Morgunblaðið - 13.06.1990, Síða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990
KNATTSPYRNA / 1. DEILD - HORPUDEILD
Langþráður sigur
meistaranna í KA
KA náði í þrjú langþráð stig í
gærkvöldi er liðið bar sigurorð
af Víkingum, 2:0, á Akureyri.
íslandsmeistararnir verðskuld-
uðu sigurinn þar sem þeir voru
mun skeinuhættari og ákveðn-
ari í sóknaraðgerðum sínum.
Ef ekki hefði verið fyrir stórleik
Baldvins Guðmundssonar í
Víkingsmarkinu hefði sigur KA
getað orðið mun stærri.
KA-Víkingur 2:0
Akureyrarvöllur, íslandsmótið í knatt-
spymu, 1. deild — Hörpudeild — þriðjudag-
inn 12. júní 1990.
Mörk KA: Þórður Guðjónsson (82.), Orm-
arr Örlygsson (vsp. 86.)
Gult spjald: Ormarr Örlygsson, KA. Trausti
Ómarsson og Einar Einarsson, Víkingi.
Dómari: Guðmundur Stefán Maríusson.
Áhorfendur: 895.
Lið KA: Haukur Bragason, Steingrímur
Birgisson, Halldór Halldórsson, Erlingur
Kristjánsson (Þorður Guðjónsson 18.), Gauti
Laxdal (Árni Hermannsson 87.), Bjarni
Jónsson, Heimir Guðjónsson, Ormarr Örl-
ygsson, Jón Grétar Jónsson, Hafsteinn Jak-
obsson, Kjartan Einarsson.
Lið Víkings: Baldvin Guðmundsson, Helgi
Björgvinsson, Helgi Bjarnason, Aðalsteinn
Aðalsteinsson, Janni Zilnik, Einar Einars-
son, Hörður Thódórsson, Trausti Ómarsson,
Atli Helgason, Atli Einarsson, Goran Micic.
FH-Þór 0:1
Kaplakrikavöllur, íslandsmótið í knatt-
spyrnu, 1. deild — Hörpudeild — þriðjudag-
ur 12. júní 1990.
Mark Þórs: Luka Kostic (vsp. 65.)
Gult spjald: Hlynur Birgisson, Siguróli
Kristjánsson og Júlíus Tryggvason, Þór.
Áhorfendur: Fáir, líklega ríflega 150.
Dómari: Ólafur Sveinsson, dæmdi ágæt-
lega.
Línuverðir: Þorvarður Bjömsson og Engil-
bert Runólfsson.
Lið FH: Þorsteinn Bjarnason, Birgir Skúla-
son, Andri Marteinsson, Pálmi Jónsson,
Björn Jónsson, Guðmundur Hilmarsson,
Guðmundur Valur Sigurðsson, Þórhallur
Víkingsson (Kristján Hilmarsson 80.),
Hörður Magnússon, Magnús Pálsson
(Kristján Gíslason 80.), Ólafur Kristjánsson."
Lið Þórs: Friðrik Friðriksson, Láms Orri
Sigurðsson, Siguróli Kristjánsson, Nói
Björnsson, Luka Kostic, Þorsteinn Jónsson,
Sigurður Lárasson, Júlíus Tryggvason,
Hlynur Birgisson, Sævar Árnason (Ólafur
Þorbergsson 75.), Árni Þór Árnason (Bjarni
Sveinbjömsson 85.).
Fyrri hálfleikurinn var daufur
og fátt um fína drætti. KA fékk
tvö umtalsverð tækifæri en Baldvin
varði vel skalla frá Kjartani Einars-
liBHH syni af markteig og
Reynir hann varði síðan enn
Eiríksson betur er Jón Grétar
skrífar Jónsson komst í gott
færi og þrumaði á
markið af stuttu færi. Eina umtals-
verða hættan sem Víkingar sköp-
uðu í fyrri hálfleik var er Trausti
Ómarsson átti gott skot af 25 metra
færi en rétt yfir mark KA.
Skipt um gír
í upphafi síðari hálfleiks héldu
liðin uppteknum hætti en þegar um
Guðjón Þórðarson þjálfari KA-
manna fagnaði loks sigri í deildinni.
fimmtán mín. lifðu af leiknum var
sem KA-menn skiptu upp um gír,
sóttu af miklum krafti og sköpuðu
sér góð færi. Á 72. mín. skaut Jón
Grétar yfir, Þórður Guðjónsson var
á ferðinni einni mín. síðar en Bald-
vin varði gott skot hans af stuttu
færi. Litlu síðar komst Þórður einn
í gegnum vörn Víkinga en skaut
yfir.
ísinn brotinn
Markið lá sem sagt í loftinu og
varð að veruleika átta mín. fyrir
leikslok. Dæmd var aukaspyma á
Víkinga rétt utan vítateigs, Órmarr
Örlygsson þrumaði á markið, Bald-
vin hélt ekki boltanum og Þórður
fylgdi vel á eftir og skoraði. Fjórum
mín. síðar var Heimi Guðjónssyni
brugðið innan vítateigs og Guð-
mundur Stefán Maríusson, góður
dómari leiksins, var ekki í vafa og
dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Ur
henni skoraði Ormarr og innsiglaði
góðan sigur.
