Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 7
Iðnaður * Isaga tekurínotkun nýja súrefnisverksmiðju ÍSAGA hefur tekið í notkun súr- efhisverksmiðju sem vinnur hreint súrefhi úr andrúmslofti. Við framleiðsluna er notað and- rúmsloft, rafmagn og vinnuafl. Verksmiðjan er keypt notuð frá Noregi en tækjabúnaðurinn er þýskur. í ræðu Geirs Agnars Zoega framkvæmdastjóra ísaga við gang- setningu verksmiðjunnar kom fram að þessi nýi tækjabúnaður leysir af hólmi eldri tækjabúnað ísaga en fyrirtækið hefur unnið súrefni allt frá árinu 1926. Geir gat þess að það tók ár með þeim tækjum sem þá voru notuð að framleiða það magn af súrefni sem nýja verk- smiðjan getur framleitt á rúmri klukkustund. Framleiðslan er nú tölvustýrð. Verksmiðjan var áður í Björgvin í Noregi en var ekki í fullum rekstri þar. ísaga keypti verksmiðjuna og hefur verið unnið að uppsetningu hennar og niðurrifi fyrri verksmiðju Isaga síðan í apríl í fyrra. Á mynd- inni eru Pétur Pétursson, stjórnar- formaður ÍSAGA og Geir Agnar Zoéga, framkvæmdastjóri, í hinni nýju verksmiðju fyrirtækisins. Morgunblaðið/Sverrir MERCEDES BEIMZ —— í aldarfjórðung hefur Ræsir ein- beitt sér að sölu á hinum vestur-þýsku Mercedes—Benz bílum en nú bendir margt til þess að innan skamms bjóði fyrirtækið íslendingum einnig upp á japanska bíla, Mazda. Á myndinni sést Hallgrímur Gunn- arsson forstjóri Ræsis og tveir af þeim bflum sem fyrirtækið hefur flutt inn. MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 21. JÚNÚT990 hylli sömu kaupenda var ákveðið að Ræsir hætti með Chrysler— umboðið og einbeitti sér að Benz. Ræsir getur státað af því að meðal starfsaldur starfsmanna er um 18 ár og þar af eru 14 sem starfað hafa í yfir 30 ár hjá fyrir- tækinu. Þrír starfsmenn — enn í fullu starfi — hófu vinnu hjá Ræsi á fyrsta eiginlega starfsárinu 1943. Sama má segja um hluthafa, þeir eru að mestu hinir sömu frá upp- hafi eða erfingjar stofnenda. Hallg- rímur segir að ekki hafi verið rætt um að fá fleiri aðila inn í fyrirtæk- ið þótt til standi að færa út kvíarn- ar. „Fyrirtækið stendur vel fjár- hagslega með litlar sem engar skuldir,“ segir Hallgrímur. „Við gerum ráð fyrir að geta fjármagnað þetta að verulegu leyti með okkar eigin fé.“ Hann segir að fram* kvæmdahraðinn verði látinn ráðast af því hversu mikið fyrirtækið ræð- ur við á hveijum tíma. smiðjunum afskrifað eftir ákveðn- um reglum eftir aldri bílanna. Það kerfi hafði þann galla að mati Hallgríms að næði umboðsmaður fyrir harðfylgi og dugnað góðum samningi við bílaverksmiðju þá nutu innflytjendur notaðra bíla af sömu gerð þess einnig í lægri tollum og kepptu við umboðsmanninn. Horfið var frá þessu fyrir nokkrum árum og tollar miðaðir við það verð sem bflarnir voru keyptir á notaðir er- lendis. Hallgrímur segir að vart hafi orðið við misnotkun, þannig hafi menn séð sér leik á borði, keypt notaða bíla erlendis og fengið sölu- nótu fyrir lægri upphæð en kaup- innflutningi. Ræsir h/f var stofnað- ur árið 1942 af Hallgrími Bene- diktssyni, Siguijóni Péturssyni, sem var fyrsti forstjóri Ræsis, ásamt fleirum. Fyrstu árin flutti fyrirtæk- ið inn Chrysler—bíla frá Banda- ríkjunum en 1954 var ákveðið að flytja einnig inn Mercedes—Benz og það hefur Ræsir gert allar götur síðan. Hallgrímur segir að ákveðið hafi verið að flytja inn Benz vegna þess hve