Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 8
8 B ■ MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990 4 FJARMAL A FIMMTUDEGI | , I W 1 Fjái málin fylgja okkur alla æviná \ Aðeins með góðu skipulagi flármála er hægt að búa sig undir það versta - með líftryggingu - og það besta með góðum eftirlaunaréttindum Hvernig er eignarskatturinn reiknaður? 0% Einstaklingar mega eiga kr. 2.875 þús. í hreina eign án þess að greiða eignarskatt 1,2% Ef eignarskattsstofn fer yfir kr. 2.875 þús. hjá einstaklingi greiðist 1,2% eignarskattur af eignum fyrir ofan þetta mark. 1,45% Ef eignarskattsstofn einstaklings fer yfir kr. 4.250 þús. bætist við 0,25% sérstakur eignarskattur, svonefndur Þjóðarbókhlöðuskattur. Sá skattur leggst þó ekki á eignir manna sem orðnir eru 67 ára og eldri né heldur þá sem nutu örorkulífeyris á tekjuárinu næst á undan álagningarári. 2,20% Af eignarskattsstofni einstaklings sem fer yfir kr. 8.050 þús. greiðist að auki 0,75% svo að næsta þrep eignarskattsins verður því 2,20%. Þessi siðasti 0,75% skattur lækkar þó hjá þeim sem hafa tekjuskattsstofn undir kr. 1.680 þús. hlutfallslega þannig að hann fellur niður að fullu ef tekjuskattsstofn er undir kr. 840 þús. Allar ofangreindar fjárhæðir eiga við einstaklinga og eru helmingi hærri fyrir hjón. Þær eiga við álagningu ársins 1990 vegna eigna í lok árs 1989. Þann 5. maí sl. voru samþykkt á Alþingi lög sem heimila að álagningu eipnarskatts á eftirlifandi maka skuli á dánarári hagað a sama hátt og um hjón væri að ræða. Lögin koma til framkvæmdar við álagningu árið 1991 vegna eigna í lok þessa árs. Dæmi um helstu greiðslur frá aimannatryggingum frá 1. febrúar 1990 Ellilífeyrir einstaklings frá 67 ára aldri er kr. 11.016 á mánuði. Éllilífeyrir hjóna er kr. 19.289 á mánuði. Full tekjutrygging einstaklings er kr. 20.268 á mánuði en tvöfalt hærri fyrir hjón. Tekjutryggingin skerðist um 45% vegna tekna einstaklings sem eru yfir 12.800 kr. á mánuði eða tekna hjóna sem eru yfir 17.916 kr. á mánuði. Frá 1. júlí skerðist tekjutrygging einstaklings þpgartekjureru komnaryfirkr. 19.000 ámánuði. Oskert heimilisuppbót nemur kr. 6.890 á mánuði hjá þeim sem búa einir og njóta tekjutryggingar en heimilisuppbót skerðist með sama hætti og tekjutiygging. Sérstök heimilisuppbót nemur kr. 4.739 á mánuði. Hana fá þeir sem búa einir og hafa engar aðrar tekjur en tryggingabætur Hvernig sparifé myndast ef lagðar eru fyrir 10 þús. kr. á mánuði og vextir eru 7% yfir verðbólgu á ári lagt fyrir í 10 ár 15 ár 20 ár 25 ár 30 ár höfuðstóll með vöxtum í þús kr. 1.710 3.110 5.075 7.830 11.695 Ofangreindar fjárhæðir eru án verðbóta en miðast við að vextir haldist 7% óbreyttir frá upphafi sparnaðar. Sveiflur fasfeignaverðs umfram almennt verðlag árin 1980-1989 Fasteignaverð 100-r 80- 87 ' 88 ■ 89 Almennt verðlag =100 mmm'i 1»a-- 1 ■■»s-;...■- ---..;>■ ■ ■■■ •ímrí'zrx’ww’yr’ MARGIR hafa á orði að fjármál séu alltaf að verða flóknari og flóknari. Það kann að vera rétt að því leyti til að það er fleira í fjármálum fjölskyldunnar sem hyggja þarf að nú en áður. Vegna þess hve peningar eru orðnir dýrir getur það orðið dýrkeypt að fylgjast ekki vel með fjármalum sínum. Hér fylgja upplýsingar um fáein atriði sem snerta fjárhag flestra fjölskyldna; um útreikning eignarskatts, helstu bætur almannatryggingakerfisins, um sveiflur á fasteignaverði og hvernig hægt er að eignast sparife með þvi að leggja vissa fjárhæð til hliðar mánaðarlega í langan tíma. eftir Sigurð B. 