Morgunblaðið - 05.09.1990, Page 13
B 13
___________________________MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990
AIÞJÓÐLEGA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN 19.-23. SEPTEMBER:
460 fyrirtæki frá 20 löndum
MJÖL- OG LÝSIS-
FRAMLEIÐENDUR:
Yfir 200
eriendir
gestirá
ársfundi
ÁRLEGUR haustfundur Al-
þjóðasaintaka fiskimjöls- og
lýsisframleiðenda verður að
þessu sinni haldinn hér á
landi dagana 10.-14. septem-
ber næstkomandi. Er við-
fangsefni fundarins að venju
staðan í greininni og horf-
urnar framundan en
formaður samtakanna er
Haraldur Gíslason, forstjóri
Fiskimjölsverksmiðjunnar í
Vestmannaeyjum.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Haraldur, að á fundinum,
sem umboðsmenn og kaupend-
ur sækja einnig, myndu fram-
leiðendur bera saman bækur
sínar, rifja upp það, sém verið
hefur að gerast og fara yfir
stöðuna almennt. Nefndi hann
sem dæmi, að á síðasta fundi
hefði mikið verið rætt um vax-
andi fiskeldi í
Asíu og líklega
þörf þessfyrir
fiskimjöl og
fóðuren nú
aftur á móti
yrðu trygg-
ingamálin fyr-
irferðarmeiri,
til dæmis
tiyggingará
förmum. Þá munu starfsmenn
'í verksmiðjunum greina frá
nýmælum í rekstrinum ogvís-
indamenn flytja erindi um það,
sem er að gerast í fóðurtilraun-
um.
Verð skráð í dollurum
Haraldur sagði, að ástandið
á heimsmark'aði værí ekki gott
um þessar mundir. Kæmi þar
til mikil kornuppskera víða um
heim auk þess sem veiði hefði
verið góð á síðasta ári. Það,
sem af væri þessu ári, hefði
þó orðið töluverður samdráttur
i fiskimjölsframleiðslu tveggja
stærstu framleiðendanna,
Chile og Perú, en áhrifa lians
væri þó ekki farið að gæta í
verðinu. Auk þess sagði Har-
aldur, að allt verð væri skráð ~
í doilurum og þótt það væri
ekki tölulega slæmt í sjálfu sér
væri þess að gæta, að dollara-
gengið væri mjög lágt.
í sgmbandi við ársfundinn,
sem hajdinn verður á Hótel
Sðgu, mun um 30 manna hóp-
ur tæknimanna kynna sér
starfsemina í verksmiðjum
víða um land en skráðir þátt-
takendur á fundinum eru rúm-
lega 200 og um 300 ef makar
eru taldir með.
Haraldur
Gíslason
ÞRIÐJA alþjóðlega sjávarút-
vegssýningin í Reykjavík verð-
ur haldin 19,—23. september
nk. og munu um 460 fyrirtæki
frá 20 löndum, þar af um 60
íslensk, kynna þar vörur sínar
og þjónustu. Er búist við mik-
illi aðsókn og er allt hótelrými
í borginni upppantað sýningar-
dagana. Verða reistir tveir sýn-
ingarskálar, 100 metra langir
og 25 metra breiðir, austan við
Laugardalshöllina og þrefald-
ast við það sýningarsvæði hall-
arinnar.
Sjávarútvegssýningin var fyrst
haldin 1984 og síðan aftur þremur
árum síðar. Bjarni Þór Jónsson,
skrifstofustjóri Félags íslenskra
iðnrekenda, sem annast hefur und-
irbúninginn af hálfu FII í samvinnu
við Félag dráttarbrauta og skipa-
smiðja, Félag málmiðnaðarfyrir-
tækja og Utflutningsráð íslands,
segir að á þeim tíma sem liðinn
er hafi sýningin öðlast viðurkenn-
ingu sem ein af áhugaverðustu
sjávarútvegssýningum í heimi.
Eins og fyrr segir eru íslensku
fyrirtækin nú um 60 og hefur fjölg-
að nokkuð frá 1987. Sagði Bjarni,
að nýliðarnir væru einkum lítil fyr-
irtæki, sem hygðu á útflutning,
enda miklum mun ódýrara að
þreifa fyrst fyrir sér á sýningu hér
heima en að taka strax þátt í sýn-
ingu erlendis.
Hótelpláss upppantað
Auk íslensku deildanna verða
þjóðarstandar frá Bretlandi, Hol-
landi, Danmörku, Noregi og Sví-
þjóð en alls er sýningarplássið
8.000m Hefur Iðnlánasjóður sam-
þykkt að styðja þátttöku íslenskra
iðnfyrirtækja í sýningunni með
sama hætti og gert er með erlend-
ar sýningar.
Fyrir þremur árum voru sýning-
argestir töluvert á 16. þúsundið
og hafði þá fjölgað um 50% frá
sýningunni 1984. Er búist við
góðri aðsókn að þessu sinni og er
allt hótelpláss í Reykjavík upppant-
að meðan á sýningunni stendur.
Munu einhveijir gista fyrir austan
Fjall en ekki er gert ráð fyrir að
sérstakt skip þurfi að leigja eins
og síðast þegar grænlensku gest-
irnir komu fylktu liði á elleftu
stundu.
Á sjávarútvegssýningunni
í Laugardalshöll 19. september nk.
sýnumviðm.a.
NÝJU BEITINGAVÉLINA FRÁ SVÍÞJÓÐ.
EIGUM FYRIRLIGGJANDI:
/
• Ýsu, ufsa og þorkanet.
• Kaðla
• Síldar- hausskurðar og flökunarvél
• Roðflettivélar fyrir allan fisk. 6 stærðir og gerðir
Framleiðum fiotteina fyrir kola,- grásleppu,- ufsa og þorskanet
NEPTUNUS HF.
Nýlendugötu l 0, Reykjavík
s. 21380-22018 Fax: 27720