Morgunblaðið - 07.09.1990, Síða 1

Morgunblaðið - 07.09.1990, Síða 1
1 GEIR HALLGRÍMSSON 16. desember 1925 — 1. september 1990 og ræddum margt saman. Við urð- um vinir og hefur sú vinátta enst. Fyrir það erum við hjón Geir og Ernu óendanlega þakklát. Geir Hallgrímsson tók til óspilltra málanna að vinna hugsjónum sínum fylgi í röðum ungra sjálfstæðis- manna og áður en varði var hann valinn þar til æðstu metorða. Ekki stefndi hann þó að því að gera stjórnmál að lífsstarfi. Hann komst einfaldlega ekki hjá því þegar tímar liðu. Svo er þó ekki að skilja að allir hafi alltaf verið stuðningsmenn hans, enda væri- lýðræði einkenni- legt fyrirbæri þegar svo væri komið að allir kysu eins. Og Geir var sann- ur lýðræðissinni sem lagði sig hik- laust undir kosningu, enda skorti hann hvorki hvatningu né stuðning. Hann var Reykvíkingur í húð og hár og því sjálfgefið að hann veld- ist til starfa á sviði borgarmála þótt hann hygðist ekki helga sig þjóðmálum, alfarið að minnsta kosti. Við stofnuðum saman lög- fræðiskrifstofu þegar ég hafði lokið prófi. Til gamans má segja þá sögu að fyrsta daginn sem stofan var auglýst opin streymdi að fólk. Allir vildu tala við Geir, enginn mig. Ég beið spenntur eftir að frétta hvaða viðskipti við hefðum fengið. Geir kom skellihlæjandi fram og sagði: „Þeir voru allir að biðja um lóðir.“ Hann var þá orðinn borgarráðsmað- ur. Geir var borgarstjóri 1959-1972 við stöðugt vaxandi vinsældir. Þær byggðust ekki síst á því að hann hafði yndi af að kynnast sem flestu fólki og högum þess. Hann kynnti sér málin út í hörgul og kom meðal annars á hverfafundum þar sem hann rabbaði við fjöldann allan af fólki, fræddi það um , fyrirætlanir og svaraði greiðlega spurningum. Borgarstjóraárin voru hin pólitísku gleðiár Geirs Hallgríms- sonar. Hann naut vaxandi virðingar og mikilla vinsælda, þær voru hon- um lífsnautn. Hann kaus ekki óvin- áttu við nokkurn mann og hann naut þess líka að vinna mikið og svo vel að vart varð að fundið. En fleira kom til. Forusta Sjálfstæðis- flokksins var samstillt. Geir mat Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson auðvitað geysimikils. Þessir þrír forustumenn framan af borgar- stjóraferli Geirs voru vinir. Fiokkur- inn var þvi sterkur og unnt að sigla nokkuð sléttan sjó þótt umsvif og framfarir væru miklar. Sumir sögðu raunar að framvindan væri ,of hnökralaus, fólk þyldi það illa til langframa! Auðvitað fór því samt fjarri að andstæðingarnir deildu ekkert á Geir. Þeir reyndu öll ráð til þess, einkum fyrir kosningar eins og lög gera ráð fyrir, en þeir fengu aldrei höggstað á honum. Þá beittu and- stæðingarnir þeim brögðum að kveikja í öfundinni sem lengi hefur hérlendis verið talinn góður siður og árangursríkur. Geir átti að vera of efnaður til að starfa að borgar- málum og þjóðmálum. Ólafur Thors brást hart við og ritaði mergjaða grein í Morgunblaðið, sem lægði rostann í þeim. En starfskrafta Ólafs Thors naut ekki lengi. Hann lést á gamlársdag 1964. Aftur á móti varð samstarf Geirs og Bjarna Benediktssonar sífellt nánara og traustara. Líklega ræddu þeir þó meira utanríkismál og þróun alþjóðamála en borgar- málin. Þótt báðir þekktu vel þarfir Reykvíkinga og væri annt um höf- uðborgina var sjóndeildarhringur- inn svo sannarlega víðari. Bjarni var átrúnaðargoð Geirs þegar um varnarmál og öryggi landsins var að véla og Geir taldi það alla tíð Við lok fimmta áratugarins hertu íslensk stjórnvöld stöðugt á marg- háttuðum höftum og skömmtunar- stjórn svo að nálgaðist alræðisstjórn efnahagsmála og fjármála. I þann mund voru stríðsþjáðar lýðræðis- þjóðir aftur á móti að brjótast frá örbirgð til bjargálná, afnema vöru- skömmtun og höft, efla fijálsa stjórnarhætti og markaðsbúskap. Þær voru í framfarasókn meðan við hertum krepputök. Og Sjálfstæðis- flokkurinn bar ábyrgð á þessum ósköpum þótt ekki gerði hann það einn. Um þessi mál var tíðum rætt í Sjálfstæðisflokknum en úrræði fundust fá, höftin bara jukust, þjóð- nýting og samvinnurekstur var úr- ræðið, ásamt bæjarútgerð'um, og miðstýring jókst. Þá er það á ijölmennum Varðar- fundi í Sjálfstæðishúsinu