Alþýðublaðið - 16.01.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.01.1959, Blaðsíða 5
Oskar Aðalsteinn: Nýw skóli Ni !Ú UM SINN hafa verið uppi raddir um það, að brýn nauðsyn beri til að taka upp nýfja starfshætti í barna- og unglingaskólum, þar sem það fræðslukerfi, sem við búum við, sé um flest ófullnægjandi, einkum þegar tillit sé tekið til þess, að foreldrar geti ekki leng ur sinnt sem skyldi uppeldi og uppfræðslu barna sinna, vegna breyttra þjóðfélagshátta, eins <og það er tíðast orðað. Það er sameiginleg skoðun flestra, sem um þessi mál fjalla, að námsleiðinn sé eitthvert hið kvíðvænlegasta fyrirbrigði og jafnframt hættulegasti bölvald urinn í skólunum, unglingarnir séu yfirieitt orðnir úrvinda af námsþreytu jafnvel áður en barnaskólanáminu sé lokið, og eigi þetta ekki síður við um góð námsmannaefni, en aðra sem minni hæfileika hafa sýnt. Hér mun. ekki of fast að orði kveðið, öðru nær. Sannleikur- inn er sá, að við drögumst með óhæft og mölétið skólafyrir- komulag. Skólahaldið hefur í rauninni sáralítið breytzt síð- an tekin var upp almenn skóla- skylda í landinu, líkt og menn hafa álitið, að þarna mætti engu breyta nema þá til hins verra. Sagan sýnir okkur, að maðurinn hefur ævinlega átt hvað örðugast með að taka upp nýmæli í þeim stofnunum, sem annast almenna uppfræðslu meðal þjóðanna, enda virðist. manninum áskapað að ná fljót- fengnari þroska út á við en inn á við, ef þannig má að orði komast. Hér er því við ramm- an reip að draga. Það er ekki heldur svo, að um þjóðarvakn- ingu sé að ræða um gagngera nýskipan skólamála. Margir láta þá skoðun óspart í ljósi, að skeytingarleysi ungmenna um námsástundan, sé einasta tíma- fyrirbrigði, afsprengi of hrað- fara tíma og rótleysis í þjóð- félaginu, og þetta muni lækn- ast af sjálfu sér þegar kyrrð og ró kemst á hlutina að nýju. Þessi skoðun virðist eiga sér hvað mest ítök meðal þeirra sem stjórna skólamálum á ís- landi. Þá eru enn aðrir sem ásaka kennaraliðið fyrir léleg- an námsárangur nemenda og þann drunga og lífsleiða, sem óneitanlega ríkir innan veggja skólans. Um fyrri staðhæfing- una er það helzt að segja, að námsleiðinn er ekkert tímafyr- írbrigði, heldur er hann ein- göngu sprottinn upp af nei- kvæðum kennsluaðferðum, kennsluaðferðum, sem þegar frá upphafi vega hafa strítt gegn heilbrigðri þróun. Þá leið ir það af sjálfu sér, að ekki verða kennarar með réttu á- sakaðir um það sem miður fer í kennslunni, meðan þeir eru í meginatriðum skyldaðir til að byggja starf sitt á röngum for- sendum. Krafan um breytt skólahald er ekki sízt borin fram af leik- mönnum. En hvað gera skuli í raun og veru, um það er enn sem komið er flest á huldu í umræðum manna um þessi mál. Menn virðast ekki hafa Öskar Aðalsteinn komið auga á fastan grundvöll, sem byggja megi á nýtt og öfl- ugt skólahald. Merkasta ný- mælið í þessum efnum mun vera listkynning í skólum. Þessi starfsemi hefur að mestu farið fram í höfuðstaðnum og er enn sem komið er aðeins á byrjunarstigi. En nú vörpum við fram þess- ari spurningu: Með listkynn- ingu í skólum -—■, er hér ekki lagður sá grundvöllur, sem hægt er að byggja á endurnýj- að og öflugt skólahald, sé rétt og viturlega á málum haldið? Og okkur þykir ekki einasta ómaksins vert að spyrja þann- ig. Við nánari athugun teljum við rétt að ræða málið frekar, og gerum það lítillega með fáu orðum sem hér fara á eftir. V ið skulum hugsa okkur, að listamannaheimsóknir væru nú þegar orðnar að föstum lið í skólastarfseminni hvarvetna á iandinu. Þetta væri að vísu stórkostlegur ávinning'ur fyrir allt skólahaldið. Slíkar heim- sóknir mundu losa um