Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990 B 9* sér hve miklar tekjur hann ætlar sér að hafa á eftirlaunaárunum. Síðan er hægt að áætla hve mikið sparifé og réttindi í lífeyrissjóðum í lok starfsævinnar eru nauðsynleg til að ná þeim markmiðum. Öðrum spurningum um Ijármál á hinum tveimur fyrri skeiðum ævinnar er oft unnt að svara í ljósi þessara markmiða. Auðvitað þarf alltaf að taka tillit til sérstakra aðstæðna hvers og eins eða hverrar ijöl- skyldu. Aðstæður eru mismunandi eftir því hvar fólk býr (í hvaða landi eða hvaða sveit), við hvað fólk star- far og hvernig hver og einn kýs að ráðstafa tekjum sínum. Tilgangurinn með því að skipu- leggja einkafjármálin er að tryggja að hveijum og einum verði sem mest úr peningum sínum - bæði tekjum og eignum. Þótt skattkerfi íslendinga hafi verið einfaldað nokkuð á síðustu árum er það eng- an veginn einfalt (sjá um útreikning eignarskatts hér á síðunni!) og það er dýrt að greiða hærri skatta en nauðsynlegt er. Það er líka dýrt að greiða hærri vexti eða kostnað af lánum en nauðsynlegt er. Dæmið um eldri hjónin hér að framan sýn- ir að það getur skipt fólk milljónum - eða tugþúsundum í tekjum á mánuði - hvernig það hagræðir eignum sínum. Loks þarf hver og einn að búa sig jafnvel undir það versta - með því að kaupa líftrygg- „ingu - og það besta með því að tryggja sér nægjanlegar tekjur á eftirlaunaárunum. Höfundur er framkvæmdastjóri VIB- Verðbréfamarkaðs íslands- banka hf. Ráðgjöf Hagvangur hefíir samstarf við Price Waterhouse HAGVANGUR hf. hóf fyrr á þessu ári samstarf við Price Waterhouse. Price Waterhouse er alþjóða ráðgjafarfyrirtæki með um 40.000 starfsmenn um allan heim, þar af um 8.000 ráð- gjafa á sviði rekstrar—, mark- aðs— og stjórnunarráðgjafar en aðrir starfsmenn eru sérfræðing- ar á sviði endurskoðunar og skattamála. Með samstarfi Hagvangs og Price Waterhouse gefst ráðgjöfum Hagvangs möguleiki á að ráðfæra sig við sérfræðinga um allan heim og hægt er að kalla þá til sam- starfs í einstökum verkefnum. Auk þess hafa ráðgjafar Hagvangs að- gang að margvíslegri þróunarvinnu og fræðslu frá hinu erlenda fyrir- tæki. Þetta kemur fram í frétta- bréfi Hagvangs. Þar kemur einnig fram að Hag- vangur og Price Waterhouse vinna nú sameiginlega að verkefni á sviði stefnumótunar með Hampiðjunni, Héðni, Marel og Iðnlánasjóði en Iðnlánasjóður styrkir þetta verk- efni. Ætlunin er að flytja með þessu verkefni þekkingu, reynslu og að- ferðafræði Price Waterhouse tál landsins og aðlaga hana að íslensk- um aðstæðum. GM VECTRA STANSLAUS SIGURFÖR rnm mm SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFELAGA TODMBD HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -670000 OG 674300 SNARPUR OG SPARNEYTINN Opel Vectra er framhjóladrifinn með 1,6 I og 2,01 vél. Hann er 5 gíra eða sjálfskiptur, með aflhemtum, aftstýri og sjálfstœðri fjöðrun fyrir hvert hjól, Pað tekur hann aðeins 8,5 sekúndur að ná 100 km hraða úr kyrrstöðu og í fjórða gír er hann aðeins 14,5 sekúndur úr 40 km hraða á klukkustund í 100 kílómetra. Prátt fyrir kraftinn er hann ótrúlega sparneytinn. Samt er verðið frábœrt. Þú getur eignast Opel Vectra fyriraðeins 1.273.000 krónur. ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ Verð: Fjögurra dyra, beinskipfur, 1,61 vél kr. 1.273.000,- Fimm dyra, beinskiptur, 1,61 vél kr. 1.353.000,- Fjögurra dyra, sjálfskiptur, 2,01 vél kr. 1.573.000,- Öll verð eru staðgrelðsluverð, bílarnir ryðvarðir og komnir á götuna. Opel Vectra hefur verið á stanslausri sigurför um Evrópu síðasta árið. Blaðamenn hafa hlaðið bílinn lofi og kaupendur hafa rifið bílana út jafnóðum og þeir voru framleiddir. EKKIBARA FARARTÆKI Skýringin er einföld. Opel Vectra er ekki bara farartœki, sem flytur fólk milli staða. Opel Vectra er nautn hins kröfuharða ökumanns, sem vill að allt tari saman, viðbragðssnerpa, frábœr stjórnsvörun, öryggi í akstri og þœgindi innan dyra. Öll tœkni, þekking og reynsla General Motors, langstœrsta bílaframleiðanda heims, er á bak við hönnun og framleiðslu Opel Vectra, auk vestur-þýskrar nákvœmni og kröfuhörku. Komdu með fjölskylduna, reynsluaktu bílnum og leyfðu henni að finna nautnina að aka í Vectra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.