Morgunblaðið - 24.06.1990, Page 18

Morgunblaðið - 24.06.1990, Page 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ Morgunblaðið/Júlíus Gunnlaug- ur Rögn- valdsson eigandi tímaritsins 3T. 3T, nýtt tímarit um tæki og tómstundir; Var með þetta í maganum lengi — segir Gunnlaug'ur Rögnvaldsson um tæki og tómstundir. Útgefandi og ritstjóri þess er Gunnlaugur Rögnvaidsson og sér hann raunar um öll skrif í tímaritið auk þess að dreifa því sjálfur. Eins og nafh- ið bendir til fjallar 3T um flest sem viðkemur tækjum og tómstundum, bílum, bátum, útivist, líkamsrækt o.sv.fr. A Eg er búinn að ganga lengi með þetta dæmi í maganum, hefur dreymt um að gera svona tímarit í fleiri ár,“ segir Gunnlaugur Rögn- valdsson. „Síðan dreif ég mig í þetta nýlega og nú er þetta komið í gang. Ég gerði kynningartímarit um síðustu páska og dreifði því í 6000 eintökum. Viðtökumar reyndust það góðar að fyrsta tölublaðið er nú kom- ið út, einnig í 6000 eintökum." Eins og fyrr greinir gerir Gunn- laugur allt sjálfur í 3T utan að hönn- un er í höndum Fljótt, Fljótt auglýs- ingasmiðjunnar, Myndróf sér um lit- greiningu og filmuvinnslu og ísafold sér um prentunina. Áformað er að tímaritið komi út á sex vikna fresti Aðspurður um hvort ekki sé erfítt að standa í þessu einn, segir Gunn- laugur svo vera, hann geri ekki ann- að á meðan. Á móti kemur að starf- ið er bæði gefandi og skerhmtilegt. Gunnlaugur er ekki ókunnur blaða- mennsku og ljósmyndun, hann hefur um nokkurt skeið unnið fyrir SAM- útgáfuna og hann hefur tekið ljós- myndir af akstursíþróttum fyrir Morgunblaðið. Hinar mögnuðu flautur Gísli J. Ástþórsson var höfundur greinar þeirrar með ofanrituðu nafni sem birtist hér á opnunni síðastliðinn sunnudag. Nafn hans féll niður af misgángi. NÝTT tímarit hefur séð dagsins ljós. Ber það heitið 3T ogfjallar ■ JÓN ÓLAFSSON, okkar maður í Moskvu, mun hefja störf á frétta- stofu sjónvarpsins nú um mánaðar- mótin. Hann verður þar í afleysingum næstu tvo mánuð- ina. Jón erlesendum sunnudagsblaðs Morgunblaðsins að góðu kunnur þar JÓN ÓIAFSSON sem hann hefur sent blaðinu reglu- lega pistla um lífíð og tilveruna í Moskvu. Hann stundarþar háskóla- nám í rússnesku. Þetta er þriðja sumarið sem Jón vinnur á fréttastof- unni. ■ HELGA GUÐRUN JOHNSON fréttamaður á Stöð 2 hefur hætt við að hætta á Stöðinni, í bili að minnsta kosti. Til stóð að hún léti þar að störfum um þessi mánaðarmót og hæfí störf hjá út- gáfufélaginu At- hyglihf.enþarer HEIGA GUÐRÚN hún einn meðeig- JOHNSON -enda. Helga Guðrún segir að brottför sinni af Stöð 2 sé frestað um óákveðinn tíma. Hún heldur áfram vinnu að fréttaþættinum 19:19 ásamtfélaga sínum Sigmundi Emi Rúnarssyni. FRÉTTATÍMARIT ÍLEITAÐ ■ VIKURITIÐ TIME LEITAR NÚ LEIÐA TIL AÐ MÆTA AUKINNI FRÉTTASAMKEPPNI FRÁ LJÓSVAKAMIÐLUM Fréttatímaritið Time stend- ur nú á krossgötum. Það hefiir sett markmið á nýja ritstjórnarstefiiu sem tekur mið af því að lesendur eru upplýstir um atburði líðandi stundar og að það þurfi að bjóða þeim upp á eitthvað annað en frásögn. Það leitar nú að skoðunum, sjónarmið- um og skýringum í þeim til- gangi að gera það nútíma- legra, meira ögrandi og til að ná athygli. Það er að hverfa frá þeirri alvarlegu, hnitmiðuðu, hlutlausu, þungu og oft á tíðum leiðin- legu fréttaumfjöllun sem í yfir þrjátíu ár