að upp rís ungur maður í miðjum bölmóðnum og flytur sannkallaða þrumuræðu þar sem hann hellir sér yfir þessa stefnu og úrræðaleysi flokksins. En það var öðru nær en að hann léti þar lokið ræðu sinni. í síðari hlutan- um herti hann enn á henni og greindi nákvæmlega frá því hvað gera ætti og var það allt þveröfugt við það sem gert var. Ræðunni lauk hann með mergjuðum áskorunum og jafnvel ögrunum. Hér var Geir Hallgrímsson ný- kominn frá framhaldsnámi í Banda- ríkjunum og hafði hrifist af aðstæð- um þar og fijálsræði. Allmargir ungir menn voru á fundinum. Klöppuðu þeir ræðu- manni óspart lof í lófa. Við höfðum eignast foringja. Og ekki var ör- grannt um að eldri menn sýndu þess merki að þeir gleddust líka þótt kannski hafi mátt segja að óbeint hafi verið að þeim vegið. Á þessari stundu varð ég aðdáandi Geirs. Skömmu síðar hittumst við Þegar Geir Hallgrímsson er kvaddur minnist ég hins ljúfa og kæra vinar allt frá bernsku og síðan og jafnframt nán- asta samstarfsmanns um áratugaskeið. Fyrstu kynni okkar hófust í Tjarnargöt- unni um það leyti sem við fyrst mundum eftir okkur, enda jafnaldrar. Síðan héldust kynnin vel við í skóla og skólastarfi, auk samveru við sumarstörf í Reykjahlíð við Mývatn og náms í Menntaskólanum þar sem við vorum bekkjarbræður í sex ár og samstúdentar er lýðveldið var stofnað 1944. Það var því ekki að undra þótt með okkur héldist vinátta og hið ágætasta sam- starf, þegar svo vildi til að það kæmi í okkar hlut að setjast mjög ungir í stjórn Árvakurs hf. Síðan, ásamt mörgu öðru ágætisfólki úr hópi meðeigenda og starfs- fólks, að vinna að eflingu Morgunblaðsins næstu áratugina. Er við hófum afskipti af Árvakri og Morgunblaðinu, báðir innan við þrítugt, var margt með öðrum hætti en nú, en um þær mundir stóðu fyrir dyrum fyrstu bygg- ingarframkvæmdir félagsins og margan erfiðan hjallann þurfti að klífa áður en lokamarkinu yrði náð. Geir settist í stjórn Árvakurs hf. árið 1955, en ég varð formað- ur stjórnarinnar það ár. Við áttum hið ágætasta samstarf við þá Valtý Stefáns- son, Sigfús Jónsson framkvæmdastjóra og Bjarna Benediktsson sem tók sæti í stjórninni litlu síðar, svo og aðra ágæta meðeigendur og starfsmenn. Þannig að samstarfið er orðið langt og að mínu mati farsælt. Ekki var það síst að þakka Geir Hallgrímssyni sem hafði einstaka hæfileika til þess að laða menn til einhuga ákvarðana um þau mál er fram þurftu að ganga. Samstarfinu á Morgunblaðinu munu eflaust aðrir að einhveiju lýsa. En frá mínu sjónarmiði og stjórnar Árvakurs hef- ur það tekist með ágætum og einkennst af því einu, að menn hafa látið það ráða gerðum sínum sem væri hag Morgunblaðs- ins fyrir bestu. Þannig að blaðið gæti stað- ið undir nafni sem blað allra landsmanna, gæti upplýst og frætt þjóðina um málefni líðandi stundar, bæði hérlendis og erlend- is, um leið og lögð væt'i áhersla á eflingu íslensks atvinnulífs og íslenskrar menning- ar. Geir Hallgrimsson varð formaður stjórn- ar Ái-vakurs hf. árið 1969 og gegndi því starfi til 1986. Á þessum árum jukust störf Geirs á stjórnmálasviðinu, hann varð formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætis- ráðherra og síðar utanríkisráðherra. En þrátt fyrir mikið annríki lét hann ekki hjá líða að rækja störf sín í stjórn Árvakurs og rækta samstarf sitt við Morg- unblaðið, bæði ritstjóra og aðra starfs- menn. Hann tók heilshugar þátt í upp- byggingu blaðsins, bæði tæknilega og rit- stjórnarlega og þótt hann væri stundum í erfiðri stöðu, studdi hann af heilum hug þær framfarir sem stefnt var að. Við samstarfsmenn Geirs á Morgun- blaðinu minnumst hins góða drengs, hins ljúfa félaga, hins einarða leiðtoga, sem hafði það að leiðarljósi að gera allt rétt og heiðarlega, að láta engan blett falla á störf okkar, þannig að við værum trausts- ins verðir. Við kveðjum Geir Hallgrímsson með klökkum huga og þökkum samstarfið öll þessi ár. Fyrir hönd mína og annarra stjórnar- manna Árvakurs hf. sendi ég Ernu Finns- dóttur, börnum hennar og öðrum í fjöl- skyldunni alúðarfyllstu samúðarkveðjur. Haraldur Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.