Alþýðublaðið - 09.01.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.01.1959, Blaðsíða 2
VEÐRIB: NA gola, bjartviðri. Frost 8—10 stig. •k SLYSAVARÐSTGí’A Reykja víkur í Slysavarðsíofunni er opin allan sólarhringinn. Læknavörður L.R. (flyrir vitjanir) er á sama staS frá kl. 8—18. Sími 1-50-30. tiYFJABÚÐIN Iðunn, Reykja víkur apótek. Laugavegs apótek og Ingólfs apótek fylgja lokunartíma sölu- búða. Garðs apótek, Holts apótek, Austurbæjar apó- tek og Vesturbæjar apótek eru opin til kl. 7 daglega, nema á laugardögum til kl. 4. Holts apótek og Garðs apótek eru opin á sunna- dögum milli kl. 1—4. e. h. BL4FNARFJARÐAR apótek er opið alla virka daga kl. 0—21. Laugardaga kl. 9— 16 og 19—21. Helgidaga kl. 13—16 og 19—21. SiÓPAVOGS apótek, Álfhóls- vegi 9, er opið daglega kl. B—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13— 16. Sími 23100. * DAGSKRÁ alþingis: Nd.: 1. Bann gegn botnvörpuveið- um, frv. 2. Atvinnuleysis- tryggingar, frv. ★ TJTVARPIÐ í dag: 18.30 Barnatími: Merkar uppfinn ingar. 18.55 Framburðar- fcennsia í spænskú. 19.05 Þingfréttir. 20.30 Daglegt mál. 20.35 Góðtemplararegl an á íslandi 75 ára: Sam- flelld dagskrá. 22.10 Upplest ur: „Hví.tt og svart:i, smá- saga eftir Rósberg G. Snæ- dal (höfundur les). 22.25 „Á léttum strengjum.“ k FHÁ GUÐSPEKIFÉLAGINU Stúkan Septíma heldur fund í kvold kl. 8.30. Séra Jakob Kristinsson flytur er indi: „Eftir andlátið“ (þýdd ur bókarkafli). Utanfélags- menn eru velkomnir. ★ Txúlofanir. Nýlega opinberuðu trúlof- un sína ungfrú Þórunn Björnsdóttir, Iiveragerði, og i irður Ö. Jóhannsson kenn- ari, Hveragerði. — Qpin- Jyerað hafa trúlofun sína ung tvú Valgerður Magnúsdóttir Verzlunarmær, Hveragerði, pg Guðmundur Jónsson húsa E ióur, Hveragerði. k ' FEEÐAiyiANNAGENGIÐ: 4 sterlingspunú .. kr. 9i,86 4 TJSA-dolIar . .. . - 32.80 1 Kanada-doIIar .. - 34.09 ÍðO danskar kr. .. - 474.96 100 norskar kr. .. - 459.29 10 0 sænsfcar kr. .. - 634.16 100 finnsk mörk . . - 10.25 1060 frans. frankar - 78.11 100 belg. frankar - 66.13 lð 0 svissn. frankar - 755.76 100 tékkn. kr - 455.61 ftöO V.-þýzk mörk 786.51 31000 lírur - 52.30 £00 gyllini - 866.51 Sölugengi 1 Serlingspund kr 45,70 1 Bandar.dollar 16,32 1 KanadadoIIar — 16,96 100 danskar kr. 236,30 3109 norskar kr. 228,50 100 sænskar kr. — 315,50 100 finnsk mörk 5Á0 11000 franslcir fr. 38,86 lOObelg. frankar 32,90 100 svissn. fr. _ 376,00 .100 tékkn. kr. 226,67 100 v-þýzk mörk — 391,30 ílðOO Lírur — 26,02 100 Gyllini 431.10 Áfengisneyzlan hefur stórminnk að á tímabilinuc IÁ MORGUN 9. janúar held- ur Góðtemplarareglan hér á landi liátíðlegt 75 ára afmæli sitt. í tilefni afmælisins verður gefið út rit á vegum reglunnar sem Indriði Indriðason hefur samið. í kvöld verður samfelld dagskrá í útvarpinu helguð reglunni og munu Gunnar Dal, Stefán Ágúst Kristjánsson og Einar Björnsson annast hana. Klukkan tvö á