Morgunblaðið - 07.09.1990, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990
B 3
Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar á Bessastöðum 1974. Frá vinstri: Matthías Bjarnason, Gunnar Thoroddsen, Vilhjálmur Hjálmarsson,
Matthías Á. Mathiesen, Halldór E. Sigurðsson, Einar Ágústsson, Ólafur Jóhannesson og Geir Hallgrímsson.
armálum og eftir að hann varð for-
maður Sjálfstæðisflokksins og for-
sætisráðherra reyndi meir en
nokkru sinni á mikilsverða stjórn-
unarhæfileika hans. Drengskap
hans og festu var viðbrugðið, hvar
sem hann haslaði sér völl.
Eftir að ég tók við starfi fram-
kvæmdastjóra Almenna bókafé-
lagsins urðu kynni okkar enn nán-
ari. Hann var formaður Stuðla hf.,
styrktarfélags Bókafélagsins, frá
upphafi og var því einn af helstu
samstarfsmönnum mínum í því fé-
lagi. Þar studdi hann mig og hvatti
með ráðum og dáð og sýndi starfi
Almenna bókafélagsins einstæðan
áhuga alla tíð, enda var honum
mjög umhugað að geta eflt hvers-
kyns lista- og menningarstarfsemi.
Það kom hvað skýrast fram eftir
að hann tók við embætti borgar-
stjóra 1959, þar sem hann gat beitt
sér fyrir margvíslegum auknum
stuðningi til styrktar þeim málum.
Best eru mér kunnug afar farsæl
afskipti hans af Leikfélagi
Reykjavíkur.
Það var á haustmánuðum 1961
að nokkrir forvígismenn Leikfélags-
ins gengu á fund Geirs borgarstjóra
og ræddu við hann rekstrarvanda-
mál félagsins. Á þeim tímum fengu
hvorki leikarar né aðrir starfsmenn
félagsins nein föst laun, og höfðu
þær einar tekjur, sem leiksýningar
gáfu af sér, eftir að allur uppsetn-
ingarkostnaður hafði verið greidd-
ur. Styrkur borgarinnar var þá um
100.000 gamlar kr. á ári, eða álíka
upphæð og veitt var t.d. einstökum
kórum eða lúðrasveitum. Þjóðleik-
húsið naut hins vegar það ríflegra
íjárframlaga úr ríkissjóði, að starfs-
menn þess fengu tiltölulega góð
föst laun, og það sem mestu skipti,
atvinnuöryggi. Geir gerði sér strax
ljóst, að við slíkar aðstæður gat
Leikfélagið ekki starfað áfram.
Hann ákvað því að fela Einari
Sveinssyni húsameistara borgar-
innar að breyta sætaskipan í áhorf-
endasalnum í Iðnó þannig, að gólfi
var lyft aftast í salnum og sætarað-
ir hækkaðar. Þannig var unnt að
selja í mun fleiri sæti í salnum á
hærra verði en áður, og auka þann-
ig tekjur Leikfélagsins. En jafn-
framt þessu var styrkur til félagsins
Þpssu næst, eða á ánnu 1962,
breytti Leikfélagið í samráði við
Geir borgarstjóra, lögum sínum, og
var þá komið á þeirri stjórnskipan,
sem Leikfélagið starfar eftir enn
þann dag í dag. M.a. voru þá sett
samkvæmt tillögum Geirs ákvæði
um fimm manna leikhúsráð, þar
sem borgarstjóri skipaði aðeins einn
mann í ráðið. Þar með var ákveðið
að félagið hefði áfram fullt ákvörð-
unarvald um leikritaval og leikhús-
reksturinn í heild. Ábyrgðin á
rekstrinum var því áfram í höndum
félagsins að öl!u leyti. Stuðningur
við Leikfélagið var nú aukinn það
mikið, að á árinu 1964 voru fyrstu
sjö leikararnir fastráðnir hjá félag-
inu.
Úm þetta leyti gekkst Geir fyrir
því, að Leikfélagið fékk afnot af
Fríkirkjuvegi 11 og Tjarnarbæ,
m.a. fyrir leiklistarskóla félagsins.
Þá komst einriig skriður á alvarleg-
ar umræður um lóð fyrir væntan-
lega leikhúsbyggingu fyrir félagið.
Ýmsar hugmyndir voru ræddar um
staðsetningu þess, sem hér verða
ekki raktar. En það var Geir, sem
tók af skarið með að Borgarleikhús-
inu skyldi valinn staður í Kringlu-
mýrinni, og þar með var ákveðið
að reisa það með þeirri reisn sem
raun hefur á orðið.
