Morgunblaðið - 13.06.1990, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990
43 '
félk í
fréttum
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Aflahæsti karl mótsins var Olafur Tryggvason með
Stærsta fisk mótsins dró Róshildur Stefánsdóttir, Hér má sjá hiuta bátanna koma inn eftir vel heppnað mót. Heildarafli
Reykjavík, 15,31 kilóa þorsk. bátanna mun hafa verið um 13 tonn.
Anna Guðný Aradóttir, sölustjóri Úrvals-Útsýnar, afliendir Berg-
ljótu Þorfinusdóttur og Einari Magnússyni farseðla í happaferð
fyrir 100 krónur.
FERÐALÖG
Farþegar hljóta happaferðir
Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn
hvatti í vetur væntanlega sðl
arlandafarþega sína til að bóka
snemma þannig að þeir kæmust á
hentugum tíma í óskaferðina og
fengju gististaði í samræmi við
óskir sinar og þarfir. Viðbrögðin
létu ekki á sér standa og þúsundir
farþega höfðu bókað ferð og greitt
staðfestingargjald áður en sumar
gekk í garð.
Þessir farþegar gátu allir átt von
á að hreppa happaferð fyrir hundr-
að krónur. Var dregið fimm sinnum
úr öllum staðfestum bókunum og
voru það ýmist einstaklingar eða
fjölskyldur sem hlutu happaferðirn-
ar.
Vinningshafar voru Helgi Sig-
urðsson, Einar Magnússon og Berg-
ljót Þorfinnsdóttir, Þórir Haralds-
söh, Una Sigurliðadóttir, Inga Þóra
Þórisdóttir og Ása Vala Þórisdóttir;
Tinna Stefánsdóttir og Hanna Stef-
ánsdóttir.
(FrcttatilkynningJ
SJOSTANGAVEIÐI
Góður afli á móti við Eyjar
Góð þátttaka var í hvítasunnu-
móti Sjóstangaveiðifélags
Vestmannaeyja og afli með miklum
ágætum.
Mótið stóð í tvo daga. Ágætis
veður var meðan mótið stóð og
gekk veiðimönnunum vel enda var
heildarafli mótsins rúm 13 tonn.. í
lokahófi mótsins voru veitt verðlaun
fyrir hin ýmsu afrek. Aflahæsti
karl mótsins var Ólafur Tryggva-
son, Vestmannaeyjum, með 415,10
kíló og aflahæsta konan var Guð-
finna Sveinsdóttir, Vestmannaeyj-
um, með 314,19 kíló. í sveitakeppn-
inni var aflahæsta sveit karla með
Frá vorverkadeginum í Ártúnsskóla þar sem saman komu um 500
manns sem tóku óspart til hendinni.
1.295,61 kíló og aflahæsta kvenna-
sveitin bar að landi 946,98 kíló.
Aflahæsti bátur á hverja stöng var
Bylgja II með 325,93 kíló á stöng-
ina.
Stærsta l'iskinn í mótinu dró
Róshildur Stefánsdóttir, Reykjavík,
15,31 kílóa þorsk. Flesta fiskana
dró Einar Kristinsson, 320 talsins,
og flestar tegundir dró Stefán Ein-
arsson, átta talsins.
Auk áður talinna verðlauna voru
veitt ýmis önnur verðlaun svo sem
fyrir stærsta fiskinn af hverri teg-
und.
Mótið þótti heppnast vel og fengu
veiðimennirnir heldur betra veður
til keppninnar í ár en í fyrra þegar
haugabræla var mótsdagana.
Mótsstjóri á sjóstangveiðimótinu
í ár var Þorbjörn Pálsson.
Grímur
VORVERKADAGUK
Fegrun við
Artúnsskóla
Fyrir skömmu var haldinn vor-
verkadagur í Ártúnsskóla,
Reykjavík, þar sem foreldrar, nem-
endur og kennarar unnu í samein-
ingu við að fegra umhverfi skólans
og víðar.
Þar komu saman a.m.k. 500
manns sem tóku óspart til hendinni
við að hreinsa rusl, mála lausar
stofur sem standa við skólann,
mála strætisvagnaskýli í hverfinu
o.s.frv. Auk þess voru sett upp
skilti, sem nemendur og foreldrar
höfðu unnið í sameiningu, þar sem
varað er við hröðum akstri í gegnum
íbúðarhverfi.
Að störfum loknum var farið í
leiki, sungið saman og borðaðar
pylsur sem Reykjavíkurborg bauð
upp á í tilefni dagsins og ríkti sann-
kölluð hátíðarstemmning í yndis-
legu veðri.
Tölvutæki
BÓKVAL, Kaupvangsstrœti 4,
Akureyri, sími 96-26100
I AD FÓTUM ÞÉR
AMERÍKA ASÍA
Orlando kr. 57.670.- Bangkok kr. 81.510.-
San Fransisco Dehli
kr. 59.340.- kr. 74.630,-
Chicago kr. 62.220.- Tokyo kr. 95.780,-
EVROPA
London
kr. 28.300.-
París
kr. 28.720,-
Búdapest
kr. 44.330,-
Á EIGIN VEGUM EN FARSEÐLUM FRÁ VERÖLD
••••
KLM BRITISHAIRWAYS /////£'*£'
Royal Dulch Airtmet TIlC WOfltls faVOUtÍtC SÍflÍIIC. Æm/w M FLmUGLmEÍIÐiR i