Morgunblaðið - 07.09.1990, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR V.ULl TEMBER 1990
Geir og Erna að morgni kjördags í borgarstjórnarkosningunum
1970. Myndina færði Eyjólfur Konráð Jónsson þeim að gjöf og ritaði
á myndina: „Það var óhætt að brosa, Erna mín“, enda unnu sjálfstæð-
ismenn sigur undir forystu Geirs, þrátt fyrir að margir hefðu óttazt
að meirihlutinn félli.
2 B
höfuðskyldu sína að hvika hvergi
frá varðveislu þess vestræna sam-
starfs sem Bjarni lagði allt í sölurn-
ar til að við yrðum aðilar að 1949.
Lætur að líkum að þetta eitt hefði
nægt til gagnkvæms trúnaðar og
virðingar.
En þeir ræddu margt fleira sem
varðaði lífshagsmuni Islands, ekki
síst landhelgismál, og hvernig best
yrði sætt lagi til að sækja fram og
vinna lokasigra. Það féll síðar í hlut
Geirs Hallgrímssonar að leiða sókn-
ina, tryggja okkur 200 mílurnar og
koma bresku togurunum út úr land-
helginni um aldur og ævi, ef rétt
verður þá á málum haldið héðan í
frá eins og hingað til. Þegar Bjarni
féll frá hafði hann stofnað til sam-
starfs allra stjómmálaflokka til
undirbúnings nýrrar sóknar og sett
á laggirnar landhelgisnefnd.
Hér verða þáttaskil, ekki aðeins
í sögu Sjálfstæðisflokksins heldur
þjóðarinnar allrar. Slysið mikla á
Þingvöllum hlaut að hafa langvar-
andi afleiðingar. Aðalstjórnmálaafl
þjóðarinnar var lamað og enn eimir
líklega eftir. Vandinn var ógnvæn-
legur, það þarf vart að rekja. Sjálf-
stæðismenn vom á þingflokksfundi
ráðþrota. Er á fundinn leið flutti
sr. Gunnar Gíslason tillögu um að
fjórum mönnum yrði falið að leggja
á ráðin um framvinduna. Voru þeir,
auk Geirs, Jóhann Hafstein, Ingólf-
ur Jónsson og Magnús Jónsson.
Allir voru þessu sammála.
Nú var teningunum kastað. Ef
Geir hefði hugsað sér að vera utan
meginátaka í íslenskri stjórnmála-
baráttu var sú stund að baki. Nú
sannaðist, eins og oft áður, að erfið-
ara getur verið að komast út úr
pólitík en leggja út á þá braut.
Ekki ætla ég mér þá dul að rekja
nú átök, vonbrigði og sigra síðustu
tveggja áratuga, enda varla talinn
hlutlaus í umfjöllun um menn og
málefni, en ætti þó að leyfast að
draga fram einstök atvik sem lýsa
Geir Hallgrímssyni frá sjónarhóli
gagnrýnins aðdáanda. Fyrst er hér
gamansaga sem Asgeir Pétursson
sýslumaður segir eitthvað á þennan
veg:
Vinir þrír voru á góðri stundu
vestur á Mýrum. Nokkm austan
við Akra er ákveðið að ganga til
sjávar. Niður undir sjávarmáli er
komið að feiknastórum þarabing
sem er þvert á vegi þremenning-
anna. Eykon kom fyrstur að haugn-
um og snarast yfir hann með nokkr-
um átökum. Asgeir steig nokkur
skref í þarann og sneri síðan við
og fór út fyrir tálmann. En Geir
sem gekk lítið eitt á eftir hinum fór
strax stóran sveig fyrir endann á
þarabingnum og kom ekki nærri
honum. Við komum auga á að þarna
væri okkur rétt lýst og hlógum.
Sú skaphöfn Geirs að láta íhygl-
ina ráða og velja áhættuminni leið-
ina, ef engu var með því fómað,
hefur einkennt lífsstarf hans.
