Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ C 7 Fuglaskoðun var eitt helsta áhugamál prinsins. Hér er hann ásamt dr. Finni Guðmundssyni fuglafræðingi við þá iðju. ræðuna inn á segxilband...„og ég hlustaði á hana þangað til ég var búinn að læra orðin utanbókar," sagði hann. Fuglaskoðun og laxveiði Eitt helsta tómstundargaman Filippusar prins á þessum árum var fuglaskoðun og notaði hann tíma sinn hérlendis óspart til þeirrar ið- kunnar. Eftir ávarpið á svölum þinghússins fór Filipus prins til Bessastaða. Þaðan lá leiðin í fugla- skoðun út_á Álftanes. Með Filippusi í för var Ásgeir Ásgeirsson forseti. Hann sagði að lokinni fuglaskoðun- inni: „Prinsinn þekkti alla fugla með nafni og virtist eins vel að sér í fuglafræði og Bjarni Sæmunds- son, sem kenndi mér þessa grein á sínum tíma.“ í kvöldverðarboði fyrsta kvöldið á íslandi hélt Filippus prins ræðu og sagði svo í upphafi hennar: „Herra forseti. Móttökur af yðar hálfu og þau lofsamlegu orð sem þér hafíð látið hér falla í minn garð eru mér mikið ánægjuefni. Mig langar til að nota tækifærið til þess að segja yður hve mjög mér þótti til þess koma, hve hlýlega og hjart- anlega svo mikill fjöldi Reykvíkinga tók mér í dag.“ Á öðrum degi heimsóknar sinnar til íslands var Filippusi prins boðið í laxveiði í Norðurá. Hélt hann til veiða að lokinni skoðunarferð um Þingvelli í fylgd meðal annara Bjarna Beneditkssonar forsætisráð- herra og Kristjáns Eldjárns þjóð- minjavarðar. Þegar til kom reyndist prinsinn mjög áhugasamur laxveiði- maður. Hann setti í þijá laxa og tókst að landa þeim þriðja. Að því loknu varð honum að orði: „Þetta er paradís." Veiðisvæðið sem hann var á kallast Konungsstrengur skammt fyrir neðan Laxfoss. Dvaldi Filippus við veiðina um klukkutíma lengur en ráðgert hafði verið þrátt fyrir rigningu og dumbungsveður. í frásögn Morgunblaðsins af þess- um degi segir m.a.: „Að veiði lok- inni var haldið í veiðihúsið. Kominn var tími fyrir hið enska síðdegis-te. Prinsinn var himinlifandi yfír vel- heppnaðri ferð og góðri veiði. Áður en hertoginn af Edinborg kvaddi, var hann sæmdur gullmerki stanga- veiðimanna og gerður heiðursmeð- limur Stangveiðifél. Reykjavíkur. Snéri Filippus prins sér með stolti að mönnum sínum með merkið í barminum og sagði: „Now I am in the Trade Union.““ Síðasta deginum sínum á íslandi eyddi Filippus prins við Mývatn að skoða fugla og náttúru þess svæð- is. Áður enn hann hélt til Mývatns hafði hann viðkomu á Akureyri og sat þar boð bæjarstjórnar. Leið- sögumaður um Mývatn var dr. Finnur Guðmundsson fuglafræð- ingur. „Á leið sinni nam prinsinn staðar nokkrum sinnum og hugaði að fuglum, en lengst staldraði hann við, þar sem Laxá í Þingeyjasýslu fellur úr vatninu. Þar gengu þeir dr. Finnur um góða stund og sáu bæði straumendur og húsendur, en þær andartegundir verpa ekki ann- ars staðar í Evrópu. Lék prinsinum því mikill hugur á að sjá þær og mynda. Var þetta því hápunktur ferðalagsins, að því ef til vill undan- skildu er prinsinn skoðaði fálka- hreiður í Dimmuborgum síðar um daginn," segir í Morgunblaðinu. Flogið var til Reykjavíkur frá Mývatni og flaug Filippus prins flugvélinni, sem flutti hann, sjálfur. Það var Bonaza-flugvélin Vorið, í eigu Björns Pálssonar. Tók Filippus við stjórn vélarinnar eftir flugtak og hélt um stjórnvölinn suður til Mosfellssveitar. Síðasta kvöldið sitt á íslandi efndi Filippus prins til kvöldverðar- veislu um borð í Britanniu. í ávarpi sem prinsinn flutti við það tækifæri þakkaði hann aftur kærlega fyrir sig og sagði að ef allar heimsóknir, opinberar eða ekki, væru jafn- skemmtilegar og þessi vildi hann alltaf vera að ferðast. Karl prins er sá meðlimur bresku konungsfjölskyl- dunnar sem mest og nánust kynni hefur haft af Islandi. Britannia, snekkja hennar hátignar, á siglingu við strendur Bretlands. BRITANNIA, SNEKKJA HENNAR HÁTIGNAR: r' I annað sinn við íslandsstrendur Hinn konunglegi borðsalur um borð í Britanniu. Setustofan um borð í snekkjunni. BRITANNIA, snekkja hennar hátignar Elísabetar Bretadrottningar, lagði að bryggju í Reykjavík í morgun sunnudag. Mun snekkjan verða aðsetur drottningar á meðan á opinberri heimsókn hennar, og Filippusar prins, stendur næstu tvo daga. Þetta er í annað sinn sem