Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ t Maðurinn minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HALLDÓRLAXDAL forstjóri, til heimilis í Löngubrekku 12, Kópavogi, sem lést hinn 16. júní síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 26. júni kl. 13.30. Sigríður Axelsdóttir Laxdal, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir mfn og dóttir okkar, HELGA ÞURÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR lyfjafræðingur, Lágholti 9, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 26. júní kl. 13.30. Reynir Eyjólfsson, Kristín Bjarnveig Reynisdóttir, Bjarnveig Helgadóttir, Vilhjálmur Björnsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PÉTURPÉTURSSON, Lyngheiði 1, Hveragerði, áður til heimilis á Þinghólsbraut 15, Kópavogi, verður jarðsunginn þriðjudaginn 26. júní kl. 14.00 frá Kotstrandar- kirkju í Ölfusi. Sigríður Hannesdóttir, Vilhjálmur Pétursson, Kolbrún Hilmarsdóttir, Joninna Pétursdóttir, Reynir Guðmundsson, Guðmundur Pétursson, Eygló Valgeirsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Eyþór Stefánsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, fáðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURJÓN JÓNSSON, Ofanleiti 5, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 26. júní kl. 13.30. Guðlaug Jónsdóttir, Jón Sigurjónsson, Ásdis Þorláksdóttir, Svala Sigurjónsdóttir, Lárus Óskarsson, Björn Ágúst Sigurjónsson, Anna Jóhannesdóttir og barnabörn. t Móðursystir mín, VILHELMÍNA MARKAN, Hringbraut 65, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 25. júní kl. 15.00. Sigvaldi Friðgeirsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu mér samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, FRÍMANNS GUÐJÓNSSONAR bryta. Magnea Halldórsdóttir. t Alúðarþakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, BJARNA JÖRUNDSSONAR, Seljabraut 22, Reykjavik. Om Arnarson, Selfossi - Kveðja Fæddur 6. október 1970 Dáinn 12. maí 1990 Þann 12. maí sl. lendum ég og vinkona mín í lífsreynslu sem því miður við erum ekki alveg búnar að átta okkur á en getum með tímanum vonandi lært að lifa með en hvers vegna við en ekki Örn og Tóti hvers vegna var þeirra tími kominn en ekki okkar, þessu getum við aldrei svarað því vegir guðs eru órannsakanlegir. Órn og Tóti, þess- ir góðu drengir, voru okkur mjög mikils virði og gat okkur ekki þótt vænna um þá en okkur þótti. Óm var mjög góð og yndisleg sál, alltaf svo ljúfur og blíður og var alltaf til í allt fyrir alla. Ég kynntist Erni fyrst í skóla en síðar betur þegar hann og móðir mín byijuðu að vera saman. Samband þeirra var mjög sérstakt og slíka ást hef ég ekki séð áður, hann var alltaf svo góður við mömmu og eins okkur systkin- in. Ég hef heldur aldrei kynnst jafn þroskuðum strák. Ég leit ekki á hann sem 19 ára því sálin í honum var mörgum ámm þroskaðri en það. Margar eru góðu minningarnar sem hann skilur eftir sig í huga mér og sama er að segja um Tóta. Það var alltaf gaman þar sem Örn var því hann var alltaf hress og skemmtilegur það var Tóti líka, enda áttu þeir mjög vel saman. Blessuð sé minning þeirra og megi hún lifa í huga okkar lengi. Elsku mamma, Addý mín og Ruth, guð styrki ykkur og verndi á þessum erfiðu tímum. Vinum og fjölskyldum Amars og Tóta sendi ég einnig mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Sísí Það er erfitt að trúa því þegar ungur maður fellur skyndilega frá. Ósjálfrátt hugsar maður til þess hvað sé réttlátt og ranglátt í lífinu. En enginn ræður sínum næturstað. Þrátt fyrir að hann sé farinn frá okkur þá lifir hann í minningu okk- ar allra. Oss héðan klukkur kalla svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (Vald. Briem) Kynni mín af Emi frænda mínum höfðu verið þó nokkur í gegnum árin. Örn Arnarson fæddist 6. októ- ber 1970, sonur Arnar Arnarsonar frá Höfn í Hornafirði og Stefaníu Gústafsdóttur. Fyrst man ég eftir Emi á Horna- firði en hann flutti ungur til Sel- foss, eftir að foreldrar hans slitu samvistir. A Selfossi ólst hann upp við mikið ástríki hjá móðurforeldr- um sínum, þeim Guðbjörgu Einars- dóttur og Gústafi Sigurjónssyni. Á ferðum mínum sem barn á milli Hafnar og Reykjavíkur, með foreldrum mínum, var alltaf komið við á Selfossi hjá Guggu, Gústa og Erni. Þar fengum við alltaf hlýlegar mótttökur frá þeim öllum. Mín fyrsta spurning var alltaf; „Hvar er Öm?