Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNIILÍF FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990 • • VEROLD hefur umboö fyrir eftirtaldar vörusýningar: KOLN SPOGA KOLN 2*4-4tfcS.pt«ak«rim Spoga 2.-4. sept. Alþjóðleg sportvörusýning Köln 1990 Photokina 3.-9. okt. Alþjóðleg tækja- og ljósmyndavörusýning ORGATEC Orgatec 25.-30. okt. Skrifstofa framtíðarinnar. Innréttingar, tölvur, hugbúnaður. Isp# 4.-7. sept. Sportvörur og tískufatnaður FRANKFURT ♦1 Messe Ffankfurt International Frankfurter messe 25.-29. ágúst Alþjóðleg gjafavörusýning ■I Messe ■B Frankfurt Automechanika 11.-16. sept. Ein stærsta bflasýning veraldar HB Messe Wm Frankfurt Book-Fair 3.-8. okt. Bókasýning, bókaútgáfa Ennþá er nokkrum herbergjum og aögangskort- um óráðstafað. Vinsamlegast gerið pöntun með góðum fyrirvara. Austurstræti 17, 101 Reykjovík sími: (91)622011 og 622200. EB-punktar Kristófer Már Kristinsson Hertar reglur um greiðslukort Kristófer Már Kristinsson KAREL VAN *MIERT, sem m.a. fer með neytendamál innan fram- kvæmdastjórnar Evrópubandalagsins (EB), hyggst leggja fram tillögu að tilskipun um skyldur greiðslukortafyrirtælý’a gagnvart viðskiptavin- um sínum. í nóvember 1988 setti framkvæmdastjórnin fram tilmæli til greiðslukortafyrirtækjanna sem þau hafa fram að þessu daufheyrst við. Van Miert hefiir því ákveðið að leggja fram tillögu fyrir ráðherra- fiind sem bindur hendur kortafyrirtækjanna verði hún samþykkt. Tillag- an gerir ráð fyrir að skilmálar fyrirtækjanna gagnvart korthöfúm séu settir fram á einföldu skiljanlegu máli. Lagt er til að sönnunarbyrðin verði á kortafyrirtækinu, ef upp kemur ágreiningur við korthafa. Öll mistök sem stadfa af tæknilegum bilunum verði á ábyrgð kortafyrirtækis- ins. Lagt er til að korthöfúm verði gert kleift að tilkynna tap á korti allan sólarhringinn og þess krafíst að kortavélar séu þannig útbúnar að hægt sé að leiðrétta mistök og afturkalla aðgerðir á einfaldan hátt. í tillögunni er gert ráð fyrir að ábyrgð korthafa, týni hann korti sínu, nái einungis til aðgerða sem fara fram áður en tap er tilkynnt en þó aldrei fyrir hærri upphæð en sem nemur ellefú þúsund íslenskum krón- um. Framkvæmdastjórn EB að- varar flugfélög í Evrópu Framkvæmdastjórn EB hefur séð ástæðu til að vara flugfélög í Evrópu við samruna og samstarfssamning- um sem stuðla að einokun á til- teknum flugleiðum. í aðvörun fram- kvæmdastjórnarinnar segir að að- gerðir innan EB til að stuðla að auk- inni samkeppni og frelsi í sam- göngum í lofti með minnkandi ríkis- afskiptum hafí ekki miðað að því að einkafyrirtæki kæmu sér í einokun- araðstöðu upp á eigin spýtur. Fram- kvæmdastjómin lýsir sig hins vegar reiðubúna til að leggja blessun sína yfir samstarfssamninga á milli flug- félaga sem stuðla að aukinni hag- kvæmni óg bættri þjónustu við far- þega. Lögð er áhersla á að í fram- tíðinni verði farið af meiri nákvæmni ofan í saumana á slíkum samningum til þess að koma í veg fyrir að flugfé- lög tryggi sér óbreytta markaðshlut- deild með þeim. Aðalframkvæmda- stjóri þýska flugfélagsins Lufthansa segir að framkvæmdastjóm EB hafi takmarkaða þekkingu á flugrekstri og taki ekki nægilegt tillit til rekstr- arvandræða sem stafa m.a. af frum- stæðri skipan flugumferðarstjórnar í Evrópu. Jafnframt skipti fram- kvæmdastjómin sér enn af þáttum í rekstri flugfélaga s.s. vinnutíma flugmanna. Flugfélög í Evrópu séu smá í samanburði við önnur fyrir- tæki. Samanlagt nái þau t.d. ekki 10% af veltu Shell-fyrirtækisins. Samningaviðræður EFTAvið EB Fyrirhugaðar samningaviðræður EFTA-ríkjanna við EB um hið svo- kallaða Evrópska efnahagssvæðið (EBS) hafa vakið talsverða athygli í Bmssel síðustu vikur. Þeir sem em í forystu fyrir EFTA hafa kvartað undan því að samningarnir hafi að ósekju orðið að bitbeini í valdabar- áttu á milli helstu stofnana Evrópu- bandalagsins og þá