Með þessum aðgerðum öllum og
vaxandi stuðningi við Leikfélagið,
tel ég að Geir Hallgrímsson hafi
átt mun drýgri þátt í að koma í veg
fyrir að Leikfélagið yrði að lúta í
lægra haldi í samkeppninni við
Þjóðleikhúsið, en margir gera sér
grein fyrir í dag.
Og þannig mun um ýmis önnur
málefni á sviði lista- og menningar-
mála sem lítill gaumur hefur verið
gefinn. Ég lít svo á, að vafasamt
sé að Listahátíð í Reykjavík hefði
komist á laggirnar, ef Geirs hefði
ekki notið við. Og víst er um það
að þegar við lá að Listahátíð yrði
aflögð á árinu 1975 var það Geir,
sem kom í veg fyrir að svo illa
færi. Ég var þá í framkvæmda-
stjórn Listahátíðar og vissi gjörla
hve hætt hún var komin.
Öll mín kynni af Geir voni á einu
og sömu bók lærð. Hann var ætíð
sami grandvari og trausti hollvinur-
inn, sem af hreinskilni og heiðar-
leika skýrði sjónarmið sín og gaf
þau ráð, sem hann kunni best.
Hann var tvímælalaust einn virt-
asti stjórnmálamaður síðari tíma,
og naut óskertrar virðingar og
trausts allra sem honum kynntust.
Rómaður er að verðleikum dreng-
skapur hans og trúmennska og orð
hans stóðu sem stafur á bók.
Það var mér mikið lán að eign-
ast Geir Hallgrímsson að vini og
geta ávallt notið ráðhollústu hans
og trúnaðar. Og nú er hann horfinn
sjónum. En ekki gleymast minning-
mai hhi þennao géða m, w §m--
verustundirnar aliar, bæði á
Dyngjuveginum og annars staðar.
Hann var með okkur nokkrum
kunningjum í gufubaðsklúbbi. Þar
höfum við hist í hádeginu á laugar-
dögum í áraraðir. í þeim hópi ríkti
glaðværð og vinátta og þar naut
frábær kímni Geirs sín einstaklega
vel. Hnyttin tilsvör og gamansamar
en græskulausar athugasemdir
hans og frásagnir lifa í minningu
okkar. Minningunni um hinn sanna
og góða dreng, Geir Hallgrímsson.
Ég votta eiginkonu hans, Ernu
Finnsdóttur, og fjölskyldu hans allri
einlæga samúð mína.
Baldvin Tryggvason
Leiðir manna liggja saman og
sundur á leiksviði lífsins. Sviðsetn-
ingar eru margbreytilegar, svo að
aldrei verða endurteknar að fullu
óbreyttar. Ber þó hver til leiks þá
skaphöfn, er honum hefur verið
gefin og hann þróað með sér, en
fáir af þvílíkri festu og samkvæmni
og Geir Hallgrímsson, sem kvaddur
er í dag.
Kynni okkar Geirs hófust áratug-
um áður en við urðum samstarfs-
menn í Seðlabankanum. Þótt við
værum aðeins eitt ár samtíða í
Menntaskólanum greyptist þá þeg-
ar í huga mér mynd, sem ekki hef-
ur haggast síðan, af heilsteyptum
og einörðum málflytjanda skoðana
sinna og hugsjóna, og rökföstum
svo af bar. Til hans horfði ég fram
og upp, þótt frá öðrum þjóðmála-
kanti væri, og því minnisstætt, er
ég færði honum frumverk mitt til
prentunar í hátíðarblaði skólans, er
aftur varð fyrirmynd sams konar
útgáfu á 100 ára afmæli MR. Alúð-
leg og prúðmannleg framkoma við
lítilsigldan nýsveininn gleymist
ekki, né heldur móttökuávarp hans
til míns árgangs í rússagildi há-
skólastúdenta. Frá stjórnmálaand-
stæðingum naut hann þeirrar fá-
gætu viðurkenningar, að skoðanir
hans mótuðust af hugsjón, ekki
hagsmunum.
Meðan Geir tók út framaferil sinn
í borgarmálum lágu leiðir okkar lítt
saman, en af þingmennsku og ráð-
herradómi, sem við tók, taldi ég
mig dómbæran um afar vönduð
vinnubrögð og traustan undirbún-
ing og framsetningu mála. Var mál
manna, að leitun væri á jafn ræki-
legri og samviskusamlegri heima-
vinnu stjórnmálamanns. Á vett-
vangi efnahagsmála var honum
þetta þeim mun auðveldara sem
hann hafði í framhaldsnámi lagt
stund á hagfræði, sem og af því
að þjóðmálahugsun hans var samof-
in rökhugsun af því tagi. Svo fór,
að brautir okkar lágu saman á ný.
