Morgunblaðið - 13.06.1990, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990
mmtm
. .. að koma fram við
hana eins og konung-
borna.
TM Rog U.S. Pat Off.—all rights resarved
© 1990 Los Angeles Times Syndicate
Þú hefðir ekkert átt að segja
honum sögima um biskupinn
og smalastúlkuna ...
Jæja drengir. Nú losnum við
alveg við að naga sjálfir.
HÖGNI HREKKVtSI
. .. kCOSTUPAF HOKPA/UAT-
X
Margt getur undarlegt gerst
Til Velvakanda.
Nú berast þær fréttir frá hveiju
landinu á fætur öðru fyrir „austan
tjald“ að í fijálsum kosningum vinni
borgaralegu öflin hvern sigurinn á
fætur öðrum, en kommarnir lúti
allstaðar í lægra haldi, séu jafnvel
smæstir. Þeir sem höfðu þarna
skapað himnaríki á jörð, vinir
verkalýðsins þar sem velmegun var
hærri en allstaðar annarstaðar.
Maður nefnir nú ekki öll ljóðin sem
kommarnir héldu á lofti og allar
dýrðarsagnirnar sem áttu að sann-
færa okkur „íhaldsmenn" um sól-
skinið fyrir austan, og verkalýður-
inn dáði þessar stjórnir svo að hann
lét þær oftast fá 99,9% atkvæða í
kosningum, sem sagt heimsmet.
Ég man félaga Stalín, þennan góð-
vin mannsins, sem brosti framan í
fólkið til að votta því þakklæti fyr-
Víkverji
Nýlega hlýddi Víkveiji á viðtal
í einhverri útvarpsstöðvanna,
þar sem rætt var við hótelstýru
utan Reykjavíkur. Minnisstætt úr
þessu viðtali er spurning útvarps-
mannsins, en hún var þannig: Hvað
inniheldur hótelið morg herbergi?
Þegar spurt er á þennan veg á
opinni útvarpsrás fyrir framan tugi
þúsunda áheyrenda, hljóta fleiri en
Víkveiji að velta því fyrir sér, hvort
jafn mikill ambögusmiður eigi að
veija kröftum sínum til þess að
tala óundirbúið í útvarp.
Hinn mikli áhugamaður um
■'slenskt mál og verndun tungunnar
Helgi Hálfdanarson ritaði grein hér
í blaðið á föstudag, sem lýkur á
þessum orðum: „Hér er einungis
minnzt á örfá málfarsatriði sem
farið hafa úr lagi í útvarpi og blöð-
um. Þar er því miður af of miklu
að taka. En flest er samt af því
tagi að mjög auðvelt væri að kippa
í liðinn, ef vilji væri til.“
Af því dæmi sem Víkverji tók í
upphafi sést, að æfing og vilji til
að tala vandað mál hefði átt að
leiða til þessarar spurningar: Hvað
eru mörg gistiherbergi í hótelinu?
XXX
*
Islensk málnefnd efndi í kosninga-
vikunni til námskeiðs í íslensku
ir góða meðferð. Og hversu margir
hér á landi voru þeir sem hrifust
og tóku þessa fyrirliða í dýrlinga-
tölu. Hvernig víkur þessu við? Er
þetta ekki áttavitinn sem átti að
leiða velmegunina til allra íbúa jarð-
arinnar, Internationalinn mun
tengja strönd við strönd, sungu
þeir í kröfugöngu með hamar og
sigð í broddi fylkingar. Já, saklaus-
ir einstaklingar lofuðu „guð“ sinn
Stalín og sungu fullum hálsi: Sjá
roðann í austri. Ég man nú allar
skrúðgöngurnar og sönginn þar
sem íhaldinu var aldeilis sagt til
syndanna. Hvað er þetta eiginlega?
Nú er söngurinn hljóður og horfinn,
aðeins hljómur frá bjöllunnar klið.