'H Stefánsson Fjármál eru að verða æ mikil- vægari þáttur í lífi allra íslendinga. Það er vegna þess að allt farið að kosta peninga. Jafnvel trillukarl getur ekki lengur róið til fiskjar nema eiga kvóta sem kostar pen- inga. Peningarnir sjálfir eru ekki lengur ódýrir eins og íslendingar hafa átt að venjast í áratugi. Nú er dýrt að taka fé að láni og það er verðmætt að eiga sparifé og getur skipt sköpum hvort fé er varð- i veitt í steinsteypu eða sem vaxta- berandi eign. Vegna þeirra umskipta sem orðið hafa í fjármálum þjóðarinnar síðasta áratuginn verður nú hver og einn að sýna nokkra fyrirhyggju í fjármálum og skipuleggja þau eins vel og unnt er, eignir og skuldir jafnt sem tekjur, skatta og önnur útgjöld. Fjármálin fylgja okkur allt frá unglingsárum eða upphafi vinnualdurs til grafar. Þess vegna er ekki nóg að hugsa um fjármál júnímánaðar 1990 eða fjármál árs- ' ins 1990 og jafnvel ekki fjármál næstu fjögurra til fimm ára. Til að ná árangri verður að líta á allt æviskeiðið sem eina heild og átta sig á því hvar maður er staddur núna. Út frá því er hægt að meta hvort fjármálin eru nokkum veginn á réttu róli eða hvort úrbóta er þörf. Verðbólgan hefur mótað venjur fólks í fjármálum Verðbólga síðustu áratuga hefur átt sinn þátt í því að brengla verð- mætamat þjóðarinnar. Þeir sem ól- ust upp á árunum frá stríðslokum og fram undir 1980 vöndust við að fasteignir væru ömggasta fjárfest- ingin. Það virtist vera beinlínis ráð- legt að byggja fremur stórt hús en lítið. Allt fram á síðustu ár var sá hugsunarháttur framandi að dreifa eignum fjölskyldunnar með skipu- legum hætti bæði á íbúðarhúsnæði og á bankareikninga eða verðbréf sem bera arð. Félagsleg þjónusta velferðarþjóðfélagsins nær frá fræðslu bama og mestallri heil- brigðisþjónustu allt til háskóla- menntunar eða læknismeðferðar í útlöndum. Þessar opinbem trygg- ingar hafa orðið til að slæva tilfínn- ingu fólks fyrir nauðsyn þess að eiga eitthvað í handraðanum ef til óvæntra áfalla kemur síðar á lífsleiðinni. Af þessum ástæðum er ekkert óalgengt nú að fólk um sextugt eigi góða og skuldlausa fasteign, t.d. hæð, raðhús eða einbýlishús, og bíl en engar aðrar eignir. Hér em ekki talin réttindi í lífeyrissjóð- um því að venjulega er ekki litið á þau sem eign. Lífeyrisréttindi ís- lendinga um sextugt geta verið jafngildi allt frá 15 til 20 milljón króna eignar (opinber starfsmaður með góð laun) niður í þijár til sex milljónir króna (t.d. réttindalítill sjálfstæður atvinnurekandi sem v nyti ellilífeyris og tekjutryggingar frá Tryggingastofnun ríkisins - eða ekkja sem ekki ætti lífeyrisréttindi sjálf og nyti aðeins lítils háttar makalífeyris frá lífeyrissjóði). Með eignir fyrir 20 milljónir en alltaf blönk Þegar svona er ástatt er hægt að lenda í nokkurs konar eigna- kreppu. Tökum dæmi um hjón sem eiga skuldlausa íbúð eða hús, bif- reið, sumarbústað sem keyptur var eða byggður meðan börnin voru enn heima og loks litla íbúð sem keypt var fyrir arf og leigð út. Segjum að tekjurnar séu um 180 þúsund