Baldvin markvörður var besti
maður Víkinga en hjá KA má nefna
Ormarr, sem lék vel í fyrri hálfleik,
og kom við sögu í báðum mörkun-
um. þá var Bjarni Jónsson einnig
góður og Þórður skapaði mikinn
usla. Þess má geta að hann kom
inn á fyrir Erling Kristjánsson strax
á 18. mín. er gömul meiðsli fyrirlið-
ans tóku að hijá hann.
IMú bekki éci
mma m©nn
sagði Guðjón Þórðarson þjálfari KA glaður í bragði eftir
fyrsta sigur meistaranna á keppnistímabilinu
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Þórður Guðjónsson, sonur þjálf-
arans, skorar hér fyrra mark KA gegn
Víkingi í gærkvöldi og fagnar. Bald-
vin markvörður, sem liggur á vellinum,
varði þrumuskot en hélt ekki knettin-
um og Þórður fylgdi vel á eftir og
skoraði. Til vinstri er Víkingurinn
Janni Zilnik og til hægri Hafsteinn
Jakobsson, KA.
Baldvin Guðmundsson, Víkingi. Alexander
Högnason, ÍA. Sveinbjöm Hákonarson,
Stjörnunni.
Guðjón Þói'ðarson þjálfari KA
brosti breitt að leikslokum
enda ærin ástæða til; fyrstu stig
meistaranna í sumar komin í höfn.
„Við komum til þess að sigra.
Ekkert annað kom til greina og
það gekk upp. Það sýndi sig í
þessum leik að þolinmæðin er
dyggð því að mörk okkar komu
ekki fyrr en í lok leiksins. Með
sigrinum í dag sýndi liðið hvaða
„karakter" býr í þvf; nú þekki ég
mina menn.“
Guðjón sagðist ekki hafa verið
orðinn áhyggjufullur þrátt fyrir
slæmt gengi og neikvæðan al-
mannaróm. Hann sagði að græðg-
ina hefði vantað í sóknarleik liðs-
ins; „að einhver hafi tekið af skar-
ið þegar ekkert gengur, en það
kom í dag og þetta gefur mönnum
byr undir báða vængi. Það er
langt til loka mótsins og mikið
af stigum í pottinum ennþá. Við
eigum framundan einn útileik og
svo sjö leiki hér á vellinum. Við
getum unnið hvar sem er en
heimavöllurinn er að sjálfsögðu
alltaf sterkastur og við bjóðum
mótheija okkar velkomna til
leiks,“ sagði Guðjón og hvarf í
herbúðir sínar þar sem gleðin var
við vöid.
Sanngjamt jafntefli
á Skipaskaga
ÍA - Stjarnan 0:0
Akranessvöllur, íslandsmótið í knattspyrnu,
1. deild - Hörpudeild - þriðjudaginn 12.
júní 1990.
Gult spjald: Jóhannes Guðlaugsson, ÍA.
Sveinbjöm Hákonarson, Stjörnunni.
Rautt spjald: Ekki gefíð.
Dómari: Eyjólfur Ólafsson.
Línuverðir: Gísli Guðmundsson og Kristján
Guðmundsson.
Áhorfendur: 530.
Lið ÍA Gísli Sigurðsson, Jóhannes Guð-
laugsson, Heimir Guðmundsson, Alexander
Högnason, Sigurður B. Jónsson, Bjarki
Pétursson, Brandur Siguijónsson, Sigur-
steinn Gíslason, Arnar Gunnlaugsson, Guð-
bjöm Tryggvason og Haraldur Ingólfsson.
Lið Stjörnunnar: Jón Otti Jónsson, Heimir
Erlingsson, Birgir Sigfússon, Bjami Bene-
diktsson, Sveinbjörn Hákonarson, Láras
Guðmundsson (Þór Ómar Jónsson 82.), Ing-
ólfur Ingólfsson, Árni Sveinsson (Valgeir
Baldursson 77.), RagnarGíslason, Valdimar
Kristófersson og Magnús Bergs.
KR-Fram 0:1
KR-völlur, Sslandsmótið í knattspyrnu, 1.
deild - Hörpudeild - þriðjudaginn 12. júní
1990.
Mark Fram: Guðmundur Steinsson (6.).
Gult spjald: Bjöm Rafnsson og Pétur Pét-
ursson, KR. Pétur Ormslev og Pétur Arn-
þórsson, Fram.
Rautt spjald: Ekki gefið.
Dómari: Bragi Bergmann.
Línuverðir: Ari Þórðarson og Sigurður
Friðjónsson.
Áhorfendur: 1.281.
