Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 209. gr. almennra hengingalaga — „Hver, sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi mannaeða ertil opinbers hneykslis, skal sæta fangelsi allt að 3 árum, varðhaldi eða sektum.“ LÖGFRÆÐI/7/vað er eiginlega hcegt adgera vid manninn? Dómur vegna skírlífisbrots ÞANN 11. JÚNÍ sl. var kveðinn upp dómur í sakadómi Reykjavíkur í máli manns (S) sem hefur verið mikið í fréttum vegna kynferðisafbrotaferils síns. Þetta er 14. dómurinn sem S hlýtur fyrir kynferðisbrot. Brotin er að rekja til afbrigði- legrar kynhneigðar hans til ungra drengja. • • Ollum má vera ljóst sem kynna sér einstæðan brotaferil S að refsingar hafa reynst með öllu árangurslausar, nema sem aðferð til að koma í veg fyrir brot meðan hann afplánar þær. Það er því ekki að undra þótt spurt sé hvað sé hægt að gera við_ manninn. í dóminum voru málavextir í eftir Davíð Þór stuttu máli þeir, Björgvinsson að komið var að S á heimili sínu þar sem hann hafði hjá sér 7 ára gamlan dreng. Hafði hann fært drenginn úr ytri buxum og sagðist hann hafa gert það í þeim tilgangi að þurrka þær. Segja má að dómur sakadóms byggi á því að yfirgnæfandi líkur séu á að þessir tilburðir mannsins hafi verið liður í að fullnægja afbrigðilegri kynhneigð hans. Dómarinn lítur m.a. til þess að framburður drengs- ins um leyndarmál og þögn hans um atburði veki grunsemdir um annarlegan tilgang S. Eins sýni sakarferill S áhuga hans á ungum drengjum og læknisfræðilegar at- huganir á honum styðji það. Þá er að finna í forsendum dómsins þessa sérstæðu athugasemd þar sem seg- ir „að slík afskipti hans (S) af ung- um drengjum hlytu að kalla á við- brögð hins almenna borgara og löggæslu, en það býður þeirri hættu heim að ungmennin telja sig hafa verið að taka þátt í einhvetju ósið- legu athæfi með ákærða.“ Atferli S var talið varða við 209. gr. al- mennra hegningarlaga, en þar seg- ir: „Hver, sem með lostugu athæfí særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis, skal sæta fangelsi allt að 3 árum, varðhaldi eða sektum." Og 45. gr. laga nr. 53/1966 um vernd bama og ung- menna þar sem segir: „Ef maður viðhefur í návist bams eða ung- mennis ósiðlegt, mddalegt eða ósæmilegt orðbragð eða athæfi, ertir það eða dregur dár að því eða særir það á ósæmilegan hátt eða beitir það refsingum, ógnunum eða hótunum og slíkt orðbragð eða at- hafnir má telja því skaðsamlegar andlega eða líkamlega, þá varðar það sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 3 árum.“ Með hliðsjón af óvenjulegum sakarferli S þótti refs- ing hans hæfilega ákveðin 18 mán- aða fangelsi. í málinu gerði ákæmvaldið kröfu um að S yrði að lokinni refsingu gert að sæta sérstakri gæslu ótíma- bundið. Heimild til þessa er að fínna í 66. og 67. gr. almennra hegning- arlaga. Greinar þessar fjalla um öryggisráðstafanir gegn afbrota- mönnum sem era sakhæfir, en þykja svo hættulegir umhverfinu að ekki sé óhætt að láta þá ganga lausa. Krafa ákæruvaldsins byggist á því að sennilegt megi telja miðað við hvernig broti S var háttað, af- brotaferli og andlegu ástandi, að hann muni halda áfram iðju sinni eftir afplánun refsingarinnar. í nið- urstöðu dómsins segir um þetta atriði; „Þegar litið er