Sem forsætisráðherra fór hann með
yfirstjórn Framkvæmdastofnunar
fíki§iB§i m ]ió§s að láti liana gjalda
þess pólitíska anribyrs, sem þa fnr
í hpnd, og það kom í hlut hans sem
slíks að veita mér lausn úr starfi
til að ganga til liðs við Seðlabank-
ann. Grunaði mig þá lítt, að þar
yrði samstarfsvettvangur okkar.
Þegar Geir kom til forystustarfa
við Seðlabankann fyrir réttum fjór-
um árum bar hann í sjóði sínum
mikla og trausta reynslu af al-
mennri yfirstjórn og þjóðmálastarfi.
Hann gerði sér ljósa grein fyrir
eðli umskiptanna ög tók heils hugar
skrefið frá stjórnmálum til embætt-
islegs trúnaðar, jafnvel svo að hann
skopaðist að, ef ýjað var að hinu
gagnstæða. Grundvallai’viðhorf sín
flutti hann að sjálfsögðu með sér,
en þau féllu vel að almennum seðla-
bankaviðhorfum, jafnvægis milli
frjálsræðis og ábyrgðar. Því var
hann ótrúlega fljótur að ná tökum
á hinum nýja starfsvettvangi og
sem fyrr setti hann sig afar vel inn
í hvert mál, sem hann fjallaði um.
Honum var lagið að leita samstöðu,
en málamiðlun náði aldrei lengra
en vandaðar meginreglur hans
leyfðu. Gagnvart starfsmönnum var
hann hlutlægur og réttsýnn, en
hlífðist þó aldrei við að krefja þá
um kjarna hvers máls. Því vógu
virðing og vinsældir hans jafnt,
þótt hann gerði ekkert sérstakt til
að afla sér þeirra.
Auk þess að eiga samstarf við
Geir í bankastjórninni hef ég starf-
að með honum sem varamaður í
stjórn Fiskveiðasjóðs og við átt
samaðild að hagstefnunefnd OECD.
Kom þar fram tryggð hans við heil-
brigðar meginreglur og andspyrna
við ódýrum lausnum. Af síðara vett-
vanginum minnist ég Geirs og Ernu
sem afbragðs ferðafélaga, sem og
gestrisni þeirra heima og heiman.
Ekki mun öllum Ijóst, að alvara
Geirs var milduð kímni, en hún var
lágvær og vitsmunaleg og því lítt
áberandi. Yrði okkur t.d. á að segj-
ast líta eitthvert mál alvarlegum
augum, minnti hann þegar á meint-
an einkarétt sinn á því orðtæki.
Við starfsfólk Seðlabankans höf-
um nú á annað ár fylgst með hetju-
legri baráttu hans við mein sitt og
dáð kjark hans og ósérhlífni. Á fyrri
hluta þessa árs virtist kraftaverk
hafa orðið og sigur framundan. En
enginn má sköpum renna. Skjótt
hefur sól brugðið sumri og að
hausti hlaut stund lausnarinnar að
renna upp. Við þökkum af heilhug
ágætt samstarf og samskipti og
sendum Ernu og fjölskyldunni inni-
legar samúðarkveðjur í raun þeirra
og missi. Hið sama gildir persónu-
lega um okkur hjónin og fjölskyldu.
Minningin lifir um traustan og
góðan dreng.
Bjarni Bragi Jónsson °
Ég átti því iáni að fagna að
starfa náið rneð Geir Hallgrímssyni
lengst af þann tíma sem hann var
borgarstjóri í Reykjavík. Geir hafði
ungur verið kosinn í borgarstjórn
og þegar Gunnar Thoroddsen lét
af embætti borgarstjóra 1959 var
Geir Hallgrímsson kjörinn til þess
embættis. Fyrsta árið gegndi hann
því með Auði Auðuns en tók síðan
einn við stöðunni. Gegndi hann því-
starfi til ársins 1972.
Geir var aðeins 34 ára þegar
hann tók við embætti borgarstjóra.
Hann var glæsilegur fulltrúi þeirrar
kynslóðar sem þá var að hasla séri
völl í þjóðfélaginu. Hann tók þegar
til við að undirbúa þann málefna-
grundvöll sem hann hugðist byggja
borgarstjórastarf sitt á og þegar til
borgarstjórnarkosninga kom árið
1962 lagði hann fram óvenju heil-
steypta stefnuskrá í borgarmálum.