gamla fjötra og hreinsa að nokkru hið staðnaða andrúmsloft sem skólarnir búa við. Þó yrði þetta ekkert lokatakmark, síður en svo. Listin á ekki og má ekki aðeins vera ,,gestur“ í skólan- um. Hún á að eiga þar heima, ef svo má að orði komast. Við eigum að taka listina í þjón- ustu kennslunnar. Lisíin, í öil- um sínum fjölbreytileik, mun vera öflugasta hjálpartækið, sem völ er á, íil að vekja kennslugreinarnar af bví dauða dái, sem þeim hefur verið búiðj mcð núverandi fyrirltomulagi.: En með því að gera listina að lifandi þæíti í öllu slcólakerf- inu, mundum við innleiða nýtt og ferskt andrúmslofí í skóla Iamlsins. — Stöðnuninni yrði hrundið. Líf mundi kvikna þar sem áður var auðn og tóm. Þróttmikill vorgróður mundi spretta, þar sem áður var mel- ur einn og mosaskófir. : Við spyrjum nú, hvernig þetta umbótastarf yrði bezt unnið? Þar kemur að sjálf- sögðu margt til greina. Hér verða fyrirsvarsmenn skóla- mála, uppeldisleiðtogar, hverju nafni sem þeir nefnast og lista- menn að eiga með sér gagn- kvæma samvinnu um endur- samningu kennslubóka og end- urskipulagningu kennsluað- ferða. Þessi hlið málsins verð- ur ekki rædd að gagni í stuttri blaðagrein. En mætti ég aðeins bregða hér upp nokkrum smá- myndum, sem skýra að nokkru vinnubrögðin í skólanum, eftir að hinu nýja fyrirkomulagi hefur verið hrundið í fram- kvæmd: Teiknikennsla; Þessi náms- grein er álitin nauðsynleg til að æfa hönd nemandans og auka fegurðarskyn hans. Börn- um eru kennd undirstöðuatriði dráttlistar og meðferð einföld- ustu lita. Lengra nær þetta yf- irleitt ekki. En hvers vegna ekki að skjóta hér inn lífgandi frá- sögnum af starfsferli og bar- áttu fremstu myndlistarmanna okkar? Saga mikilhæfra braut- ryðjenda er ævinlega ævintýri líkust og mundi heilla hvern óskemmdan barnshug. Og hvers vegna ekki að sýna börn- unum merkustu myndir meist- aranna, litprentanir ef ekki vill betur, og segja þeim þær sögur sem á bak við myndirn- ar standa? Slík kennsla gæfi hugmyndaauðlegð barnsins byr undir vængji, nærði sköpunar- mátt þess og gleðina yfir að vera til. fslendingasaga: Mér þykir alltaf vænt um söguágrip Jón- asar Jónssonar. (Þátturinn um Gullöldina verður -ekki betur skrifaður fyrir börn). Þetta er einstætt fyrirbrigði af skóla- skræðu að vera. Það er ein- staklega bjart yfir frásögninni, líf o gspenna í stílnum. Og hér gerist hið einstæða þegar um skólalærdóm er að ræða: Nem andann langar til að vita meira Framhald á 10. síðu. á h o r n i n u ★ Loksins var hafizt handa 'k Smyglvörur í flestum um? Er ekki hægt að finna slíkí dót í verzlunum, sem selja allt milli himins og jarðar, í skran- búðunum? Hvernig var me5 jólaskranið? verzlunum ★ Þeir hylma yfir með þeim 'k Siðferðileg endurvæð- ing TOLLGÆZLAN hefur gert útrás og orðið fengsæl. Um lang an tíma hefur hver, sem hefur viljað, getað fengið tyggigúmmí af ýmsum tegundum í flestiun verzlunum bæjarins. Margir spurðu: „Af liverju er verið að flytja þetta inn? Höfum við ekki annað við gjaldeyrinn að gera en að kaupa fyrir hann tyggi- gúmmí?“ — Þeir vissu ekki, að þessi vara var ekki keypt inn í landið eða flutt til þess á lög- íegan hátt. Þá grunaði ekki að öllu þessu tyggigúmmíi væri smyglað. SVONA ER ÁSTANMÐ: — Smyglvörur eru seldar hverjum sem hafa vill í opnum búðum. Það er hámark ósvífninnar, eða réttara sagt, sýnir það, hve þjóð in er orðin sljó gagnvart lög- um, reglum og nauðsyn þjóðfé- lagsins. Mér þykja sektirnar litl ar, allt að því grín. Það er ekki vegna þess, að ég vilji hefnast á þeim verzlunum, sem hér hafa reynst sekar. Heldur verða sekt irnar að vera lexía fyrir alla aðra. Fimm