Morgunblaðið - 13.06.1990, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990
51
KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD - HORPUDEILD
Framarar að stinga af
Komnir með fjögurra stiga for-
skot. Hafa 13 stig og markatala
þeirraer13:0!
FRAMARAR eru nú komnir
með fjögurra stiga forskot í 1.
deildinni íknattspyrnu eftir
aðeins fimm umferðir. ÍBV og
Vaiur eiga að vísu eftir að leika
og gæti forskot Fram minnkað
þegar þau eigast við. Fram
vann KR1:0 í gærkvöldi í mikl-
um baráttuleik.
Framarar fengu óskabyrjun í
gærkvöldi því leikurinn hafði
aðeins staðið í fímm mínútur þegar
Guðmundur Steinsson skoraði eina
mark leiksins. Pétur
SkúliUnnar Ormslev tók auka-
Sveinsson spyrnu á hægri
skrífar kantinum, gaf langa
sendingu yfir þvög-
una í vítateignum og við endalínu
náði Amljótur Davíðsson að renna
knettinum út á Guðmund Steinsson
sem afgreiddi hann með vinstra
fæti í þverslánna, niður á marklín-
una og þaðan í þaknetið. Glæsilegt
mark hjá honum.
Framarar vom mun ákveðnari
framan af leiknum og Ríkharður
Daðason komst í ákjósanlegt færi
á 23. mínútu en hitti knöttinn ekki.
Eftir þetta virtust KR-ingar ná
undirtökunum en þeim gekk mjög
erfiðlega að skapa sér einhver
marktækifæri. Ragnar Margeirsson
náði þó skoti skömmu fyrir leikhlé
en Birkir var öryggið uppmálað í
marki Fram eins og endranær.
Síðari hálfieikur einkenndist af
baráttu leikmanna um yfirráðin á
miðjunni. í þeirri baráttu höfðu
KR-ingar heldur betur en færin létu
standa á sér. Framarar fengu þau
færi sem sköpuðust en þeim tókst
þó ekki að nýta þau.
Hjá KR var Ólafur markvörður
traustur. Þorsteinn Halldórsson var
geysilega sterkur á miðjunni, Sig-
urður Björgvinsson barðist vel eins
og venjulega og Hilmar Björnsson
var mjög drífandi.
Hjá Fram var Birkir mjög örugg-
ur. Anton Björn Markússon var
sterkur og í vöminni voru Jón
Sveinsson og Kristján Jónsson
öflugir. Pétur Amþórsson kom inná
í síðari hálfleik og virðist hann vera
að ná sér eftir meiðsli sem hann
hlaut í fyrsta leik Fram í deildinni.
Sanngjamt
- sagði Pétur Ormsiev, fyrirliði Fram
MorgunblaöiS/RAX
Anton B. Markússon, Framari, í baráttu um knöttinn við Hilmar Bjömsson á KR-vellinum
í gær. A innfelldu myndinni er Birkir Kristinsson, en nú er liðin 541 mínúta síðan hann
hefur fengið á sig mark í 1. deildinni!
„ÉG er ekki mjög ánægður með
leikinn knattpyrnulega séð, en
úrslitin voru sanngjörn. Við
fengum óskabyrjun og einnig
nokkur mjög góð marktækifæri
sem ekki nýttust," sagði Pétur
Ormslev, fyrirliði Fram.
Pétur sagði að leikurinn hefði
verið erfiður þar sem völlurinn
var blautur og þungur. „Leikurinn
einkenndist af mikilli baráttu og
KR-ingar pressuðu stíft. Ungu
stákarnir í liðinu hafa staðið undir
þeim væntingum sem við þá hafa
verið bundnar. Ég held að við höfum
verið með okkar besta lið í þessum
leik.“
Um framhaldið sagði Pétur: „Við
reynum að sjálfsögðu að halda okk-
ar striki í næstu leikjum, en það
verður erfitt því hin liðin elta okkur
og leggja allt kapp á að vinna. Ég
er bjartsýnn, það þýðir ekkert ann-
að í þessari stöðu,“ sagði fyrirliðinn.
