Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ rottningin er ástsæll og reyndur þjóðhöfð- ingi. Völd hennar eru takmörk- uð, en hún hefur mikil óbein áhrif. Enginn hefur haft eins löng og náin kynni af störfum brezku stjómarinnar og af brezkum stjórnmálum yfir- leitt og Elísabet II., sem er samein- ingartákn Breta og brezka sam- veldisins. Þar sem hún er höfuð samveldisins er hún þjóðhöfðingi eins milljarðs jarðarbúa að nafninu til. Síðan Elísabet steig í hásætið 1952 hefur hún „glatað heims- veldi, en fundið nýtt hlutverk". Hún gerþekkir málefni samveldis- ins og einstakra landa þess — sem Bretar eiga enn töluverð viðskipti við og hefur heimsótt öll aðild- arlöndin, auk fjölda annarra landa á jarðarkringlunni. Á löngum og giftusömum stjórnarferli hefur hún kynnzt flestum leiðtogum samveld- isins og heimsins alls. Enginn heimsleiðtogi hefur að baki eins mikla reynslu og hún. Talið er að það gangi krafta- verki næst að drottningu skuli hafa tekizt að hefja sig yfir mikla flokkadrætti, sem ríkja í þeim 40 ólíku löndum, sem eiga aðild að samv.eldinu, og sætta ólík sjónar- mið þeirra í þeim málum, sem hafa verið efst á baugi í heiminum á síðustu áratugum. JÁKVÆÐ ÁHRIF Með innsæi og þekkingu hefur Elísabet haft jákvæð áhrif í við- kvæmum málum, heima og erlend- is. Um leið hefur hún haldið uppi nánu sambandi við ólíka þjóðfé- lagshópa í Bretlandi. Stjórnarstíll hennar hefur yfírleitt fallið al- menningi vel í geð og vegna óþreytandi starfs hennar nýtur brezka konungdæmið trausts og virðingar. Undirbúningur að ævistarfi El- ísabetar II. hófst snemma. Þegar hún fæddist, 21. apríl 1926, sat afi hennar, Georg V., enn á kon- ungsstóli og föðurbróðir hennar, Játvarður prins af Wales, var ríkis- arfi. Hún var elzta barn yngri son- ar Georgs V., Alberts hertoga af York og skírð Elísabet Alexandra María með vatni úr ánni Jórdan. Móðir hennar hét Elizabeth Bowes- Lyon áður en hún giftist og er skozk. Elísabet drottningarmóðir varð fyrsta kona af alþýðuættum, sem varð drottning Bretlands síðan á dögum Hinriks VIII. Hún verður níræð í sumar og nýtur mikilla vinsælda. Ætt Elísabetar II. virðist mega rekja til íslands. Einn af forfeðrum drottningar var Auðun skökull, sem nam Víðidal og bjó á Auðunar- stöðum. Faðir hans var Björn, son- ur Hunda-Steinars, jarls á Eng- landi, og Ólufar Ragnarsdóttur loð- brókar, eins og segir í Landnámu. „Dóttir Auðunar var Þóra mosháls og eru af henni konungaættir um Norðurálfu, segir í ísl. æviskrám — þar með taldar ættir Bretakon- unga. Brezka konungsættin var kennd við Sachsen-Coburg-Gotha til 1917, en vegna stríðsins við Þjóð- veija var nafninu breytt í Windsor. Þegar Elísabet fæddist virtist fátt benda til þess að fyrir henni ætti að liggja að setjast í brezka hásætið. En þegar afi hennar, Georg V., lézt rétt áður en hún varð 10 ára tók líf hennar nýja stefnu. Föðurbróðir hennar, prins- inn af Wales, sem hún var hænd að og kallaði „Davíð frænda“, varð konungur sem Játvarður VIII. Ást- ir Játvarðar og fráskilinnar banda- rískrar konu, frú Simpson, urðu til þess