Morgunblaðið - 13.06.1990, Qupperneq 52
Kringlan 5
Sími
692500
SKM
LMENNAR
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Rafinagn fór
af vesturbæ
RAFMAGN fór af gamla vestur-
bænum í Reykjavík um klukkan
18.30 í gær. Orsök rafmagnsleys-
isins var bilun i spennistöð í Aðal-
stræti 6, þar sem Morgunblaðið
er til húsa. Vegna bilunarinnar
fór Morgunblaðið ekki í prentun
fyrr en snemma í morgun og
berst því seinna til margra les-
enda en vant er.
Starfsmenn Rafmagnsveitu
Reykjavíkur fundu bilunina á
níunda tímanum í gærkvöldi. Þá
höfðu fimm dreifistöðvar á mið-
bæjarsvæðinu, sem tengdar eru
spennistöðinni á Meistaravöllum,
verið rafmagnslausar í allt að tvær
klukkustundir. Hafist var handa við
að skipta um rafspenni í húsinu við
Aðalstræti og lauk viðgerð um
klukkan tvö í nótt.
Þungatak-
mörkun-
um aflétt
VEGAGERÐ ríkisins hefur af-
létt þungatakmörkunum á þjóð-
vegum landsins, með fáeinum
undantekningum. Vegir á há-
lendinu eru enn lokaðir, en
vegagerðarmenn búast við að
þeir verði færir um sama leyti
og í meðalári. Kjalvegur verður
opnaður í síðustu viku mánaðar-
ins, en vegurinn um Sprengi-
sand og Landmannalaugar um
mánaðamót júní og júlí.
Þeir þjóðvegir sem enn eru lok-
aðir eru Þorskafjarðarheiði, Trölla-
tunguheiði, vegurinn um Þverár-
fjall, Lágheiði, Axarfjarðarheiði og
Hellisheiði eystri. Þá er Steinadals-
heiði lokuð umferð. Gjábakkaveg-
ur, eða Lyngdalsheiði, hefur nú
vcrið opnaður. Þá var stefnt að
því að opna veginn inn í Drekagil
í dag.
Sumarkvöld við Jötunheimavík
Morgunblaðið/KGA
Kársnessprestakall:
Frímann kjör-
inn prestur
FRÍMANN Sigurgeirsson hlaut 9
atkvæði af 12 í kosningu til prests
í Kársnesprestakalli í gær.
Fimm prestar sóttust eftir kosn-
ingu, þeir Guðmundur Ragnarsson,
Gunnlaugur Kalmarsson, Ingólfur
Guðmundsson og Ólafur Jóhanns-
son, auk Frímanns.
Ríkisstjómin firestar launa-
hækkunum til háskólamanna
Brot á kjarasamningum, segir formaður BHMR
Ríkisstjórnin hefúr ákveðið að fresta framkvæmd nýs launakerfis
háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna sem átti að taka gildi 1. júli
næskomandi. Þessi ákvörðun er að sögn ríkisstjórnarinnar tekin á
grundvelli ákvæðis í samningum Bandalags háskólamenntaðra rikis-
starfsmanna [BHMR] þar sem segir að standa skuli að breytingum
á launakerfínu með þeim hætti að ekki valdi röskun á hinu almenna
launakerfi í landinu. Formaður BHMR segir að ríkisstjórnin sé með
þessu að bijóta ákvæði kjarasamninga og erfitt muni í framtíðinni
að gera samninga við ríkisvaldið verði þessari ákvörðun ekki breytt.
Samkvæmt samningi BHMR við
ríkið átti fyrsti áfangi launakerfis-
breytingar háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna að koma til fram-
kvæmda 1. júlí næstkomandi, en
hann hefði þýtt 3-9% launahækkun
til félagsmanna BHMR. Halldór
Ásgrímsson starfandi forsætisráð-
herra boðaði stjórn BHMR á fund
í gær og afhenti þar bréf frá ríkis-
stjórninni þar sem tilkynnt var að
þessu yrði frestað um óakveðinn
tíma. Á fundinum voru einnig full-
trúar ríkisstjórnarflokkanna og
samninganefndar ríkisins.
Halldór sagði eftir fundinn, að
það væri mat ríkisstjórnarinnar, að
ef þessar breytingar kæmu til fram-
kvæmda nú þegar, myndi það koma
í veg fyrir þann árangur sem nú
Rekstrarerfiðleikar Stakkholts hf.:
Hugmyndir um að Olafsvík-
urbær kaupi fyrirtækið
Á FUNDI bæjarstjórnar Ólafsvíkur í gær var lögð fram tillaga um
að bærinn kaupi fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækið Stakkholt, ef
enginni annar aðili í bænum gerir tilboð í það. Tillagan var ekki
afgreidd, en afstaða verður tekin til hennar að loknum viðræðum
við forsvarsmenn fyrirtækisins.
