Alþýðublaðið - 13.01.1959, Qupperneq 3
Búist við að sjóði uppúr þá og þegar
Jóhannesarborg og Brussel, 12.
jan. (Reuter). — FRÉTTARIT-
ARAR í Jóhannesarborg telja
að allmiklu meira mannfall
hafi orðið í óeirðunum í Leo-;
poldville í Belgíska Kongó en |
opinberar heimildir hafa gefið
upp. Samkvæmt fréttum frá
Belgíu var talið að 42 menn
hefðu látið lífið en fullyrt er
að um 500 manns hafi fallið.
RÍKISÚTVARPIÐ mun hefja
flutning á sjö hálítíma þáttum,
næstkomandi miðvikudag. Er
það geimferðasaga í leikformi,
sem nefnist Milljón mílur
heim.
Höfundar sögunnar eru Sig-
urður Þorsteinsson, bankamað-
ur 0g Knútur Skeggjason,
magnaravörður.
Leikstjóri er Helgi Skúlason
og leikendur eru Róbert Arn-
finnsson, Baldvin Halldórsson,
Bessi Bjarnason og Helga Bach
mann.
Þættirnir verða fluttir á mið-
vikudögum næstu sjö vikurn-
ar kl. 22.10.
Efni þáttanna fjallar um för
til tunglsins og heim aftur og
allt það, sem þar getur komið
fyrir, svo sem laumufarþega í
skipinu og hliðarstökk, þ. e. a.s.
skipsins.
Allar framkvæmdir eru stað
settar á íslandi og áhöfnin ís-
lenzk.
Stúdentafélags-
Enda þótt friður ríki nú á yf-
irborðinu í Leopoldville er
miikil ólga undir niðri. Fjöldi
landnema af evrópískum ætt-
um hafa yfirgefið Kongó og
portúgalskir kaupmenn í Leo-
poldville hafa óskað eftir að
fara til Angóla, sem er portú-
galskt land.
Gífurlegt eignatjón varð í ó-
eirðunum í Kongó, fjöldi
verzlana, vöruhúsa og annarra
bygginga var eyðilagður. Er
tjónið metið á fimm og hálfa
milljón sterlingspunda.
Lögregla og herlið Belgíu-
manna hefur mikinn viðbúnað
þar eð búizt er við að óeirðir
hefjist aftur þá og þegar.
Það var opinberlega tilkynnt
í Brussel í dag að 1060 fallblíf-
arhermenn væru á leið til
Kongó. Tveir innfæddir borg-
arstjórar í Leopoldville hafa
verið handteknir, sakaðir um
að hafa hvatt til hermdarverka.
Foringi Akabaflokksins, sem
berst fyrir pólitísku sjálfstæði
Kongó hefur einnig verið fang-
elsaður. Belgíska stjórnin hef-
ur ákveðið að banna alla starf-
semi Akabaflokksins, og flest-
ir foringjar hans hafa verið
handteknir.
MATUR ER MANNS
INS MEGIN.
Af þeirri ástæðu liafa
allir matsveinar í brezka
flotanum sótt ellefu
vikna námskeið nýlega,
til þess að bæta um mat
inn á fleytunum. — Hér
sjáið þið sjólliðsforingja
dænta um árangur í mats
eld ungra sveina.
mwwHwwwwwmwvw
fundur
FUNDIJR verður haldinn í
Stúdentatfélagi Reykjsvíkur. —
Fundarefnið er kjördæmamálið.
Framisögumenn eru Jóhann
Hafstein og Gísli Guðmunxls-
son. A eftir framsögum verða
frjálsar umræður.
Fundurinn verður haldinn í
Sjálfstæðishúsinu og hefst kl.
8,45.