hefiir verið aðal tímaritsins. Ljósvaka- miðlarnir sýna það sífellt oftar í verki að þeir geta sinnt því hlutverki á fúll- nægjandi hátt og það gera þeir því sem næst samstund- is. Mörgum fannst því að Time-fréttamennskan ætti ekki við á vikublaði á tímum gervitugla og beinna útsend- inga. Vandi Time er ekki einstakur. AIls staðarþar sem eðlileg samkeppni á sér stað á fjölmiðlamarkaði, en svo er ekki hér á landi, hafa prentmiðlar í æ ríkari mæli þurft að endurskoða áratuga gamla ritstjórnarstefiiu ein- mitt vegna framþróunar ljósvakamiðla. Eins og fyrr er það þó vikuritið Newsweek sem er helsti keppinautur Time en það hefur þó ekki sömu útbreiðslu, en í viku hverri seljast yfir fjögnr- milljón eintök af Time. Við samanburð á þessum tveimur vikuritum kemur í ljós að News- week hefur léttari eða mýkri áferð, bæði hvað varðar efnisval og efnis- meðferð. Þetta birtist oft á for- síðunni, en Newsweek leyfir sér að hafa saklaus skólaböm og fót- boltakappa á forsíðu þegar Time er frekar með myndir sem sýna alvarlegri hliðar samtímans eins og t.d. ungbörn í hernaði. Að sama skapi virðist Newsweek byggja greinar sínar meira á skoðunum, umsögnum og tilvitnunum meðan Time reynir frekar að sundur- greina og heldur sig við staðreynd- ir. En þarna er þó að verða breyt- ing á ef áðurnefnd endurskoðun á ritstjórnarstefnu Time skilar sér inn á síður rítsins. Time hefur lengi vel verið þekkt fyrir það að láta blaðamenn á vettvangi senda inn einskonar skýrslur sem aðalritstjórar í New York velja síðan hluta úr og bræða saman við búta annars staðar frá og þannig hefur blaðið iðulega birt eina skýra mynd af atburðum. BAKSVID eftir Ásgeir Fridgeirsson Oft hefur verið rætt um nauðsyn þess að koma á fót námi í blaðamennsku eða fjölmiðlun á íslandi, en hingað til hefur það ekki orðið. Raunar hafa sumir talið misráðið að reyna að kenna blaðamennsku og hefur helst verið á þeim að skilja, að blaðamennsku væri ekki hægt að kenna í skólum; til þess að verða góður blaða- maður þyrfti fyrst og fremst gott bijóstvit og svo þann harða skóla sem bíaða- mennskan er þegar út í starf er komið. Bijóstvitið og reynslan eru auðvitað mikilvæg og ekkert getur komið í staðinn. Hins vegar hafa lengi verið starf- ræktir skólar eða náms- brautir í nágrannlöndunum, sem búa menn undir þetta starf eins og hvert annað. Engin ástæða er til að ætla að annað gildi hér á landi — og margir íslenskir fjölmiðl- ungar hefðu gott af dálítilli setu á skólabekk. Nú hefur verið ákveðið að hefja kennslu í hagnýtri fjöl- miðlun við Félagsvísinda- deild Háskóla íslands í haust. Fyrirkomulagið verður þann- ig, að þeir sem hefja námið skulu hafa lokið háskólanámi (t.d. BA-gráðu) í einhverri grein, en blaðamennskunám- ið verður fyrst og femst hag- nýtt nám; æfing og undir- búningur við að koma efni, sem oft er flókið, á einfaldan hátt til neytenda. Blaða- mennskunámið mun felast í eins vetrar námi og síðan 12 vikna starfsþjálfun á fjöl- miðli. Víða erlendis geta menn lokið blaðamennskunámi án þess að taka fyrst háskóla- próf, t.d. geta menn tekið BA-próf í fjölmiðlun í Bret- landi og Bandaríkjunum. Gallinn við slíkt nám er kannski helst sá, að það verður gjarnan dálítið brota- kennt og sitt úr hverri átt- inni; menn læra t.d. eitthvað um félagsfræði fjölmiðla, eitthvað