til brotaferils og þess, að ákærði hefur framið kynferðisafbrot gagnvart samtals 14 ungum drengjum, verður fram- angreind krafa ákæmvaldsins tek- in til greina." Niðurstaða dómsins er athyglis- verð því þar er beitt lagaheimild sem aðeins hefur verið beitt einu sinni áður, en það var í undirréttar- dómi frá 1942. Verði dómurinn staðfestur í Hæstarétti má telja víst að þetta muni valda dómsmála- ráðuneytinu nokkram höfuðverk þar sem engin stofnun er til hér á landi til að vista slíka menn að refsingu lokinni. Árið 1988 var S dæmdur af Hæstarétti íslands í 9 mánaða fangelsi, en eftir það til vistunar á viðeigandi hæli í 15 mánuði, sam- kvæmt 65. gr. almennra hegning- arlaga. Undir rekstri þess máls sem hér er til umljöllunar lágu fyrir upplýsingar um að S hafði verið vistaður á sjúkrahúsi í Svíþjóð á grandvelli fyrmefnds Hæstaréttar- dóms. Þar gekkst hann undir sér- staka lyíjameðferð sem dugði til að halda aftur af óeðli hans. Hins vegar var meðferðinni ekki haldið áfram hér á landi eftir að S losn- aði af hælinu og fór þá fljótlega að bera aftur á afbrigðilegri kyn- hneigð hans. Samkvæmt þessu virðist sem unnt sé að halda aftur af mannin- um með lyfjagjöf. Hér munu marg- ir spyrja hvers vegna það sé þá ekki gert. Því er til að svara að lagalegar forsendur til að dæma mann til að gangast undir lyfja- meðferð til frambúðar í því skyni að halda honum frá afbrotum era afar óljósar. Þó má velta fyrir sér hvort ekki hefði verið reynandi fyr- ir ákæravaldið að byggja, a.m.k. til vara, á 16. gr. almennra hegn- ingarlaga. Þar er gert ráð fyrir, ef ætla má að þýðingarlaust muni vera að refsa manni, m.a. annars vegna kynferðislegs misþroska hans, að hægt sé að dæma hann til að sæta öryggisgæslu eða ann- ars konar ráðstöfunum samkvæmt 62. gr. almennra hegningarlaga, á sama hátt og þegar ósakhæfir menn eiga í hlut. Þar er gert ráð fyrir að ákveða megi með dómi að ráðstafanir skuli gerðar til að koma í veg fyrir að háski verði af mannin- um. Þungbærasta ákvörðunin er vistun á hæli til frambúðar. Hins vegar er talið að í skjóli ákvæðisins megi einnig beita vægari úrræðum, sem þó eru ótímabundin. Kemur þar m.a. til greina ákvörðun um sjúkrahúsmeðferð, t.d. á göngu- deild sjúkrahúss og má reikna með að lyfjameðferð gæti rúmast þar innan. Um úrræði samkvæmt 62. gr. má nánar fræðast í II. hluta rits Jónatans Þórmundssonar um viðurlög við afbrotum. TÆKNl/Hvemig hita örbylgjur? Um tækni örbylgna NYTSEMI örbylgna uppgötvuðu menn um seinna stríð. Þá var fundið upp tæki til að framleiða þær, sem á erlendu máli heitir magnetrón. Orbylgjur eru í grundvallaratrið- um sama efnisfyrir- brigði og Ijós, gamma- geislar, útvarpsbylgjur og röntgengeislar. Þessi fyrirbrigði aðgreinast hvert frá öðru á bylgju- lengdinni einni. Alls staðar er hér um að ræða sveifluhreyíingu raf- og segulkrafta. Ór- bylgjurnar hafa öldu- lengd sem nemur nokkr- um sentimetrum. Öldulengdin liggur á milli svonefíidra FM- útvarpsbylgna og varmageislun- ar. En hvernig bera þær sig til við að hita t.d. ketstykkið í ofnin- um þínum. Það var til skamms tíma ekki vel vitað, en nú hefur verið varpað á það ljósi. Lítum fyrst á hvað venjuleg rafsegul- geislun er. Hugsaðu þér að þú haldir í langan