II. norræna blaðamennsku
námskeiðið við Arésaháské
ANNAÐ norræna blaða-
mennskunámskeiðið við blaða-
mennskudeildina við Árósar-
háskóla hefst þann 1. febrúar
n.k. og stendur yfir í þrjá mán-
uði. — Til þessa námskeiðs var
stofnað af Norræna ráðinu og
standa öll Norðurlöndin fimm
að því fjárhagslega. Stjórn
námskeiðsins skipa fulltrúar
frá blaðamannafélögum á Norð
urlöndum.
Fyrsta námskeiðið var hald-
ið £ fyrravetur. Þar var meðal stjóri námskeiðsins
annars farið yfir samtíðarsögu Fink prófessor lætur
reynslu í blaðamennsku og
vera starfandi blaðamenn.
Rúm í heimavist blaðamennsku
deildarinnar takmarkar þátt-
takendur við 15. Að þessu sinni
verða þátttakendur 6 frá Nor-
egi, 4 frá Danmörku, 4 frá Sví-
þjóð og 1 frá Finnlandi. Engin
umsókn barst frá íslandi frek-
ar en í fyrra.
Kennaralið verður næstum
hið sama og í fyrravetur. Þó
hefur sú breyting orðið, að for-
Troels
af störf-
Kæri S.O.S.!
Norðurlandanna, því einn höf-
uðtilgangur með námskeiðum
þessum er einmitt að starfandi
blaðamemi fái tækifæri til þess
að kvnna sér hvað er að ger-
ast í bræðralöndunum.
Þátttakendur í námskeiðun-
um verða að hafa haft nokkra
um, en við tekur Jörgen Dich
prófessor. ívar Guðmundsson
ritstjóri og blaðafulltrúi hjá
Sameinuðu þjóðunum verður
aftur í vetur kennari á nám-
skeiðinu. Hann er einnig full-
trúi Blaðamannafélags íslands
í stjórn námskeiðsins.
Herðið söluna í Happdræiti úlþýðuflokksins.
STÖÐUGT er verið að senda út happdrættismiða
Alþýðuflokksins. Enx flokksmenn um land allt beðnir
að herða söluna. Skrifstofa hanpdrættisins er í Reykja-
vík, sími 16724, en starfsm.aður liapndrættisins er Albert
Magnússon. Eru menn beðnir að hafa samband við skrif-
stofuna. Myndin hér fyrir ofan er af hinni glæsilegu
happdrættisbifreið.
Agæt færð á vegum
Fregn tij Alþýðublaðsins.
Selfossi í gær.
ÁGÆT færð er nú urn þjóð
vegi hér austur um allar sveitir,
vegir auðir og samgöngur með
eðlilegum hætti. Frost fer
minnkandi í dag. — G. J.
MINAR beztu þakkir fyrir
tilskrifið í „Alþýðub:aðinu“, og
það traust, sem þú þar auðsýn-
ir mér. Sannarlega væri mér
kært að geta léð þér liðsemd
.mína, þar sem ég sé, að þú átt
í hörðu sálarstríði. Mér er það
ljóst, að verndun hugverka
(eins og það mun nú almennt
kallað) hefur ekki haft sömu
verkanir á sál þína og Jóns
Leifs. Leitt er til þess að vita,
að línur ykkar skuli ekki falla
þar saman. Annar hvor ykkar
virðist misskilja fi’amkvæmd
þessarar verndar. Jón Leifs
hefur tekið að sér vemdun.
hugverlca, það er staðreynd.
Óljósara virðist, hversu víð-
áttumikið þetta verndarsvæði
i tónskáldsins er, og eins það,
hvort hér er um hættusvæði
að ræða. Þessi undirstöðuatriði
virðist þú ekki hafa kynnt þér
til hlítar. Ekki má þaö gleym-
ast, að barátta tónskáldsins
hefur verið hörð og ströng til
sigurs STEFs, hefur jafnvel
kostað átök við hugverkasmiði.
