Alþýðublaðið - 16.01.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.01.1959, Blaðsíða 3
ÍliUii'iSU U IJUIi IW^! Alvsrlegft vandamál, þegar mörg pundl aörar ái LÆKNI3HJÁLP togarasjó- manna'á fjarlægum miðurn var til umræðu í sameinuðu þingi í gær. Hefur verið vaxandi á- hugi á lausn þessa alvarlega vandamáls og fjöldi togara- áhafna hafa sent alþingi áskor- anir þess efnis. Benedikt Grön- dal flutti í gær framsöguræðu JOHN DIEFENBAKEK, forsætisráðherra Kanada. hefur að undanförnu vcr ið í opinberri heimsókn i Indlandi. Myndin er tekin við móttöku hans í Nýju Delhi. Diefenbaker er í raeðustólnuni, — Nehru lengst til vinstri. um mismunun í viðskiptum Strasshourg; 15. jan. (Keuter). ÞING sameiginlegu markaðs landanna sex lauk í dag átta daga fundi sínum hér og bjóst til að hitta á morgun og laugar dag Evrópiiráðið tiLað ræða á greiningsmálin í sambandi við filíverzlunarsvajðið. Jafnframt munu Bretar og Frakkar hefja á irtorgun viðræður í París til að reyna að rjúfa þá sjálfheldu, sem viðræðurnar um samband sameiginlega markaðsins við hin 11 ríkin í OEEC, eru komn ar í. Svo sem kunnugt er kom saimteigihiegi markaðurinn til framikvæmda um s. 1. áramót og er ætlunin. að brjóta smáan, sam an niður allar vjðskiptahömlur milli aðildiairríkjanna. Samn ingaviðræður um að tengja sam eiginlega mair.kaðinn víðtækara friiverzlunarsvæði fóru út um þúfur í s. 1. mánuði eftir heitar deilur Breta og Frakka. Þingsályklunarfi!- laga um hagnýí- FIMM þingmenn Framsólui- arflokksins flytja í sameinuðu þingi tillögu til þingsályktun- ar um hagnýtingu síklarafl- ans. Þingsályktuuartillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að beita sér fyrir því, að athugaðir verði til hlítar möguleikar á að hag- nýta síldarafla landsmanna betur en nú er gert og þá eink- um með það fyrir augum, að sem mestur hluti síldarinnar verði fluttur út sem fullunnin neyzluvara“. Flutningsmenn tillögunnar eru: Kai’l Kristjánsson, Bern- harð Stefánsson, Björgvin Jónsson, Tómas Árnasón og Steingrímur Steinþórsson. EKKI A DAGSKRA EN . . . Þótt ekki sé minnztá fríverzl unarmálið í dagskrá fundarins, semi hefst hér á morgun, senni lega til að forðast deilur milli sameiginlegu markaðslandanna og Breta <>g Norðurlandaþjóða, sem saka þau um mismunun í viðskiptum, er samt búizt við, að það verði aðalumræðuefnið. EKKI MISMUNUN. Erhard, efnahagsmálaráð herra Vestur Þýzkalands, bar á móti því . í daa á blaðamanna fundi í París, að um mismunun væri að ræða. Ekki væri hægt að koma á tollábandalagi, án þess að þeir sem utan þess stæðu hefðu aðra aðstööu. — „Aðeins væri ekki eins vel far ið með þá, sem utan við stæðu“, bætti hann við. RÁÐHERRAFUNDUR OEEC 3». JANÚAR. Reynt verður að finna bráða birgða fyrirbomulag1 tij að ikoma í veg fyrir mismunun á fundi ráðherranefndar OEEC, senn kemur saman til fundar í París 30. janúar n. k. — Ein af ráðstöfunum þeim, sem talið er, að sexveldin hafi á prjónunum, til áð taka sársaukann úr allri „mismimun“, er til’laga