helst þingsins og framkvæmdastjómarinnar. Þeir hafa að sama skapi sakað stofnanir EB um að misskilja bæði eðli og inni- hald væntanlegra samninga. Þing- menn á Evrópuþinginu hafa verið sakaðir um þekkingarskort 'og lítt upplýstar umræður um samskipti EFTA við EB. Af hálfu EFTA-ríkj- anna hefur ítrekað undanfamar vik- ur verið bent á að EFTA-ríkin hafi ekki sett fram neina fyrirvara vegna fyrirhugaðra samninga. Innan EFTA hafi einungis verið undirstrikuð þau' viðræðuefni sem þyrftu nánari skoð- unar við. Það sé þess vegna misskiln- ingur, ekki einungis hjá embættis- mönnum og þingmönnum EB heldur og blaðamönnum, að EFTA-ríkin hafi sett fram einhvetja ófrávíkjan- .lega fyrirvara. Þrátt fyrir það hefur verið að velkjast innan höfuðstöðva EFTA í Genf sextíu blaðsíðna hefti, línubil ókunnugt, sem inniheldur fyrirvara sem lagðir voru fram af embættis- mönnum aðildarríkjanna í vinnuhóp- um sem störfuðu í vetur. Ef EFTA- ríkin telja sig órétti beitt, hvort held- ur er af embættismönnum EB eða blaðamönnum, verður ekki séð að þeir sem þar ráða geti öðrum um kennt en sjálfum sér. Nánast frá upphafi undirbúnings könnunarvið- ræðnanna í fyrravor hefur EFTA verið að birta blaðamönnum og þá almenningi sömu fréttatilkynning- una með mismunandi fyrirsögnum. Það er einkenni á stofnunum sem að mestu eru í höndum embættis- manna að þær verða leiðinlegar. EFTA er engin undantekning þar á. Einn stimpill slitnar meira en aðr- ir í þeirri stofnun, trúnaðarmál! Blaðamönnum og almenningi er ætlað að fylgjast með starfsemi sam- takanna án þess að nokkur aðili á vegum þeirra hafí umboð til að gefa upplýsingar um hana. Öll mál sem ijallað er um eru alltaf á viðkvæmu stigi, öll almenn umræða er að mati embættismannanna líkleg til að spilla árangri og valda alls kyns ómældum óþægindum. Auðvitað er það hlut- verk embættismanna að standa þannig að skyldum sínum að sem bestur árangur náist fyrir viðkom- andi stjórnvöld og þjóðríki en því er gleymt að það er út af fyrir sig alls ekki markmið opinna lýðræðisþjóðfé- laga að hámarks árangur náist í hveiju máli. Markmið þeirra er öllu heldur að þegnarnir geti tjáð sig um og fylgst með störfum embættis- manna og stjórnmálamanna til þess að veita þeim nauðsynlegt aðhald og upplýsa sjálfa sig og þá um að ákvarðanir séu í samræmi við þær skoðanir sem uppi eru. Samningavið- ræður EFTA við EB geta í þjóðfé- lagi sem vill kenna sig við lýðræði ekki verið einkamál fárra embættis- manna og að sama skapi hljóta stjórnmálamenn að gera betur en að kaffæra fjölmiðla og fólk í slagorða- flaumi þegar þessa samninga ber á góma. Það er t.d. undarlegt að lögfræð- ingum og viðskiptafræðingum úr fagráðuneytum á Islandi skuli ætlað að sitja í framtíðinni ianga samn- ingafundi um framtíðarhagsmuni íslenskra fyrirtækja innan Evrópu án þess að þeim sem eiga mestra hagsmuna að gæta sé gefínn kostur á að fylgjast með. Það er út í hött og stríðir gegn góðri lýðræðisvitund að aðrir séu að semja um hagsmuna- mál en þeir sem hagmunirnir varða • beint. Ekki verður séð að umboð skriffmna í utanríkisráðuneytinu vegi þyngra á vogarskálum lýðræðis- ins en framlag fulltrúa atvinnurek- enda eða launþega. Óhætt er að full- yrða að ef EFTA-ríkin breyta ekki afstöðu sinni til samninganna í heild og gefa fólki kost á að fylgjast með því sem fram fer verður hugsanleg- um samningum tekið af mikilli tor- tryggni og vafamál að þeir hljóti stuðning almennings. TÖLVIIPISTILL Holberg Másson Nám í tölvufræðum við Tölvu- háskóla Verslunarskólans Tölvuháskóli Verslunarskóla ís- lands útskrifaði í vor tólf kerfísfræð- inga. Skólinn tók til starfa í janúar 1988 og hefur því starfað í tvö og hálft ár. Þar er í boði eins og hálfs árs nám á háskólastigi sem er sprott- ið af þörf fyrir iðn- og tæknimenntað starfsfólk í tölvufræðum. Erlendis eru til svokallaðir EDB-skólar svo sem EDB-skólinn