Britannia kemur hingað til lands, hún var farkostur Filippusar prins er hann heimsótti Island sumarið 1964. Var henni þá siglt hringinn í kringum landið áður en hún lagðist að á ytri höfninni í Reykjavík þann 30. júní. Britannia er iðjulega aðsetur Breta- drottningar, og fjöl- skyldu hennar á ferðum hennar um heiminn og hefur svo verið frá því að snekkjunni var hleypt af stokkunum árið 1953. Snekkjan tók við hlutverki sínu af hinni 50 ára gömlu snekkju HMS Viktoria and Albert sem ekki var lengur sjófær. Britannia hefur tek- ið þátt í æfingum breska flotans og um borð fara fram hefðbundnar sjómælingar í ferðum hennar. Árið 1986 er hún var á leið til Nýja Sjálands tók Britannia þátt í brott- flutningum Breta og fólks af öðru þjóðerni frá Yemen er alvarleg átök brutust út í höfuðborg þess ríkis Aden. Það var skipasmiðjan John Brown Ltd. sem fékk það verkefni 1952 að smíða Britanniu. Og tveimur árum seinna var hún tekin í notkun af breska flotanum. Heild- arkostnaður við smíði hennar nam 2,1 milljón punda. Britannia er 125 metrar á lengd og 5.862 brúttólest- ir að stærð. Við smíði hennar var haft í huga að snekkjan myndi hafa tvennu hlutverki að gegna, annarsvegar sem skip hennar há- tignar og bresku konungsfjölskyl- dunnar og hinsvegar sem spítala- skip. Ef þyrfti að grípa til hennar sem spítalaskips er hægt að annast um 200 sjúklinga um borð í einu. Þó Britannia tilheyri breska flot- anum er yfirstjórn hennar sjálfstæð og heyrir beint undir The Flag Officer Royal Yachts. Sá sem gegn- ir þessari stöðu telst meðlimur starfsliðs konungsfjölskyldunnar. Fullmönnuð áhöfn Britanniu telur 22 sjóliðsforingja og 254 menn sem allir eru sérstaídega valdir úr hópi sjálfboðaliða úr breska flotanum. Það þykir mikill heiður innan flot- ans að þjóna um borð en sú þjón- usta hefur engar sposlur í för með sér umfram það sem gengur og gerist í flotanum. Sjóliðsforingjar þjóna í tvö ár í senn en um tveir þriðjuhlutar annara áhafnarmeð- lima eru um borð tii loka ferils síns í flotanum, aðrir þjóna í um þrjú ár í senn. Þegar Britannia kom hingað til lands 1964 var áhöfn hennar boðið í kynnisferð til Þingvalla og Hvera- gerðis. Leiðsögumenn voru þeir Gunnlaugur Þórðarson, Valtýr Pét- ursson listmálari og kona hans Herdís Vigfúsdóttir. Við skulum grípa aðeins niður í frásögn blaða- manns Morgunblaðsins úr þessari ferð: „Þegar við ókum Þingvalla- veginn fram hjá Mosfelli tók Gunn- laugur að segja Bretum frá Agli Skallagrímssyni og eftir það dott- aði enginn. Þeir skemmtu sér vel, þegar þeir heyrðu af fyrstu afrek- um hans í bernsku, einkum er hann drap leikfélaga sinn 7 ára. „Þetta hefur verið mesti efnispiltur," varð einhveijum að orði. Margir höfðu heyrt minnzt á Egil áður, en þegar við keyrðum framhjá Gljúfrasteini kom það upp úr kafínu að enginn hafði heyrt Laxness getið." Endurbætur á Britanniu hafa venjulega farið fram í flotastöðinni í Portsmouth. Fyrsta meiriháttar yfírhalningin á snekkjunni fór þar fram 1972- 73 þegar verulegar endurbætur voru gerðar á íverum áhafnarinnar. Árið 1987 fór svo snekkjan aftur í slipp og þá voru gerðar á henni breytingar sem lengia líftíma hennar fram á næstu öld, íbúð konungshjónanna er í skut snekkjunnar ásamt skrifstofum og káetum fyrir starfsfólk konungs- fjölskyldunnar. Drottningin og her- toginn af Edinborg réðu sjálf inn- réttingum og vali húsgagn í vistar- verur sínar en þar er að finna muni frá Victoriu and Albert auk minjagripa frá eldri konungs- snekkjum breskum. Ýmsar hefðir hafa skapast um borð í Britanniu þar á meðal að áhöfnin er í öðruvísi einkennisbún- ingum en aðrir sjómenn flotans. Búningarnir eru af gamalli gerð með svartan silkilinda á buxum, hvít merki eru á búningunum í stað rauðra eins og eru á öðrum skipum flotans og á fótum eru sérstakir strigaskór með gúmmísólum í stað hins hefðbundna skóbúnaðar flot- ans. Einnig má geta þess að skip- anir á dekki eru gefnar og fram- kvæmdar án orða eins framarlega og unnt er. Frá því að Britanniu var hleypt af stokkunum hefur hún silgt um 900.000 þúsund sjómílur. Snekkjan hefur heimsótt allar heimsálfur og flest öll ríki breska samveldisins. Og í dag liggur hún i annað sinn í höfninni í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.