Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 1
FYRIRTÆKI: Mazdaumboðið endurreist hjá Ræsi hf./6-7 FIÁRMÁL: Litið á fjármál fjölskyldunnar/8-9 11 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDA G UR 21. JÚNÍ 1990 BLAÐ XJ Verðbréfamarkaður Hlutafjárútboð Olís hf. að hefjast Olís verður fyrsta fyrirtækið til að sækja um skráningu hluta- bréfa sinna á Verðbréfaþingi íslands OLÍS hf. býður frá og með deginum í dag hlutabréf ti kaups með almennu hlutafjárútboði og verða gefin út hlutabréf fyrir 50 milljónir að naftivirði í fyrstu lotu. Þetta er 8,9% af hlutafé félagsins sem var 510,3 milijónir um síðustu áramót. Ákveðið hefur verið að auka hlutaf- éð í 670 milijónir króna eða um 159,7 milljónir og útgáfan í dag er fyrsta skrefið í þeirri aukningu. Sölugengi bréfanna verður 1,6 í upp- hafi sem er um 71% af innra virði þeirra. Til samanburðar má nefna að gengi hlutabréfa í Skeljungi er 77% af innra virði og í Olíufélaginu hf. 92%. Olís hf. hefúr sótt um skráningu hlutabréfa sinna á Verðbréfa- þingi íslands og er fyrsta fyrirtækið sem sendir inn umsókn en reglur þar að lútandi tóku gildi fyrir rúmum tveimur árum. „Við teljum að menn séu að gera ágæt kaup í þessum bréfum og von- um að markaðurinn sé sammála okkur í því,“ sagði Davíð Björnsson, forstöðumaður hjá Landsbréfum hf. sem annast hlutafjárútboðið fyrir Olís. „Hér er að koma útboð á mark- aðinn þar sem öllum almenningi verður gefinn kostur á að kaupa bréfin. Það hefur vantað bréf á markaðinn þannig að þetta bætir úr brýnni þörf þar.“ í hlutafjárútboði Olís hf. verður mest selt fyrir 3 milljónir í einu og segir Davíð að stefnt sé að því að hluthafar í fyrirtækinu verði 50 eða fleiri. Er það gert til að uppfylla reglur Verðbréfaþingsins um skrán- ingu hlutabréfa sem kveða á um það að fjöldi hluthafa skuli vera að lág- marki 50. Hluthafar í Olís eru nú 32 talsins. Vegna umsóknarinnar um skrán- ingu hlutabréfanna á Verðbréfa- þinginu hefur verið samin ítarleg útboðslýsing samkvæmt kröfum þingsins. Landsbréf verða viðskipta- vaki bréfanna og ef af skráningu verður á þinginu munu verða gerð tilboð í bréfin þar af hálfu Lands- bréfa. Útboðslýsingin stendur öllum kaupendum opin og segist Davíð vonast til þess að sem flestir kynni sér hana. „Þar er tíundað mjög ræki- lega hvað menn eru að kaupa. Síðan geta væntanlegir kaupendur kynnt sér rekstrar- og efnahagsreikninga undanfarin þrjú ár. Umsóknin gefur ekki til kynna að þetta útboð sem er að fara af stað núna verði selt í gegnum þingið. Þetta gefur hins vegar væntanlegum kaupendum ein- ungis vísbendingu um það að við höfum fullan hug á að skrá bréfin ef þingið er okkur sammála. Það veitir kaupendum aukið öryggi vegna þess að þá vita þeir af trygg- um endursölumarkaði." Stærstu hluthafar í Olís hf. eru Sund hf. ásamt Óla Kr. Sigurðssyni með 63,8% og Texaco með 30%. Óli hefur lýst því yfir að hann telji eðli- legt að eignaraðild Olís dreifist víðar en nú er. Óeðlilegt sé að einn maður hafi jafn afgerandi áhrif og hann í almenningshlutafélagi og því muni hann stefna að því að verða í minni- hluta í Olís. Um þessar mundir stendur yfir endurmat á stefnu fyrir- tækisins og stjórnskipulagi. Rekstur Olís hefur skilað hagnaði undanfarin 3 ár og nam hagnaðurinn 30,6 milljónum á síðasta ári. Eigið fé félagsins í árslok var 1.138,5 milljónir króna og jókst úr 807 millj- ónum frá árinu áður eða um 41%. Bíla- innflutningur 18.081 -18.000 15.000 ■ 14.000 Nýir fólksbílar 12.000 10.000 8.000 ---------------- 6.000 Jan.-mai '89 Jan.-maí '90 4.000. '82 '83 '84 '85 '86 '87 ‘88 2.437 11 §1 P japí ■ bila 2.000 Aörir nýlr bílar, sendibflar, vöru- og fólksflutnfngabílar Þaral 1.607 japansklr bflar, eða 65,9%. 2.000 □UUDOD □ □ □ □ ja 1980 '81 '82 '83 '84 '85 '86 '87 '88 '09 564 4.854 Notaðir bítar, allar gerðir □ □ □ □ dio □ ^ 215 4.000 2.000 ÞJÓNUSTA V I Ð FYRIRTÆKl OG STOFNANIR < 1/1 o cxö Hlutabréf i neðangreindum félögum eru keypt og seld gegn staðgreiðslu hjá Landsbréfum h.f. og umboðsmönnum Landsbréfa um allt land. * Sölugengi/ Félag Kaupgengi Sölugengi Innra viröi Eh». Alþýöubankans 1.15 1.20 95% Eimskipafólag islands 4.39 4.58 136% Flugleiðir 1.71 1.80 87% Grandi 1.57 1.66 120% Hampiöjan 1.53 1.61 101% Ehf. lönaöarbankans 1.54 1.60 89% Oliuverzlun islands 1.54 1.60 71% Oíiufélagiö 4.53 4.75 92% Sjóvá-Almennar 5.00 5.20 271% Skagstrendingur 3.56 3.75 70% Skeljungur 4.52 4.70 78% Tollvörugeymslan 0.95 1.00 87% Útgeröarfólag Akureyringa 1.54 1.62 69% Ehf. Verslunarbankans 1.26 1.31 93% * Áskilinn er réttur til aö takmarka þá upphæö, sem keypt er fyrir. Kaup- og sölugengi er sýnt miöaö viö nafnverö aö lokinni útgáfu jöfnunarhlutabrófa. Miöaö er viö innra viröi 31.12.1989. Rekstrarþjónusta Landsbréfa við fyrirtæki og stofnanir felur m.a. í sér: Útboð hlutabréfa Útboð skuldabréfa Mat á hlutabréfum Fjármögnu nar ráðg jöf Fjárfestingarráðgjöf Euro/Visa fjármögnun ít . LANDSBRÉF H F. Landsbankinn stendur meö okkur Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík, sími 91-606080 Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.