um, að hvert rí'ki innan sameiginlega markaðsins megi gera sérvið skiptasamninga við meðlimi 11 ríkja hópsins innan OEEC. ÁLYKTANIR. Meðal þeirra ályktana, sem þing sameiginlega markaðsins gerði, eru þessar: Eitt vinnu miðlunarkerfi verði sett upp til að samræmia vinnnumiðlunar kerfi aðildarríkjanna og auð velda tilfærslu vinnukraftsmilli ríkjanna sex. — Numdir verði burtu nýir skattar heima fyrir í ríkjunum sex, þar eð þeir mundu hafa . sömu áhrif og gömlú tollararnir. .—. Tekin verði upp 40 stunda, 5 daga vinnuvika í kola og stáliðnaði landanna. — Fljótlega verði ákveðin varanleg „höfuðborg“ ríkjanna. Þá var einnig ákveðið, að' nýlendur og verndarsvæði alðildarrfkjanna sikuli sjálf á kveða hvort þau. vilji vera áframi innan efnahagskerfis Evrópu. tunnur síldar SVANUR frá Akranesi leit aði síldar í fyrrinótt í Grinda vlíkursjó. Fékk hann um 40 tunnur. í nótt sem leið ætlaði hann að reyna í Miðnessjó þar eð Sandgerðisbátar höfðu lóðað þar á mikla síld. ÞJOÐLEIKHÚSIÐ sýnir á næstunni leikritið „Horfðu reiður um öxl“ í nágrenni Reykjavíkur og verða fyrstu sýningar á þessu leikriti, utan Reykjavíkur, í Keflavík n. k. sunnudag kl. 3 og 8,30. í næstu viku verður svo sýnt í Hafnar- firði, síðan á Akranesi og vænt anlega verða fleiri sýningar síð ar í nágrenni Reykjavíkur. Það hefur frá upphafi verið einn liður á stefnuskrá Þjóð- leikhússins að senda einhverja af beztu sýningum þess út á land, til þess að leikhúsunn- endur í hinum di'eifðu lands- byggðum gbfist kostur á að njóta þéss bezta, sem þar er á boðstólum. — Það hefur og komið greinilega í liós, að leik- húsgestir úti á ’ landi kunna vel að meta þessar leikfarir Þjóðleikhússins, því að aðsókn er þar alltaf eins og húsrúm leyfir og stöðugt berast fyrir- spurnir til Þjóðleikhússins um að senda leikflokk út á land. Á undanförnum árum hefur aðeins unnizt tími til að fara þessar leikfarir að vorinu, en að þessu sinni mun Þjóðleik- húsið breyta út frá þeirri venju. Sýningum á „Horfðu reiður um öxl“ er nú lokið í Reykja- vík og var leikurinn sýndur 22 sinnum á leiksviði Þjóðleik- hússins við ágæta aðsókn og hefur þetta umdeilda leikrit vakið mikla og verðskuldaða athygli. Eftirtaldir leikarar leika í „Horfðu reiður um öxl“: Gunn ar Eyjólfsson, Kristbjörg Kjeld, Bessi Bjarnason, Jón Aðils og Þóra Friðriksdóttir. Leikstjóri er Baldvin Hall- dórsson en leiktjöld eru gerð af Magnúsi Pálssyni en þýð- inguna gerði Thor Vilhjálms- son. fyrir nefndaráliti allsherjar- arnefndar um tillögu Péturs Ottesens um þetta mál, og að loknum umræðum var tilíag- an samþykkt einróma. Er hún þess efnis, að ríkisstjórnin at- hugi hvernig hægt er að tryggja sjómönnum þessa nauðsynlegu læknishjálp. í ræðu sinni sagði Benedikt, að það hefði nú komið fyrir um alllangt skeið, að nær allur tog- araFoti þjóðarinnar er á veið- um á fjarlægum miðum, en á flotanum eru 12-—1300 manns. Væri því alvarleg hætta á slys- um eða bráðum veikindum, eins og réynzlan sýndi þegar. Benedikt talaði um nokkrar leiðir til að bæta úr þessum vanda: 1) Hægt er að hafa eftirlits- skip á miðunum með lækni um borð, eins og stærri þjóðir gera. Hætt er við, að kostnað- ur við slíka ráðstöfun reynd- ist mikill. 