erfitt var að fá innflutn- ingsleyfi fyrir einkabíla á skömmt- unarárunum um og upp úr 1950. Hins vegar var þörf fyrir og mögu- legt að flytja inn vörubifreiðar með díselvélum og fólksbíla til atvinnu- rekstrar. Upp úr 1960 fór að draga úr sölu á bandarískum bílum sökum þess hve dýrir þeir voru. Þegar við bættist að erfitt var að þjónusta viðskiptavinina vegna þess hve ört bílarnir breyttust og það að Chi-ysl- er og Benz kepptu að nokkru um vera þær sömu og einnig þarf að gæta þess að samræmi sé í tollmeð- ferð.“ Mikið var flutt inn af notuðum Mercedes—Benz bílum fyrir nokkr- um árum og segir Hallgrímur að þjónusta við eigendur þeirra hafi verið vaxandi þáttur í starfsemi Ræsis en dregið hafi úr innflutn- ingnum undanfarið. Skriffinnska eykst Þá segir Hallgrímur að ýmislegt sé hægt að setja út á nýja reglu- gerð um gerð og búnað ökutækja sem gengur í gildi um næstu mán- aðamót. Hallgrímur segir að sér virðist að það muni þurfa að ráða einn starfsmann í fyrirtækið til þess eins að vinna úr þeirri skriffinnsku sem reglugerðin leggur bílaumboð- um á herðar og bendir á að slíkt hljóti að koma fram í hækkuðu vöruverði. „Allir vilja að bílarnir sem þeir aka séu öruggir, þeir mengi ekki andrúmsloftið og að eitthvert eftir- lit sé með þeim hlutum,“ segir Hallgrímur, „um það eru allir sam- mála. Það sem hið pólítíska vald virðist ekki hafa gert sér grein fyr- ir er að til að semja góðar og sann- gjarnar reglur þarf að leggja í veru- legan kostnað." Hallgrímur telur að ekki hafi verið vandað nægilega vel til samningu reglanna og ekki sé séð nógu vel fyrir því að þeim verði breytt í takt við tækniþróun í bílaiðnaði í framtíðinni. Ríkið ætli einum manni að mestu að semja reglurnar og það sé ekki nóg. „Þá snertir það réttlætiskennd mína,“ segir Hallgrímur, „þó að mig varði málið ekki beint að með reglunum eru amerískir bílar nánast útilokað- ir. Það er ekki réttlátt." Hallgrímur telur að sífelldar breytingar á starfsumhverfi fyrir- tækja auki mjög áhættu í rekstri þeirra. Hann segir að stjórnendur þurfi sífellt að velta því fyrir sér hvað ríkisstjórnin gerir næst. „Hentar það henni að breyta vöxt- um, gengi, leggja á nýja skatta, hækka tolla eða lækka þá ?“ spyr Hallgrímur og bætir við: „Maður veit aldrei hvað gerist næst. Það er eitt af því sem stendur íslenskum fyrirtækjum fyrir þrifum hve pólítíkusum er tamt að klúðra góð- um málum vegna óvandaðra vinnu- bragða og bráðlætis um fram- kvæmdina.“ Gróið fyrirtæki með sterkar rætur Ræsir hefur nú starfað í nær hálfa öld og starfsmenn fyrirtækis- ins því kynnst ólíkum tímum í bíla- verði og þannig komist hjá því að greiða fullan toll. Innflutningur á notuðum bílum stóijókst og því skiptu stjórnvöld aftur yfir í gamla fyrirkomulagið. Hallgrímur telur að réttlátast væri að miða tolla af bílum sem fluttir eru inn notaðir einfaldlega við útsöluverð þeirra hjá umboðunum hérlendis, afskrifað með tilliti til tollflokks og aldurs bflanna. „Mikilvægt er að samræm- is sé gætt í tolla— og skráningar- reglum,“ segir Hallgrímur, „þannig að ekki sé komið í veg fyrir frjáls viðskipti á milli landa hvort sem um er að ræða notaðar eða nýjar bifreiðar. Öryggiskröfur eiga að ! 3 i i \ I \ i I i ÐUR OFAR OÐRUM -nýir og glæsilegir réttir HÉR&NÚ AUGLÝSINGASTUFA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.