krónur á mánuði m.v. að tveir vinni utan heimils, auk 30 þús. kr. leigu- tekna. Tekjurnar eru því ekkert mjög lágar og söluvirði eigna gæti verið nálægt 20 milljónum króna eða jafnvel hærra. En tekjuskattur þessara hjóna er um 42 þús. kr. á mánuði, eignarskattar, fasteigna- gjöld, viðhald og tryggingar fast- eigna um 45 þús. kr. á mánuði og afskriftir, rekstur, tryggingar og viðhald bíls er um 40 þús. kr. á mánuði. Þá eru um 80 þúsund krón- ur eftir á mánuði fyrir öllum öðrum þörfum. Þessi hjón gætu selt eignir sínar fyrir um 20 milljónir króna og keypt íbúð í staðinn fyrir um 10 rnilljónir og spariskírteini fyrir um 10 millj- ónir króna. Þá væri útkoman ge- rólík. Tekjur (án leigutekna) væru 180 þús. kr. og tekjuskattur um kr. 30 þúsund. Eignarskattar, fast- eignagjöld, viðhald og tryggingar fasteignar væru um 20 þús. kr. á mánuði og bifreiðakostnaður óbreyttur. Eftir væru þá kr. 90 þús. á mánuði. Við þær tekjur bæt- ast skattfijálsar tekjur af spariskír- teinaeigninni sem eru um 54 þúsund kr. á mánuði ef reiknað er með að höfuðstóll haldist verðtryggður og þannig óbreyttur að raunvirði. Með hagræðingu eigna hefði þannig tek- ist að auka tekjur eftir skatta, bílkostnað, viðhald og tryggingar úr kr. 80 þús. á mánuði í um 144 þúsund eða um nálægt 80%. Sá mismunur gæti til dæmis gert hjón- unum kleift að leggja sérstaklega fyrir til eftirlaunaáranna og auka þannig sparifé sitt. Þetta er ekki erfitt þegar nægar eignir eru fyrir hendi. Með íbúð fyrir sex milljónir en skuldir fyrir fímm Tökum nú annað dæmi um hjón á þrítugsaldri. Þau hafa nýlega keypt íbúð fyrir sex milljónir en áttu aðeins eina milljón fyrir og bíl fyrir hálfa milljón. Eigið fé þeirra (hrein eign) er aðeins liðlega 20% af húsi og bíl en skuldir um 80%. Þau eiga tvö lítil börn, hverfandi réttindi í lífeyrissjóði og ekki hafa verið teknar aðrar tryggingar en skyldutryggingar á íbúð og bíl. Tekjur eru ekki háar og greiðslu- byrði lána þung. Hér er vissulega teflt á tæpasta vaðið þótt slíkt sé vissulega ekki fátítt. Eigið fé hjónanna er hrein- lega of lítið til að ráðast í 6 m.kr. íbúðarkaup með sæmilegu öryggi. Á íslandi og raunar víða í ná- grannalöndum okkar eru sveiflur á raunverði fasteigna oft um eða yfir 20% eins og sést á myndinni hér á síðunni. Ef sex milljón króna eign hjónanna fellur í verði um meira en 20% að raunvirði (eins og gerð- ist árin 1982 til 1983 og aftur 1985 til 1986, sjá mynd) er eigið fé þeirra horfið. Ef selja þyrfti íbúðina vegna óvæntra atburða við slíkar aðstæð- ur stæðu þau eftir slypp og snauð - aleigan væri horfin. Meira eigið fé við íbúðakaup (t.d. 25 til 33%) minnkar hættuna á því að slíkt geti gerst. Húsbréfakerfið minnkar raunar hættuna á því að fólk ráðist í íbúðakaup með of litlu eigin fé. Ungt fólk með lítil börn og háar skuldir ætti aldrei að vera án Iíftryggingar. Sú hugsun er jafnvel enn meira framandi hér á landi en að byija að safna til eftirlaunaár- anna 25 ára. Aðeins örlítill hluti (nokkur prósent) vinnandi manna er líftryggður, langtum lægra hlut- fall en víðast í nálægum löndum þótt þar sé hlutfall líftryggðra held- ur ekki hátt. Ein fyrirvinna getur ekki séð fyrir sjálfri sér, tveimur börnum, bifreið og rekstri og af- borgunum af sex milljón króna