Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMDI SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ C 29 Lagt í’ann, út rennuna úr Lónkotshöfn. ' Morgunblaðið/Björn Bjömsson Frá Lónkotshöfix. létt undir svo og nágranna sínir, sem vildu gjarnan notfæra sér þá aðstöðu sem þarna skapaðist. En Jón Torfi hafði fleiri járn í eldi. Jafnframt því að gera höfnina eins góða og mögulegt var, tók hann til við að breyta gömlum fjár- húsum og hlöðu í fiskmóttöku og verkunarhús. Þeim breytingum er nú lokið og hefur Jón Torfi fengið heimild til fiskverkunar í hinum nýendurgerðu húsum. En eins og sjósóknin var fyrri Lónkotsbændum aðeins aukabú- grein þegar verr áraði fyrir almenn- an búskap, segir Jón Torfi að aug- ljóst sé að hann verði að hafa eitt- hvað annað með útgerðinni, til þess að mæta sveiflunum, því að til dæmis í vor hafi grásleppuvertíðin nánast brugðist og vegna kulda í sjónum hafi lítið veiðst í firðinum það sem af er sumri. Vegna þessa hefur hann nú brugðið á það ráð að koma upp aðstöðu til gistingar og móttöku á ferðamönnum og getur nú tekið við 10 til 15 manns í svefnpokagistingu með prýðilegri eldunaraðstöðu, en einnig getur Jón tekið við fólki og leigt því herbergi með uppbúnum rúmum bæði heima í Lónkoti og eins sagðist Jón Torfi geta vísað á herbergi á nágranna- bæjum ef þyrfti. Ekki ætti að væsa um gesti þá sem hugsa sér að heimsækja at- hafnamanninn Jón Torfa í Lónkoti, og ýmislegt sem hægt er að gera sér til afþreyingar því silungsveiði er í vatni, nánast í túninu og eins geta menn skroppið á handfæri út á sundið á kyrrum sumarkvöldum. Það er alltaf eitthvað hægt að gera, bara að finna sér það, og það er skemmtilegt að glíma við þetta sagði Jón Torfi Snæbjörnsson að lokum. - BB f ' I Allir bestu miðarnir búnir Til Velvakanda. Miðvikudaginn 20. júní kl. 16 hófst miðasala á tónleika Bob Dylans í Laugardalshöllinni og hófu hörðustu aðdáendurnir biðina strax kl. 8 um morguninn, og var ég einn af þeim ágæta hóp. Astæða árvekn- innar var sú að reyna að næla mér í sæti á góðum stað og helst beint fyrir framan svið. Höllin hafði verið hólfuð niður í sjö svæði, og af þeim fjórum sem voru neðan við stúkuna var eitt fremst og best og tók 200 manns í sæti. í því samspili leiks og tóna sem tónleikar eru finnst flestum nokkuð á sig leggjandi að vera á sem bestum stað og þrátt fyrir að biðin í þetta sinn hafi e.t.v. ekki jafnast á við nokkurra sólar- hringa biðtíma á stórtónleika er- lendis, fannst mér, íslendingnum, 8 klst. bið auk þess að vera í hópi þeirra 10 fyrstu, einhverrar umbun- ar virði. Leið nú og beið og loksins opnað- ist miðasalan, þeir fyrstu gengu kampakátir út með 6 miða hver á besta stað, en þegar röðin kom að stúlkunni sem stóð fyrir framan mig fékk hún það svar að allir 200 bestu miðarnir væru búnir. Við bentum miðasölustúlkunni strax á að í hæsta lagi væri búið að selja 50 miða og að afgangurinn hlyti að leynast þarna einhvers staðar í miðasölunni. Svörin voru samt þau að ekki væru fleiri miðar til og gengum við félagarnir að lokum heldur sneyptir út með nokkra miða í miðjum sal. Nú er það ekki ætlun mín með þessari sögu að opinbera nokkra sjálfsvorkunn frammi fyrir alþjóð, heldur að varpa fram þeirri spurningu hvert miðarnir 150 hafi farið. E.t.v. er eðlilegt að helstu aðstandendur tónleikanna og jafn- vel nokkrir blaðamenn og annað fjölmiðlafólk hafi getað „reddað“ sér góðum miðum með lítilli fyrir- höfn, en ég á bágt með að trúa að • þessi hópur telji 150 manns og því eðlilegt að spyija hveijir aðrir „gæðingar“ Listahátíðar hafi þarna fengið að fljóta með. Þeir hljóta að hafa verið allnokkrir og því spyr ég: Hefur einhver þröngur hópur „gæðinga“ Listahátíðar meiri rétt á miðum fyrir sig og aðstandendur sína en fólk sem leggur á sig 8 tíma Til Velvakanda. kkur vistmenn sem gistum í Þingholtsstræti 25, svoköll uðu gistiskýli, langar að koma með fyrirspurn um það hvort ekkert eigi að gera í okkar málum, okkur í hag. Meinum okkur svokallaða úti- gangsfólk. Við erum á vergangi alla virka daga vikunnar frá ýmist kl. 9 og 10 allt fram til kl. 19. En á laugardögum og sunnudögum er okkur sýnd sú miskunn að fá að vera inn á herbergjum til kl. 13 en þá er herbergjunum læst og þá verða vistmenn að sitja inní reyk- stofu sem er um 10 fm, svo er sjón- varpsstofa sem er um 15 fm. Þetta á að heita gott fyrir 14 manneskj- ur. Vistmenn eru svo á 9 tíma ver- gangi 5 dagá vikunnar eins og áður var nefnt. bið með tilheyrandi vinnutapi, á næðingssömum íslenskum sumar- degi? Mér þætti vænt um ef forsvars- menn Listahátíðar gætu leitt okkur í allan sannleikann um hvaða fólk því þykir svona ómissandi á tónleik- um Dylans, en því get ég lofað að ég og aðrir sem biðum þennan langa miðvikudag eigum eftir að virða fólkið í fremstu sætunum vel fyrir okkur á tónleikunum, vitandi það að íslenskur klíkuskapur er ennþá til og verður það eflaust líka á næstu popptónleikum Listahátíðar. Góða skemmtun á tónleikunum! Kjartan Jónsson Þarna gista menn á öllum aldri og með misjafnt heilsufar, meðal annars krampaveikir svo eitthvað sé nefnt asamt því að margir eru öryrkjar. Eins og viti bornir menn ættu að sjá í hendi sér þá vantar þetta fólk athvarf yfir daginn. Svona lagað þekkist varla í svört- ustu Afríku. Hvernig væri að þeir sem þessum málum ráða gerðu nú eitthvað til bóta fyrir þetta svokallaða úti- gangsfólk. Ekki er nóg að lofa öllu fögru fyrir kosningar og svo ekki söguna meir. Hvernig væri nú að koma til móts við þá sem minna mega sin í þjóðfélaginu. Oskum eftir úrbótum sem fyrst í þessum málum. Með vinsemd í huga. XHE Raunasaga útigangsfólks 1,2,3,4 og allir af stað... ... með Úrvali-Útsýn í sólina. Portúgal i 1. júlí - örfá sæti laus. Kýpur Farið alla miðvikudaga. Kannaðu kjörin. Majorka Næsta brottför 27. júní - 6 sæti laus. Costa del Sol 29. júní, 6. júlí - síðustu sætin. Ódýrara en þig órar fyrlrl lÍRVAL'IÍTSÝN Álfabakka 16, sími 60 30 60 og Pósthússtræti 13, sími 26900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.