Þá hefur hin öra framþróun á
sviði geymslu- og flutnings-
tækja hugverka gert baráttuna
langdregnari, en þar hafa seg-
ulbandstækin reynst hvað erf-
iðust. í baráttunni við veldi
og viðgang þeirra varð jafnvel
að fletta upp í stórum bunka
Stjórnartíðinda, þar til loks
fannst lagagrein, sem nota
mætti til varnar og sóknar (mig
minnir, að þessa iagagrein yrði
að sækja allt aftur til 1905).
Fleira skal ekki talið að þessu
sinni. En að þessu athuguðu,
skulum við snúa okkur að þinni
hlið á málinu. Þú heiur nú á-
töiulaust og án hindrunar feng
ið að njóta frá öðrum og sjálf-
ur fengið að flytja tónverk og
Ijóð jafnvel hinna mestu
meistara, frá því að þú fyrst
manst eftir þér. Amma þín
sagði þér sögur, kenndi þér
kvæði og raulaði fyrir þig í
rökkrinu, meðan hún þeytti
rokkinn sinn. Hún lét þér skilj
ast það, að sögurnar, kvæðin
og sönglögin þyrftir þú ekki að
gjalda með öðru en því að vera
þægur. Og fyrir bragðið varzt
þú þægðarbarn. Nú ert þú orð-
inn sjálfum þér ráðandi og
ekki neitt ömmu-barn, að því
er mér skilst. Þá hittist ein-
mitt svo á, að Jón Leifs kem-
ur fram. Sannarlega vill hann
veita þér gnægð sagna, kvæða
og sönglaga. En krafa hans til
þín er sú, að í stað þægðarinn-
ar, sem amma þín krafðist af
þér, þegar þér var hættast við
að vera óþægur, er sú, að þú
borgir smávegis upphæð til
STEFs. En þar sem „heimur
líka versnandi fer,“ hefur þú
ekki batnað með aldrinum, og
,í stað þess að greiða fúslega
fáeinar krónur fyrir alla fræðsl
una og frjáls afnot hugverk-
anna, færð þú höfuðverk og
þrjózkuþanka. Hvernig held-
urðu nú að amma þín hefði snú
ist við slíku? Þú þai’ft að fara
gætilega. Hollt væri fyrir þig
að athuga það, sem mig minnir
að skáldið segði svona:
„Ferskeytlan er Frónbúans
íyrsta barnaglingur,
en verður seinna í höndum
hana
hvöss sem byssustingur.“
Þannig getur jafnvel fer-
skeytlan orðið hættuleg. Ég tel,
að er yið nú höfum þannig at-
hugað afstöðu þína, muni ör-
uggast fyrir þig að gjalda mögl
unarlaust fyrir flutning allra
hugverka, sem þú flytur, hvort
sem þú gerir það fyrir son þinn
,eða fugla himinsins. Og þetta
sama ættir þú að kenna syni
þínum. Að öðrum kosti getið
þið átt á hættu að lenda inn á
hættusvæði.
Með kærri kveðju. ,
Jón.
Molotov tekinn í sátti
MoskVa, 12. janúar.
í MOSKVU er talið líklegt
að Molotov sem um langt skeið
var utanríkisráðherra Sovét
ríkjanna verði innan skamms
skipaður sendiherra í Hollandi.
Ekki hefur fengist staðfesting á
þessum orðrómi. Talsmaður
hollenzku stjórnarinnar kveðst
ekki geta neitt um< málið sagt
þar það sé gagnstætt venjum í
samskiptum þjóða að láta neitt
uppi um sMk mál, einhliða.
Ef úr því verður að Molotov
vevði sendiherra í Hollandi þýð
ir það, að hann liafi verið tek
inn í sátt í Moskvu, en hann
féll í ónáð þar fyrir nokkrum
árum og settur sendiherra í
Úlan Bator, höfuðborg Ytri
Mongólíu.
Alþýðuhlaðið — 13. jan. 1959
i't'f ) i J 1 r i i's ■ ht, < I. ! ! ■ j' j