Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 12
■Hróöleikur og -L skemmtun fHututniBiiibíiti' V^terkur og k_/ hagkvæmur fyrirháa semlága! VIÐSKIFTIAIVINNULIF auglýsingamiðill! FIMMTUDAGUR 21. JUNI 1990 Fjármál Fjárfestingarfélagið gefur 1000 myndbönd FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ er um þessar mundir að dreifa mynd- bandi sem það hefur látið framleiða á um eitt þúsund heimili í landinu. Á þessu myndbandi eru kynntar helstu leiðir til sparnað- ar fyrir almenning og ávöxtun hinna ýmsu sparnaðarforma lýst á myndrænan hátt. Að sögn Gunnars Óskarssonar framkvæmda- stjóra verðbréfamarkaðar Fjárfestingarfélagsins er tilgangurinn með þessu tvíþættur, annars vegar að kynna eðli verðbréfa og markaðsins fyrir þau fyrir fólki sem hefur lítil kynni haft af hon- um og hins vegar að kynna starfsemi Fjárfestingarfélagsins. Meðal þess sem fjallað er um í myndbandinu er það hvernig hægt er að tryggja sér lífeyri með því að minnka við sig húsnæði og hveiju skiptir hversu fljótt það er gert, hvemig reglulegur spamaður skilar sér í framtíðinni og hvaða áhrif mismunandi vaxtakjör hafa. „Það eru líka á myndbandinu ýmis holl ráð í fjármálum al- mennt,“ segir Gunnar. Fjallað er um öryggi verðbréfasjóða og eftir- lit með þeim. „Um leið er mynd- bandið kynning á því sem Fjárfest- ingarfélagið hefur upp á að bjóða,“ segir Gunnar en bætir við að mest áhersla sé lögð á að kynna verð- bréfamarkaðinn almennt. Fyrstu myndböndin hafa farið til fólks sem er komið yfir 45 ára aldur og hefur ekki skipt við Fjár- festingarfélagið. Þá er ætlunin að hægt verði að fá myndbandið lán- að á myndbandaleigum. „Við erum auðvitað ekki í neinni góðgerðarstarfsemi,“ segir Gunn- ar, „við viljum stækka okkar við- skiptavinahóp." Hann segir enn fremur að Fjárfestingarfélagið hafi í gegnum tíðina gert talsvert til þess að kynna almenningi verð- bréfamarkaðinn. Gunnar segir að þessi aðferð við að ná til fólks hafi meðal ann- Atvinnurekendur uthugið! O' ’ veitir lán til raunhæfra framfaraverkefna f öllum atvinnugreinum Sjóðurinn veitir lán með góðum vaxtakjörum í gengis- tryggðum íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum. Lánin endurgreiðast í sama gjaldmiðli. Lánstími og afborganir miðast við þarfir og markaðs- gildi verkefna. Áhersla er lögð á að verkefnin nái að skila arði á lánstímanum. Umsækjendur þurfa að meta verkefnin fjárhagslega í samvinnu við starfsmenn sjóðsins. Trygging fyrir láni þarf að vera veð í góðri fasteign eða bankaábyrgð. Þegar lánsumsókn er fullunnin fær hún skjóta af- greiðslu stjórnar sjóðsins. Sjóðurinn, sem tók til starfa haustið 1987, er í eigu Norðurlandanna. Athafnasvæði hans er Færeyjar, Grænland og ísland - þ.e. þau lönd, sem í norrænni samvinnu eru kölluð Vestur-Norðurlönd. Samvinnuverk- efni milli landa eru æskileg en ekki skilyrði fyrir láni. Eff þú heldur að sjóðurinn eigi samleið með fyrir- tœkl þínu eða hugmyndum, œttlrðu ekki að hlka við að haffa samband við skrifstofuna og fð nánari upplýsingar. Lánasjóður Vestur-Nordurlanda hefur aðsetur á Rauðarárstíg 25, annari hæð. Pósthólf 5410,125 Reykjavík. Sími: (91) 25 1 33. Telefax: (91) 29 0 44 ars verið reynd í Bandaríkjunum og hafi þar þótt gefast vel. Gunn- ar segir að ljóst sé að dýrt sé að ná til hvers einstaklings með þess- um hætti en hefðbundnum aðferð- um. „En við reiknum líka með því að þessi aðferð sé mun árang- ursríkari, „segir Gunnar, „að öðr- um kosti hefðum við ekki farið út í þetta.