að hann afsalaði sér krún- unni. Faðir Elísabetar erfði hásæt- ið og varð Georg konungur VI. Litla prinsessan varð ríkisarfí. „Lilibet", eins og hún var köll- uð, varð mikill dýravinur og hestar voru hennar líf og yndi, auk arseðla til að kaupa föt. Eiginmað- urinn var gerður að hertoga af Edinborg og hætti störfum í flotan- um 1951. Karl prins fæddist 1948 og Anna prinsessa 1950. BAUÐI KONUNGSINS Georg VI. veiktist alvarlega af krabbameini 1951 og lézt í febrúar 1952. Þá voru Elísabet prinsessa og hertoginn af Edinborg í Kenýa á ferðalagi um Afríku. Elísabet settist að ríkjum 6. febrúar 1952 og Bretar sýndu nýju drottning- unni mikla hollustu og velvild á þéSsum tímamótum. Sama dag og Elísabet II. var krýnd, 2. júní 1953, barst sú frétt að Hilary og Tenzing hefðu klifið Everest, hæsta tind jarðar. Fjórum dögum síðar munaði hársbreidd að foli Elísabetar, Aureole, sigraði í Derby-kappreiðunum í Epsom. Sá óvenjulegi atburður gerðist að krýningunni var sjónvarpað. Erfiðleikum olli í konungsijöl- skyldunni að Margrét prinsessa fékk ekki að giftast Peter Towns- hend flugliðsforingja 1955. Þrátt fyrir það virtist konungdæmið ekki hafa staðið eins traustum fótum síðan fyrir stríð. Bretar töluðu vonglaðir um „nýj- an Elísabetartíma" og vísuðu til „gullaldar“ Elísabetar I. á 16. öld, þegar Bretland varð heimsveldi. Ár styijaldar og skömmtunar voru að baki og við virtist blasa nýtt framfaratímabil, en margt fór öðru vísi en ætlað var. Heimsveldið var í andaslitrunum, eins og í ljós kom við Súez 1956, og erfiðleika- og upplausnartímar framundan í Bretlandi, en vinsældir Elísabetar jukust á hveiju sem dundi. Brezka þjóðin hefur alltaf metið hana mik- ils, þótt gengið hafi á ýmsu í sam- búð fjölmiðla og konungsfjölskyld- unnar. Fyrstu stjórnarár Elísabetar II. var konungsfjölskyldan borin svo miklu lofí að það jaðraði við fagur- gala. Mest bar á þessu í fjálglegum lýsingum útvarpsmannsins Rich- ards Dimbleby á opinberum at- höfnum. Dæmið snerist við 1957, sem hefur verið kallað „einstaklega ömurlegt ár í sögu konungsfjöl- skyldunnar". Þá sökuðu mennta- menn á borð við Altrincham lá- varð, Malcolm Muggeridge og John Osborne hirðina m.a. um gamal- dags íburð, þröngsýni í menningar- legum efnum, íhaldssemi og til- gerð. Raunar voru þessir gagnrýnend- ur ekki síður að hamla gegn ríkj- andi viðhorfi almennings til kon- ungdæmisins, sem þeim þótti ein- kennast af undirlægjuhætti, en að ráðast á konungdæmið sjálft. Altr- incham lávarður (sem afsalaði sér aðalstigninni og kallar sig John Grigg) er sjálfur konungssinni. Hann vildi að konungdæmið fylgd- ist með tímanum og ráðgjafar þess væru ekki einvörðungu valdir úr efri stéttum. Seinna sagði Grigg að á sínum tíma hefði verið litið á hvers konar gagnrýni á konung- dæmið sem drottinsvik, þótt já- kvæð hefði verið. Áratugur ungmennabyltingar, Swinging Sixties, gekk í garð og áfram var klifað á því að Elísabet og hirðin væru gamaldags. Filippus prins og Margrét prinsessa (sem skildi við Snowdon lávarð) sættu einnig tíðum árásum, en Elísabet drottningarmóðir