laugardag verð- Iur messa 1 Dómkirkjunni, sr. Björn Magnússon messar, en hann hefur tekið virkan þátt í starfi reglunnar, Um kvöldið verður svo hóf í Góðtemplara- húsinu. Þá verða greinar í öllum blöðum bæjarins á laugardag og sunnudag og fundur Stór- stúku íslands hefst á sunnu- I daginn. Nefnd sú, er sér um | hátíðahöldin, er skipuð þess- Ium mönnum: Gissur Pálsson, Indriði Indriðason, Björn Magn ússon, Benedikt Bjarklind. ISTOFNUN REGLUNNAR. Aðdragandi stofnunar regl- unnar hér á landi var þannig, að um 1880 settist norskur skó- smiður að á Akureyri. Hann hafði starfað í bindindishreyf- ingu í heimalandi sínu. Hann skrifaði grein um bindindismál í blað á Akureyri og stuttu síð- ar var Góðtemplarareglan stofnuð og voru meðlimir í fyrstu aðeins tólf, þar af þrír norskir. Þeir, sem mest héldu merki reglunnar uppi þar, voru: Friðbjörn Steínsson og Asgeir Sigurðsson, sem seinna varð aðalræðismaður Breta hér í Reykjavík. STARFSEMIN. Þegar fréttamenn voru í gær boðaðir til fundar af stjórnend- um reglunnar var þeim skýrt írá nokkrum afrekum regiunn- ar á þeim 75 árum, sem liðin eru frá stofnun hennar. 1) Góðtemplarareglan er fyrsti félagsskóli á íslandi. Ung mennafélög og jafnvél verka- lýðsfélög eru upphaflega víða stofnuð fyrir forgöngu manna úr reglunni. 2) Reglan byggði hús í tuga tali um landið bæði til sjávar og sveita. Þau hús voru um langt skeið einu fundarhús margra byggðarlaga. 3) Innan reglunnar hafa ver- ið stofnuð ýmis konar félög, svo sem söngfélög, leikfélög o. s. frv. Þar hefur verið leitazt við að vinna saman í bróðerni að framgangi málanna. Meðal þessara félaga má nefna: Leikfélag Reykjavíkur, stofnað 1897, Sjúkrasamlag Reykjavíkur, stofnað 1909 fyr- ir forgöngu manna í reglunni, Glímufélagið Ármann, runnið frá stúkunni Einingin, Hjálpar- félagið Samverjinn, til þess á Elhheimilið rót sína að rekja, Dýraverndunarfél. íslands og fleiri merk félög. Enn fremur fcisíur reglan beitt sér fyrir stofnun drykkjumannaheimila, barnaheimila, Sjómannaheim- ila, fangahjálpar, gefið út barnabækur og aðrar bækur og hóf að gefa út barnablaðið Æskuna fyrir 60 árum. Þessa er alls getið í afmælis- ritinu. Eftir 75 ára starf eru nú um 119 stúkur í landinu og drykkju skapur hefur að sögn forstöðu- manna reglunnar stórminnkað. Um 1884 var áfengisneyzlan hér reiknuð 6 lítrar á hvern einstakling árlega — nú 1,7 lítrar. Og íslendingar drekka nú minnst allr3 þjóða heims. Búa sig undir verfíð. Fregn til Alþýðublaðsins. SEYÐISFIRÐI í gær. HÉRÖMA gengur á með bylj- um og frost er talsvert. Snjór er ekki mjög mikill. I Bátarnir eru að búa sig út á 1 vertíðina fyrir sunnan. Verða | 3—4 bátar leigðir á vertíðina | syðra í vetur. G.B. Vesfmannaeyjar Framhald af 1. síðu. irritað var með fyrirvara 3. jan. sl. Undirskrift samninganefndar sjómanna var bundin því skil- yrði, áð ríkisstjórnin lýsti yfir að í fyrirbugaðri