Morgunblaðið - 13.06.1990, Síða 49

Morgunblaðið - 13.06.1990, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 13. JUNI 1990 49 KNATTSPYRNA / HM A ITALIU Reuter ■ ÞJÓÐVERJAR og fleiri deila um hver gerði fjórða markið gegn Júgóslövum. Völler segist hafa ýtt boltanum yfir línuna og FIFA er á sama máli, en Brehme er harður á því að hann hafi skorað og yfirmenn HM á Ítalíu taka í FráJóni Halldóri Garöarssyni ÍV-Þýskalandi sama streng. ' ■ MARADONA hefur allt á horn- um sér eftir tap Argentínu gegn Kamerún. Hann kennir ungu leik- mönnunum fyrst og fremst um tap- ið, en er ekki síður argur vegna þess að í leiknum týndi hann eyrna- lokk, sem eiginkonan gaf honum eftir HM 1986. ■ ÞJÓÐVERJAR eru af mörgum taldir sigurstranglegastir í keppn- inni eftir frábæran fyrsta leik. Hjá Intertops veðmöngurunum í Lon- don eru möguleikar Þjóðveija sagðir vera 35:10, ítalir eru næstir (40:10) og síðan Brasilíumenn (50:10). ■ ÞJÓÐVERJUM var hælt á hvert reipi eftir leikinn. Daily Te- legraph sagði að þeir væru ekki þekktir fyrir að byija svona vel og væru sigurstranglegastir ásamt ítölum. Times var sammála og Gazelta dello Sport líkti Matthfius við Beethoven. toúm FOLX ■ ENSKJ spjótkastarinn Steven Backley náði um síðustu helgi öðni lengsta kasti sögunnar með núgild- andi spjótum. I keppni á enska meistaramótinu í fijálsum íþróttum kastaði Backley 88,46 metra. Það er 64 sentimetrum styttra en Svíinn Patrik Boden náði í heimsmetsk- asti sínu í mars síðastliðnum. „Ég vissi að kastið var langt, en ég var alls ekki með heimsmetið í huga,“ sagði Backlay eftir mótið. ■ ÞAÐ voru fleiri fijálsíþrótta- menn sem náðu góðum árangri á enska meistaramótinu. Colin Jack- son fékk bestan tíma í 110 metra grindahlaupi sem náðst hefur á enskri grund. Hann hijóp á 13,10 sekúndum. „Heimsmet Rogers Kongdoms sem er 12,92 sekúndur er í hættu,“ sagði Jacksen. Vestur-Þjóöverjarnir Rudi Völler og Andreas Brehme deila nú um það hvor þeirra hafi skorað fjórða markið gegn Júgóslövum. Hér að ofan er mynd af hinu umdeilda marki. Metsalaen fáir áhorfendur 45 amkvæmt upplýsingum frá mótshöldurum HM áítaliu er búið að selja 92% aðgöngumiða á leiki keppninnar. Engu að siður hefur verið tómlegt um að litast á áhorfendabekkjum nokkurra ieikja eins og á viðureign Kól- umbíu og Sameinuðu ai'abísku furstadæmanna, á leik Banda- ríkjanna og Júgóslavíu og leik Suður-Kóreu og Belgíu. Skipuleggjendur segja að 10 styrktaraðiiar keppninnar hafi keypt marga miða, sem hafi ekki skiiað sér. Eins hafi mörg ítölsk fyrirtæki keypt miða til að gefa viðskiptamönnum sínum og þeir liafi heldur ekki látið sjá sig. í þriðja lagi benda þeir á að miðar hafi verið seldir saman á aila leiki í sömu borg og fólk hafi ekki endilega áhuga á að sjá fyrstu leikina, þó það hafi keypt miða á þá. Fastir leikdagar skipta miklu - segir Franz Beckenbauer og hrósar ítölsku deildarkeppninni FRANZ Beckenbauer, lands- liðsþjálfari Vestur-Þýskalands, hrósaði í gær fyrirkomulaginu á ítölsku deildakeppninni og sagði það allt annað og betra en menn eigaað venjast í Þýskalandi. „ítalir eru okkur fremri á öllum sviðum. Upp- byggingin er betur skipuiögð, vellirnir eru betri og leikirnir fara allir fram á sunnudögum en dreifast ekki á marga daga eins og hjá okkur.“ Þjálfarinn sagði að þýska lands- liðið nyti góðs af þessu kerfi vegna þess að þýskir landsliðsmenn léku með ítölskum liðum og tækju þar framförum. „Pað er kostur, sem bitnar á þýsku deildinni, því bestu mennirnir vilja leika á Ítalíu. Þýsku liðin hafa ekki eins mikla peninga og ítölsku félögin." Beckenbauer gaf leikmönnum sínum frí til að vera með sínum nánustu frá mánudagskvöldi til hádegis í gær. Hann sagði að kæm- ist liðið í 8 liða úrslit kæmi vel til greina að leikmenn fengju að fara heim í tvo daga áður en baráttan hæfist á ný. Ef Vestur-Þjóðveijar sigra í D-riðli, leika þeir 24. júní í 16 liða úrslitum. Fari