um stjórnmál og eitthvað um hagfræði, auk starfsþjálfunar. Nemendur þurfa þannig ekki að taka neina eina grein föstum tök- um og kafa ofan í hana, í staðinn fá þeir nasasjón af mörgu. Nú er það auðvitað svo, að blaðamenn þurfa að hafa nasasjón af mörgu, ekki síst á íslandi, þar sem sérhæfíng á fjölmiðlunum hefur enn gengið grátlega skammt. Eigi að síður held ég að góð undirstöðumenntun í ein- hverri háskólagrein sé heppi- legur undirbúningur fyrir blaðamann — og skiptir þá ekki öllu hver greinin er. Raunar er beinlínis æskilegt að blaða- og fréttamenn hafí ekki allir lagt stund á sömu greinina í háskóla, þannig að sjóndeildarhringur stétt- arinnar verði sem víðastur. Vonandi verður raunin sú í blaðamennskunáminu í Há- skólanum, að þangað sæki fólk úr mörgum greinum, t.ci. hagfræði, heimspeki, stjórn- málafræði, félagsfræði, sögu, guðfræði o.s.frv. Námið í hagnýtri fjölmiðl- un er auðvitað um ýmislegt ómótað enn og þar hljóta menn að prófa sig áfram — vonandi í góðri samvinnu við gamla jaxla úr blaðamanna- stétt. Nokkur áhersluatriði eru þó ljós. í fyrsta lagi verður rík áhersla lög á íslenska tungu og veitir svo sannarlega ekki af, ef mið er tekið af alltof mörgum fjölmiðlungum samtímans, einkanlega af yngri kynslóð. I öðru lagi þarf að fjalla um fjölmiðlana sjálfa, efnis- tök þeirra og fréttamat, tján- ingarfrelsi, friðhelgi einka- lífs, æruvernd, höfundarrétt, upplýsingaskyldu stjórn- valda, trúnað við heimildar- menn, auglýsingar og rekst- ur fjölmiðla. í þriðja lagi er mikilvægt að.reyna að þjálfa nemendur í því að matreiða flókið efni á skiljanlegan hátt. Þetta á t.d. við um efni af vettvangi stjórnmála og efnahagsmála, meðferð talnaefnis af ýmsu tagi o.s.frv. Að vísu er þetta engan veginn auðlært — og einmitt þama skrikar starf- andi fréttamönnum oft fótur — en sjálfsagt er að reyna eitthvað í þessa áttina. í fjórða lagi verður lögð mikil áhersla á að þjálfa nemendur í störfum blaða- og fréttamanna, bæði á blöð- um og í útvarpi og sjón- varpi. Fjallað verður t.d. um fréttir, uppbyggingu frétta, fréttastíl, ritstjóm, tækni og tækjabúnað, greinaskrif og þáttagerð — og megin- áhersla verður lögð á verk- legar æfíngar. Síðasti þáttur námsins felst svo í því, að nemendur vínna sem sumarmenn á fjöl- miðli og ganga þar að dag- legum störfum. Að því loknu ættu þessir nemendur að vera sæmilega í stakk búnir til þess að takast á við hinn harða heim blaðarrtennsk- unnar. Þess má og geta, að gert er ráð fyrir því, að þetta nám geti líka nýst starfandi blaðamönnum. Auðvitað þurfa þeir ekki á ýmissi þeirri þjálfun að halda, sem aðrir nemendur fá, en í staðinn er gert ráð fyrir að þeir út- búi sína eigin námsáætlun og geti tekið námskeið í ýmsum deildum Háskólans. Rétt er að undirstrika, að auðvitað er hér ekki um að ræða starfsréttindanám, enda verður vonandi aldrei gerð krafa um að þeir einir verði ráðnir til starfa á fjöl- miðlum sem lokið hafa ein- hveiju tilteknu prófi. Hins vegar er vonandi, að þetta nýja nám geti átt ofurlítinn þátt í að bæta blaða- og fréttamennsku í landinu. Þess vegna er mikilvægt, að vel sé vandað til námsins þegar í upphafi — og ekki síst að það sé byggt upp í góðu samstarfi við þá sem á miðlunum starfa. Ólafur Þ. Harðarson r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.