innbyrðis og jafnfrariit yrði prest- urinn í nánari tengslum við börnin en ella. Fræðslan á þessu nám- skeiði hefði höfðað til reynslu þátt- takenda, sem væri mikilvægt. Lif- andi og leikræn fræðsla, skemmt- un, söngur og helgistundir hefðu skapað samveru og sameiginlega trúariðkun, sem næði til hjartan. Kristinn boðskapur væri gleðiboð- skapur og sá þáttur hefði skilað sér vel í Skálholti. Sr. Vigfús Þór taldi það vera stórkostlegt, að kirkjan skuli eiga slíka aðstöðu fyrir starfsemi sína. Sem mér kemur við Bjarni Karlsson, guðfræðinemi og leiðbeinandi, sagði að þegar vel væri vandað til námskeiðs eins og þessa, væri hægt að búast við að hópur ungmenna fengi betra tæki- færi til sameiginlegrar tilbeiðslu en í venjulegum fermingartímum. Námskeiðin stæðu ekki yfir nema í um sólarhring og því hefði orðið að skipuleggja tímann vel og mynda sterkan ramma. Það hefði gefið góða raun því börnin þyrftu öryggi til að blómstra. Þau hefðu fundið að við þau væri rætt sem ábyrga einstaklinga og til reynslu þeirra höfðað. Það væri almenn niðurstaða þeirra að boðskapurinn og trúin væri eitthvað „sem mér kemur við“. Grafarvogshópurinn hélt frá Skálholti út í stuttan desember- daginn. Þau lofuðu að kaffæra prestinn sinn ekki í sundinu á leið- inni heim! „Megum við ekki koma aftur?“ voru kveðjuorðin þeirra. Höfundur er rektor Skálholtsskóla og doktor íguöfræöi. I sumarbústaðinn Aíslandi förum við í sumarbústaði eða orlofshús, en ferðaskrifstofur auglýsa sæluhús suður um Evrópu. í mínum huga er sæluhús allt annað en sumarbústaður. í ísienskri orðabók Árna Böð- varssonar er sæluhús skilgreint sem „hús til að gista í í. óbyggðum, á öræfum". Svo rakst ég á auglýsingu í blaði um frístundahús. Frístundahús er auðvitað ekki til í orðabók Árna Böðvars sonar, enda er það bara léleg þýðing á danska orðinu fritidshus. Því í ósköpunum ér þetta allt ekki kallað sínu rétta nafni, „sumarbústaður"? Vissulega er frístunda notið í þessum húsum og vonandi sælu líka, en þetta eru sumarbústaðir og ekkert annað. Nóg um það. Þegar við förum í sumarbústaði tökum við með okkur mat til að elda sjálf. Oft er ekki fullkomin eldunaraðstaða í þessum húsum, t.d. aðeins tvær raf- magnshellur og enginn bökunarofn. En bökunarofnar eru notaðir í fleira en að baka og þegar við viljum komast létt frá matreiðslunni er fátt hentugra en að setja réttinn í bökunarofn. Við förum ekki í þessi hús til að standa í flókinni matreiðslu, en við viljum góðan mat, sem fljótlegt er að elda. Við ættum að hafa með okkur nóg af frosnu grænmeti og mikið af ferskum tómötum til að setja í pott- og pönnurétti. í þessum þætti er boðið upp á pönnurétt með grænmeti og hrísgrjónum, en þar er allt soðið á sömu pönnunni og fyrir þá sem kjósa að grilla er uppskrift að laxi á útigrillið. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Allt á einni pönnu 500 g fítulítfð nautahakk (eða annað hakk) 2 tsk. salt '/i tsk. pipar 1 tsk. pipar 1 tsk. papríkuduft 'A tsk. hvítlauksduft 5 dl vatn eða meira 1 stór laukur 2 meðalstórar gulrætur, fer- skar eða frosnar 1 stór græn papríka, fersk eða frosin 4 stórir tómatar 2 stórar kartöfíur 1 msk. tómatmauk 1 dl hrísgtjón 1. Hitið pönnu þar til rýkur úr henni, setjið helming hakksins á hana og brúnið. Takið af pönn- unni, skolið hana með örlitlu vatni ('A dl) og setjið það saman við hakkið sem þið steiktuð. Hitið pönnuna aftur vel og steikið það sem eftir er. 2. Setjið salt, pipar, papríku- duft, hvítlauksduft og vatn út í. Afhýðið og saxið lauk og setjið saman við. Takið steina úr papríku, skerið smátt og setjið saman við. Hreinsið gulrætur, skerið í þunnar sneiðar og setjið saman við. 3 Brytjið tómatana og setjið út í. Hræi'ið síðan tómatmauk út í. Setjið hrísgijón út í. Hrærið vel saman. 4. Afíiýðið kartöfíur og skerið í sneiðar og leggið ofan á. Setjið lok á pönnuna og sjóðið þetta í 20 mínútur. 5. Bætið vatni í ef með þarf, en þetta á ekki að vera blautt. Berið fram á pönnunni ásamt ristuðu brauði. Grillaður iax Lax, 3 kg, eitt eða tvö fíök 2 tsk. salt safi úr 1 sítrónu nokkuð mikið af nýmöluðum pipar 3 msk. hreinn rjómaostur 1. Beinhreinsið fiskinn. Farið með fingurinn niður eftir beina- garðinum cg takið beinin úr með flísatöng eða togið þau út með fingrunum. Skafið roðið og klipp- ið frá ugga. 2. Kreistið safann úr sítrón- unni og hellið yfír holdhlið flaks- ins. Stráið á það salti og pipar og látið standa í 10-15 mínútur eða lengur, t.d. meðan grillið hitn- ar. 3. Smyijið rjómaostinum jafnt yfír holdhlið flaksins. Leggið flök- in saman, þannig að roðið snúi út. Ef þið eruð með eitt fíak, er það skorið í tvennt. 4. Setjið laxinn í grind, sem ætluð er til að grilia fisk í. Grillið fiskinn fyrst á annarri hliðinni, snúið síðan við og grillið á þeirri síðari. Það tekur um 10-15 mínút- ur að grilla á fyrri hliðinni, en 7-10 á þeirri síðari. Þó fer tíminn eftir fjarlægð frá glóð. 5. Borðið roðið með, harðsteikt eða grillað roð er mjög gott, sé fiskurinn ekki of stór og roðið þar af leiðandi mjög gróft. Meðlæti: Grillaðar kartöflur og tómatsalat. Takið smáhnaus af graslauk upp úr garðinum og setjið í pott og hafið með ykkur, eða kaupið graslauk í potti í stórmarkaði eða þlómabúð. Tómatsalat 8-10 meðalstórir tómatar graslaukur 2 msk. sítrónusafi 1 msk. matarolía 1 tsk. hunang, þunnt 1 skvetta úr tabaskósósuflösk- unni 1. Setjið sítrónusafa, mata- rolíu, hunang og tabaskósósu í hristiglas og hristið saman. 2. Þvoið tómatana, skerið í sneiðar eða báta, klippið graslauk- inn og setjið saman við. 3. Hellið sósunni yfir og hrærið lauslega saman með gaffli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.