þráð sem er festur einhversstað- ar langt frá þér. Það er þan í þræðin- um. Farir þú að hreyfa hendina sem þú heldur þræðinum með upp og ofan, myndast öld- ur í honum, sem hreyfast frá þér út að festingarpunkt- inum. Næstskulum við hugsa okkur hvemig þú býrð til rafsegulöldur. Ef eftir Egil þú heldur á raf- Egilsson hlöðnu priki og hreyfír það upp og niður, breytir þú rafkröftunum í kringum þig. Sú breyting breiðist út með ákveðnum hraða, rétt eins og öldumar í þræðin- um. I því tilfelli fór hraðinn eftir toginu í þræðinum, en útbreiðslu- hraði raftruflananna sem þú veldur byggist aðeins á eiginleikum rúmsins sem við lifum í, og er um 300.000 km á sekúndu. Reglulegar rafsegul- öldur geturðu búið til með að hreyfa prikið þitt háttbundið upp og niður. Frumeindin sem loftnet Líta má á frameindina sem prik sem sveiflar sér sjálft. Þar sem hún er rafhlaðin, sendir hún frá sér öldur líkt og prikið. Þannig verður ljósið til, og önnur geislun sem fellur und- ir rafsegulgeislun. Að vísu koma hér til flókin atriði nútímaeðlisfræði, svo- kallaðrar skammtafræði, sem hindra að þetta gerist stöðugt, heldur gerist það í stökkum. Magnetróninn sem var fundinn upp á stríðsárunum er sérhannaður til að búa til örbylgjurn- ar. Hvernig vinna þær? Eins og segir að ofan hefur ein- ungis nýlega verið varpað ljósi á hvernig örbylgjurnar fara að því að hita steikina þína. Því er ekki svo varið eins og mætti halda, að hún hitni innan frá, heldur hitnar hún jafnt um allt úrtak efnisins, en vita- skuld sleppur hitinn fyrst út úr yfír- borðslögum steikarinnar, hafír þú tekið hana úr ofninum. Móttakendur orkunnar frá örbylgjunum eru vatns- sameindirnar, sem era fyrir hendi um hana alla. Lykillinn að því er aftur sá eiginleiki vatnssameind- anna, að þær eru líkt og rafhlaðið prik, með jákvæðar hléðslur í öðram endanum en neikvæðar í hinum. Því leitast rafkraftar örbylgnanna við að snúa vatnssameindunum í stefnu rafsviðsins hvetju sinni (sjá mynd). Ör hreyfing vatnssameindanna er í rauninni það sama og að þær hitni. (Varmi er hreyfing.) Við núning flyst varminn yfír til annarra einda efnis- . ins, og efnið sem heild hitnar. Afhverju vatnssameindirnar? Að jafnaði era mörg önnur raf- hlaðin „prik“ í efninu en vatnssam- eindirnar. Skilninginn á sérstöðu þeirra fáum við með að skoða fyrir- brigðið hermun, sem við þekkjum öll í daglegu lífi. Á daglegu máli má segja að það feli í sér að „takturinn þurfí að passa". í rólu hreyfir þú fætuma í sama takti og þú sveiflast í henni eftir að sveiflan er komin af stað. Allt sem þarf að koma á sveiflu þarf að verða fyrir kraftátaki með sömu tíðni og því er eiginlegt að sveiflast. Tíðni vatnssameindanna, sú sem þær sveiflast með, er ekki fjarri tíðni örbylgnanna. Þessvegna taka þær við orkunni, en dreifa henni síðan frá sér. NÝ SNYRTISTOFfl FYRIRHEIT UM FEGURÐ 0G VELLÍÐAN •FÚTAAÐGERÐ •ANDLITSBAÐ •HÚÐHREINSUN •HANDSNYRTING • L I T U N • LÍKAMSNUDD •VAXMEÐFERB • F Ö R Ð U N •HÁREYÐING • MEÐFERÐ VIÐ \ CHANEL HÁRÆDASLITI ÁGÚSTA KRISTJÁNSDÓTTIR KRISTlN GUÐMUNDSDÚTTIR CLARINS P A R I S KLAPPARSTfG 16 101 REYKJAVÍK S I M I : 2 9 0 7 0 GARÐASTAL Afgreitt eftir máli. Allir fylgihlutir. = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.