Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ c Þessi fréttamennska hefur löngum þótt áreiðanleg, góð og traustvekj- andi en ekkert endilega alltaf áhugavekjandi. Þessu á nú að breyta. Nú er stefnt að því að láta blaðamenn á vettvangi skrifa und- ir eigin nafni og þá væntanlega hver á sinn hátt. Gott dæmi um þessi vinnubrögð er í nýlegu tölu- blaði þar sem einn og sami maður- inn birtir eftir sig greinar frá Afg- anistan, Norður-Irlandi, Burma og Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hann fjallar um börn í stríði vopnuð byssum. Að undanförnu hafa einnig verið áberandi í Time burðargreinar sem sýna þverskurð af manni, svokalllaðir prófílar, sem skrifaðir hafa verið af einum manni. Að sjálfsögðu var riðið á vaðið með Gorbasjov, en einna mesta athygli hefur vakið prófíll sem gerður var af Don Quale, varaforseta Bandaríkjanna, þar sem háðulega voru dregnir í efa hæfileikar hans til þess að setjast í stól Bandaríkjaforseta. Heiti þeirrar greinar var „No Joke“ eða „Ekkert grín“. Þessar breytingar á Time bera það með sér að vikuritið er með breyttum áherslum að fjarlægjast raunverulega atburði en eltir uppi flest það sem þeim tengist. Þetta hefur Newsweek gert og breska vikuritið The Economist notar at- burðina einungis sem kveikju að umíjöllun um einhveija tiltekna þróun eða breytingu. Almennt vikulegt fréttatímarit, og þá einnig mánaðarlegt, selur ekki fréttir heldur eitthvað sem tengist frétt- um nema í undantekningartilfell- um þegar því tekst að vinna eigin einkafrétt, en það verður sífellt erfiðara því dagblöð og ljósvaka- miðlar eru fyrir í miklum darraðar- dans á því sviði. Það er mikil kúnst að standa að fréttamiðli sem segir ekki frétt- ir en þarf samt að vera áhugavekj- andi. Þróun næstu ára hvað varð- ar efnistök og efnisval ólíkra fréttamiðla mun einkennast í auknum mæli af vaxandi skilningi manna á því hvernig almenningur nýtir sér tiltekinn miðil, en lengst af hefur þróuninni verið stýrt frá hinum enda miðlunarferilsins, þ.e. þeirra sem skrifa eða segja frétt- ir. Fréttarit býður upp á hið ritaða mál og kostir þess fram yfir önnur samskiptaform ættu því að setja svip á ritstjórnarstefnu ritanna í framtíðinni. Dvínandi áhugiá knattspymu ÍÞRÓTTIR njóta sífellt minni vin- sælda meðal sjónvarpsáhorfenda í Bretlandi og óvinsældir knatt- spyrnu hafa aukist mest sam- kvæmt nýjum rannsóknum. Þetta veldur ráðamönnum brezkra sjón- varpsstöðva áhyggjum þar sem stöðvarnar hafa varið töluverðum uppliæðum til að fá að sjónvarpa frá HM-keppninni. sem nú stendur sem hæst. Fyrir 20 árum var knattspyrna langvinsælasta íþróttaefnið í sjónvarpi í Bretlandi. Þá sögðust tæplega 60% áhorfenda hafa gaman af að fylgjast með knattspyrnu í sjón- varpi, en aðeins 20% nú. Nú er snók- er vinsælasta íþróttaefnið en knatt- spyrna er í íjórða sæti. Einnig eru bæði frjálsar íþróttir og tennis vinsælla sjónvarpsefni en knattspyrna. Steven Barnett, einn af forstöðu- mönnum breskrar útvarpsrann- sóknanefndar, segir að þessi dvínandi áhugi stafi af því að íþrótt- ir hafi að miklu leyti verið fluttar M af besta sýningai-tíma. Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Finnbogi Hermmannsson, forstöðumaður Svæð- isútvarps VestQarða, ásamt Guðjóni Bijánssyni fréttamanni og Kristjáni Jóhanni Guðmundssyni tæknimanni. Utsendingartlmi svæðisútvarpa styttur: Ekki að ósk Vestnrðinga segir Finnbogi Hermannsson ÚTVARPSRÁÐ hefur tekið ákvörðun um að útsendingar svæðisútvarpa verði styttar. Fyrir Svæðisútvarp VestQarða þýðir þetta að útsendingar verða í 22 mínútur, tvisvar í viku, í stað þess vera tæpan klukkutíma tvisvar í viku. Hins vegar er ætlunin að bætaþriðja útsendingardegi við innan skamms. Finnbogi Hermannsson, forstöðu- maður Svæðisútvarps Vestljarða, segist mjög ósáttur við þessa ákvörðun. „Það hef- ur enginn hér fyrir vestan beðið um að þessu yrði breytt. Ég vil að við fáum okkar útsendingartíma aftur, hvað sem útsending- um annarra svæðisútvarpa líður,“ sagði Finnbogi í samtali við Morgunblaðið. okkur óánægja hefur komið fram hjá fólki á landsbyggðinni með að geta ekki hlust að á þáttinn Þjóðarsáiina á Rás 2, sem sendur er í loftið á sama tíma og svæðisútvörpin. „Þessi ónægja hefur sérstaklega verið bundin við Norðausturhornið. Líklega er verið að sinna kröfum þaðan, svo og kröfum Stefáns Jóns Hafstein," sagði Finnbogi. Að sögn Finnboga þýðir ákvörðun útvarps- ráðs, að dagskrárgerð leggst að mestu af hjá Svæðisútvarpi Vestfjarða. Grónufélagið ó Akureyri. Sumir Islendingar veðja á SÝSLUBRÉF Þróttmikil atvinnufyrirtæki eru undirstaða öflugs efnahagslífs. Þau skapa almenningi atvinnu, þjóðarbúinu tekjur og eigendum sínum arð. Sýslubréf eru sniðin að þeim aðstæðum sem íslend- ingar skapa sér með bjartsýni og baráttuanda á degi hverjum. Að baki Sýslubréfum standa fjár- festingar í hlutabréfum og ððrum verðbréfum. Þannig fæst jafnari ávöxtun en ef einungis væri fjárfest í hlutabréfum eins eða fleiri fyrir- tækja. Sýslubréf gera öllum kleift aö fjár- festa í hlutabréfum og draga úr sveiflum í ávöxtun með því að dreifa áhættu. Ungt fólk sem er að hefja störf í at- vinnulífinu getur oft leyft sér að fjár- festa í áhættumeiri verðbréfum. Það á fyrir höndum langan starfs- aldur, hefur ekki fyrir mörgum að sjá og margir á þessu æviskeiði afla þá tekna umfram þarfir. Við þær aðstæður er freistandi að spara með því að leggja mánaðar- lega fyrir ákveðna upphæð af launum og leita eftir aukinni arð- semi svo að eignamyndun verði hröð. Dæmi: Ung hjón kaupa Sýslubréf fyrir 20.000 krónur á mánuði í 3 ár. Að þeim tíma liðnum gætu þau átt rúmlega 835.000 krónur í Sýslu- bréfum að núvirði.* * Án innlausnargjalds, miðað við að 10% árleg raun- ávöxtun náist á sparnaðartimanum. Sérfræðingar Landsbréfa h.f. sjá um alla umsýslu, svo að eigendur Sýslubréfageta notið áhyggjulausrar ávöxtunar. Leitið ráða hjá Landsbréfum h.f. Komið og fáið nánari upplýsingar, bæklinga og aðstoð hjá ráð- gjöfum okkar og umboðsaðiium í útibúum Landsbanka íslands og Samvinnubankans um land ailt. j§ LANDSBRÉF H.F, Landsbankinn stendur með okkur Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík, sími 606080 Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aöiti að Veröbréfaþingi íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.