Morgunblaðið - 13.06.1990, Side 39

Morgunblaðið - 13.06.1990, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JUNI 1990 Minning: Pála Björnsdóttir, Vestmannaeyjum Fædd 12. maí 1918 Dáin 4. júní 1990 Ég var á skrifstofu minni í Reykjavík, þegar konan mín hringdi í mig frá Vestmannaeyjum og sagði mér að mamma hennar hefði veikst skyndilega og verið flutt á Sjúkrahús Vestmannaeyja. „Mamma er mikið veik og mjög kvalin," sagði hún. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ingólfur og Pála tengdaforeldrar mínir höfðu rétt ný- verið dvalið nokkra daga í sumarbú- stað sínum og áformuðu að dvelja þar saman á næstunni og njóta kyrrðar og útiveru. Það var í fyrstu vissa mín að tengdamamma, þessi lífsglaða og tápmikla kona, kæmist gegnum þessi veikindi eins og allt annað, sem hún hafði gengið í gegnum á langri ævi, en hún varð 72 ára 12. maí sl. En þegar ég kom að sjúkrabeði hennar daginn eftir, sá ég að mikil alvara var á ferðum. Siöngur, vélar, tæki, blikkandi ljós og línurit, læknar og hjúkrunarfólk á staðnum. Ég gekk að rúmi hennar, en hún varð mjög g!öð að sjá mig og sagðist ætla að taka af sér súrefnisgrímuna andar- tak, svo að hún gæti kysst mig, en um það voru skýr fyrirmæli, að grímuna mátti ekki hreyfa, og kyssti ég hana því á ennið og hún brosti til mín. Síðan fóru nokkur hlýleg orð milli okkar. Fljótlega eftir þetta sofn- aði hún og vaknaði ekki aftur. Við sátum klukkustundum saman við rúmið hennar, þögul og sáum hvern- ig þrótturinn þvarr smám saman frá þessari glæsilegu konu. Á hugann sóttu minningar frá liðinni tíð, um samskipti okkar þau liðlega tuttugu ár, sem við áttum samleið. Ég minn- ist þess þegar fyrsta barn okkar Kolbrúnar konu minnar fæddist, og ákveðið var að hún skyldi bera nafn Björns föður tengdamömmu og heita Birna. Tengdamamma kom nær dag- Haraldur Olafs- son - Kveðjuorð Fæddur 10. mars 1924 Dáinn 5. júní 1990 Haraldur Ólafsson móðurbróðir minn lést af slysförum þann 5. júní sl. Hann fæddist að Kvígindisfelli í Tálknafirði 10. mars 1924, sonur hjónanna Sesselju Ólafsdóttur og Ólafs Jósúa Guðmundssonar, Sess- elja lést fyrir tveimur árum, en Ólafur býr á Hrafnistu í Hafnar- firði. Ólafur og Sesselja eignuðust tíu börn og var 'Haraldur sá þriðji í röðinni. Öll náðu þau systkinin full- orðinsaldri nema einn bróðir, Aðal- steinn, sem lést fimmtán ára gam- all. Haraldur ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum í Litla-Laug- ardal í Tálknafirði. Um 1950 fluttu þau til Patreksfjarðar í stórt og fallegt hús, sem kallað var Krókur. Fljótlega eftir að þau fluttu kynnt- ist Haraldur eiginkonu sinni, Birnu Jóhönnu Jónsdóttur, og ólu þau upp eina dóttur, Kristínu. Kristín eign- aðist þijú börn, Harald sjö ára, Bárð tæpra þriggja ára og stúlku- barn sem fæddist 25. maí á þessu ári. Kynni mín af Halla frænda ná jafn langt aftur og ég man eftir mér. Ég kom í Krókshúsið til ömmu og afa aðeins sex mánaða gömul. Þá bjó Halli frændi uppi á lofti, þá t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU HJARTARDÓTTUR, Lambeyrarbraut 10, Eskifirði. Erla Charlesdóttir, Magnús Bjarnason, Anna Charlesdóttir, Reynir Hjálmtýsson, Reimar Charlesson, Björg Hjálmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HERMANIMS GUÐJÓNSSONAR, Óðinsgötu 15, Reykjavík. Aðalbjörg Skæringsdóttir, Sigurður Sveinsson, Theodóra Sveinsdóttir, Hildur Kristín Hermannsdóttir, Haraldur Eggertsson, Erling Þór Hermannsson, Þórlaug Erla Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. 39 ^ lega í heimsókn til okkar fyrstu hjú- skaparárin, og oft hafði hún eitthvað meðferðis handa börnunum, eða okk- ur. Á þessum árum vann ég um tíma við smíðar á heimili tengdaforeldra minna og áttum við þá oft góðar stundir við eldhúsborðið og ræddum um lífið og tilveruna, eins og geng- ur. Mér fannst Pála skilja mig svo vel, vera svo einlæg. Við gátum talað um allt. Við áttum margt sameigin- legt. Hún sagði mér frá því, þegar hún fluttist 18 ára gömul frá Skaga- firði til Vestmannaeyja, var ráðin sem vinnukona að Arnarstapa hér í bæ, lærði síðan saumaskap hjá Kristínu í Merkisteini, en við sauma- skapinn nýttust henni vel listrænir hæfileikar hennár og vandvirkni. Síðan hitti hún lífsförunautinn, Ing- ólf Matthíasson, dugmikinn sjómann, og sagði hún mér frá lífshlaupi þeirra, byggingu hússins á Hólagötu 20 _og fleira og fleira. Ég finn nú þegar komið er að leið- arlokum, hversu margt við áttum órætt. En ég er