þeir þá með SLEGGJUKAST Guðmundur bætti íslandsmetið Guðmundur Karlsson, FH, bætti íslandsmet sitt í sleggjukasti um tæpan meter á kastmóti FH í Hafnarfirði á föstudagskvöld. Guðmund- ur kastaði 62,58 metra, en eldra metið sem hann átti sjálfur var 61,74 metrar og sett í Dublin í fyrra. Eggert Bogason náði besta árangri íslendings í ár er hann kastaði kringlu 61,64 metra á sama móti. ÍPRÓm FOLK ■ ÞORFINNUR Hjaltason, sem var í marki KR-inga í 1. deild í fyrra, hefur gengið til liðs við Víði úr Garði sem leikur 2. deild. Gísli Heiðarsson, markvörður Víðis, gengst undir undir uppskurð vegna bijóskloss í baki og leikur þvi ekki meira með Víði á þessu keppn- istímabili. ■ BERGUR Ágústsson, leikmað- ur ÍBV, þurfti að skreppa til Nor- egs, þar sem hann stundaði nám í vetur, og er ekki væntanlegur heima aftur fyrr en um næstu helgi. Hann missir því af leiknum við Val annað kvöld. Olafur Arnason, sem meiddist í leiknum gegn KR, er enn meiddur og verður því heldur ekki með ÍBV . ■ HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í víðavangshlaupi 1992 fer fram í Boston í Bandaríkjunum sam- kvæmt ákvörðun alþjóða fijálsí- þróttasambandins. Heimsmeistara- mót unglinga, sem haldið er sama ár, verður hins vegar í Seoul. ■ MATEJA Svet, júgóslavneska skíðastjarnan sem er núverandi heimsmeistari kvenna í svigi, hefur ákveðið að hætta allri skíðaiðkun. Svet, sem verður 22 ára í ágúst, er orðin leið á skíðaíþróttinni og segist ætla að einbeita sér að því að ná frama í viðskiptum hér eftir. Framkvæmdastjóri jugóslavneska skíðasambandsins, Tone Vogr- inec, sagði að ákvörðun Svet væri mikið áfall, en ekki virtist ganga að fá hana ofan af þessari ákvörðun sinni. ■ HOSSAM Hassan,knatt- spyrnumaður frá Egyptalandi hef- ur skrifað undir samning við gríska fyrstu deildar liðið Paok. Hassan skoraði mark Eygpta í 1:0 sigri á Algeríu á síðasta ári, en sá sigur tryggði Egyptum þátttökurétt á HM á Ítalíu og er það í fyrsta skipti í 56 ár sem Egyptar komast í úrslitakeppnina. Hassan verður þar með fjórði Egyptinn til þess að leika knattspyrnu í með evr- ópsku félagsliði. FLORIDANA HVAn9 Mateja Svet. ■ ALÞJÓÐA fijálsíþróttasam- bandið hefur ákveðið að næsta heimsmeistarakeppni í fijálsum íþróttum sem fram fer 1993 verð haldin á Havana, en Kúbverjai verða einnig gestgjafar á Ameríku- leikunum 1991. Aþena, Singap- ore og Birmingham sóttu líka uir að fá að halda heimsmeistaramótið. en Kúbverjar urðu hlutskarpastir. FELAGSLIF Knattspyrnu- deild ÍR 20 ára Idag, miðvikudag, er knatt spyrnudeild ÍR 20 ára og í tilefn dagsins býður knattspyrnudeildii öllum ÍR-ingum og velunnurum ti kaffisamsætis í félagsheimili ÍR Mjódd. Húsið opnar kl. 17.00. Fyrsti formaður knattspyrnu- deildar ÍR var Sveinn Scheving Fyrst í stað hafði knattspyrnudeild in aðstöðu í Bakkahverfi í Breið holti, en 31. maí 1983 vígði félagií eigin malarvöll á framtíðarsvæð sínu. Einng var tekið í notkun fé- lagsheimili á sama tíma. í ár, á 20 ára afmæli knatt pyrnudeildar ÍR, mun glæsileg grassvæði vera tekið í notkun Svæðið er 23 þúsund fermetrar o; er hægt að leika á þremur grasvöll um samtími. (Úr fréttatilkynningu frá lR) Franz Beckenbauer. sigur af hólmi spila þeir 1. júlí í 8-liða úrslitum. „Það er leiðinlegt að bíða svo lengi,“ sagði Becken- bauer. Aðeins 100% hreinan Floridana safa í (- umbúðum! Munið orðaleitina! ) HÓSHJÁLP DAHMÖRK Húshjálp óskast á heimili, staðsettu 10 km norður af Kaupmannahöfn við Bellevue ströndina. Viðkomandi þarf að sjá um þrif og matseld að einhverju leyti, vera 18 ára eða eldri og reykja ekki. Fjölskyldumeðlimir eru tveir. Við bjóðum fallega innréttaða stofu, svefnherbergi, sérbað- herbergi og sérinngang með litsjónvarpi. Góð laun í boði fyrir réttan starfskraft. Annie (hristensen, Kongehojen 3, DK-2930, Klampenborg Sími: 9045-3164 3366 eftirkl. 16.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.