Morgunblaðið - 24.06.1990, Page 4

Morgunblaðið - 24.06.1990, Page 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ betra en drottningar og fyrirrenn- ara Wilsons úr íhaldsflokknum. Vinsældir konungsfjölskyldunn- ar jukust 1969. Þá var sýnd sjón- varpskvikmynd, þar sem fjallað var um fjölskylduna á óformlegan hátt, og hún féll almenningi vel í geð. Sama ár var Karl ríkisarfi krýndur prins af Wales við hátíð- lega athöfn í Caernarvon. Mörgum á óvart þótti hann koma vel fyrir í sjónvarpi og Anna systir hans varð vinsæl fyrir afrek í hesta- mennsku (hún var eitt sinn valin íþróttamaður ársins í Bretlandi). Þannig beindist athygli almenn- ings meir og meir aðöðrum fulltrú- um fjölskyldunnar en drottning- unni og Filippusi prins. Elísabet gat slakað meira á og tók upp þá nýbreytni að ganga út á meðal fólks til að kynnast högum þess og rabba við það í ró og næði, í stað þess að umgangast aðeins aðalsfólk. Þessar gönguferðir hennar (walkabouts) urðu vinsæll siður. Fram að þessu hafði fejmni virzt há drottningu nokkuð. Á tímabili lentu Filippus og Anna prinsessa stundum í útistöðum við fjölmiðla- fólk. Anna nýtur vinsælda fyrir störf í þágu barnahjálparinnar Save the Children Fund. Hún er forseti sjóðsins og hefur ferðazt mikið fyrir hans hönd um Afríku og Asíu. Filippus hefur nokkuð horfið í skugga sonar síns, Karls prins, sem nú heldur uppi svipaðri þjóðfélags- gagnrýni og faðir hans fyrr á árum. Filippus hefur látið náttúru- vemdarmál mikið til sín taka síð- ustu þijá áratugi, m.a. sem forseti World Wide Fund for Nature síðan 1981. Hann hefur einnig unnið að áætlun, sem við hann er kennd (Duke of Edinburgh’s Award Sc- heme) og miðar að því að gera ungu fólki í samveldinu kleift að glíma við spennandi og gagnleg viðfangsefni í tómstundum sínum. KARL í FLOTANUM Karl prins gegndi herþjónustu í flotanum og lauk flugliðsforingja- prófi. Hann hefur kynnt sér ítar- lega ýmsa þætti opinbers lífs í Bretlandi og hefur látið sig hag iðnaðarins miklu skipta. Hann hef- ur beitt sér fyrir eflingu innri borg- arhverfa og héfur mikinn áhuga á menntamálum, vemdunarmálum og byggingarlist. Hinn 29. júlí 1981 gekk hann að eiga lafði Dí- önu Spencer, dóttur Spencers jarls, og þau eiga tvö börn, Vilhjálm prins af Wales (f. 1982) og Hinrik prins af Wales (f. 1984). Næstelzti sonur drottningar, Andrés prins, hertogi af York, barðist í Falklandseyjastríðinu, sem jók vinsældir konungsfjöl- skyldunnar. Nú, átta ámm síðar, er hann liðsforingi um borð í her- skipinu Edinburgh. Hann kvæntist Söruh Ferguson í júlí 1986. Ját- varður prins, yngsti sonur drottn- ingar, stundar leikhússtörf og er vemdari þjóðleikhúss æskunnar í Bretlandi. Vegna tíðarandans var gerð nákvæm rannsókn á fjármálum konungsfjölskyldunnar 1971. Þess var þó vandlega gætt að láta einka- Konungleg regnhlíf: Drottningin í rigningarveðri í Ont- ario. ABETII Hásætisræðan: Drottningin og hertoginn af Edinborg við þingsetningu í lávarðadeildinni. Yngri kynslóðin: Karl prins og Díana prinsessa á svölum Buckingham- hallar eftir brúðkaupið 1981. - sagði Richard R. Best sendiherra um samskipti íslands og Bretlands Richard R. Best sendiherra Breta á íslandi. I tilefni af opinberri heimsókn hennar hátignar Elísabetar ann- arrar Engiandsdrottningar til Is- lands þann 25. júní átti blaðamað- ur Morgunblaðsins stutt spjall við sendiherra Bretlands á íslandi, Richard R. Best. Sendiherrann kom hingað til iands í mars 1989 ásamt Mary konu sínni og hafa þau siðan átt heimili sitt að Lauf- ásvegi 33 í Reykjavík. Þau lijón eiga þijú uppkomin börn, en ekk- ert þeirra býr hér á landi. Richard R. Best er fæddur í Sussex á Suð- ur-Englandi en hlaut menntun sína við The University of Lon- don. Hann er sagnfræðingur að mennt. Til íslands komu þau hjón irá Nígeríu, en Best hefur