Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990 B 11 Bandaríkin Kóksvelgistá örlætinu COCA—Cola í Bandaríkjunum hefur nú horfið frá nýstárlegri söluherferð sem fyrirtækið hafði bundið talsverðar vonir við. Sölu- herferðin var í því fólgin að inn- anum dósir með kóki voru settar dósir með peningum í þannig að hver dós varð í raun happdrætti- smiði, annað hvort fengu kaup- endur kók eða peninga. Nokkrir vankantar reyndust á fram- kvæmd herferðarinnar sem urðu til þess að hætt var við hana ein- ungis þremur vikum eftir að hún hófst. Dósirnar með peningunum voru fylltar af vatni til þess að ekki væri hægt að þekkja þær frá venju- legum dósum án þess að opna þær. Til þess að kaupendur drykkju ekki vatnið í misgáningi var það haft í lokuðu hólfi en í nokkrum tilfellum hefur komið gat á hólfið og kaup- endum svelgst á fúlu en skaðlausu vatninu. Það þykir þeim Coca—Cola mönnum ekki nógu gott, einkum og sér í lagi í ljósi þess að mikið hefur verið gert úr þessum óvæntu vatnssopum þar vestra. Tii að mynda náði 11 ára drengur á Aust- urströnd Bandaríkjanna því að verða frægur um allt land fyrir að bergja fyrstur manna óviljandi á vatni úr kókdós. Ekki bætti úr skák þegar grun- semdir vöknuðu hjá flugfreyju nokkurri þegar hún opnaði kókdós í miðju flugi og það kom ekki dropi úr henni. Um leið og vélin var lent voru farþegarnir fluttir í burtu í skyndi og hópur sprengjusérfræð- inga kallaður á staðinn. í dósinni fannst þó engin sprengja, einungis vatn og tíu dollara seðill. Kók— menn voru ekki hrifnir af þeirri athygli sem þessi atburður beindi að söluherferð þeirra. Coca—Cola fyrirtækið er þó ekki alveg af baki dottið og sérfræðing- ar spá því að lagt verði aftur út í svipaða herferð að nokkrum mán- uðum liðnum þegar í ljós hefur komið hvað fór úrskeiðis. Sala á kóki jóks töluvert að sögn tals- manna fyrirtækisins þær þijár vik- ur sem herferðin stóð yfir. FRAKTBÓKUNARKERFIÐ • Fljótvirkara • Öruggara • Nákvæmara ÞÚ GETUR FENGIÐ UPPLÝSINGAR UM: ♦ Staðfestingu bókunar á ákveðið flug ♦ Fraktflug hvert/hvaðan sem er í veröldinni ♦ Hvar sendingin er stödd hverju sinni ^ Hverjir sjá um framhaldsflutninga ♦ Hver fljótasta og/eða ódýrasta leiðin er INNFLUTNINGUR ÚTFLUTNINGUR Sími: Simi: 690101 672824 Fax: Fax: 690464 672355 ÞÚ HEFUR HEIMINN í HENDIÞÉR MEÐ Fmt Nokkrar staðreyndir á 10 ára afmæli okkar: 1985 waco Fyrstir íslenskra fyrirtækja til að bjóða innflytjendum og útflytjendum alla flutningaþjónustu á landi og á sjó frá upp- hafsstað til endastöðvar („door to door“) með gifturíku samstarfi við FRANS MAAS Hollandi. ■ Flutningskostnaður til hafna hríðlækkar. ■ Þjónusta tekur stakkaskiptum.- Bjóðum sams konar þjónustu og föst verð frá AUSTURLÖNDUM FJÆR gegnum FRANS MAAS og ATLANTIC FORWARDING. Fyrstir til að tengjast alþjóðakerfi flutnings- miðlara í flugi, WACO, (World Air Cargo Organization). Sérfræðiþjónusta í tengslum við 400 flugvelli í 50 þjóðlöndum í 5 heimsálfum. „Door to door“ þjónusta í reglubundnu flugi og fraktflugi. Fyrstir til að bjóða FLUG og SKIP (SEA/AIR) frá AUSTURLÖNDUM FJÆR, þ.e. flutning að hluta í flugi og að hluta í skipi. 1989 Hafið samstarf við FEDERAL EXPRESS vegna hraðflutninga, stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum með um 1,5 milljón sendingar á dag. SAFN FLUTNINGAR IFLUGI! 1990 Fyrstir til að hefja reglubundnar SAFN- SENDINGAR í flugi eftirdrjúgan þátt í undir- búningi veana realugerðar þar um. LÆGRI VERÐ, GOÐ ÞJONUSTA. NÝJUNG! Fyrstir til að bjóða reglubundna þjónustu frá flestum löndum AUSTUR EVRÓPU til meginlandshafna og heim, vegna nýlegra samninga samstarfsaðila okkar á meginlandi Evrópu. MfSVBÍ FYRST OG FREMST Á FARMABRAUT... FUJTNINGSMIÐUJNIN »F • REYNSLA • ÞEKKING • ÞJÓNUSTA TRYGGVAGÖTU 26 - REYKJAVÍK - S: 29111 Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.