lagasetningu um efnahagsmálln muni bún leggja til að kjör sjóirtanna sam kvæmt samningi þessum skuli 9 ekki skert. | Þar sem ríkisstjórnin hefur, 1 eftir að henni tókst ekki að fá I orðalagsbretingu á yfirlýsing- I unni, samþykkt hana með þeim I skilningi að samkvæmt henni sé heimilt að skerða fiskverðið með niðurskurði á kaupgjalds- vísitölunni með löggjöf, en slík túlkun er gagnstæð því, sem sarofninganefnd sjómanna var að tryggja, en það var að vernda fiskverðið fyrir hvers ■ konar lagáskei’ðingiij þá sam- þykkir fundurinn að taka ekki afstöðu til samkomulags samn- inganefndar að svo stöddu og ekld fyj’r en hægt er að leggja fyrir félögin tillögu um fisk- verð, sem tryggt sé í sambandi við efnahagsráðstafanir þær, sem fyrirhugaðar eru. Þessi tillaga var samþykkt með 148 atkv. samhljóða. Framdí rifari Krúsf- jovs sjáifsmorð? BERLÍN, 8. jan. (REUTER). Síðdegisblaðið Nacht-Depesche í Vestur-Berlín skýrir frá því í dag samkvæmt frétt frá Moskva, að einkaritari Krú- stjovs, karlmaður að nafni Al- exander Vassievich, 39 ára gamall, hafi framið sjálfsmorð. í SKÝ'RSLUM frá hinum ýmsu löndum Evrópu 'hefur komið í ljós, að tiltölulega minnst er um dauðasiys í Sví- þjóð af völdum umferðar. Miðað við hver 10 000 öku- tæki er tala dauðaslysa í Sví- þjóð 7,9. Samsvarandi tala' í Englandi er 8,6, í Noregi 10,2, í Danmörku 12,7, í Vestur-Þýzka landi 25.1 og í Júgóslavíu 79,6. 9. janúar 1959 Alþýðuhlaðið ALÞÝÐUBLAÐIÐ___________________________________ Dtg-efandi: Alþýðuflokkurinn. RitstjÓrar: Gísli J Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmars- son. Fréttastjóri: Björgvin Guömundsson. Auglýsingastjóri • Pét- ur Pétursson. Ritstjórnarsírnar: 14901 og 14902 Auglýsingasími: 14906 Afgreiðslusími: 14900. AÖsetur: AlþýíSnhúsitJ Frentsmiðja AlþýSublatSsins Hverfisgötu «—10 Lágkúrulegar dylgjur ÆSKULÝÐSSÍÐA Þjóðviljans kemst svo að orði í gær, að minnihlutastjórn Alþýðuflokksins sé óhugnanlegt slys. Þá ályktun' mun eiga að skilja þannig, að stjórnarmyndun Alþýðuflokksins sé slys fyrir Alþýðubandalagið. Orðavalið er hins vegar ekki nógu nákvæmt. Þetta er sem sé sjálfskap- arvíti. Alþýðubandalagið getur sjálfu sér um kennt, að það hrcikklaSist úr fyrrverandi ríkisstjórn, en auðvitað hefur greinarhöfundurinn það =lys í huga. Alþýðuflokkurinn hafði enga forustu um, að sarnstarf fyrrvercjndi stjórnarflokka rofnaði. Hún var aftur á móti Alþýðuibandalagsins. Hins vegar tókst Alþýðufl. landsstjórnina á hendur, þegar aíðr- ar stjórnarmyndunartilraunir reyndust á'rangurslausar. Fýr- ir honurn vaikti það eitt að forða lándi og þjóð frá stjórn- leysi og bjarga því, sem bjargað verður. Aðrar æsingar nefndrar greinar eru naumact svaraverð- ar, en hins vega:r ástæða til að benda á hvernig æs'kulýSur kommúnista skrifar um landhelgismálið, sem enginn ágrein. ingur er um og þjóðarnaiuðsyn, að ekki verði