verið í þjónustu breska utanríkisráðu- neytisins í 25 ár. Áður en hann var í Nígeriu hafði hann m.a. þjón- að landi sinu í Zambiu, Indiandi og í Svíþjóð. „Ég hef lengi haíl mikinn áhuga á Norðurlöndum og þess vegna hafði ég nyög mikla ánægju af veru minni í Svíþjóð og ekki hef ég síður ánægju af að dvelja á Islandi, ég óskaði sérstak- lega eftir að fá að þjóna á íslandi og var svo heppinn að lá þá ósk mína uppfyllta,“ sagði Richard Best, er rætt var við hann á skrif- stofii hans í breska sendiráðinu að Lauíasvegi 49 í Reykjavík. Sendiherrann var spurður um samskipti Bretlands og ís- lands og sagði í því sam bandi að heimsókn hennar hátignar Eiísabetar drottningar Breta væri hápunkturinn á fjölskrúðugum samskiptum Breta og íslendinga sem eiga sér aldalanga sögu. Hann sagði að samskipti þessara þjóða í dag væru mjög góð, bæði hlýleg og vingjamleg. Þessi lönd hefðu iengi átt í blómlegum viðskiptasam- böndum og skipt mikið saman, bæði efnahagslega og menningar- lega. Richard Best sendiheira minnti á að Bretar keyptu þjóða mest af íslenskum fiski og að stór hluti af vörum sem íslendingar flyttu inn kæmi frá Bretlandi. Sendiherrann sagði ennfremur að margir breskir verslunarmenn kæmu árlega hingað á kaupstefn- ur, á vörusýningar og í öðrum við- skiptaerindum. „Við höfum verslun- ardeild í Breska sendiráðinu sem sér um að efla bresk viðskipta- tengsl hér á landi," sagði Richard Best. „Við ráðgerum að hafa kynn- ingu á breskum vörum í Kringlunni á næsta ári. Ég lít svo á að viðskipt- atengsl landanna séu sterk og við- leitnin beinist að því að efla þau enn frekar." Richard Best sagði að breskir ferðamenn kæmu í auknum mæli til íslands. Samkvæmt tölum í Hag- tíðindum, 3. tbl. 1990, komu á síð- asta ári 11.990 ferðamenn með rík- isfang á Stóra-Bretlandi, sem eru 1.726 fleiri en árið 1986. Tæpiega tiundi hver farþegi sem til íslands kom á síðasta ári átti rikisfang á Stóra-Bretlandi. „Það kemur hing- að fjöldi Breta í ferðaleiðöngrum á hveiju ári til þess m.a. að 'klífa ís- lenska jökla og kynnast náttúru íslands," sagði Best. Hann sagði einnig að samskipti á íþróttasviðinu væru talsverð. „Nokkrir íslenskir knattspyrnumenn leika með bresk- um knattspyrnuliðum og breska landsliðið kom hér á síðasta ári. Bresk skáksveit kom hér og tefldi og mig minnir að hún hafi verið í öðru sæti á eftir Rússum. Við höfum einnig sterk tengsi á listasviðinu, hingað hafa komið á þessu ári bre- skir söngvarar og stjórnendur og það má geta þess að Islenskir söngvarar hafa sótt menntun sína til Bretlands. Bretar og ísiendingar eiga margt sameigintegt og hugsa j gjarnan á svipuðum nótum. Margir Islendingar eru búsettir í Bretlandi og á hinn bóginn búa allmargir Bretar á íslandi.“ Það kom fram í samtalinu við Richard Best að íslenskum stúdent- um í framhaldsnámi í Bretlandi er hjálpað á ýmsan máta einsog öðrum erlendum stúdentum í Bretlandi. „Við erum með styrkjakerfi og styrkirnir eru veittir af þeirri skrif- stofu.sem hefur með utanríkismál Samveldisiandanna að gera. Sú skrifstofa tilheyrir þeirri deild sem ég á hlut að í utanríkisráðuneyti okkar Breta,“ sagði Best. „Áy síð- asta ári námu þessir styrkir til ís- lenskra stúdenta tæpum átta millj- ónum íslenskra króna. Þessir styrk- ir eru eingöngu ætlaðir til greiðslu á skólagjöldum, og við búunjst við að á þessu ári verði i sama skyni veitt svipaðri upphæð tii íslenskra stúdenta sem stunda nám í Bret- landi. Auk þess er svo alltaf eitt- hvað um að íslenskir stúdentar fái beina styrki frá þeim háskóla sem þeir stunda nám við. Ég á ekki von á að margir hefji sitt háskólanám í breskum háskólum, fremur en verið hefur. Það eru ávailt miklu fleiri Islendingar I framhaldsnámi í breskum háskólum." Að sögn breska sendiherráns er

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.