Alþýðublaðið - 13.01.1959, Page 9
,4-* ftí1
( Ít»r6ttir •)
FYRSTA hraðmótið í körfu-
knattleik fór fram að Háloga-
landi í fyrrakvöld. Keppt var
í þremur flokkum, meistara-
flokki karla og kvenna og öðr-
um flokki karla og kvenna og
SNJÓBOMSUR
á börn og fullorðna,
allar stærð'ir.
Geysir h.f.
Fatadeildin.
öðrum flokki karla. Leiktími
í mfl. karia var 2x10 mín., en'
2x7 mín. í hinum flokkunum.'
Áhorfendur voru fleiri og mót-
ið gekk betur en áður hefur
tiðkast yfirleitt.
ÍR sigraði KFR í mfl. karla
í skemmtilegum og tvísýnum;
úrslitaleik og í mfl. kvenna;
sigraði ÍR einnig, eftir fram- J
lengdan leik gegn Ármanni. i
í öðrum flokki karla sigraði
Ármann ÍR í úrslitaleiknum
með miklum yfirburðum. I
ÚRSLIT LEIKJA.
Úrslit í einstökum leikjum
urðu annars sem hér segir:
Meistaraflokkur karla: KFR-
ÍS 19:12, ÍR-ÍKF 21:10, og ÍR-
KFR (úrslit) 14:12. Meistarafl.
kvenna: ÍR-KR 9:5, Ármann-ÍR
(úrslit) 12:8, en leikar stóðu 8:
8 er framlengt var.
II. flokkur karla: ÍR-KFR
11:4 og Ármann-ÍR (úrslit) 22
:8.
ÍR st'óð fyrir móti þessu og
var það álit manna eftir mótið,
að rétt væri að halda áfram á
þessari braut og efna til hrað-
móta oftar
Um langt skeið voru
Norðmenn ósigrandi í
skíðastökki, en undanfar-
ið hafa aðrar þjóðir, svo
sem Finnar og Þjóðverj-
ar, síaðið þeim framar í
þessari glæsilegu íþrótt.
Síðustu vikurnar hefur
ungur Norðmaður vakið
mikla áthygli í stökk-
keppni í Þýzkalandi og
ávallt verið með þeim
fremstu, stíll hans þykir
góður. Þessi stökkgarpur
heitir Anders Wolseth og
hér birtist mynd af-hon-
um. Er myndin -tekin í
stökkkeppni í Innsbruek
um síðustu helgi, en þar
varð Wolseth þriðji á eft-
ir Recknagel, A-Þýzkal.
og Kankkonen, Finnlandi,
en m.a. á undan Glass,
A-Þýzkalandi, Sjamov,
Rússlandi og Tirkkonen,
Finnlandi.
Erym fluttir í
Kr.
heildverzlun — Sími 24478.
foriætisráðherra
FORSÆTISRÁÐHERRA, Emil
Jónssyni, haía horizt nýárs-
kveðjur frá Voroshilov, forseta
Æðsta ráðs Sovétríkjanna, og
Krústjov, forsætisráðherra Sov
étríkjanna. — Hefur forsætis-
ráðherra endurgoldið kveðjur
þessar.
Aður hafði fyxrverandi for-
sætisráðherra, Hermann Jónas-
son, skipzt á nýárskveðjum við
Eisenhower Bandaríkjaforseta,
Adenauer, forsætisráðherra
Sambandslýðveldisins Þýzka-
lands, og H. C. Hansen, for
sætisráðherra Danmerkur.
fFörsætisráðuneytið, 12. jan.
1959).
Bjarni M. Gíslason: ís-
lenzku handritin. Jónas
Kristjánsson þýddi. Al-
þýðuprentsmiðjan. Bóka-
útgáfa Menningarsjóðs
1958.
BJARNI M. Gíslason, rithöf-
undur, sem lengi hefur verið
búsettur í Danmörku og er þar
alkunnur fyrir ritsmíðar sín-
ar, ritaði þessa bók á dönsku
til að skýra handritamálið fyr-
ir dönskum almenningi. Bókin
er mjög skýr í allri rökfærslu
og byggð á hinum traustustu
heimildum. Það er mjög vel, að
hún er þýdd á íslenzku. Hún
veitir mikinn fróðleik um
þetta mál. Þýðing Jónasar er
mjög góð. Það er fengur að
þessari bók margra hluta vegna
en sá mestur, að hún lýsir vel
sögu handritanna, hvernig og
hvers vegna þau voru flutt úr
landi og varðveizlu þeirra í er-
lendum söfnum.