flokkspóli- tískt þrætuepli. Núverandi ríkisstjórn er staðráðin í að fylgja stefnu fyrrverandi ríkisstjórnar í þessu máli. En æsku lýð'ssíða Þjóðviljans lætur sér sæma að vera með lágkúru- legar dylgjur í garð Alþýðuflokksins vegnai landhelgismáls- ins. Tilgangurinn er sá að reyna að telja ungum kommún- isíum trú um undirlíæ'gjuhátt Alþýðuflokksins við Breta. Og sönnunin á að vera sú, að Guðmundur í. Guðmundsson ut- anríkisráðherra hsifi endað „mótmælaorðsendingu, sem af- hent var brezka sendiherranum hér, með. því að grátbiðja sendiherrann að trúa því, að hann (G. í. G.) bæri virðingu íyrir honum“. Út af þessu er svo laigt í áróðurssikyni. Yita ekki ungj.r kommúnistar, að þessi háttur er við-. hafður um allan heim? SVona endar Krústjov bréf sín til Eisenhowers og. annarra foru'stumanna Yesturlanda. Er' það sönnun um undiiTægjuhátt? Nei, svona miálflutning tek- ur enginn skyni borinn maður alvarlega. En þetta finnst Þjóðviljanum sæma aið koma á framfæri við unga kommún- ista. Alþýðublaðinu finnst slíkt og þvílíkt sem þetta hæpin kurteisi við það unga fólk, sem hlut á að rr^á'li. Æskufólk- ið, sem fyl'gir Alþýðuhandala'ginu' að málum, e'r áreiðan- legai ekki svo illa að sér, að það láti blekkjast af svona lágkúrulegum áróðri. ÞJÓÐYILJINN gaf þá skýringu á kosningu Jóns Pálrna sonar sem forseta sam'einaðs þings á dögun.um, að Aliþýðu- I flokkurinn væri orðinn handbendi Sjálfstæðisflokksins. | Niú hafa þingmenn Alþýðuhandalagsins í efri deild kosið I Framsóknarmann fyrri varafoxseta dei!ldlarinnar í stað I Alþýðuflókksmanns, þó að Framsóknarflokkurinn ætti að- 1 aiforseta deildarinnar fyrir. Með leyfi að spyrja: Er þetta 1 sönnun þess, að Alþýðubaindalagið sé orðið handbendi Framsóknarflo'kksins og að Framsóknarfl'okkurinn hafi. íekið þeirri ssndingu opnum örmum? Samkvæmt fyrri skýringu Þjóðviljans virðist naumast áhorfsmál hvernig beri að skilja þettsi. Kannski á kosning fyrri varaforiseta efri deildar að vera sára'bætur Framsóknarflo'kksins vegna þess að Al- þýðubandalagið rauf samstarf fyrrverandi ríkisstjórnar? Sé svo, þá er Frsimsóknarflokkurinn ekki tilætlunarsamur iengur, en hins vegar er athyglisVert, að einmitt Alþýðu- bandalagið skuli geta gert honum til hæfis með öðru eins smáræði og þvi, sem fram fór í efri deild alþingis i gær. SigluíjarSartogarar veiða á heima- miðurn. Fregn íil Alþýðublaðsins, SIGLUFIRÐI í gær. HÉR er norganátt og hríð þsssa daigana. Togararnir eru báðir á veiðum á heimamiðum, en kvarta um leiðindaveður og lélegan afla. — Rólegt er hér í bænum um þessar mundir og lítil vinna í svipinn. S.S. UNGLINGAR brutust í fyrra kvöld inn í fiskfoúð að Víðimel 35. Var þar stoíið 60—70 krón- um í peningum'. í sama húsi er leðuriðja Sig-« urðar Jónssonar og var enn- fremur brotizt þar inn, en þjóf arnir gátu þar engu stolið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.