Hann einbeitti sér að þremur
málaflokkum: gatnagerð, hitaveitu
og skipulagsmálum. Stór hluti af
gatnakerfi Reykjavíkur var þá
ómalbikaður og réðst Geir strax til
atlögu við það verkefni að malbika
götur borgarinnar. Fékk hann til
liðs við sig hörkuduglegan athafna-
mann, Gústaf E. Pálsson, sem ráð-
inn var borgarverkfræðingur. Þeg-
ar leið að kosningunum 1962 lagði
Geir fram áætlun um að ljúka við
gatnakerfi borgarinnar á 10 árum.
Ymsir höfðu vantrú á að staðið
yrði við þá áætlun, en reyndin varð
sú að hún var framkvæmd eins og
til stóð. Öll ásýnd borgarinnar
breyttist stórlega og var þetta upp-
haf þess að önnur sveitarfélög
fylgdu í kjölfarið.
Annað stórverkefnið var lagning
hitaveitu í öll hús borgarinnar. Þeg-
ar Geir tók við embætti borgar-
stjóra naut aðeins hluti Reykvíkinga
þess að hafa hitaveitu. Geir setti
sér það mark að láta leggja hita-
veitu í öll hús borgarinnar. Til þess
verkefnis réð hann dugmikinn verk-
fræðing, Jóhannes Zoéga sem ráð-
inn var hitaveitustjóri. Ekki þarf
að orðlengja það að áætluninni um
hitaveituna var hrint í framkvæmd,
eins og til stóð, og allir Reykvíking-
ar nutu þess innan fárra ára að
hafa hitaveitu.
Þriðja stórverkefnið sem Geir
hafði á sinni stefnuskrá var gerð
aðalskipulags fyrir Reykjavík, en
ekkert slíkt skipulag lá þá fyrir.
Ráðnir voru erlendir sérfræðingar
sem ásamt íslenskum skipulags-
mönnum unnu þetta brautryðjenda-
verkefni hér og árið 1966 var skipu-
lagið samþykkt í borgarstjórn.
Geir Hallgrímsson var foringi
sjálfstæðismanna í borgarstjórn í
þremur borgarstjórnarkosningum,
1962, 1966 og 1970. Leiddi hann
flokkinn til sigurs í þeim öllum. Ég
var kosjnn í borgarstjórn 1962 og
iiáká í kfpFFáð eg steFfaði því
með Qeir uæstum dáglega þpr til
huriri jét af embættinu 1972. Fyrir
mig var það mikil og ómetanleg
reynsla að fá tækifæri til að starfa
með honum að borgarmálum. Hann
var glæsilegur foringi sem gaman
var að vinna með og vinna fyrir og
undir hans stjórn urðu miklar breyt-
ingar í Reykjavík sem allir íbúarnir
nutu góðs af.
Þó að hér hafi fyrst og fremst
verið nefnd þau þijú stórmál sem
hann beitti sér fyrir í upphafi starfs-
ferils síns sem borgarstjóri, þá lét
hann ekki við þau ein sitja. Mörg
fleiri mál bar hann fram til sigurs.
Hann breytti t.d. stjórnkerfi borgar-
innar og gerði það virkara og betra.
Hann stóð fyrir því að sérstök Fé-
lagsmálastofnun var sett á fót og
margvísleg menningarmál bar hann
fyrir bijósti eins og byggingu Kjar-
valsstaða og Borgarleikhúss.
Úr embætti borgarstjóra hv-arf
Geir til ábyrgðarmikilla starfa að
landsmálum. Þeim þætti í lífi hans
munu aðrir gera skil, en á þeim
vettvangi vann hann einnig mikil
afrek.
Nú þegar Geir Hallgrímsson er
allur, langt um aldur fram, er hans
minnst sem áhrifamikils leiðtoga
og heiðarlegs baráttumanns. Við
Sonja sendum Ernu Finnsdóttur og
fjölskyldunni allri innilegar samúð-
arkveðjur.
Birgir ísl. Gunnarsson
Minningarnar hrannast upp þeg-
ar Geir Hallgrímsson er kvaddur á
hinstu stundu. Ungur hreifst ég af
honum sem stjórnmálamanni. Hann
var borgarstjórinn sem hratt í fram-
kvæmd hinni stórhuga áætlun er
breytti pollagötum Reykjavíkur í
malbikuð stræti. Sjálfstæðismenn
vissu að höfuðvígi þeirra,
Reykjavík, var í góðum höndum
undir hans forystu. Hann kallaði í
■