Heyrt hef ég þeirri skoðun fleygt
að Geir hafi verið betri borgarstjóri
en flokksforingi og forsætisráð-
herra. Ekki er ég sannfærður um
það. Jafnvel þótt menn kæmu sér
saman um að Geir hafi verið besti
borgarstjóri Reykvíkinga, sem eng-
in ástæða er auðvitað til að heimta,
þá er ekki af því unnt'að gagn-
álykta að hann hafi verið slakari
flokksforingi en borgarstjóri. Að-
stæðurnar í Sjálfstæðisflokknum
voru einfaldlega allt aðrar en áður.
Það er staðreynd að engir eru kröfu-
harðari í garð foringja sinna en
sjálfstæðismenn og gagnrýnni. Því
verður ekki breytt. En þeir sem
hafa verið framangreindrar skoðun-
ar verða í huga sér að leita þess
manns sem líklegt er að tekist hefði
að stýra Sjálfstæðisflokknum
áfallaminna í gegnum þann ólgusjó
sem magnaður hefur verið gegn
honum og í honUm. Hann er vand-
fundinn, örlagaþræðirnir hefðu ver-
ið spunnir þótt maðurinn hefði ver-
ið annar.
Þegar Geir myndaði ríkisstjórn
sína 1974 eftirgóða kosningu sjálf-
stæðismanna voru margir efíns um
að samstarf við Framsóknarflokk-
inn gæti orðið happadijúgt. Þessari
stjóm tókst þó allvel að fást við
verkefnin, þar á meðal verðbólgu-
drauginn. Þegar leið að kosningum
1978 varð þó ljóst að staðan var
slæm út af kaupgjaldsmálum eina
umferðina enn og því auðvelt að
beita slagorðum eins og „Kjósum
ekki kaupránsflokkana". Það var
svo sem ekkert merkilegt, né heldur
stjómarrriyndun Ólafs Jóhannes-
sonar.
Ríkisstjórnar Geirs Haligríms-
sonar verður hins vegar alltaf
minnst og nafns hans sérstaklega
fyrir það að leysa landhelgismálið
farsællega. Geir Hallgrímssyni
tókst það sem öðmm hafði ekki
tekist og hefði líklega ekki tekist,
að koma bresku togumnum endan-
lega af íslandsmiðum.
Þegar íslenski forsætisráðherr-
ann fór utan til fundar við breska
forsætisráðherrann fylgdu honum
ekki fyrirbænir allra, öðru nær.
Dvölin ytra dróst á langinn og þá
herti á hrakspánum. Játað skal að
sjálfur var ég uggandi en vissi þó
innst inni að gæfan mundi fylgja
Geir, eins og svo oft áður. Svo fór
líka. Hann valdi þá leiðina sem ör-
uggust var til lokasigurs á
skemmstum tíma. Hann stóð raunar
vel að vígi að því leyti að Sjáifstæð-
isflokkurinn bar ekki ábyrgð á 50
mílna frumhlaupinu sem engum
árangri skilaði.
Viðmælendur hans vissu líka að
hveiju órði hans mátti treysta og
aldrei gat annað að þeim hvarflað
en að þjóðarnauðsyn Islendinga réð
staðfestu Geirs. Þeir vissu líka að
hann gerði sér ekki síður ljóst en
þeir hver nauðsyn var að styrkja
Atlantshafsbandalagið en veikja
það ekki. Breski forsætisráðherr-
ann sannfærðist um það, ef hann
hefur ekki vitað það áður, að hann
ræddi við jafningja sem hvorki var
haldinn minnimáttarkennd né of-
metnaði, sem gjarnan fer saman,
en stjórnaðist þó af miklum metn-
aði fyrir hönd þjóðar sinnar.
Vináttubönd okkar við Breta
styrktust en veiktust ekki. Sam-
skipti Islendinga og Breta eru nú
betri en nokkru sinni áður sem
meðal annars má marka af því að
þeir hafa boðist til að senda menn
hingað í þessum mánuði til að ræða
sameiginleg hafsbotnsréttindi, enda
ljóst að hagsmunir þjóðanna við hin
nyrstu höf fara í því efni saman,
eins og í svo mörgu öðru.
Þegar sýnt var 1978 að Ólafi
Jóhannessyni mundi takast stjórn-
armyndun hringdi Geir í mig til
New York, en þar vorum víð hjónin
þá vegna fundar hafréttarráðstefn-
unnar sem var um það bil að Ijúka.