2) Talað er um að hafa lækna um borð í togurunum, og flytja þá úr einu skipi í annað, þeg- ar þau hverfa heim. Þetta kvað Benedikt allmiklum erfiðleik- um bundið og jafnvel hættu- legir flutningar milli skipa, ef nokkuð er af veðri. 3) Þá er hugsanlegt fyrir tog- arana að treysta á að flytja sjúka menn til næstu hafna, en á Nýfundnalandsmiðum er jafnan 15—20 tíma sigling til næstu hafnar með lækni. 4) Loks talaði Benedikt um læknisráð í gegnum talsstöðv- ar. Benti hann á, að í Róma- borg væri til dæmis læknisvörð ur við talstöðvar á fastri bylgju lengd, sem gæfi sjómönnum um heim allan ráð. Slíkt hefði verið gert hér á landi og væri algengt, að læknar töluðu við yfirmenn skipa og gæfu slík ráð, sem hefðu komið sér vel. í þessu sambandi benti Bene- dikt á, að bæta þyrfti loft- skeytasamband við skipin, með al annars með bættri aðstöðu loftskeytastöðvarinnar, þannig að ávallt væri hægt að ná vel til alls togaraflotans, hvar sem hann væri. Að lokinni ræðu Benedikts talaði Pétur Ottesen og þakk- aði undirtektir undir. tillöguna. Ræddi hann nokkur þau atriði, sem fram höfðu komið, en skor aði að lokum á heilbrigðismála ráðherra Friðjón Skarphéðins- son að leita beztu manna ráða til að finna lausn á þessum vanda. Algengt að menn missi meðvitund í Volks- wa^enbílum við kolsýringseitrun NÝLEGA var maður nokk ur, er á Volkswagenbí], a'ð aka frá Reykjavík til Keflavíkur. Sat fólk aftur í bílnum lijá honum. Á leiðinni verður hon uml eitt sinn litið aftur í bíl inn og sér hann þá, að fólkið er „steinsofnað“. Þótti honum þetta allundarlegt og við at hugun kom í ljós, að liðið liafði yfir fólkið vegna kolsýru eitrtmar. Hafði kolsýringur komizt í bílinn úr vélinni. En hættara er við slíku í Yolks vvagen vegna þess að bíliinner hitaður með lofti frá vélinni. Maðurinn sneri sér til ým issa bílaviðgerðastöðva hér í bænum til þess að fá upplýs ingar um það hvort ekki væri unnt að mæla kolsýrumagnið í bílnum. En engir slíkir mæl ar reyndust til hjá hííavið gerðastöðvum. Skömmu síðar rakst maður þessi á grein í dönsku blaði um hættuna á kolsýringseitr un í bílum. f greininni stóð, að ef 0,02% kolsýrings væri í loftinu lilytist af höfuðverk ur eftir 2—3 tíma, 0,04% or sakaði höfuðverk og svima eft ir 1—2 tíma, 0,06% meðvit undarleysi eftir 2—3 tíma og 0,08% meðvitundarleysi eftir 1 tíma. Og grein þessi skýrði ennfremiur frá því, að til væri einfalt áhald til þess að mæla kolsýringsmagnið í lofti. Er það spjald, er nefnist „deteet or“ sem er þannig gert, að ef aðeins 0,01% kolsýringsmagn er í loftinu, sezt það á spjald ið. Eru spjöld þessi látin lianga í bílunum og má þá alltaf sjá livort kolsýringur hefur kom izt í bíliun eða ekki. Kosta þau aðeins 5 kr. danskar. Alþýðublaðið — 16. jan. 1959 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.