danski, sem nokkr- ir íslendingar hafa sótt. Sá skóli byggir á svipaðri hugmynd og Tölvu- háskóli Verslunarskólans og býður upp á jafnlangt nám. Hér á landi var til skamms tíma einungis völ á þriggja ára háskólanámi í tölvunar- fræði eða námskeiðum hjá ýmsum aðilum. Þess utan er að sjálfsögðu að fínna námsefni í tölvufræðum við flesta skóla sem hluta af venjulegu námsefni. í samtali við Nikulás Hall, kennslustjóra Tölvuháskólans, kom fram að við skólann eru nú um 80 nemendur. Skólagjald er 36 þúsund krónur fyrir næstu önn og er allur kostnaður innifalinn. Nikulás sagði að nemendum hefði reynst auðvelt að fá vinnu að loknu námi. I upplýs- ingariti frá skólanum koma meðal annars fram eftirfarandi upplýsingar um skólann: „Nám við Tölvuháskóla Verslunarskóla íslands skiptist í þijár annir og stendur kennsla á hverri önn í 15 vikur, auk prófa. Nemendur eru teknir inn í skólann tvisvar á ári, á haustönn og vorönn. Inntökuskilyrði í skólann er stúdents- próf af hagfræðibraut eða sambæri- leg menntun. Markmið námsins er að útskrifa kerfisfræðinga sem geta unnið við öll stig hugbúnaðargerðar, skipulagt og séð um tölvuvæðingu hjá fyrir- tækjum og annast kennslu og þjálfun starfsfólks. Nám við skólann er láns- hæft, að undanskyldu fornámi, hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna." Opið hús Tölvuháskólans Tölvuháskólinn hefur lagt mikla áherslu á að hafa góð samskipti við fyrirtæki og kynna skólann fyrir almenningi. Þannig er skólinn vel búinn tækjakosti og hafa nemendur haft greiðan aðgang að tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækjum með sam- starf um hin ýmsu verkefni. Oft hefur þetta orðið til þess að nem- endur hafa síðan fengið vinnu við sömu verkefni hjá viðkomandi fyrir- tækjum að námi loknu. í lok hverrar annar er efnt til opins húss þar sem verkefni nem- enda eru kynnt. Þar er einnig leit- ast við að hafa gestafyrirlesara með áhugaverða fyrirlestra. Gestafyrir- lesarinn að þessu sinni var John C. Dvorak, dálkahöfundur við hið þekkta bandaríska tölvublað PC Magazine. Dvorak var á síðasta ári valinn besti dálkahöfundur í banda- rískum tölvublöðum. Hann flutti mjög góðan fyrirlestur um markað fyrir einmenningstölvur og hvað væri framundan. Þar kom meðal annars fram að þróun í örgjörvum er enn slík að reiknigeta tölva tvö- faldast á hveijum átján mánuðum. Ný hraðvirkari afbrigði af Intel3- 86„PC“-örgjörvanum eru komin á markað, sem er 486-örgjörvinn. Þannig er 486 einungis mun hrað- og fjölvirkari útgáfa en ekki nein bylting. Intel 586-örgjörvinn verður með mun hraðvirkara skyndiminni og fleiri stoðrásum en 386 og 486. Intel 686 verður enn samþjappaðri með fjórum Intel 386 örgjörvum á sömu kísilflögu. Dvorak telur að mjög ör þróun verði áfram á öllum tölvubúnaði næstu árin, sérstaklega á fartölvum. Fartölvur sem vegi eitt til tvö kíló með litaskjá verði orðnar mjög góðar og á viðráðan- legu verði eftir 2-3 ár. Hann kveðst hafa tröllatrú á OS/2 stýrikerfinu og telur að það muni taka við af DOS á næstu 1-3 árum. Flest allar einmenningstölvur verði samtengd- ar með staðar- og fjarnetum á næstu árum. Á næstu árum muni sama þróun eiga sér stað á ein- menningstölvumarkaðinum og með framleislu á bílum. Fáir stórir fram- leiðendur muni drottna yfir markað- inum. Tölvuháskóli VI hefur sýnt gott framtak með því að leitast við að vera í nánu sambandi við atvinnulíf- ið og almenning. Skólinn á áreiðan- lega auðveldara með því móti að aðlaga kennsluna og verkefni nem- enda að þörfum atvinnulífsins. Höfundur starfar við tölvuráðgjöf Traustur og öflugur sjóður fyiir íslenskt atvinnulíf <fi> ARMÚLA 13A 155 REYKJAVlK SlMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950 Gjörðu svo vel að haía samband við okkur ef þú vilt fá frekari upplýsingar um starfsemi Iðnlánasjóðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.