Morgunblaðið - 24.06.1990, Side 5

Morgunblaðið - 24.06.1990, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JUNI C 5 Elísabet II. nýtur margra forréttinda. Hún þarf ekk- ert vegabréf, hundaleyfi eða öku- skírteini. Hins vegar má hún ekki kjósa, bjóða sig fram í kosningum eða bera vitni fyrir rétti. Sekkjapípuleikari spilar daglega fyrir drottninguna þegar hún snæðir morgunverð við lítinn fögn- uð Filippusar. Hún hefur gaman af sögulegum skáldsögum og reyf- urum eftir Agöthu Christie og nýt- ur þess að fara á leiksýningar. FJÖLBI GJAFA ■ Frá eldhúsinu til borðstofunnar í Buckingham-höll eru 400 metrar. Vilji drottningin horfa á kvikmynd getur hún brugðið sér í eigin sýn- ingarsal, sem tekur 60 manns í sæti. Stundvísi er dyggð og í höll- inni eru 300 klukkur. Drottningin á fjölda gæðinga. Hún fær kynstur af gjöfum, m.a. gimsteina, málverk og dýr — jafnvel litla flóðhesta og krókódílsunga. Lið 200 þjóna og annars starfsfólks er á hveiju strái. Höllinni hefur verið líkt við stjómardeild á lúxushóteli. Fram til 1957 greiddi drottning- in brezkum hjónum 3 eða 4 pund í verðlaun fyrir að eignast þrí- éða fjórbura. Fyrir fjórum árum sögðu 66% Breta að þá dreymdi drottn- inguna, þeirra á meðal leikararnir Alec Guinness og Judy Dench. Skoðanakannanir hafa þráfaldlega sýnt að meirihluti Breta vill við- halda konungdæminu. Fáa eða enga þjóðhöfðingja Breta hefur verið eins auðvelt að ná sambandi við og Elísabetu II., en hún reynir að veija einkalíf sitt eftir föngum. Henni varð óneitan- lega bylt við þegar óboðinn gestur, Fagan að nafni, birtist í svefnher- bergi hennar fyrir nokkrum árum, en rabbaði rólega við hann. Örygg- isráðstafanir höfðu brugðizt. Fyrir nokkrum árum varð drottningin fýrir skotárás. í ljós kom að beitt var púðurskotum, en stilling hennar vakti aðdáun. Fyrir 11 árum myrti írski lýðveldisherinn Louis Mountbatten og mikill harm- ur var kveðinn að fjölskyldunni. Á Nýja-Sjálandi varð drottning eitt sinn fyrir eggjakasti. Annars hefur henni verið betur tekið en flestum öðrum þjóðhöfðingjum hvert sem hún hefur farið. Fyrir nokkrum árum var um það rætt að Eh'sabet II. kynni að leggja niður völd til þess að Karl prins gæti tekið við. Þær bollalegg- ingar þóttu yfirleitt ekki marktæk- ar. Ástæðurnar voru meðal annars miklir erfíðleikar, sem hlutust af valdaafsali Játvarðar VIII. á sínum tíma, og skyldurækni konungsfjöl- skyldunnar. Auk þess virðist Karl gegna þörfu þjóðfélagshlutverki, sem hann gæti ekki sem þjóðhöfðingi, meðal annars með gagnrýni á nú- tímabyggingalist og hnignandi enskukunnáttu. Að því kemur að hann setzt í hásætið, en móðir hans virðist standa á hátindi ferils síns, þótt hún nálgist eftirlaunaald- ur. Þingsetning: Drottningin kemur ásamt hertoganum af Edinborg til lávarðadeildarinnar, þar sem hún flytur hásætisræðu. •*« & m m Við Kínamúrinn: Drottningin og hertoginn af Edinborg í opinberri heimsókn í Kína. Brúðkaupsdagurinn: Elísabet og Filippus koma frá Westminster Abbey, þar sem þau voru gefin saman 1947. í gildi samningur milli ríkisstjóma Íslands og Bretlands sem kveður á um að íslendingar geti notfært sér heilbrigðisþjónustu Bretlands og gagnkvæmt. „Margir íslendingar hafa farið í aðgerðir til Bretlands hafi tækjabúnaður og aðstaða ekki verið fyrir hendi á íslandi, til þess að gera viðkomandi aðgérð. Mjög oft er um hjartaaðgerðir að ræða. Einn íslenskur vinur minn er t.d. nýlega kominn úr einni slíkri að- gerð í London sem gekk mjög vel,“ sagði sendiherrann ennfremur. „Væri um að ræða eitthvert það svið læknisfræðinnar þar sem ís- lendingar hefðu sérstöðu þá myndu Bretar vafalaust notfæra sér það.