v
?rlæja gamli, ég kyssa þig!“
- sagði Luka Kostic þjálfari Þórs við Sigurð Lárusson eftir sigurinn á FH
„ÞAÐ hefur verið góður stígandi f þessu hjá okkur og áður en
þessi sigur kom hefðum við átt að vera búnir að vinna tvo síðustu
leiki,“ sagði Sigurður Lárusson, miðvörður Þórsara, eftir sigurinn
á FH (1:0) í gærkvöldi. Að þessum orðum sögðum kom Luka
Kostic aðvífandi og fagnaði sigrinum með orðum sem voru yfir-
skrift þessarar greinar. Þeir höfðu ástæðu til að gleðjast kapparn-
ir því stigin voru kærkomin þó ekki hefði knattsyrnan verið upp
á marka fiska í Firðinum og reyndar FH-ingar öllu sterkari aðilinn.
Istuttu máli voru það FH-ingar
sem voru aðgangsharðari í leikn-
um bæði í fyrri hálfleik og þeim
seinni. Þeir sýndu þó ekki burðuga
euuftiflffpmam knattspyrnu og eiga
Þórmundur nokkuð í land í að
Bergsson ná upp styrkleika
skrifar síðasta árs. Báðum
liðum var reyndar
vorkunn í Firðinum. Grenjandi rign-
úi gg. npkkjið. kvAsk-. Lítiðjvar um
marktækifæri og þau bestu féllu
Þórsurum í skaut. Markið að sjálf-
sögðu og skalli Kostic í seinni hluta
síðari hálfleiks sem Þorsteinn bjarg-
aði meistaralega. Færi FH-inga
voru meira hálf-færi. Hörður og
Pálmi áttu þokkaleg færi í upphafi
leiks og Björn Jónsson gerði vel
inni í vítateig á 35. mín. en Friðrik
varði skot hans meistaralega út við
stöng. Á fyrstu mín. síðari hálfl^ij^
komst Ólafur Kristjánsson í mjög
gott færi en í stað þess að skjóta
strax tók hann boltann á sig innan
vítapunkts og Þórsari kom fæti á
milli. Markið sem réði úrslitum kom
á 65. mín. Eftir nokkuð þunga sókn
heimamanna barst boltinn í öftustu '
varnarlínu FH. Guðmundur Hilm-
arsson missti af honum og Árni Þór
Árnason skaust í átt að markinu.
Þorsteinn kom út á móti, Árni
komst framhjá honum og Þorsteinn
felldi hann — víti. Luka var örygg-
ið uppmálað, sendi Þorstein í vit-
laust horn og renndi boltanum í
netið. 0:1 og þetta réði úrslitum.
Þórsliðið lék þennan leik af nokk-
urri skynsemi. Varðist vel undir
öruggri stjórn Sigurðar Lárussonar
9g fgqðrip?flrkY^slu[IJ þðriks, £ei$
síðan skyndisóknum sem byggðust
meira og minna á lipurð Luka og
hraða Arna Þórs. FH-ingar voru
eins og áður er sagt mun meira
með boltann. Þeim gekk hins vegar
illa að bijóta vörn Þórsara og áttu
í basli með að finna auðu svæðin á
vellinum. Fyrir bragðið varð leikur-
inn oftast þröngt miðjuþóf sem
auðvelt var að veijast. Vissulega
hefðu þeir átt skilið jafntefli eða
jafnvel sigur en svona er knatt-
spyrnan — þeir sem skora fleiri
mörk vinna! Luka og Sigurður voru
bestu menn Þórsara ásamt Friðrik
markverði sem var öryggið upp-
málað allan leikinn. Hjá FH spilaði
Björn Jónsson sinn vanalega leik
og stóð fyrir sínu og Ólafur Kristj-
i'fnijmöþg gnöla
Luka Kostic, Júgóslavinn sem þjálf- “
ar og leikur með Þór, var besti maður
vallarins i Hafnarfirði. ...... ...: