Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990 Bílar Ætlum að ræsa Mazda til leiks á ný — en fyrsta spölinn verður að fara varlega segir Hallgrímur Gunnarsson forstjóri Ræsis um uppbyggingu Mazda—umboðsins á íslandi eftir Gylfa Magnússon RÆSIR hf. telst vart í hópi þeirra fyrirtækja sem mest hefur gustað um síðustu árin. Starfsemi þessa rótgróna umboðs fyrir Mercedes— Benz á íslandi hefur tekið hægum breytingum undanfarin ár og áratugi en nú er útlit fyrir að umsvif þess aukist til muna. Forsvars- menn fyrirtækisins eiga í viðræðum við Mazda—bílaverksmiðjurnar í Japan um að verða umboðsmenn fyrir framleiðslu Japananna hér- lendis. Af samtali við Hallgrím Gunnarsson forstjóra Ræsis er þó að merkja að þeir Ræsismenn ætla ekki að flana að neinu eða reisa sér hurðarás um öxl. Það er ef til vill gott merki um styrka stöðu Ræsis að fulltrúar Mazda höfðu samband við fyrirtæk- ið að fyrra bragði í vor til að kanna áhuga manna þar á að gerast um- boðsmenn fyrir Mazda. Mazda átti einnig í viðræðum við aðra aðila á íslandi en fyrir skömmu þuðu Jap- anarnir Ræsi að gerast umboðs- maður sinn á íslandi að því til- skyldu að samningar næðust um það hvemig standa skyldi að rekstri umboðsins og samskiptum fyrir- tækjanna, meðal annars hvernig þjónustu við núverandi Mazda—eig- endur verði háttað. Þeir samningar standa nú yfir og er stefnt að því að ljúka þeim í næsta mánuði. Hallgrímur segir að fulltrúar jap- önsku verksmiðjanna séu afar ná- kvæmir í öllum samningum en því séu þeir hjá Ræsi vanir eftir sam- skiptin við Benz—verksmiðjurnar. Ef allt gengur upp geta íslenskir bíiakaupendur átt von á að þeim gefist á ný kostur á að kaupa nýja Mazda—bíla í kringum næstu ára- mót. Benz og Mazda eiga vel saman Hallgn'mur telur að fátt sé því til fyrirstöðu að umboð fyrir Merce- des—Benz og Mazda séu á einni hendi hérlendis og segir raunar að margt mæli með því. „Um leið og við sáum að þetta gæti verið raun- hæfur möguleiki þá létum við Benz—menn vita,“ segir Hallgrím- ur. Hann segir að þeir hafi verið jákvæðir þar sem grundvallar- afstaða Mercedes—Benz í svona til- vikum markist alltaf af því á hvern hátt Mercedes—Benz eigendum verði best þjónað. Þeir vildu frekar hafa traustan umboðsmann sem hefði góðar líkur á að lifa af sam- keppnina en umboðsaðila sem hefði eingöngu Mercedes—Benz en gæti ekki náð hámarks árangri í sölu og þjónustu. Hallgrímur bendir og á að í mörg- um nágrannalandanna eru fordæmi fyrir svipuðu __ samlífí nokkurra bíltegunda, á írlandi annast sami aðilinn sölu á Benz, Mazda og Volkswagen, í Svíþjóð Benz og Nissan, í Finnlandi Benz, BMW, Honda og Fiat. „Það eru því mörg fordæmi fyrir því að Benz sé með öðrum,“ segir Hallgrímur. „Auk þess má geta að hér á landi er al- gengt að sami aðili sé með fleiri en eitt umboð og það jafnvel fyrir bílategundir sem keppa að miklu leyti um sömu viðskiptavinina. Þetta er í sjálfu sér bara spurning um að velja hagkvæmt rekstrar- form.“ Benz gleymist ekki Hallgrímur segir að málum verði svo komið fyrir að eftir sameining- una veiti sérstök deild innan Ræsis eða ákveðnir starfsmenn Benz—eig- endum þjónustu og þess verði sér- staklega gætt að þeim þyki sinn hlutur ekki verri en áður. „Okkar fyrsta verk er að gera Benz—þjón- ustuna betri," segir Hallgrímur. „Benz gleymist ekki.“ Hann telur raunar að sambýlið geti komið Benz að verulegu leyti til göða því að þegar fleiri komi til að skoða bíla þá muni fólk sem ella hefði ekki einu sinni skoðað Benz vegna þess að það taldi þá of dýra ef til vill sjá að það eru betri kaup í bílum af þeirri tegund en það hélt að óat- huguðu máli. Hallgrímur telur að þessar tvær bílategundir keppi ekki nema að óverulegu leyti um hylli sömu við- skiptavinanna og það mæli með því að Ræsir taki að sér Mazda— umboðið. „Það er mjög lítil skörun á milli merkjanna," segir Hallgrím- ur, „hvorki í fólks— né sendibílum. Mazda—sendibílarnir eru fyrir neð- an Benz—bílana í stærð, burðargetu og verði. Við sjáum því fram á mjög fáa árekstra." Hallgrímur telur að það hafi ráð- ið talsverðu um að Mazda ákvað að ganga til samninga við Ræsi að allt að 80% umsvifa Ræsis eru vegna sölu á bílum til atvinnubíl- stjóra en Mazda selur aðallega fólksbíla til einkanota svo að minni hætta er á hagsmunaárekstrum vegna keppni um hylli viðskiptavina en væri hjá bílaumboði sem seldi fyrir mikið af fólksbílum. Hallgrím- ur segir að atvinnubílstjórar séu afar kröfuharðir kaupendur og því hafi Ræsir þurft að leggja mjög mikið upp úr þeim þætti starfsem- innar og til dæmis verið fyrstir til að taka í notkun réttingarbekk fyr- ir bíla sem lent hafa í árekstri og bremsuprófunartæki. „Við erum með vel búið verkstæði og góða menn og það kann að hafa haft sín áhrif,“ segir Hallgrímur. Áhætta fyrir Ræsi Hallgrímur segir að vissulega fylgi þessum auknu umsvifum nokkur áhætta fyrir Ræsi. „Öllu svona fylgir nokkur áhætta," segir Hallgrímur. „Það er auðvitað ætl- unin þegar lagt er upp að fara ekki of geyst, skuldsetja sig ekki um of þannig að það eru ekki uppi nein áform um byggingarævintýri eða neitt slíkt í tilefni þessa.“ Hallgrímur telur að þegar til lengri tíma er litið verði það tals- verður kostur fyrir Ræsi að selja bíla frá tveimur mismunandi gjald- eyrissvæðum því að sveiflur í gengi erlendra gjaldmiðla ráði miklu um samkeppnisstöðu innflutningsfyrir- tækja hérlendis. Þannig getur áhættan minnkað því að þegar gengi þýska marksins hækkar gengur sala á Benz treglega en batnar ef það lækkar í Verði. Með því að renna fleiri stoðum undir fyrirtækið á þennan hátt verður því um leið dregið úr sveiflum i tekjum þess að mati Hallgríms. Hallgrímur segir ljóst að húsnæði fyrirtækisins verði eitthvað að stækka frá því sem nú er til þess að hýsa alla starfsemina en segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvernig staðið skuli að því. Hann segir þó að hús Bílaborgar sem áður hafði Mazda—umboðið komi vart til greina. „Það yrði of stór biti að kyngja,“ segir Hallgrím- ur. Hann bætir því við að ekki verði farið út í að kaupa eða byggja hús- næði undir fyrirtækið á nýjum stað fyrr en næsta víst sé að núverandi húsnæði fyrirtækisins við Skúla- gctu seljist, frekar verði starfsemi þess höfð að hluta í bráðabirgða- húsnæði um tíma. „Þetta verður að falla saman,“ segir Hallgrímur. „Ég á ekki von á því að það gerist neitt næstu tvö til þrjú árin og því verðum við hér áfram.“ „Ég held að það taki tíma að koma þessu af stað,“ segir Hallg- rímur. Hann segir að það muni taka tíma að byggja upp þjónustu fyrir viðskiptavinina, kynnast markaðs- þörfinni — komast að því hvaða bílgerðir og hve mikið beri að panta. Síðara atriðið skiptir ekki minnstu máli í Ijósi þess að um hálft ár líður frá því að bílar eru pantaðir frá verksmiðjunum í Japan og þangað til þeir koma á markað hérlendis. Samkeppnisaðilarnir liggja heldur ekki á liði sínu og hafa til dæmis bæði Hekla, sem flytur inn Mitsub- ishi, og P. Samúelsson, sem flytur inn Toyota, varið miklu í auglýs- ingar undanfarin misseri. Það er ljóst af samtalinu við Hallgrím að hann sér fram á mikla vinnu fyrir sig og aðra starfsmenn Ræsis næstu misseri. Leikreglunum breytt í sífellu Það auðveldar Ræsis—mönnum ekki vinnuna að sveiflur í bílainn- flutningi hafa verið mjög miklar undanfarin ár. „Erlendis gapa menn af undrun þegar þeir heyra hvernig leikreglunum fyrir bílgreinina er í sífellu breytt hérlendis,“ segir Hallgrímur. „Þó að við förum ekki lengra en fjögur til fimm ár aftur í tímann þá er búið að breyta leik- reglunum margoft á þeim tíma. Fyrst voru tollar lækkaðir í stóru stökki, síðan voru þeir hækkaðir, að því er mig minnir í tvígang, þá var verð varahluta allsnarlega lækkað vegna tollabreytinga og um leið var öllu tollflokkunarkerfi breytt.“ Hallgrímur segir að síðast- nefnda breytingin hafi kostað bfla- umboð gífurlega vinnu enda hafi Ræsir til dæmis hátt í 20.000 mis- munandi varahluti á skrá. Við þessa upptalningu bætist svo upptaka staðgreiðslu skatta og virðisauka- skatts, aðrar breytingar á sköttum og ófáar gengisfellingar. „Maður er varla búinn að aðlaga sig að nýjum aðstæðum þegar næsta breyting kemur,“ segir Hallgrímur. Hallgrímur bendir einnig á að reglum um innflutning á notuðum bílum hafi verið breytt. Fyrst var það verð sem tollur var greiddur af miðað við það verð sem umboðs- menn bílanna fengu þá á frá verk- Kvöldverður í Grillinu er engum líkur. Nýr matseðill býður bæði nýja og hefðbundna rétti. Stórkostlegt útsýnið er enn á sínum stað ásamt þjónustu í sérflokki. KVÖLDVER Opið öll kvöld. Mímisbar í nýjum búningi er góð byrjun og endir á góðu kvöldi. Opinn fimmtud.-sunnud. frá kl. 19:00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.