“ mmju " GÆÐAATAK — Árangur gæðaátaks hjá Nóa-Síríusi hefur verið mikill ef marka má tölur um aukna framleiðni en að mati rekstr- arráðgjafa fyrirtækisins hefur framleiðni aukist um 10% á ári síðustu ár. Á myndinni eru Kristinn Bjömsson, forstjóri (t.v.) og Rúnar Ingi- bjartsson, matvælafræðingur og verkefnisstjóri gæðaverkefnisins. Iðnaður Nýtt sölumet hjá Nóa-Smusi eftir velheppnað gæðaátak Framleiðslan hefur þrefaldast í magni á átta árum og fram- leiðni aukist um 10% á ári síðustu ár NÝTT sölumet var slegið hjá Nóa-Síríusi á fyrstu flram mánuðum þessa árs. Þennan árangur má að verulegu leyti rekja til gæðaverkefn- is og vöruþróunar sem unnið hefiir verið markvisst að frá árinu 1986 samhliða endurbótum í sölu- og markaðsmálum. Á síðustu árum heftir framleiðni aukist um 10% á ári í fyrirtækinu og nýjar vörur hafa tryggt stöðu þess gegnum niðursveiflur í þjóðfélaginu. Framleiðslan hefur þannig þrefaldast í magni frá því innflutningshöft voru afnumin af sælgæti fyrir um átta árum. Markmið gæðaverkefhisins var að þróa kerfísbundna uppbyggingu gæðamála í fyrirtækinu og staðfesta hana með gerð gæðahandbókar. „Okkur hefur tekist á undanförnum árum að auka framleiðsluna á sama tíma og starfsfólki hefur fækkað. Við keppum að því að auka hagkvæmni hérna í verksmiðjunni, við- halda gæðunum og auka framleiðsluna," segir Kristinn Björnsson, forstjóri, Nóa-Síríusar. Gæðamál voru ofarlega í huga forráðamanna Nóa-Síríusar þegar gæðaverkefnið hófst árið 1986 enda hafði fyrirtækið þá þurft að glíma við stóraukna samkeppni vegna óhefts innflutnings um nokkurra ára skeið. „Við gerðum okkur tiltölulega fljótt grein fyrir því eftir að óheftur innflutningur sælgætis hófst árið 1982 að erfitt gæti reynst að mæta samkeppninni eingöngu í verði,“ segir Kristinn ennfremur. „Þá hefð- um við þurft að slaka mjög á þeim kröfum sem höfðu verið við lýði hér árum saman. Fyrir þann tíma var stefnt að því að framleiða vöru úr sem bestum hráefnum. Til þess að standast jafnfætis innflutningnum hefðum við þurft að slá af þeim kröf- um sem við þegar gerðum til okkar eigin framleiðslu. Þá var tekin ákvörðun um að reyna að halda uppi gæðunum og selja út á þau þó varan væri hugsanlega dýrari fyrir vikið. Síðan þróaðist þetta þannig að þegar við fórum út í aukna vöru- þróun þurftum við að breikka vöru- úrvalið. Þar þurftum við að fram- leiða vöru sem við gátum lofað fólki að væri verulega góð á bragðið." Verkeínislýsing Félags íslenskra iðnrekenda Aðdraganda gæðaverkefnisins hjá Nóa-Síríusi hf. má rekja til ársins 1986 þegar Félag íslenskra iðnrek- enda hvatti til þess að fyrirtæki hæfu uppbyggingu gæðastjórnunar. Nói-Síríus fór að ráðum félagsins og var undirbúningur að gæðaverk- efninu hafinn um haustið. Byggt var á stuttri verkefnislýsingu Félags íslenskra iðnrekenda og samið við Gunnar H. Guðmundsson, rekstrar- ráðgjafa um að taka að sér ráðgjöf við verkefnið. Kristinn Björnsson, forstjóri, hafði yfirumsjón með verk- inu af hálfu Nóa- Síríusar en vérk- efnisstjóri var Rúnar Ingibjartsson, matvælafræðingur. Auk þess var Kristrún Hrólfsdóttir, matvælafræð- ingur, ráðin til starfa um