Hann sagði mér fréttirnar, var al-
vörugefmn og vonsvikinn en bætti
svo við í strákslegum tón: Ég er
búinn að panta fyrir ykkur á Florida
í næstu viku. — Ertu vitlaus mað-
ur, datt upp úr mér, við erum búin
að vera héma í nærri mánuð. —
Það kemur mér ekkert við, ég er
enn foringinn og þetta er fyrirskip-
un, Gunnlaugur og Berta verða
með.
Erna og Geir komu síðan til New
York. Hann var þreyttur og sjálf-
sagt þau bæði. Nokkrum dögum
síðar var svo haldið suður á bóginn.
Og það var eins og við manninn
mælt, Geir var eins og sautján ára
strákur sem síst leit hlutina alvar-
legum augum. Strax stakk fólk sér
í laugina eða æddi á haf út. Síðan
var leigður bíll sem enginn mátti
snerta nema Geir, því að þið kunn-
ið ekkert að keyra í Ameríku. Pólitík
var bannorð og fólk sofnaði hlæj-
andi og vaknaði með bros á vör.
En áhyggjulausir tímar voru ekki
framundan. Ríkisstjórn Ólafs Jó-
hannessonar varð ekki langlíf, Al-
þýðuflokkurinn rauf hana haustið
1979 og efnt var til erfiðra kosn-
inga. Geir var falið að mynda ríkis-
stjóm en tókst ekki. Ástæðan kom
síðar í ljós en um það munu sagn-
fræðingar sjálfsagt fjalla. Gunnar
Thoroddsen myndaði stjórn sína,
þrátt fyrir andstöðu þorra sjálf-
stæðisþingmanna. Segir sig sjálft
hvert áfall þetta var. Um það verð-
ur hér ekki fjallað og allan undir-
ganginn.
Nú er komið árið 1983 og nýtt
glæsilegt tímabil á stjómmálaferli
Geirs Hallgrímssonar er runnið upp.
Hann bar höfuð og herðar langt
yfir hvern sem var á þingi þegar
utanríkismál voru til umræðu og
varnarmálin sérstaklega og verk-
takastarfsemi, en um hana lagði
ráðherrann fram ítarlega skýrslu
fyrstur ráðherra. Utanríkisráðu-
neytið var öflugt og afkastamikið,
kraftar voru þar samstilltir undir
stjórn Geirs, sjaldan eða aldrei hafði
verið jafnmikið að gera í utanríkis-
málanefnd Alþingis.
Geir færðist stöðugt í aukana í
þessu starfi og hefði átt að gegna
því lengur. Þótt samanburður um
slík efni sé ætíð erfiður má telja
að enginn hafi til þessa dags haldið
betur á utanríkismálunum síðan
Bjami Benediktsson var ráðherra
utanríkismála. Geir hafði alla tíð
brennandi áhuga á alþjóðamálum
og tók því vel ef honum var strítt
á því að honum fyndist ísland alltof
lítið og fámennt fyrir sig til þess
að hann gæti haft hæfileg áhrif á
gang heimsmálanna!
Það komst í vana að við hjón og
Erna og Geir hittumst nokkrum
sinnum á ári í kvöldmat á öðru
hvom heimilinu. Þorramatur var
borðaður hjá okkur. Nú á þorranum
sátu Ema og Geir lengi kvölds þó
að hann væri sjúkur og margt var
rætt, sem ekki gleymist.
Stundum á þessum kvöldstund-
um tókum við Geir rimmur því að
auðvitað voram við ekki alltaf sam-
mála. Þá kom í ljós hve geðríkur
hann var. Konurnar töluðu um eitt-
hvað annað á meðan en hlustuðu
þó með öðra eyranu. Þær gripu
stundum inn í og ekki minnist ég
þess að makar stæðu saman og
allir skemmtu sér konungiega um
það er lauk. Þetta segir kannski
einhveija sögu.
Geir var gæfumaður. Hann var
ríkur, átti Ernu og fjögur dásamleg
börn. Guð blessi minningu góðs
drengs.
Eyjólfur Konráð Jónsson
Við fregnina um andlát Geirs
Hallgrímssonar rifjaðist upp í huga
mínum margt frá þeim áram sem
við störfuðum saman í bæjarstjóm
Reykjavíkur, sem síðar hlaut hið
virðulega heiti borgarstjórn. Verða
þær minningar mér ávallt hugstæð-
ar. Um leið minnist ég þess að tvö
fyrstu kjörtímabil mín sem bæjar-
fulltrúi í Reykjavík var faðir Geirs,
Hallgrímur Benediktsson, í hópi
okkar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Hallgrímur Benediktsson lést í
febrúar árið 1954, en í bæjarstjóm
það ár var sonurinn Geir kosinn af
lista Sjálfstæðisflokksins. Ég hafði
ekkert kynnst Geir þegar fundum
okkar bar saman í bæjarstjórninni,
en vissi eins og aðrir um ötult starf
hans í samtökum ungra sjálfstæðis-
manna. Mér fannst hann að sumu
leyti minna á föður sinn, viðmótið
hlýlegt, en fastur fyrir í því sem
honum þótti skipta meginmáli. Á
20 ára ferli hans í borgarstjóm, þar
af var hann borgarstjóri í 13 ár,
átti ég eftir að kynnast honum og
meta hann því meir sem árin liðu.
Árið 1959 varð sú breyting á við
myndun viðreisnarstjómarinnar, að
þáverandi borgarstjóri, Gunnar
Thoroddsen, varð fjármálaráðherra
í ríkisstjóminni. Fékk hann leyfi frá
borgarstjórastarfinu um óákveðinn
tíma, en ýmsir efuðust um langlífí
ríkisstjómarinnar. Voram við Geir
Hallgrímsson kosin til að gegna
borgarstjórastarfinu meðan svo
stæði. Síðla árs 1960 var stjórnin
orðin föst í sessi og var Gunnari
Thoroddsen veitt lausn frá borgar-
stjórastarfinu, en Geir Hallgríms-
son gegndi því eftir það einn þar til
í desember 1972, er hann sagði því
lausu. Þau 13 ár sern hann var
borgarstjóri vora tímabil mikilla
framkvæmda og framfara í
Reykjavíkurborg. Yrði það langur
listi ef því væru gerð skil, þótt ekki
sé nema í stórum dráttum. I borgar-
stjórastarfínu naut Geir Hallgríms-
son frábærra vinsælda.
í stjómmálum hlýtur maður að
hugleiða hvaða kosti maður metur
mest í fari stjórnmálamanns. Verða
mér þá ofarlega í huga mannkostir
Geirs Hallgrímssonar, heilindi hans
og heiðarleiki í öllum samskiptum
og gætni, samfara miklum fram-
kvæmdahug. Það er manni mikils
virði að hafa starfað með slíkum
drengskaparmanni.
Geir Hallgrímsson var mikill
lánsmaður í einkalífi sínu. Hann var
kvæntur hinni ágætustu konu, Ernu
Finnsdóttur. Til hennar og ástvina
þeirra hjóna leitar hugurinn þessa
dagana, með innilegri samúð.
Auður Auðuns
Kveðja frá Fulltrúaráði
sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík
Sjálfstæðismenn syrgja nú fall-
inn foringja. Geir Hallgrímsson var
í fylkingarbijósti í stjórnmálum í
meira en aldarfjórðung. Hann
gegndi á stjórnmálaferli sínum
æðstu, vandasömustu og vanþakk-
látustu forystustörfum sem Sjálf-
stæðisflokkurinn, Reykjavíkurborg
og þjóðin í heild skipa ménn til. A
ferli hans skiptust svo sannarlega
á skin og skúrir. Vinsældir hans
sem borgarstjóra vora einstakar. Á
hinn bóginn hafa sennilega fáir
íslenzkir stjómmálaleiðtogar þurft
að ganga í gegnum sömu eldraun
og Geir Hallgrímsson, þegar hann,
jafnframt því að leiða flokk sinn
við erfiðar aðstæður í þjóðmálabar-
áttunni, þurfti að sæta stöðugum
spjótalögum í bakið, úr eigin her-
búðum. En Geir Hallgrímsson stóð
uppréttur í brúnni, stefnufastur,
yfirvegaður og öfgalaus, á tímum
þegar upphrópanir, yfirboð og sýnd-
armennska áttu hvað greiðastan
aðgang að stóram hópi kjósenda.