“ Hin síðari ár kom Örn stundum á vinnustað minn í Reykjavík. Ann- að hvort einn eða með Gústa afa sínum. Það var alltaf gaman að fá hann í heimsókn. Hann var alltaf brosmildur og góðlegur og maður fann lífsgleðina skyna af honum. Þess vegna finnst manni sem stórt skarð hafi myndast við fráfall hans. Ég sendi foreldrum hans, ömm- um og afa og öðrum aðstandendum mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið Guð að gefa þeim styrk á stundu sem þessari. Steinar Garðarsson Þórður M. Þórð- arson - Kveðja Fæddur 30. júní 1964 Dáinn 12. maí 1990 Mig langar til að minnast Tóta vinar míns, sem lést svo skyndilega 12. maí síðastliðinn. Ég kynntist Tóta og Addý fyrir um fjórum árum þegar ég byrjaði að vinna á Hótel Borg. Þar tókust strax með okkur mjög góð kynni enda áttum við svo margt sameiginlegt þegar við byrj- uðum að ræða daginn og veginn. Ég sá fljótlega að þarna var mjög sérstakur maður og með óþrjótandi orku og áhuga fyrir lífinu. Það geislaði allt þar sem hann fór, hvort sem var í vinnu eða meðal vina, alltaf lagði birtu frá Tóta. Leiðir okkar skildu síðastliðin 2 ár sem ég hef dvalist erlendis, en þau voru skemmtileg fáu skiptin sem við hitt- umst í fyrrasumar. Hann gaf mér mikið og vissi ekki að hann hefði gefið mér neitt. Ég sendi Addý og öllum aðstand- endum mínar dýpstu samúðarkveðj- ur. í djúpi vona þinna og langana felst hin þögla þekking á hinu yfirskilvitlega, og eins og fræin, sem dreymir undir snjónum, dreymir hjarta þitt vorið. Trúðu á draum þinn, því að hann er hlið eilífðarinnar. (K. Gibran.) Einar Ólafs Það var snemma morguns þann 12. maí sl. að við fengum þá sorg- legu frétt að Tóti vinur okkar hefði iátist í hörmulegu slysi. Minningar liðinna ára þyrluðust um huga okk- ar og við spurðum, af hverju Tóti? Hann sem var rétt að bytja lífið og hafði svo mikið að lifa fyrir, góða konu, litlu stelpuna sína og litla barnið sem er á leiðinni í heim- inn. Við höfum þekkt Tóta í langan tíma og aldrei af neinu öðru en góðu. Ég á góðar minningar frá unglingsárunum með Tóta og hin- um strákunum. Tóti var mikill áhugamaður um tónlist og þeir voru ófáir tónleikarnir sem við vinahóp- urinn fórum á, og alltaf var Tóti til. Tóti kynntist Addý konu sinni 47 ára gamall, eða fyrir tæpum áratug. Þau voru mjög samrýnd og það var alltaf sagt Tóti og Addý í einu orði, og er mér minnisstæð eftirvæntingin hjá þeim er ég hjálp- aði þeim að flytja í nýju íbúðina á Rauðási 21. Þau eignuðust dóttur- ina Ruth Þórðar þann 4. október 1988. Tóti var mjög góður pabbi og í frítíma sínum var hann ávallt með Ruth hvert sem hann fór, og fékk hún að njóta umhyggju hans og ástar í ríkum mæli. Tóti var vin- sæll og vinamargur, enda alltaf hrókur alls fagnaðar og var gaman að skemmta sér með honum í góðra vina hópi. En hann var líka vinsæll meðal barnanna, enda einstaklega barngóður og bömin löðuðust að honum. Tóti var matreiðslumaður að mennt og var mjög fær í sínu fagi, en því fékk ég að kynnast að eigin raun er ég starfaði með honum um tíma. Það var mjög gott að vinna með Tóta og lærði ég margt af honum á þessum samstarfstíma. Og þó að samverustundunum hafi fækkað slitnuðu tengslin aldrei. Margs er að minnast þegar góður vinur kveður, og þó að söknuðurinn sé mikill þá eigum við bjarta minn- ingu um góðan dreng geymda í hjörtum okkar og huga. Elsku Addý, við biðjum Guð að styrkja ykkur Ruth litlu og litla barnið og halda verndarhendi sinni yfir ykkur. Við sendum foreldrum Tóta, systkinum, tengdafólki, ætt- Örn er dáinn. Slys, eitt af mörg- um þar sem vinir okkar deyja. Við höfðum stutt kynni af Emi en góð. Við höfðum frétt af honum áður, hann var væntanlegur heim til ís- lands úr friðarferð til Sovétríkj- anna. — Svo birtist hann, hvar er hann? Hvemig lítur hann út? Hann er kominn, stór, grannur og mynd- arlegur í frakka með sítt hár. Við- kunnanlegur og fljótur að ná sam- bandi við okkur öll. Hann leit oft inn og spjallað við okkur um hvað sem var. Örn bjó yfir mikilli réttlæt- iskennd og umfram allt var hann skemmtilegur. Það var gaman að sögunum af sjónum og svo kom hann með nýja ýsu handa þeim sem á þurftu að halda. Oft rétti hann okkur á hótelinu hjálparhönd við auglýsingar, ljósabúnað og fl. en hann hafði reynslu af slíku gegnum Leikfélag Selfoss þar sem hann var virkur félagi. Öm tengdist okkur á hótelinu vegna þess að hann bjó með Ernu Laugdal sem er starfs- maður hér og höfðu þau nýlega flutt að Árbliki í Ölfusi. Við sendum Emu okkar innilegustu samúðar- kveðjur, einnig sendum við samúð- arkveðjur til foreldra Arnar, afa hans og ömmu, systkina og annarra ættingja og vina. Starfsfólk Hótels Selfoss ingjum og vinum, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Að lokum þökkum við Tóta fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með honum og biðjum Guð að varð- veita sál hans. Victor og Ingibjörg Minningar- og aftnælis- greinar Það em eindregin tilmæli ritstjóra Morgunblaðsins til þeirra, sem rita minningar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar em skrifaðar um sama ein- stakling. Vilji höfundur vitna í áður birt ljóð eða sálma verða ekki tekin meira en tvö erindi. Fmmort ljóð eða kveðja í bundnu máli eru ekki birtar. Almennt verður ekki birtur lengri texti en sem svarar einni blaðsíðu eða fimm dálkum í blaðinu ásamt mynd um hvern einstakling.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.