jafnframt þakklátur fyrir þann tíma, sem við áttum sam- an. Á árum áður, þegar ég gekk í gegnum miklar þrengingar, þá stóð tengdamamma með mér eins og klettur á hveiju sem gekk, og mat ég hana mikils fyrir það. Við íjölskyidan á Breiðabliki þökk- urn ijúfa samferð og vináttu og biðj- um Drottin að blessa minningu mömmu, tengdamömmu og ömmu. Við biðjum þess jafnframt að Ingólf- ur og börn þeirra hjóna, barnabörn og vinir fái huggun og styrk frá Guði. Þessar línur eru aðeins slitrótt minningabrot, sem komu í huga mér við dánarbeð tengdamóður minnar, örlítill þakklætisvottur og virðing frá mér og fjölskyldu minni. Óíaftir Gránz, Breiðabliki, Vestmannaeyjuni. einhleypur, en síðar með konu sinni Birnu. Þegar ég fór að komast upp stigann til Halla og Birnu var ég tíður gestur hjá þeim. Það var ekki að ástæðulausu að lítil stúlka sækti á brattan stigann þó það kostaði stundum hrap niður, því alltaf var jafn gott að koma til þeirra. Halli frændi var einstaklega barngóður maður_ og við urðum mjög góðir vinir. Ég man eftir því hvað hann hló mikið þegar ég, lítil stúika nýbúin að læra að tala, sagði við hann að hann væri stórvinur minn. Margar af bestu bernsku- minningum mínum eru tengdar honum og betri frænda og vin er ekki hægt að eignast. Eftir að ég fullorðnaðist og flutti burt frá Patreksfirði kom ég stund- um í heimsókn til Halla og Birnu í Krók. Þar fann maður alltaf fyrir gömlu, góðu hlýjunni og gleðin sat í fyrirrúmi hvað sem á gekk. Elskú Birna, Kristín, börnin þrjú, afi á Hrafnistu og systkinin öll, ég votta ykkur öllum mína dýpstu sam- Úð. Sesselja Arthúrsdóttir Leiðrétting Þau leiðinlegu mistök urðu hér í blaðinu í gær að í fyrirsögn á minn- ingarorðum um Ragnhildi S. Guð- jónsdóttur húsfreyju í Kaldrana- nesi í Mýrdal misritaðist nafn henn- ar, en þá stóð Ragnheiður. Er beð- ist afsökunar á þessu um leið og mistökin eru leiðrétt. GARÐASTÁL Afgreitt eftir máli. Allir fylgihlutir. i = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000 Útgerðarmenn og eigendur smábáta minni en 10brl. athugið! í samræmi við nýsett lög nr. 38, 15. maí 1990 um stjórn fiskveiða, er koma til framkvæmda um næstu áramót, vinnursjávarútvegsráðuneytið nú að undirbúningi að úthlutun veiðiheimilda til báta minni en 10 brl. í því sambandi vill ráðuneytið vekja athygli á eftirfarandi. 1. Skráning báta. Samkvæmt nýju lögunum þurfa nú eigendur allra báta 10 brl. og minni, sem sækja um leyfi til veiða í atvinnuskyni, að vera skráðir í skipaskrá eða sér- staka skrá Siglingamálastofnunar ríkisins fyrir báta styttri en 6 m. Þá þurfa eigendur þeirra báta, sem ekki hafa veiðileyfi frá ráðuneytinu samkvæmt ijúi, gildandi lögum um stjórn fiskveiða (nr. 3 1988) eðá eru ekki á skrá Siglingamálastofnunar, að óska eft- ir skráningu báta sinna hjá Siglingamálastofnun fyr- ir 18. júní 1990. Beiðni um skráningu þarf að fylgja eignarheimild, smíðalýsing og teikningaraf viðkom- andi bát. 2. Nýirbátarísmíðum. Eigendur ófullgerðra báta, sem smíði hefur verið hafin á (skipsbolur uppbyggður) fyrir gildistöku lag- anna 18. maí 1990, þurfa að óska eftir skráningu þeirra hjá Siglingamálastofnun fyrir 18. júní 1990. Þessir bátar þurfa að vera fullbúnir og öðlast full- gilt haffærisskírteini fyrir 18. ágúst 1990 til að koma til greina við úthlutun veiðiheimilda. Sérstakir skoð- unarmenn sjávarútvegsráðuneytisins og Siglinga- málastofnunar munu á næstu dögum meta hvaða bátar teljast í smíðum samkvæmt framansögðu. Eigendur báta, sem eru í smíðum erlendis, þurfa að framvísa vottorði frá þartilbærum yfirvöldum um að smíði báta þeirra hafi verið hafin (skipsþolur uppbyggður) fyrir 18. maí 1990. 3. Upplýsingarogforsaga báta. Eigendur og útgerðarmenn þeirra báta, sem ekki hafa fengið sérstakt eyðublað sjávarútvegsráðu- neytisins til útfyllingar um forsögu báta sinna, þurfa að verða sér úti um slík eyðublöð hjá ráðuneytinu eða Landssambandi smábátaeigenda, fylla þau út og senda sjávarútvegsráðuneytinu, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík, við fyrsta tækifæri. Nánari upplýsingar um ofansagt fást hjá sjávarút- vegsráðuneytinu og veiðieftirlitsmönnum þess. Sjávarútvegsráðuneytið, 13. júní 1990. 1 i ínrgMinl bl co n in co Metsölublad á hvetjum degi! Macintosh námskeið Grunnnámskeiö hefst 18. júní Stýrikerfi Macintosh og fjölverkaforritið Works Tölvu- og verkfræðiþjónustan - Grensásvegi 16 - 68 80 90

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.