íbúð ef maki fellur frá. Þessi hjón ættu þegar í stað að kaupa líftryggingu og leggja síðan drög að því að reyna að auka eigið fé í um 25 til 33% á sem skemmstum tíma (lækka skuldir um 500 til 800 þús. kr. í 4.200 til 4.500 þús. kr.) Þegar skuldir eru komnar niður undir 2.500 þús. kr. ættu þau að íhuga að taka upp reglulegan sparnað - fyrir næstu íbúð og til eftirlaunaár- anna. Fjármálin fylgja okkur alla ævina en áherslur breytast Dæmin tvö hér að framan eru af tveimur fjölskyldum sem eru | hvor á sínum stað á æviskeiðinu. Ungu hjónin eru nálægt upphafi vinnuævinnar og eignamyndunar, | hin eru um tíu árum frá eftirlauna- aldri. Þau yngri eiga um eina millj- ón króna og skulda fimm, eru án lífeyrisréttinda og hafa ekki hirt um að líftryggja sig. Hin eldri eiga um 20 milljónir króna og eru skuld- laus þótt segja mætti að eigið fé mætti ávaxta á hagkvæmari hátt (hjónin verða af 64 þúsund króna skattfijálsum tekjum á mánuði vegna þess hve mikið fé er bundið í eignum sem aðeins valda kostnaði og bera ekki vexti). Þau eiga auk þess réttindi í lífeyrissjóði sem vafa- laust eru jafnvirði 10 til 20 milljóna króna. Þessi dæmi eru tínd til'hér til að skýra út og leggja á það áherslu hve mikilvægj, er að líta á æviskeið- ið sem eina heild. Til einföldunar . mætti skipta þeirri heild í þijú ald- ursskeið, frá 20 til 40 ára, frá 40 til eftirlaunaaldurs (margir fara á . eftirlaun á aldrinum frá 67 ára til * 70 ára) og loks eftirlaunaárin. Á aldrinum 20 til 40 ára er fólk að ljúka námi, koma þaki yfir höfuðið, afla sér reynslu og þekkingar í starfi. Á þessu skeiði eru skuldir að jafnaði mestar, sérstaklega framan af og ekki síst á síðari árum eftir að námslán bætast við lán vegna íbúðakaupa. Líftrygging er því nauðsynleg. Það vantar ekki að fólk spari á þessum árum en allur sparnaður rennur oftast til að greiða niður lán vegna íbúðakaupa - þ.e. til að mynda eign í íbúð. Undir lok þessa skeiðs eru tekjur famar að nálgast hámark á starfs- aldrinum og skuldir þegar teknar ( að minnka. Á árunum frá 40 til 65 ára þarf fólk að geta lagt fyrir reglulega og | eignast sparifé til eftirlaunaáranna. Taflan hér á síðunni sýnir hvemig unnt er að eignast talsverða fj árhæð ( með því að leggja fyrir reglulega í hveijum mánuði í alllangan tíma. En eins og dæmið hér að framan sýnir er líka mikilvægt að hyggja að því á þessum árum hvernig eign- um er skipt á milli fasteignar og vaxtaberandi verðbréfa eða banka- innistæðna. Hjónin í dæminu hér að framan gátu t.d. aukið tekjur sínar um 64 þúsund krónur á mán- uði með því að ávaxta eignir sínar betur - með því að láta sér verða meira úr peningunum. Með því að leggja fyrir tæpan helming af þeirri flárhæð (um 30 þús. kr. á mánuði) geta þau eigna3t ríflega fimm millj- ónir til viðbótar fyrir sjötugt en sú fjárhæð getur leitt til 55 til 60 þús. kr. mánaðarlegrar greiðslu í 10 ár sem gæti verið kærkomin viðbót . við eftirlaunin. Hér er miðað við ' að vextir haldist 7% yfir verðbólgu. Búum okkur bæði undir það ( versta - og það besta Skipulag fjármála á fyrri æviske- iðunum tveimur þarf því að miðast því að ná vissum markmiðum á því síðasta - þ.e. á eftirlaunaárunum. Hver og einn þarf að bræða með _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.