Morgunblaðið - 05.09.1990, Side 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ FRETTASKYRING MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990
m
TOGARAÚTGERÐ FRÁ KEFLAVÍK
ATGERVISFLÓTTI
OG STEFNULEYSI
BAIMABITIIMN?
eftir
Hjört
Gíslason
* MEÐ sölu togarans Aðalvíkur frá Keflavík til Akur-
Ve 11 vANGI eyrar er togaraútgerð frá Keflavík nú liðin undir lok,
að minnsta kosti um tíma. (Einn togari, Sveinn Jóns-
son, er skráður í Keflavík, en hann er í raun gerður
út frá Sandgerði.) Togaraútgerð hó fst þar upp úr
stríðslokum og stóð þá fram til ársins 1956. Arið 1973
keyptu Keflvíkingar togara að nýju og stóð hið síðara
tímabil í 17 ár. Fiskiskipum hefur fækkað ört í Kefla-
vík síðustu ár og hlutdeild bæjarins í fískafla lands-
manna hefur minnkað um helming frá því fyrir um
10 árum. Skýringar á þessari þróun hafa verið ýmsar,
meðal annars hefur því verið um kennt, að aðrir landshlutar njóti
frekar opinbers fjár úr Byggðasjóði en Suðurnesin og þá hefur kvót-
inn verður nefndur sem örlagavaldur. Hvorug þessara fullyrðinga
virðist þó standast. Utgerð togara hefur á sama tíma gengið í Sand-
gerði og þegar Keflvíkingar selja sína togara, kaupa Grindvíkingar
þrjá. Skilyrði hvað varðar kvóta og aðgang að Byggðasjóði á þessum
stöðum ættu að vera svipuð. Nærtækari skýring er sú, að í samkeppn-
inni um vinnuaflið lúti sjávarútvegur í Keflavík í lægra haldi fyrir
atvinnu tengdri varnarliðinu og ýmsum þjónustugreinum. Halldór
Ibsen, framkvæmdastjóri Útvegsmannafélags Suðurnesja segir at-
gervisflótta úr sjávarútveginum hafa valdið miklu um gang mála.
Höfn fyrir togara
Upp úr stríðslokum gerði Olafur
E. Einarsson botnvörpunginn Haf-
stein út frá Keflavík um tíma, en
1948 var Bæjarútgerð Keflavíkur
stofnuð. Bærinn seldi þá ríkinu
höfnina og keypti nýsköpunartog-
arann Keflvíking fyrir andvirði
hennar og var hún þá gerð að lands-
höfn. Keflvíkingur var seldur 1956
til Eskifjarðar og hét þar Vöttur.
Næsta tímabil togaraútgerðar hófst
með kaupum Sjöstjörnunnar á Dag-
stjörnunni árið 1973, en 5 árum
síðar var hún seld Keflavík hf. og
Miðnesi hf. í Sandgerði. Næsta tog-
ara sinn seldu Keflvíkingar einnig
til Sandgerðis og þann þriðja til
Þórshafnar, eftir tveggja ára út-
gerð. Þessir togarar voru seldir fyr-
ir tíma kvótakerfisins. Eftir að
kvótakerfíð var tekið upp, hafa fjór-
/ HAFINU
í nánu samstarfi i/ið netagerðarmenn og sjómenn er rannsakað
hvernig veiðarfæri fara í sjó og hvernig fiskur hagar sér
gagnvart þeim.
Við framleiðsluna beitum við háþróaðri tækni nútímans og
ströngu gæðaeftirliti.
Árangurinn er vara sem stenst alla samkeppni
Togaraútgerð frá Keflavík 1948-90
Keflvikingur GK,
keyptur 1948, seldur 1956
Til Austfjarða,
Vöttur
Dagstjarnan KE 9, Sveinn Jónsson KE 9:
keyptur 1973, seldur 1978 Landar í Sandgerði
Framtíðin KE 4,
keyptur 1974, seldur 1980
Veiðiheimildir
i þorskígildum
Dagstjarnan KE 3, 1.634 tonn
keyptur 1982, seldur 1988
Aðalvík KE 95, 1.874 tonn
keyptur 1974, seldur 1989
Bergvík KE 22, 1.948 tonn
keyptur 1981, seldur 1989
Til Sandgerðis,
Haukur GK 25
Til Akureyrar,
Sólbakur EA 305
Til Sauðárkróks,
Drangey SK1
Til Sauðárkróks,
Skagfirðingur SK4
keyptur 1989, seldur 1990
Nú er aðeins einn togari eftir skráður í Keflavík, Sveinn Jónsson KE9.
Þaö af afla hans sem ekki er selt óunnið úr landi er unnið í Sandgerði.
ir togarar verið seldir. Tveir fóru í
skiptum fyrir einn til Sauðárkróks
og þessi eini var síðan seldur til
Akureyrar fyrir skömmu. Aður
hafði ÚA keypt annan togara frá
Keflavík, sem nú er Sólbakur EA.