Rökfærsla Bjarna er öll hin
geðþekkasta. Sögurakning hans
er skýr og örugg, enda hefur
bók hans vakið mikla athygli
í Danmörku og víðar. Hún hef-
ur unnið málstað íslands í
þessu máli mikið gagn. Hand-
ritamálið er það mál, sem okk-
ur er ekki síður þýðingarmik-
ið en sjálfstæðismálið var á
sínum tíma. Handritin eru okk
ur mikils virði ekki aðeins sem
þjóðararfur heldur einnig sem
undirstaða að rannsókn sögu
okkar og máls. Þess vegna er
það krafa okkar að þau séu
flutt heim, svo að vísindamenn
okkar geti notað þau.
Tilvitnanir Bjarna M. Gísla-
sonar í íslenzka sögu eru yfir-
leitt mjög snjallar. Þær eru
yfirleitt vel til þess fallnar, að
skýra eignarrétt okkar á hand-
ritunum. Einnig rekur hann
mjög vel, hvernig aðrar þjóðir
hafa viljað eigna sér bókmennt-
ir okkar fornar. Eru það helzt
Norðmenn, sem hafa talið, að
mikill hluti fornbókmennta
okkar séu norskar. Til dæmis
hélt Keyser þessu fram í bók
sinni; „Vísindaiðkanir Norð-
manna á miðöldum". Sveinn
Grundtvig svaraði honum í
Historisk tidsskrift 1867. Bjarni
tekur kafla úr grein hans og
tilfæri ég hann hér, til þess að
sýna rökfærslur hans og veit
ég, að mörgum leikur hugur á
að kynnast þessum deilum, því
lítið hefur verið ritað um þær
hér á landi. „Ef það er rangt,
að íslendingar hafi rutt nýja
sérkennilega braut með því að
skapa miklar sögulegar bók-
menntir ,fyrst í munnlegri frá-
sögn og síðan ritaðar á skinn,
hversu víkur því þá við, að
engin norsk ætt eða hérað hef-
ur skapað neitt, sem líkist ís-
lenzkum ætta- eða héraðssög-
um? Hafa menn nokkru sinni
heyrt getið um Vestfoldarsögu,
Guðbrandsdælasögu eða Bjark-
eyingasögu, svo sem vér höf-
mn frá íslandi Vatnsdælu, Eyr-
Þygg'ju, Sturlungu og margar
aðrar? Eða setjum svo að Norð
menn hefðu tekið nokkru
seinna til við söguritunina,
hvers vegna eiga þeir þá eng-
ar biskupasögur?“ Þetta er að-
eins smá sýnishorn af rökfærsl
um Grundtvigs og þeirri sögu,
er Bjarni rekur í bók sinni.
Einmitt spursmálið um, hver
skapaði þær bókmenntir, sem
. handritin geyma. Það hefur
verið reynt og er reynt enn að
svipta okkur þeim heiðri, þess
vegna er það alveg rétt og í
alla staði vel til fallið af höf-
undi þessarar bókar að minn-
ast á þá sögu.
Það er ágætt, að þessi bók
er gefin út á íslenzku. Menn-
ingarsjóður hefur unnið þarft
verk með þessari útgáfu og
veit ég að hún verður vinsæl
af íslenzkum almenningi.
_________ Jón Gíslason.
Breyting á atvinnu-
leysistrygginga-
lögunum
Afgreitt var á alþingi í gær
frumvarp til laga um breytingu
á lögum um atvinnuleysistrygg ,
ingar, Er breytingin um það að
þegar grunnkaup breytist oft á
ári, s-kuli meðaltalsgrunnkaup
lagt til grundvallar við ákvörð-
un iðgjaldsins. En samlwæmt
lögunum eins og þau hafa verið
yrði að liggja fyrir uppg-jöf á
launagreiðslum atvinnurek-
enda í þrennu lagi fyrir s. 1.
ár (þar eð grunnkaup breyttist
tvisva-r) til þess að unnt væri
að ákvarða iðgjöld næsta ár. Er
mun auðveldara að leggja að-
eins meðalta! grunnkaups til
grundvallar.
Þá gerir breytingin einnig
ráð fyrir, að rágherr.a geti á-
kveðið hækkun bóta í samræmi
við hækkun vinuulauna.
Yaraþingmðöur
TÓMAS Ámason, deildar-
stjóri tók sæti á alþingi í gær
sem varaþingma'ður Halídórs
Ásgrímssonar, 2. þingmanns N.-
Mýlinga, er verður fjarverandi
um tveggja vikna skeið.
Frestið því ekki að lcaupa miða og endurnýja, á morg un getur það verið of seint.
Happdrættð HáskóSa íslands.
Alþýðublaðið —■ 13. jan. 1959 9