Lið KR: Ólafur Gottskálksson, Sigurður
Björgvinsson, Jóhann Kristos Lapas, Þor-
móður Egiisson, Gunnar Skúlason, Ragnar
Margeirsson, Hilmar Bjömsson (Sigurður
Ómarsson 75.), Þorsteinn Halldórsson,
Bjöm Rafnsson, Amar Amarson, Pétur
Pétursson.
Lið Fram: Birkir-Kristinsson, Þorsteinn
Þorsteinsson, Kristján Jónsson, Pétur
Ormslev, Viðar Þorkelsson, Kristinn R.
Jónsson, Jón Sveinsson, Guðmundur Steins-
son, Amljótur DavSðsson (Pétur Amþórsson
70.), Ríkharður Daðason, Anton Bjöm
Markússon.
Nýliðar Stjörnunnar náðu í dýr-
mætt stig á Akranesi í gær-
kvöldi, stig, sem þeir áttu reyndar
fyllilega skilið, því þeir voru síst
lakari aðilinn i ann-
Sigþór ars slökum leik, sem
Eiríksson lauk 0:0.
sknfar Stjarnan byijaði
af krafti og á upp-
hafsmínútunum komst Valdimar
Kristófersson í gott færi, en skaut
framhjá. Skömmu síðar átti Svein-
björn Hákonarson þrumuskot í
þverslá Skagamarksins af um 20
metra færi. Eftir þessa líflegu byrj-
un nýliðanna komust heimamenn
heldur meira inn í leikinn og eftir
um hálftíma viðureign komst Arnar
Gunnlaugsson einn inn fyrir vörn
mótheijanna eftir slæm varnarmis-
tök, en hann skaut framhjá fjær-
stöng Stjörnumarksins úr algjöru
dauðafæri. Skömmu síðar gerðist
/ .svipað atvik hinumegin. Ingólfur
Ingólfsson komst í gegn eftir að
heimamenn höfðu misst af knettin-
um á hálu grasinu, en honum brást
bogalistin sem Arnari og skaut
framhjá.
Síðasta tækifæri hálfleiksins
fengu Skagamenn. Heimir Guð-
mundsson tók aukaspyrnu út við
hornfána vinstra megin, en Arnar
skallaði yfír af markteig úr upp-
lögðu færi.
Skagamenn hófu síðari hálfleik-
inn af krafti og fengu sitt besta
færi, er sjö mínútur voru liðnar af
hálfleiknum. Þá átti Alexander
Högnason þrumuskot frá vítapunkti
í þverslá eftir fyrirgjöf frá Haraldi
Ingólfssyni. Er hálftími var til leiks-
loka fékk Stjarnan gott færi. Lárus
Guðmundsson komst inn fyrir vörn
Skagamanna, en gott skot hans fór
framhjá fjærstöng.
Eftir þetta dofnaði mjög yfir
leiknum. Baráttan var mikil á miðj-
unni, en hvorugt liðið náði að skapa
sér almennileg marktækifæri. Þó
fengu heimamenn tvö þokkaleg
færi undir lokin. í fyrra skiptið
bjargaði Jón Otti Jónsson vel eftir
skalla frá Guðbirni og er tvær
mínútur lifðu af leiknum átti Heim-
ir þrumuskot í hliðarnetið eftir að
hafa brotist upp vinstri kantinn.
Sem fyrr sagði var leikurinn slak-
ur og áttu aðstæður sinn þátt í því
— rigning og rok gerðu það að
verkum að leikmenn áttu erfitt með
að hemja knöttinn. Úrslitin voru
sanngjörn og hvorugt liðið sýndi
burði til að blanda sér í toppbarátt-
una.
Bjarni Jónsson, Ormarr Örlygsson og Þórð-
ur Guðjónsson, KA. Heimir Guðmundsson
og Guðbjöm Tryggvason, ÍA. Ólafur Gott-
skálksson, Sigurður Björgvinsson, Hilmar
Björnsson og Þorsteinn Halldórsson, KR.
Birkir Kristinsson, Kristján Jónsson, Jón
Sveinsson og Anton Bjöm Markússon,
Fram. Luka Kostic, Sigurður Lárasson og
Friðrik Friðriksson, Þór. Björn Jónsson,
FH.
1.DEILD
Fj.leikja u j T Mörk Stig
FRAM 5 4 1 0 13: 0 13
KR 5 3 0 2 7: 5 9
ÍBV 4 3 0 1 5: 5 9
VALUR 4 2 1 1 5: 3 7
STJARNAN 5 2 1 2 6: 9 7
FH 5 2 0 3 7: 6 6
VÍKINGUR 5 1 2 2 6: 7 5
ÍA 5 1 2 2 4: 8 5
ÞÓR 5 1 1 3 2: 6 4
KA 5 1 0 4 3: 9 3
Ekki flogið
frá Eyjum
Leik Vals og ÍBV sem fram
átti að fara í gærkvöldi var
frestað þar sem ekki var flogið
frá Vestmannaeyjum vegna
þoku. Þess í stað fer leikurinn
fram á Valsvelli annað kvöld ki.
20.00 og lýkur þar með 5. um-
ferð fyrstu deildar.