hefur alltaf verið hafín yfir gagnrýni. Andrés prins fæddist 1960 og Játvarður prins fjórum árum síðar, þegar drottn- ingin var tæplega 38 ára. SKÁMMAÐI WILSON Sama ár varð Harold Wilson, leiðtogi Verkamannaflokksins, for- sætisráðherra Breta. Byijunin á samstarfi þeirra virtist ekki lofa góðu. Hann bjó sig illa undir fyrstu áheyrnina og drottningin „skammaði hann eins og ólesinn skólastrák", eins og hann sagði síðar. Eftir það fór vel á með þeim og samstarf þeirra var líklega Krýning: Georg konungur VI. og Elísabet drottning ásamt Margréti og Elísabetu í hátíðarskrúða í Westminster Abbey 1937 eftir valdaafsal Játvarðar VIII. „Guð blessi drottninguna": Skrúðganga áTrafalgar-torgi eftir valdatöku Elísabetar II. 1952. hunda. Hún var samvizkusöm og skyldurækin og þótti nokkuð alvör- ugefin og _því ólík systur sinni, Margréti. Á jólum sýndi Elísabet að hún var góð í látbragðsleik og sagt er að hún hafi seinna orðið góð eftirherma. Hún hlaut mennt- un í tónlist og öðrum listgreinum, tungumálum og síðar stjómlaga- fræði og lögfræði. FYRSTA ÚTVARPS- ÁVARPIÐ Að því kom að Elísabet varð að taka þátt í opinberu lífí og 14 ára gömul flutti hún fyrsta útvarps- ávarp sitt. Það var til bama í brezka heimsveldinu og hún flutti það að eigin framkvæði. Þegar síðari heimsstyijöldin brauzt út í september 1939 voru Elísabet og Margrét i Skotlandi. Til greina kom að senda prinsess- umar til Kanada, þar sem þær gætu verið óhultar vegna stríðsins, en brugðið var á það ráð að kom þeim fyrir í Windsor-kastala, vest- an við London. í stríðinu varð Buckingham-höll fyrir níu loftárás- um. í ársbyijun 1945 gekk „Eliza- beth Windsor“ í eina af hjálpar- sveitum hersins (ATS) og varð liðs- foringi af lægstu gráðu. Þegar friður komst á gat kon- ungur þess í dagbók sinni að „elsk- umar litlu“ hefðu lítið getað skemmt sér í stríðinu. Jafnvel kappreiðar vora bannaðar. Georg VI. var farsæll þjóðhöfðingi og naut lýðhylli, þótt hann væri feim- inn og hefði engan áhuga á því að vera konungur. Fjölskyldan var ákaft hyllt þegar hún gekk fram á svalir Buckingham-hallar ásamt Winston Churchill til að taka þátt í fögnuði mannfjöldans yfir stríðs- lokunum í Evrópu. Á eftir laumuð- ust prinsessurnar út úr höllinni til að taka þátt í fagnaðarlátunum, sem var einsdæmi. Sama ár og stríðið skall á hafði Elísabet kynnzt Philip Mountbatt- en í Dartmouth, þar sem hann stundaði nám í sjóliðsforingjaskóla. Hann var sonur Andrésar Grikkja- prins ög afkomandi Viktoríu drottningar eins og hún. Hann var fímm áram eldri en hún og ætt hans heitir Battenberg á þýzku. Frændi hans var Louis Mountbatt- en, sem stjórnaði fyrst strand- höggssveitum Breta í stríðinu og síðan hemaði þeirra í Asíu og varð loks síðasti brezki vísikonungurinn á Indlandi, sem hlaut sjálfstæði 1947. Sama ár trúlofuðust Elísabet og Philip Mountbatten og þau voru gefín saman í Westminster Abbey í nóvember. Brúðkaupið dró úr dranga áranna eftir stríðið í Bret- landi — en fundið var að því að Elísabet fékk 300 aukaskömmtun-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.