7000 tonna þorskígildi seld
með 4 togurum
Séu aðeins teknir þeir togarar,
sem seldir hafa verið síðan kvóta-
kerfið hófst hafa Keflvíkingar misst
frá sér 7.072 tonn talið í þorskígild-
um miðað við aflamark, en öil skip-
in eru nú gerð út á sóknarmark,
og eru þijú þeirra með 1.335 tonna
hámark í þorski, 550 í karfa og 400
í grálúðu en fjórða skipið er með
840 tonn hámark í þorski, 1.550 í
karfa og 350 í grálúðu. Miðað við
það hefur aflatapið verið 4.945 tonn
af þorski, 3.200 tonn af karfa og
1.550 tonn af grálúðu auk veiða á
tegundum, sem eru ótakmarkaðar
innan sóknarmarksins.
Veiðiheimildir Skagfirðings
(Bergvíkur) á þessu ári nema í afla-
marki 1.848 þorskígildum, en hún
er gerð út á sóknarmarki með heim-
ildir til veiða á 1.335 tonnum af
þorski, 550 af karfa og 400 af grá-
lúðu. Aflahámark sóknarmarks-
skipa á suðursvæðinu er 940 tonn
af þorski, 1.550 af karfa og 350
af grálúðu.
Veiðiheimildir Drangeyjar (Að-
alvíkur) eru þær sömu og Skagfirð-
ings enda bæði skipin gerð út á
sóknarmarki. í aflamarki hefðu
heimildir Drangeyjar svarað til
1.874 tonna af þorski.
Sólbakur (Dagstjarnan) er gerð-
ur út á sóknarmarki með sömu
heimildir og fyrrnefnd skip, en í
aflamarki hefði hann fengið 1.634
þorskígildistonn.
Frystitogarinn Aðalvík var gerð
út á sóknarmarki með 950 tonn af
þorski, 1.550 af karfa og 350 af
grálúðu. Við flutning milli land-
svæða breytast þessar heimildir
ekki. Áunnið aflamat'k svarar til
1.615 tonna af þorski.
Hlutdeild í þorskafla
helmingi minni
1979 var hlutur Keflvíkinga í
þorskaflanum (miðað við landanir)
14.312 tonn eða 4,48%. Síðan hefur
hlutfallið farið lækkandi og var í
fyrra aðeins 2,10%. Á sama tíma
fellur hlutur Reykjaness úr 23,64%
niður í 18,10%. Það er óvefengjan-
legt að Keflvíkingar og um leið
Reyknesingar hafa misst spón úr
aski sínum á kostnað annarra og
fiskiskipum, ekki aðeins togurum
hefúr fækkað. Á Suðurnesjum voru
1984 109 skip stærri en 12 tonn,
samtals 17.743 tonn alls eða 163
tonn að meðaltali. Nú eru þau 84,
samtals 14.201 tonn eða að meðal-
tali 171 tonn. Skipunum á þessu
svæði hefur því fækkað um 26 eða
nærri fjórðung á 6 árum, en hafa
að meðaltali stækkað lítillega.
Fullyrt hefur verið að fyrirtæki
í sjávarútvegi á Suðurnesjum hafi
borið skarðan hlut frá borði opin-
berra fyrirgreiðslna og lánveitinga
og að þeir, sem keypt hafi skipin,
hafi á hinn bóginn notið betri fyrir-
greiðslu. Útgerðarfélag Akur-
eyringa hefur keypt tvö þessara
skipa og ekki notið til þess nokkurr-
ar fyrirgreiðslu af hálfu Byggða-
sjóðs og er ÚA reyndar að heita
má skuldlaust við sjóðinn. Þá hafa
fyrirtæki eins og Skagstrendingur
á Skagaströnd og útgerð Guðbjarg-
arinnar á ísafirði keypt báta á Suð-
urnesjum, en hvorugt þessara fyrir-
tækja hefur notið vegna þess lána
úr opinberum sjóðum. Hin tvö skip-
in, sem seid voru eftir að kvótinn
varð að veruleika, fóru í skiptum
fyrir Aðalvíkina til Útgerðarfélags
Skagfirðinga. Bæði Hraðfrystihús
Keflavíkur og Skagfirðingarnir
hafa fengið lán úr opinberum sjóð-
um, enda hvíldu skuldir nálægt
hálfum milljarði króna á Aðalvík-
inni er hún var seld.
Of greiður aðgangur að lánsfé?
Hraðfrystihús Keflavíkur fékk á
árinu 1981 400 milljónir gamalla
króna úr Byggðasjóði og Kaupfélag
Suðurnesja 200 milljónir til kaupa
á hlutafé í HK. Af öllum lánveiting-
um Byggðasjóðs á árunum 1977 til
1981 til fyrirtækja á Suðurnesjum
fékk HK tvo þriðju hluta. Þá má
gæta þess, að þegar Hraðfrystihús
Keflavíkur keypti togarann Júlíus
Geirmundsson frá Isafirði og gerði
út sem Bergvík, var í gildi bann
við fjöigun fiskiskipa, en undanþága