“ Richard R. Best sendiherra lagði áherslu á að það væri mikill við- burður á starfsferli hans að vera hér sendiherra þegar hennar hátign Elísabet Englandsdrottning kæmi hingað í opinbera heimsókn. Hann kvaðst áður hafa verið í þjónustu þar sem Prinsinn af Wales kom í heimsókn, svo og Thateher forsæt- isráðherra. „Hennar hátign Elísabet drottning hlakkar til þess að koma í heimsókn til íslands, að því er hún sagði mér í samtali sem ég átti við hana fyrir skömmu," sagði Best sendiherra. Eins og kunnugt er hafa eiginmaður drottningar, Filippus prins, og sonur þeirra Karl prins komið nokkmm sinnum til Islands á umliðnum árum. Guðrún Guðlaugsdóttir fjárhag drottningar afskiptalausan og athyglin beindist að opinberum styrkjum, sem eru nauðsynlegir til þess að fjölskyldan geti sinnt skyldustörfum sínum. Síðan hafa umræður um þessi mál skotið upp kollinum öðru hveiju. Drottningin er ein auðugasta kona heims og gæti ef til vill lagt meira af mörkum. En stundum vill gleymast að konungsfjölskyld- an aflar þjóðarbúinu mikilla tekna í erlendum gjaldeyri með því að laða erlenda ferðamenn til Bret- lands. Styrkurinn til konungsfjöl- skyldunnar nemur innan við helm- ingi þess fjár, sem þarf til að reka konunglegu óperuna í Covent Garden. AFMÆLI Árið 1977 var 25 ára afmælis valdatöku drottningar minnzt við hátíðlega athöfn í St. Pálsdóm- kirkju og efnt var til fyrstu götu- samkvæma í Bretlandi frá stríðs- lokum. Drottningunni var sýndur svo mikill hlýhugur á afmælinu að það virðist hafa komið henni á óvart. í tilefni þessara tímamóta ferðuðust drottningin og maður hennar um samveldið og þeim var hvarvetna vel fagnað. Milljónir fylgdust með hátíðahöldunum i útvarpi og sjónvarpi. Sama ár eignuðust Anna prins- essa og maður hennar, Mark Phillips höfuðsmaður, son og drottningin varð amma í fyrsta sinn. Þegar Díana prinsessa varð hluti af fjölskyldunni dró enn úr vinnuálagi drottningar og Elísabet drottningarmóðir hefur stöðugt haldið áfram að koma fram. Díana er ein mesta „fjölmiðlastjarna" í sögu konungsfjölskyldunnar, en drottningin hefur aldrei reynt að líkja eftir henni. Óbein áhrif drottningar koma ekki sízt í ljós þegar nýr forsætis- ráðherra er valinn. Árið 1963 skip- aði hún Sir Alec Douglas-Home (Home lávarð) í það embætti, ári áður en Verkamannaflokkurinn komst til valda. Sú ákvörðun mælt- ist misjafnlega vel fyrir. Hún varð aftur að treysta á eigin dómgreind þegar hún ákvað að skipa ekki Edward Heath aftur forsætisráð- herra 1974. Hún gegndi líka mikilvægu hlut- verki bak við tjöldin á ráðstefnu samveldisins í Zambíu 1979. Henni var þakkað það að ráðstefnan fór ekki út um þúfur og undirritað var svokallað Lusaka-samkomulag, sem leiddi til viðræðna um framtíð Rhódesíu í Lancaster House í Lon- don. Þar var ákveðið að Zimbabwe skyldi hljóta sjálfstæði. Mörg samveldismál, sem drottn- ing hefur áhrif á, vekja litla at- hygli, til dæmis námsgjöld stúd- enta frá samveldinu í Bretlandi. Hún mun einnig vaka yfir velferð útvarpssendinga BBC til annarra landa. Drottningin veitir forsætisráð- herra áheyrn einu sinni í viku. Hún hefur unnið með átta brezkum for- sætisráðherrum síðan Churchill setti hana inn í störf stjórnarinnar fyrir 38 árum. Á þessum tíma hef- ur hún lesið öll stjórnarskjöl, sem máli skipta, svo að þekking hennar er yfirgripsmikil. Þessi skjöl fylgja henni hvert sem hún fer í „rauðum kössum“. „Hún fýlgist mjög vel með,“ sagði Harold Macmillan fyr- ir 30 árum. Starf drottningar er því ekki einungis í því fólgið að koma fram opinberlega og mikill hluti þess er unninn í kyrrþey. Tíðar heimsóknir hennar til annarra landa eru erfið- ar og krefjast mikils undirbúnings. Opinberar athafnir og önnur skyld- ustörf krefjast mikils tíma. Dróttn- ingin er einnig óþreytandi að koma fram við margvísleg tækifæri í tengslum við landbúnað, iðnað, menntir, listir, læknavísindi og íþróttir og gerir sér far um að kynna sér nýjungar á þessum svið- um. Elísabet II. er höfuð landhers, sjóhers og flughers. Hún er einnig höfuð kaupskipaflotans og fiski- skipaflotans. Vald hennar gæti reynzt mikilvægt ef til deilu um stjórnarskrána kæmi, eða ef eng- inn meirihluti myndaðist á þingi. Margir Bretar telja hana mikil- væga vörn gegn of miklu valdi stjórnmálamanna og herforingja Mikilvægt er að brezkir liðsfor- ingjar eru bundnir tryggð við krún- una, en ekki þingið. Ef til þess kæmi að eitthvert flokksbrot á .þingi reyndi að koma í veg fyrir nýjar kosningar gæti drottningin rofið þing, efnt til kosninga og herinn mundi hlýða skipunum hennar. Hittir indíána: Drottningin tekur við blómum frá indíánabörnum í Kanada.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.