þús.und króna sekt hefði átt að vera lágmarkið. En ef til vill leyfa lögin ekki hærri sektir en beitt var. EN AF TILEFNI þessara tíð- inda vil ég segja þetta: Verzl- anir eru fullar af skrani, sem áreiðanlega er ekki allt flutt inn á löglegan hátt. Ég skil ekki í öðru en að tollyfirvöldin gætu fundið þetta skran ef þau gerðu út menn til rannsóknar. Er ekki slikt að finna í skartgripabúð- ANNARS ERU einstök mál í þessu sambandi ekki aðalatrið- ið, heldur sú geigvænlega stað- reynd, að svo virðist, sem fólk sé alveg sljótt fyrir þessu. Þa& er gróðafíknin, sem rekur menn áfram. Það er líka athyglisvert, að verzlanirnar þykjast ekki þekkja þá, sem selt hafa þeim smyglvörurnar. Hvers vegna þekkja þær þá ekki? Kaupa þær yfirleitt vörur af mönnum, sem þær, eða eigendur þeirra, bera engin kennsl á? Kaupa þær jafn vel inn án þess að geta gert grein fyrir því, hvort varan er frjáls eða þjófstolin? ÉG HELD, að menn, sem þann ig sjá um: verzlun sína, séu ekki hæfir til að hafa verzlunarleyfi. — Væri ekki rétt fyrir löggjafann að at- huga þetta? Væri ekki rétt a5 atliuga skilyrðin fyrir því að menn geti haldið verzlunarleyf- um sínum? Og enn vil ég spyrja: Er ekki tekið eitthvað tillit til þess í dómum í svona málum, hvort sakborningur neitar að gefa upplýsingar eða ekki? ER ÞAÐ EKKI sama sem yf- irhylmun, að neita að gefa upp nöfn smyglara eða þjófs? Mig grunar að margt ljótt mundi koma í ljós, ef nöfnin fengjust hjá verzlununum. Að minnsta kosti er rétt að ganga eins fast að verzlununum um upplýsing- ar og lögin frekast heimila. Toll- yfirvöldin og lögreglan þurfa ekki að fara í neinar grafgötur með það, að almenningur krefst þess, að binir seku skuli gefa upp nöfn þeirra, sem hafa út- vegað þeim hina ólöglegu vöru. OG SVO: Áfram með að upp- ræta smygl og yfirhylmingar. Reynum öll af fremsta megni að koma á siðferðilegri endurvæð- ingu. Hannes á horninu. EkKERT LÁT verður á taug'astríðinu í Berlín. Rússar virðast ekki enn hafa skipt um skoðun í Þýzkalandsmál- inu, þótt margt bendi tii að í framtíðinni muni þeir ef til vill geta fallizt á viðunanlega lausn þess. í fyrstu var álitið að för Mikoyans til Banda- ríkjanna stæði í sambandi við einhverja tilslökun Rússa í Berlínardeilunni, en líklegt er, að erindi hans vestur um haf sé annað og’ merkilegra en að komast að samkomulagi um svo* einangrað fyrirbæri og Berlín. Á þvi leikur eng- inn vafi, að Rússar hafa tap- að stigum í iyrstu umferð taugastríðsins í Berlín. Skömmu eftir að þeir lögðu fram Berlínartillögur sínar fóru fram kosningar í Berlín og töpuðu kommúnistar miklu fylgi þrátt fyrir gífurlega víð- tæka og kostnaðarsama kosn- ingabaráttu. Kosningaúrslit- in sýndu, að almenningur í Berlín er fylgjandi stefnu Vesturveldanna í þeim mál- um, er borgina varða. ÖU að- ildarríki Atlantshafsbanda- lagsins eru sammála í afstöo- unni til Þýzkalandsmálsins. Rússarnir vonuðust eftir að Vesturveldin yrðu ósammála. í Berlínardeilunni, en þeim varð ekki að von sinni. Þrátt fyrir hótanir Rússa hefur ekki orðið vart annars en þýzkir verzlunarmenn og' iðjuhöldar haldi áfram að leggja fé í fyrirtæki í Berlín. Þess hefði mátt vænta að þeir hefðu dregið saman seglin í. Berlín eftir að ástandið gerð- ist ótryggara, en sú varð ekkí, raunin og hlýtur það að hafa geysimikil siðferðisleg áhrif á. íbúana. Viðkvæði. Berlínar- búans er nú: Við höfum kom- izt í gegnum svo margt að við kvíðum ekki framtíðinni. Sandblásfur Sandblástur og málmhúð un, mynztrun á gler og‘ legsteinagerð. S. Helgason. Súðavogi 20. Sími 36177. Alþýðublaðið — 16. jan. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.