Og þegar tjaldið opnast þá blasa
rústirnar við, meira að segja hafa
valdhafarnir þar séð fyrir því að
peningarnir sem áttu að fara fyrir
skrífar
fyrir norrænt málræktarfólk. Var
þetta þarft framtak og ætti að auka
veg íslenskunnar á norrænum vett-
vangi. Er ekki vanþörf á því.
Þegar blaðamaður Morgunblaðs-
ins ræddi við Danann Allan Kark-
er, stjórnarformann Norrænnar
málstöðvar og lektor við Árósarhá-
skóla, og Norðmanninn Stále Lo-
land, forstöðumann Norrænnar
málstöðvar í Ósló, komu fram við-
horf, sem stangast að mati Víkveija
á við hugmyndir margra um þróun
tungunnar í evrópsku samstarfi.
Allan Karker sagði meðal ann-
ars: „Sameiningarþróunin í Evrópu
mun ekki hafa í för með sér sigur
einnar þjóðtungu; það er eins líklegt
að smáþjóðir og þjóðabrot færist
fremur í aukana við að verja menn-
ingarlegt sjálfstæði sitt um leið og
því er fórnað á öðrum sviðum til
að tryggja friðinn.“ Stále Loland
komst þannig að orði: „Þetta verður
ekki [í Evrópu] eins og í Banda-
ríkjunum, engin ein tunga mun ná
yfirhöndinni. Reynum að ímynda
okkur hvort t.d. Frakkar myndu
nokkurn tíma sætta sig við að enska
eða þýska yrðu „Evrópumálið.““
Benti Loland á, að Norðurlandaráð
reyndi stöðugt að bæta hlut Sama,
Grænlendinga og annarra þjóðar-
brota í samstarfinu. Þetta væri
dæmigerð þróun í alþjóðasamskipt-
föt og fæði fóru í herdeildir og
morðvopn. Og svo segja kommarnir
hér: Þetta vissum við og vorum
ósammála (en héldu bara blekking-
unum áfram). Og nú kemur skýr-
ingin á þvi hversu oft hefir þurft
að skipta um nafn og meira að segja
dugir alþýðubandalagsnafnið
ábyggilega ekki lengur. Og nú
gengur það svo langt að allt er í
sjálfsvígum. Ekki efnilegt. Þeir
hæða vorn rétt til að rísa frá þraut
og rétt til að lifa eins og menn.
En hvað það stemmir við austan-
tjaldslöndin þegar þau voru upp á
sitt besta og gátu jafnvel fengið
skáld og heimspekinga hér uppi á
íslandi til að útbreiða og dásama
þessi sæluríki. Æ, það er stundum
ónotalegt að vakna upp við blákald-
an sannleikann.
Árni Helgason
um og sama yrði uppi á teningnum
í Evrópubandalaginu.
xxx
etta mat málræktarmannanna
er íhugunarvert og víst er að
sá áhugi sem þeir sýndu með því
að koma hingað til að læra íslensku
staðfestir vilja til að bæta hlut
smáþjóða. Vegna viðræðna
íslenskra stjórnvalda við forráða-
menn Evrópubandalagsins um evr-
ópskt efnahagssvæði hefur nú verið
ráðist í mesta opinbera þýðingar-
starf í sögu landsins.
Á vegum Orðabókar háskólans
munu tugir manna vinna að því
næstu misseri að snúa á íslensku
tugum þúsunda blaðsíðna er geyma
lagabálk Evrópubandalagsins. Á
sínum tíma varð þýðing einnar bók-
ar, Biblíunnar, til þess að styrkja
íslenskuna í sessi og tryggja framtíð
hennar. Þar var um stórvirki eins
manns að ræða. Hinn mikli evr-
ópski bálkur sem nú er í þýðingu
spannar mörg svið og er ekki að
efa að íslensk tunga á eftir að auðg-
ast vegna hans, þótt því skuli ekki
spáð hér að áhrifin verði jafn mikil
og þegar Biblían var þýdd á sínum
tíma.