Reykvíkingar minnast Geirs sem
afar vinsæls og virts borgarstjóra
sem lyfti Grettistaki í verklegum
framkvæmdum í borginni.
Þjóðin á Geir mikið að þakka
fyrir farsæla forystu hans sem for-
sætisráðherra, m.a. við útfærslu
landhelginnar í 200 sjómílur árið
1975, þegar persónulegt og
pólitískt þor þurfti til að bjóða birg-
inn þeim tilfinningaþrungna og á
köflum óábyrga og skammsýna
málflutningi sem þá réð víða ríkjum,
þ. á m. innan stjórnarflokkanna.
Sjálfstæðismenn minnast Geirs
Hallgrímssonar með þakklátum
huga fyrir heilladijúg störf hans í
þágu flokksins og fyrir þá seiglu
og þann sjálfsaga sem hann sýndi
sem flokksformaður á erfíðum
tímum í sögu Sjálfstæðisflokksins,
þegar hann lagði sig fram um að
forða því að stigin væru nokkur þau
skref sem brytu allar brýr á milli
fylkinga, þótt hann yrði að kosta
því til að vera fyrir vikið ásakaður
um að sýna ekki næga hörku.
Þótt Geir Hallgrímsson hafi, er
hann féll frá langt um aldur fram,
verið hættur beinum afskiptum af
stjómmálum, þá var sjálfstæðis-
mönnum áfram mikill styrkur af
nálægð hans vegna þeirrar reynslu
og þeirrar pólitísku yfirsýnar og
innsæis sem hann bjó að. Það eykur
starfandi stjórnmálamönnum ör-
yggi að eiga aðgang að slíkum
manni.
Fráfall Geirs Hallgrímssonar
markar að ýmsu leyti þáttaskil í
sögu Sjálfstæðisflokksins. Þjóðar-
innar vegna leyfi ég mér að vona
að helztu einkenni og kostir Geirs
sem stjómmálamanns og sem
manns, þ.e.a.s. staðfesta, reisn,
réttsýni, drenglyndi, heiðarleiki og
hógværð, verði í framtíðinni í meiri
hávegum höfð í íslenzkum stjórn-
málum en Geir Hallgrímsson mátti
reyna á stundum á sínum ferli.
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík sendir fjölskyldu Geirs
Hallgrímssonar samúðarkveðjur.
Baldur Guðlaugsson
Kynni okkar Geirs Hallgrímsson-
ar hófust fyrst á námsárum mínum
í Háskólanum, þegar ég tók að
blanda mér í stúdentapólitík þess
tíma og flokksstarf ungra sjálf-
stæðismanna. Hann hafði þá verið
formaður Stúdentaráðs og helsti
forvígismaður Vöku, félags lýðræð-
issinnaðra stúdenta.
Svo mikið orð fór af forustuhæfi-
leikum hans þá þegar, að menn
stóðu í stífum bréfaskiptum við
hann þar sem hann var við fram-
haldsnám erlendis, til að fá álit
hans á ýmsum þeim málum, sem
mönnum þóttu ofarlega á baugi í
þá daga, og eins lengi og kostur
var þótti mönnum ávallt betra, þeg-
ar þeir höfðu hlýtt á skoðanir Geirs
og notið leiðsagnar hans.
Eftir heimkomu Geirs lágu leiðir
okkar saman í starfi ungra sjálf-
stæðismanna og síðar í flokkspóli-
tíkinni í Reykjavík, einkum á meðan
ég gegndi framkvæmdastjórastarfi
í Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna.
Alkunn eru þau margháttuðu
störf, sem hann vann á sviði þjóð-
mála. Á vettvangi borgarstjórnar
naut hann einstæðra vinsælda og
traustrar virðingar fyrir fram-
kvæmdasemi sína og forystu í borg-