Stakkholt hf. hefur átt í rekstr-
arerfiðleikum að undanförnu og
nýlega var einn vertíðarbátur þess
af þremur seldur til Hornafjarðar.
Hinir tveir eru á söluskrá og segir
Hermann Hjartarson, forstjóri, að
tilboð séu komin í þá. Hermann
segir að erfiðleikar fyrirtækisins
stafí af því að skuldir þess séu
miklar, auk þess sem vertíðin í
vetur hafi verið léleg.
Að sögn Kristjáns Pálssonar,
bæjarstjóra, eru uppi hugmyndir
um að bærinn kaupi Stakkholt, ef
aðrir aðilar í bænum gera það
ekki, og breyti því í almennings-
hlutafélag. Tillaga þess efnis hafi
verið lögð fram á bæjarstjórnar-
fundi í gær en ekki verið rædd.
Afstaða verði þó tekin til hennar
fljótlega, þcgar rætt hafi verið við
forráðamenn fyrirtækisins.
sæist í efnahagslífinu. „Þess vegna
ber ríkisstjórninni að beita sér fyrir
því að þessu verði frestað um sinn,
en hún ætlar sér að standa við þenn-
an kjarasamning og Ijúka því verki
sem þar var samið um,“ sagði Hall-
dór.
Páll Halldórsson formaður
BHMR sagði að með þessari sam-
þykkt væri ríkisstjórnin einhliða að
breyta ákvæðum samningsins.
„Með þessu er verið að rýja þennan
mótaðila okkar öllu trausti sem
samningsaðila. Og þá er samnigs-
réttur okkar orðinn Iítils virði,“
sagði Páll.
Páll sagði að samninganefnd
BHMR kæmi saman innan skamms
og þá yrði tekin ákvörðun um til
hvaða aðgerða yrði gripið. Hann
sagði að í samningnum væri gert
ráð fyrir nefnd til að skera úr um
ágreiningsmál. Einnig væri hægt
að skjóta málum til dómsóia. Að-
spurður um hvort til greina kæmi
að boða verkfall, sagði Páll að það
yrði skoðað.
Halldór Ásgrímsson sagði að
frestun launahækkananna væri
ekki brot á samningunum, en
ágreiningur væri um þá túlkun
milli samningsaðila. Ólafur Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra tók í
sama streng og sagði þessa ákvörð-
un í fullu samræmi við ákvæði
samningsins. „Fyrsta grein samn-
ingsins er orðuð þannig að hún
skyldar ríkisstjórnina til að bregð-
ast við með þeim hætti að það valdi
ekki röskun á almennum vinnu-
markaði,“ sagði Ólafur.
Aðspurður hvort yfirleitt væri
hægt að framkvæma samninginn
án þess að það ylli röskun hjá öðrum
launþegum, sagði Ólafur að þær
kringumstæður gætu verið í landinu
þar sem slíkt myndi ekki valda rösk-
un. Svo væri hins vegar ekki nú.
Mazda óskar
viðræðna við
Ræsi hf.
JAPANSKI bíiaframleiðandinn
Mazda Motors hefúr ákveðið að
óska eftir viðræðum við Ræsi hf.
um að Ræsir taki við umboði og
þjónustu fyrir Mazda hér á landi,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins. Hjá Ræsi vörðust menn
allra frétta af málinu.
Samkvæmt heimildum blaðsins
hafa fulltrúar Mazda og íjármögn-
unarfyrirtækis þess í London,
C.Itoh, lokið athugunum sínum hér
á landi, sem beindust að því hvern-
ig hagsmunir Mazda og eigenda
Mazda bíla yrðu best tryggðir í
framtíðinni, eftir að rekstur Bíla-
borgar hf. stöðvaðist fyrr í vetur.
í framhaldi af þessum athugun-
um hefur verið ákveðið að óska
eftir því við Ræsi hf. að viðræður
hefjist um að Ræsir taki við um-
boði fyrir Mazda bíla ásamt vara-
hluta- og viðgerðarþjónustu. Búist
er við að samningaviðræður hefjist
í næsta mánuði, en jafnframt er
ekki búist við að strax verði ljóst
hvort samningar náist milli aðila,
þar sem um viðamikil viðskipti er
að ræða.