svipað leyti og gæðaverkefnið hófst í þeim til- gangi að auka getu fyrirtækisins til að takast á verkefnið. Sú gæðastýring sem komið hefur verið upp hjá Nóa-Síríusi nær frá móttöku hráefna til pökkunar og afhendingar á lager. Skipulagið ger- ir ráð fyrir stöðluðu eftirliti á fram- leiðsluferlinu. Mikil vinna hefur ver- ið lögð í gerð vinnuhandbókar til að nota við framleiðsluna enda er fjöl- breytni framleiðslu mjög mikil og margar framleiðslulínur. I framhaldi af sérstakri fræðslu í gæðastjómun innan fyrirtækisins árið 1987 hófst vinna við gerð gæðahandbókar ritun heildaryfirlits yfir gæðakerfið. Gerð gæðahandbókarinnar er lokið en stöðugt bætist við hana með tilkomu nýrra vara. Gæðakerfið er stórt skref í þá átt að koma á vottuðu gæðakerfi í samræmi við staðla Evrópubandalagsins sem gert verður að skilyrði, þegar og ef fyrirtækið hefur útflutning á sælgæti. Gæðaverkeftiið „gallalaust súkkulaði" „Það má segja að fyrri hluta árs 1987 byiji verkefnið af fullum krafti með myndun starfshóps sem vann að verkefninu „gallalaust súkku- laði“,“ segir Rúnar Ingibjartsson. „Starfshópurinn tók súkkulaðifram- leiðsluna fyrir, frá hráefnainnkaup- um að fullunninni vöru. Okkur fannst rétt að byija á einhveiju sem við töldum okkur þekkja vel og er í raun og veru gulleggið eða hjartað í fyrirtækinu. Við einblíndum þá á mjög á vissa ágalla í framleiðslunni. Meðal annars brann mjög á okkur blöndun á súkkulaði milli tegunda. Það tók langan tíma að hreinsa leiðslur á milli þess að verið var að steypa t.d. suðusúkkulaði og ljóst súkkulaði. Lagðar voru nýjar lagnir til að leysa þetta vandamál en verk- efninu lauk með algjörri sjálfvirkni- væðingu á súkkulaðiframleiðslunni. Á árunum 1987-1988 héldum við fundi með verkstjórum og stjórnend- um til að leggja áherslu á þau vinnu- brögð sem við töldum þurfa. Upp úr þvi voru unnar vinnulýsingar á öllum vörum en að því loknu tókum við okkur frest í verkefninu meðan unnið var að vöruþróunarmálum. í júní árið 1989 var farið af stað aft- ur og þá tekið mið af stöðtum sem gilda í Evrópubandalaginu. Við tók- um fyrir hluti eins og verkaskipt- ingu, skiptingu ábyrgðar, lýsingar fyrir innkaup og móttökueftirlit." Rúnar segir að allt frá upphafi hafi verið unnið að endurnýjun verk- smiðjunnar sjálfrar sem hafi leitt af sér mun markvissarri uppbyggingu átækjakosti fyrirtækisins. Ennfrem- ur hafi þjálfun, fræðsla og nám- skeiðahald verið aukin síðastliðin tvö ár. „Starfssvið eftirlits- og þróunar- deildar hefur breyst með þessu verk- efni því það má nú kalla okkur stoð- deild sem er til aðstoðar og ráðgjaf- ar á mörgtim sviðum. Það má segja að bein skipuleg þjálfun og fræðsla verði næsta verkefnið hjá okkur.“ „Ráðgjafinn skipulagði gæða- verkefnið, kynnti hugsunarhátt gæðastjórnunar og leiddi okkur að þessum stöðluðu vinnbrögðum sem voru ekki ljós í upphafi," segir Rúnar, þegar hann er spurður um hlutverk rekstrarráðgjafans. „Það er komin út gæðahandbók sem stenst að verulegu leyti það að kall- ast vottað gæðakerfi í Evrópubarida- laginu og byijað er að brydda upp á hér. Vinnubrögð af þessu tagi hafa fleytt okkur upp í það að vera kannski í flokki 10 fyrirtækja hér á landi sem hafa tekið þessi mál föst- um tökum,“ sagði Rúnar Ingibjarts- son. 'é

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.